Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985.
13
KVENNAÁRATUGUR
— HVAÐ SVO?
Þá er hann senn á enda þessi
margumræddi áratugur kvenna sem
Sameinuðu þjóðirnar ákváöu að
helga réttindabaráttu helmings
mannkyns.
Hér á landi mörkuðum við konur
upphaf hans með eftirminnilegu
verkfalli 24. okt. fyrir tíu árum síðan.
Og við höfum ekki setiö auðum
höndum þessi tíu ár. Við höfum
fundað og haldið ráðstefnur um
okkar mál. I ræðu og riti höfum við
sýnt fram á undirokun kvenna jafnt í
einkalífi sem og á opinberum vett-
vangi. Við höfum borið fram
kvennalista til sveitarstjórnar og
Alþingiskosninga. Viö höfum efnt til
glæsilegrar Listahátíöar kvenna og
við höfum lagt í það stórræði að
kaupa okkur húsin á Vesturgötu 3 til
þess að tryggja okkur konum
varanlegan samastað til félags- og
menningarstarfsemi í nútíð og
framtíð. Hér er fátt eitt talið af
tilraunum okkar til aö rétta hlut
okkar íslenskra kvenna.
Spurningin um árangur erfiðis
okkar er afar áleitin við tímamót
eins og lok kvennaáratugar. Ég ætla
í greinarkorni þessu að fjalla stutt-
lega um þann þátt baráttunnar sem
lýtur að launamálum kvenna.
Kynbundið
launamisrétti
Enginn dregur lengur í efa að á
vinnumarkaðnum bera konur
skarðan hlut frá borði. Hin svo-
kölluðu kvennastörf eru lægst
launuðu störfin þar, þrátt fyrir að æ
lengra undirbúningsnáms sé krafist
til aö gegna þeim. Konur eru því
stærsti láglaunahópur landsins. I
síöasta Fréttabréfi Kjara-
rannsóknarnefndar fæst enn
staöfesting á þessari staðreynd. Við
lestur Fréttabréfsins er ljóst að
kjarasamningar sl. árs hafa síður en
svo dregið úr launamisrétti
kynjanna. Hefði þó mátt ætla aö
„Hér á landi mörkuðum við konur upphaf kvennaáratugar með eftirminnilegu verkfalli 24. okt. fyrir tiu ár
um síðan."
karlforystunni í samtökum launa-
fólks væri orðið ljóst það óþolandi
launamisrétti kynjanna, sem við
konur höfum margsinnis sýnt fram á
með tölulegum rökum. Það hefði
einnig mátt ætla að þessi sama
forysta teldi það í sínum verkahring
að tryggja konum sérstaklega bætt
kjör í samningum. En því fer víðs
fjarri.
Ef eitthvaö er breikkar launabilið
milli kynjanna. Dæmi um þetta
blasa við í Fréttabréfinu. Þar kemur
fram aö á 2. ársfjórðungi 1984 voru
vikutekjur verkamanna, karla við
afgreiðslu- og skrifstofustörf, að
meðaltali kr. 5.823. Sambærilegar
vikutekjur kvenna í sömu störfum
voru kr. 4.490. Karlarnir fengu sem
sé 30% meira í launaumslagið á viku
árið 1984 en konurnar.
Lítum nú á ástandið á sama tíma-
bili í ár. Þá fengu karlarnir í þessum
stéttum kr. 8.321 í vikutekjur en
konumar kr. 6.233. Á einu ári hafði
launabilið milli kynjanna enn aukist
og nú upp í 33,5%. Vinnutímaaukning
beggja kynja var hin sama á þessu
tímabili eða um 3 vinnustundir á
viku.
Ég dreg enga dul á þaö að ég tel
karlforystuna í samtökum launa-
fólks bera ábyrgð á þessari þróun.
Það er einnig ljóst að henni verður
ekki snúið við nema með stórátaki í
launamálum kvenna í komandi
samningum og viö skulum ekki
treysta um of á karlana í þessu máli.
Við skulum ekki láta þá plata okkur
aftur.
Og hvað svo?
