Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Treholt taldi KGB-manninn Títov vin sinn . .. „Getur hún hatað mig svona mik- ið? Hún hefur setið í íbúð sem faðir minn hefur borgað og soðið saman svona framleiðslu með sambýlis- manni sínum, hjartans vininum, sem ofan á allt annað hefur þýtt bókina á sænsku. Er heimurinn algerlega brjálaður?” Þannig kemst Arne Treholt að orði í bók sinni, Aleinn, sem kom út í Nor- egi á mánudag. Treholt segir sjálfur um bókina að hún sé lýsing á því hvernig hann hafi hugsað og hvernig honum hafi liðiö á því tímabili sem hann breyttist í al- menningseign. I bókinni gætir mikils biturleika í garð konu hans, Kari Storækre, og segir að það hafi verið sér gífurlegt áfall þegar bók hennar kom út. Hann segir að það hafi verið sér meira áfall heldur en þegar hann hafi daglega mátt þola það aö fjölmiðlar drægju upp al- ranga mynd af gangi mála. Grét eins og barn Treholt segir einnig að þegar hann hafi frétt að kona hans hafi verið far- in að búa með sænskum manni hafi hann grátið eins og barn. Svíinn, sem hér um ræðir, er Ake Wilhelmson, kunnur sænskur sjón- varpsmaöur. Kari Storækre býr nú með honum í Stokkhólmi og um ára- mótin mun hún byrja með þátt í sænska sjónvarpinu ásamt honum. I bók sinni lýsir Treholt sambandi sínu við lögregluna og þá sem stjórn- uðu yfirheyrslunum og lýsir baráttu sinni gegn því sem hann kallar „valdið” og fremsta fulltrúa þess, Örnulf Tofte yfirheyrslustjóra, sem í bókinni er þó aldrei kallaður annað enE. Opinskár Treholt er mjög opinskár í lýsing- um sínum, skýrir frá sambandi sínu við föður sinn og son og segir að það hafi verið þeir tyeir sem komu í veg fyrir að hann hafi alveg brotnað nið- ur gagnvart valdinu. Hann ræðir einnig opinskátt um samband sitt við Jens Evensen, fyrrum hafréttarráö- herra Noregs og nú dómara við al- þjóðadómstólinn, og KGB foringjann Gennadí Títov. Hann lýsir Títov sem vini sem alltaf hafi verið heiöarlegur við sig. Bókin byrjar á lýsingu á því hvern- ig handtakan 20. janúar í fyrra átti sér staö. „Þér eruð handteknir, grunaðir um njósnir í þágu Sovét- ríkjanna.” Þannig var Treholt í fyrsta sinn ávarpaður af örnulf Tofte er hann stöövaði Treholt á Fornebuflugvelli er sá síðarnefndi Það var stóráfall fyrir Treholt þeg- ar bók Kari Storækre, konu hans, kom út. var á leið til Vínar til að hitta KGB foringjann Títov. „Ég hafði frestað ferðinni í lengstu lög. Mér var órótt innanbrjósts og ég fann á mér að eitthvaö var að. Ég gat enn snúið við en ég gerði það ekki. . . Svo stóð hann þarna, örlagavaldur minn.” Þannig skýrir hann frá hand- tökunni. Vildi slíta sambandinu Treholt skýrir einnig frá því aö hann hafi viljaö slita sambandi sínu við Títov. Það var í september árið 1983 sem hann ákvað aö hætta að hitta KGB foringjann. Treholt mætti ekki til fundar sem þeir höfðu ákveð- ið að eiga með sér í Helsinki en hann segist hafa fengið samviskubit vegna þess. „Títov haföi alltaf komiö heiöar- lega fram við mig og mér fannst að mér bæri að útskýra þetta fyrir hon- um. Það aö mér fyndist ekki lengur að það samrýmdist stöðu minni í utanríkisráðuneytinu aö halda þessu óformlega sambandi,” skrifar Tre- holt. „Við höfðum þekkst um árabil. Viö gátum talaö saman hreinskilnis- lega og opinskátt um þýðingarmikil utanríkismál.” Treholt skrifar einnig aö þessi samtöl hafi veriö mjög gefandi fyrir sig. „Okkur leið vel saman. Okkur fannst það skemmtilegt aö fá okkur bjóraf og til.” Baráttan gegn valdinu 1 samtali, sem sænska sjónvarpið, fyrst útlendra sjónvarpsstöðva, átti viö Treholt í tengslum viö útkomu bókarinnar, sagði Treholt að hann myndi halda baráttunni gegn vald- inu áfram, en þaö yrði erfið barátta og hann sæi ekki hvernig hann ætti að komast yfir þann vegg sem þetta vald væri gagnvart sér. Þá kom fram í sjónvarpsviðtalinu að Treholt hefur haldið til haga öll- um blaðaúrklippum um mál hans, og flokkar þær niður í möppur, og eins og við má búast fylla þær möppur allmargar hillur. Utkoma bókar Ame Treholt hefur valdiö miklum deilum í Noregi og ekki síður að Treholt hefur fengið bókmenntaverðlaun fyrir bókina enda þykir hún mjög vel skrifuð. „Kaupið ekki bókina" Á mánudag gengust 20 af forystu- mönnum norsks atvinnulífs fyrir auglýsingaherferð gegn bók Treholts þar sem fólk er hvatt til að kaupa ekki bókina. Margir þeirra sem standa aö baki auglýsingaherferð- inni voru háttsettir innan norska hersins í seinni heimsstyrjöldinni eða kunnir úr andspyrnuhreyfing- unni. „Ef Treholt vill skrifa bækur þá skiptum við okkur ekki af því. En við erum þeirrar skoðunar að ekki eigi að gefa út bækur hans fyrr en hæsti- réttur hefur fjallaö um mál hans,” sagði Ronald Jötun, einn þeirra sem standa fyrir herferðinni, og höfðaði til þess að áfrýjun Treholts verður tekin til meðferðar í hæstarétti Nor- egs eftir nýár. „Arne Treholt hefur verið dæmdur fyrir landráð og hlotið þyngstu refs- mgu sem lög leyfa. Ekki er hægt aö líta á bókina sem neitt annað en hluta af málsvörn,” sagöi Jötun. Þeir sem standa að herferðinni gegn bókinni heyja hana undir yfir- skriftinni „Nú er mælirinn fullur”. Treholt var í júní síðastliðnum dæmdur í 20 ára fangelsi og 1,1 millj- ón norskra króna í bætur fyrir njósn- ir í þágu Sovétríkjanna, og að mati dómsins samsvaraði sektin þeirri upphæð sem Treholt haföi þénað á njósnunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.