Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ —VISIR
238. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1985.
Hundruð 2ja herbergja
íbúöa vantar á markaöinn
— skorturinn hef ur leitt til allt að 50% hækkunar á markaðsverði
„Eg er sannfæröur um aö ef
boönar væru 500 tveggja herbergja
íbúðir á höfuöborgarsvæöinu, jafnvei
á of háu kostnaðarveröi, seldust þær
upp á tveim mánuöum,” segir Stefán
Ingólfsson, deildarverkfræðingur
hjá Fasteignamatinu.
Stefán segir aö þetta sé meirihátt-
ar vandamál fyrir yngsta fólkið.
Vegna þess hve skortur á minnstu
íbúöunum sé mikill, tveggja her-
bergja og einstaklingsíbúðum, sé
veröiö uppsprengt á þeim notuöum.
„Þaö fer allt upp í 50% hærra á fer-
metra en á næstu stæröum fyrir
ofan.” Þar með er þaö komið tals-
vert yfir of hátt kostnaöarverö nýrra
íbúöa og fáir ráöa viö slíkt.
Þannig er nú bæöi skortur og
sölutregöa á minnstu íbúðunum á
markaönum. Siguröur Guömunds-
son, framkvæmdastjóri Húsnæöis-
stofnunar, segir þetta sveitar-
félögunum aö kenna, ekki síst. Þau
hafi ekki gert ráö fyrir þessum
íbúöum í byggingarskilmálum í
neinu samræmi viö þörfina.
-HERB.
Bændur á nágrannabæjum voru mættir til hjálpar við að koma nýju þaki á
hlöðuna á Hæringsstöðum, en þakið fór af henni í sviptivindi i gærmorgun.
Hlaðan var fuli af heyi og kepptust menn við að bjarga því frá skemmdum
þvi i gær hellirigndi í Svarfaðardalnum. DV-myndir JGH.
ÞAKIÐ RIFNAÐIUPP OG
TVÍSTRAÐIST ÚTÁTÚN
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DVáAkureyri:
„Eg var aö huga aö kindum rétt niöri
viö ána, beint á móti Hæringsstöðum,
þegar ég heyrði þennan ógurlega
gauragang og sá hvar þakið rifnaði
upp og tvístraðist út á túnið. Þaö voru
kindur viö hlöðuna og þær urðu dauð-
skelkaðar. Þetta var mikill hvellur,
svipað því og skotiö væri úr byssu.”
Þannig sagðist Karli Karlssyni,
bónda á Klaufabrekknakoti, frá í gær
er DV ræddi við hann. Karl var eini
sjónarvotturinn að því þegar hlöðu-
þakið á Hæringsstöðum í S varf aöardal
tók af í sviptivindi sem gekk yfir bæinn
um níuleytiö í gærmorgun.
Engin slys uröu á mönnum eöa
búfé. Hjónin á Hæringsstöðum, þau
Jón Þórarinsson og Ingibjörg Kristins-
dóttir, höfðu skömmu áður verið úti í
fjósi aö mjólka. Jón var lagöur af staö
til Dalvíkur með eldri dótturina í skóla
og sú yngri var einnig með í för.
Ingibjörg var því ein heima þegar
þakiö tók af. „Eg heyrði miklar hviður
og siöan skall þetta á. Þaö söng í
rúðunum. Eg fór þegar að glugganum
og leit út og sá þá hvar sperrumar og
þakplöturnar fuku út á túnið.”
Jón bóndi sagði viö DV að þaö hefði
verið suðvestanátt og í henni
mynduðust oft miklir sviptivindar því
fjöllin væru þaö há í kringum bæinn.
„En það er nánast logn á milli
hviðanna.”
Bændur á nágrannabæjunum mættu
í gærmorgun til þess að hjálpa til við
aökoma nýju þaki á hlöðuna. „Það eru
allir boönir og búnir þegar svona
stendur á,” sagði Jón Þórarinsson
bóndi.
Þess má geta aö þak fauk af hlöðu á
Hæringsstöðum fyrir 15 árum. Þá urðu
skemmdirnar meiri en nú því að stein-
veggur brotnaði líka og fauk á íbúðar-
húsið.
-JSS.
Hvítvín af
sorphaugum
til sölu?
Sögusagnir ganga um að um-
talsvert magn af hvítvíni hafi
komist á „svartan markað” af
sorphaugunum í Gufunesi fyrir
hálfum mánuöi.
„Ég veit að flaskan er tii sölu á
300 krónur stykkið. Sagan segir
aö einhver hafi náö 30 kössum og
selt á einu bretti,” sagöi maöur
sem sýndi DV eina óopnaöa hvít-
vínsflösku. Maöurinn, sem ekki
vildi aö nafn sitt kæmi fram,
kvaöst hafa fengið flöskuna
gefins en verið boðnar fleiri til
kaups.
Skýringin á hvitvininu á sorp-
haugunum er þessi: Fyrr á árinu
kom til landsins röng sending af
bandarísku hvítvíni. Fyrir mis-
tök framieiöanda var sent létt
hvítvín tii Islands, að styrkleika
3,5 til 4 prósent en átti að vera 12
prósent, samkvæmt upplýsing-
um sem DV fékk frá umboðinu.
Ekki svaraði kostnaði aö senda '
þaðútaftur.
Áfengis- og tóbaksverslun rík-
isins ákvaö aö hvítvíniö skyldi á
haugana. Föstudaginn 4. október
fór vörubíll með tíu bretti af hvít-
víninu í fylgd tollvaröa á haug-
anaíGufunesi.
Starfsmenn sorphauganna fuli-
yrtu i gær aö útilokað væri að
nokkuð af hvítvíninu hefði komist
þaðan út. Toilverðir hefðu séö til
þess að jaröýta æki yfir það fram
og til baka. Síðan hefði veriö
sturtað öðru sorpi yfir það.
-KMU.
Flaska sam eftir einhverjum
leiflum hefur komist heil út af
sorphaugunum. DV-mynd KAE.