Við konur getum eitt og annaö gert
til þess aö þrýsta á um framgang
^ ,,Ég dreg enga dul á þaö aö ég tel
karlforystuna í samtökum launa-
fólks bera ábyrgö á þessari þróun.”
GUÐRUN
JÓNSDÓTTIR
BORGARFULLTRÚI
KVENNAFRAMBOÐSINS
í REYKJAVÍK
okkar baráttumála. Engin ein leið
færir okkur sigur. Við verðum aö
hafa mörg járn í eldinum í senn.
— Viö getum kallað l.arlforystuna í
stéttarfélögum okkar til ábyrgðar
á síhrakandi kjörum okkar með
því að standa einhuga um þá
kröfu aö hækkun kvennalauna fái
sérstakan forgang í komandi
samningum.
— Við getum fylgt fast eftir kröfum
um endurmat til launahækkunar
á störfum kvenna þannig aö
verkþættir eins og umönnun,
þjónusta og frumframleiðsla
verði metnir til jafns við hátt
metna verkþætti í karlastörfum.
Tillögu um slíkt endurmat á
störfum kvenna, sem vinna hjá
Reykjavíkurborg, fluttum við borg-
arfulltrúar Kvennaframboðs í sept.
sl. í borgarstjóm. Þessi tillaga er nú
í athugun hjá embættismönnum
borgarinnar. Við erum satt að segja
hræddar um að hún verði kæfð í
kerfinu nema til komi stuðningur
fjölda kvenna sem láti málið til sín
taka.
Að lokum, munum að kvennaára-
tugurinn var aðeins áfangi á leið til
kvenfrelsis. Baráttan heldur áfram
að honum liönum, verkefnin eru
óþrjótandi.
Guðrún Jónsdóttir.
Haukur Helgason aðstoðarrit-
stjóri hefur — í leiöara DV sl.
laugardag — tekið af öll tvímæli um
að hann er á svokallaöri frjáls-
hyggjulínu.
Þessi leiðari brýtur blaö í sögu DV
sem hefur fram á þennan dag verið
þekktast fyrir stuöning sinn við
frjálslynda stjórnmálamenn og and-
stöðu viö f rjálshyggjusjónarmið.
Verða það að teljast mikil tíðindi í
íslenskri fjölmiðlasögu aö annað
aðalmálgagn íslenskrar borgara-
stéttar skuli formlega tengjast öfga-
kreddu Miltons Friedman með
þessumhætti.
Haukur notar að vísu orðið frjáls-
hyggja í afstæðri merkingu og ruglar
henni saman við stefnur sem vísa í
átt til meira frjálsræðis. En frjáls-
hyggja og frjálsræði eru því miður
sitt hvað.
Staöreyndin er nefnilega sú að
frjálshyggjan er orðin alltof nátengd
öfgakenningum átrúnaðargoösins
Miltons Friedman og spámannsins
Hannesar Gissurarsonar til að vera
tekin gild.
Frjálshyggja
og frjálslyndi
Frjálshyggjan er kenningin um
lágmarksrikið hrein og klár og því
náskyld stjórnleysi = anarkisma.
Eru hvort tveggja útópískar stefnur
með litla eða enga stoð í
raunveruleikanum.
Án efa vonuöust margir frjáls-
hyggjumenn til að kenning þeirra
kæmi fyrst og fremst einstaklingnum
að gagni og væri í rauninni sam-
hljóöa hugmyndum frjálslyndra um
einstaklingsfrelsi.
BROTK) BLAÐ
Þeta er því miður hrapallegur
misskiiningur. Á milli þessara
tveggja stefna er hyldjúp gjá. Og í
pólitík þjónar enginn tveimur
herrum samtímis. Annaðhvort er
það frelsi einstaklingsins eða lág-
marksríkið.
Misskilningur Hauks
Villa Hauks felst í því að hann átt-
ar sig ekki á því að það eina sem
frjálslyndir og frjálshyggjumenn
eiga sameiginlegt er að vilja vinda
ofan af ríkisbákninu.
En sú tímabundna samfylgd er
eins villandi (og áhættusöm) og
samfylgd kommúnista og
sósíaldemókrata á sínum tíma
meðan verið var að reisa velferðar-
ríkið sem áðurnefnt bákn spratt úr.
Barnaskapur frjálshyggjumanns-
ins felst í því að hann heldur að frelsi
(og velferð) einstakUngsins sé ávallt
best tryggt þegar hann er laus við öll
opinber afskipti hvers eðlis sem þau
eru.
1 atvinnulífinu — eins og nú er á-
statt — er þessi trú á sæmilega
traustum rökum reist vegna þess aö
þar er fjöldamarkaður sem tryggir
hag einstakUngsins. MUUganga
ríkisins er því óþörf.
1 menningar-, meuntunar- og vel-
feröarmálum er frelsi einstaklings-
ins oft betur tryggt með umtals-
verðri forsjá ríkisvaldsins vegna
skorts á fjöldamarkaði sem hægt er
að byggja á.
Bisness og list
Þessi einkennilega staðreynd
skýrir hvers vegna athafnamenn
og listamenn eru oft á öndverðum
meiði í póUtík, þ.e. athafnamenn
hægri sinnaðir og listamenn vinstri
sinnaðir.
Athafnamennirnir halda að ein-
staklingnum sé ávallt best borgið án
allra afskipta stóra bróður vegna
þess að í atvinnulífinu er markaðs-
kerfið svo öflugt aö einkaframtak
blómstrar hjálparlaust.
Listamenn halda aftur á móti aö
einstakUngnum sé best borgið ef
hann getur treyst því að ríkisvaldið
hlaupi undir bagga á meöan hann er
aö byggja upp sjálfstæðan stU og
sjálfstæðan markað.
Ástæðan er einföld. Athafna-
maðurinn getur lifað mUlUiöalaust á
markaönum á meðan listamaðurinn
framleiðir hvert verk í einu eða fáum
eintökum og er því í allt annarri
aðstööu.
Frjálshyggja fyrir listamanninn
er því ekkert frelsi, heldur helsi,
raunar dauði ef þessari stefnu er
fylgt út í æsar. Sama gildir um
vísindamenn og þá sem annast
menntun og velferðarmál.
Sem betur fer fer þeim athafna-
Kjallarinn
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
Frjálslyndi
í framkvæmd
mönnum og listamönnum fjölgandi
sem átta sig á því að báðir eru frjáls-
lyndir, þ.e. báðir trúa á frelsi ein-
staklingsins, öflugt markaðskerfi og
sterkt, en smátt ríkisvald.
Frjálshyggja og fasismi
AUt ofstæki ber í sér frækom
fasisma, sérstaklega ofsatrú á
einfaldar kennisetningar á borð við
lágmarksríkið (frjálshyggja), há-
marksríkið (kommúnismi), yfir-
burði tiltekinna kynstofna og viðlíka
kreddur.
AUar slíkar kenningar eru tU þess
fallnar að þröngva manninum inn í
ramma sem hann passar ekki í og
veldur því að endingu venjulegu fólki
hinum margvíslegustu þjáningum og
sársauka.
Það er af þeirri ástæðu sem allar
öfgakreddur geta hæglega breyst í
fasisma ef þær eru keyrðar áfram af
nægilega miklu offorsi af áhang-
endum þeirra eins og æ meira ber á
hérlendis.
Þegar Haukur ruglar saman
frjálshyggju og frjálslyndi horfir
hann því framhjá jafnt grunnhyggni
frjálshyggjukenningarinnar annars
vegar og ofstæki áhangenda hennar
hins vegar.
Þar sem Haukur er einn af okkar
mætustu blaðamönnum sér hann
vonandi að sér og áttar sig á því að
allt daður við þessa öfgakreddu
þokar DV út úr allri málefnaumræðu
út á ystu nöf á hægri væng stjóramál-
anna.
Slíkt væri hrapallegt sögulegt slys
vegna þess að aldrei í Islandssögunni
hefur verið annar eins hljómgrunnur
fyrir sameiningu borgarstéttanna í
frjálslynda fylkingu sem getur brotið
á bak aftur forsjárhyggju og
sósíalisma í islensku þjóðfélagi: þau
öfl sem eru á góðri leið meö að gera
út um íslenska ævintýrið.
Jón Ottar Ragnarsson.