Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985.
11
Byrjaði 12 ára
hjá Silla og Valda
Rætt við Ömar Krist jánsson, forstjóra Þýsk-íslenska
og stjórnarf ormann Útsýnar hf.
„ViOskiptin eru aðalstarf mitt, aukastarf, áhugamál og tómstunda-
gaman," segir Ómar Kristjánsson sem senn verður stjórnarformaður
DV-mynd KAE.
„Viðskiptin eru aðalstarf mitt,
aukastarf, áhugamál og tómstunda-
gaman,” sagði Ömar Kristjánsson,
sem senn verður stjórnarformaður
hins nýstofnaöa hlutafélags um
ferðaskrifstofuna Utsýn, þegar DV
hafði tal af honum. Omar hefur á
undanförnum árum getið sér gott orð
í forstjórastóli Þýsk-íslenska h/f sem
einn umsvifamesti stórkaupmaður
landsins. Þaö fyrirtæki keypti hann
fyrir 10 árum ásamt bróður sínum
eftir að hafa starfað fyrir Sambandiö
um skeið.
„Fyrstu kynni mín af viöskiptalíf-
inu voru þegar ég byrjaði 12 ára
gamall að vinna fyrir Silla og
Valda,” segir Omar þegar farið er að
forvitnast um feril hans í greininni.
„Hvort það hefur haft einhver áhrif
veit ég ekki en hitt er víst aö það var
mjög gott að vinna fyrir þá. Ég vann
þar með skóla fram undir tvítugt
sem sendill, lagermaður, pakkaði
ávöxtum og hvaðeina sem til féll,”
segir Omar og viðurkennir að hann
hafi mjög gaman af kaupmennsk-
unni.
Námið var þó ekki á sviði viðskipt-
anna. „Ég lærði flug og er með at-
vinnuflugmannsréttindi. Ég fór
meira að segja í framhaldsnám til
Bandaríkjanna en hef sáralítið notað
réttindin. Það var lítið að gera í flug-
inu þegar ég kom úr námL Ég var
um tíma með eigin flugvél en gaf það
svo upp á bátinn.
Eftir aö flugnáminu lauk var ég
einn vetur í Tollskólanum og síðan
nokkra mánuöi hjá Tollgæslunni.
Útsýnar.
Eftir það réðst ég til Sambandsins.”
En varla tekur starfið allan tíma
þinn, er það?
„Ég sinni engu öðru sem beinn
þátttakandi en fylgist með þjóðmál-
um og íþróttum líka,” segir Omar
sem er fæddur og uppalinn Víkingur
og keppti með því félagi í handbolta
og fótbolta. „Iín það eru 15 ár síðan
ég fór síðast í íþróttabúningi inn á
íþróttavöll,” segir Omar og er ekki
laust við að eftirsjár gæti í röddinni.
En ekki má gleyma f jölskyldunni.
Omar býr í Árbænum með konu og
þremur sonum. Reyndar kemur í
ljós að fleiri eru í heimili því í fjöÞ
skyldunni eru ekki aðrir en dýravin-
ir. Hundarnir eru tveir en voru þrír
og þess utan hýsa þau f jölbreytilegt
safn páfagauka. Dýrasafnið hefur
oft verið fjölskrúðugra „en þetta er
alveg nóg sem stendur,” sagði Omar
að endingu.
GK
GUÐMUNDUR SU HEFUR LOKIÐ VEIÐUM
Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara Alls landaði hann 691,5 tonnum. Er gert ráð fyrir að Guðmundur
DV á Fáskrúðsfirði: Aflann fékk hann á um það bil 15 dög- Kristinn fari nú á veiðar með línu og
um. Aflaverömæti nemur um 5 millj- seljiaflannerlendis.
Guðmundur Kristinsson SU land- ónum og 452 þúsundum króna. I
aði sl. þriðjudag 43 tonnum af síld fyrsta flokk fóru um 62% aflans, Samtals hefur verið saltað í 6.477
hjá Pólarsíld. Hefur hann þá lokið 35,2% í annan flokk og 3% í þriðja tunnur hjá Pólarsild á þessari vertíð
síldveiöum á þessari vertíð. flokk. og hjá Sólborgu um 1500 tunnur.
Fyrírtækjaeigendur!
Yaktið fyrirtæki
ykkar sjálfír
Með notkun nýjustu tækni gerir Radíóstofan h/f ykkur kleift
að hafa fyrirtæki ykkar undir stöðugri vakt allan sólarhring-
inn.
Forðist óþarfa milliliðakostnað
Leitið upplýsinga hjá einu elsta og virtasta fyrirtæki á sviði
öryggiskerfa á íslandi.
Símar 11314-14131
RADÍÓSTOFAN HF.
Skipholt 27
VEISUISALIB
OGVHTIIGM
Vid höfum vistlega og þægilega.
veislusali fyrir 10-120 manns.
Salirnir henta vel fyrir rádstefnur
og hvers konar samkvæmi, t.d.
árshátidir, brúdkaupsveislur o.fl.
Allar veitingar.
Veftin9ohú/ið
Gflpi-mn
V/RF YKJA NliSBRA U 7, HA FNA RFlRfíl
SÍMAR 54477, 54424
*J/*J/*J/ aSf aS / aSf aíf •?/ •?/•?/ *J/ *J/ *J/ •?/ *J/ •?/ «J/ •?/
/í* /fi* /í* /fi* ii /£• /f* /£•/£•/£• IP /£•/£• /í* /£• /£•/£•/£• /£• /fi
FORD HIISINU
Ford Thunderbird, 2ja dyra,
Jubilee árg. 1978, einn eigandi.
Árg. Ek. Verð
í þús. í þús.
Suzuki Swift GL, 3ja dyra, drapp '84 310
Ford Taunusst. GL20a/tp/st. '82 360
Ford Taunus GL 20 p/st. '82 55 330
Bronco sport '76 450
Volvo 343 '82 330
Subaru station, 4x4 '81 49 320
Mazda 929 station '80 58 245
Mazda 929, 4ra dyra '81 60 290
Merc. Benz 300, dísil '82 117 790
Volvo 244 GL, 4ra dyra, grár, b/s '79 270
Saab 96, rauður, góð kjör '78 160
Range Rover '74 75 390
Ford Club Wagon, 11 manna, bensín '80 555
Suzuki Alto4d. '83 17 230
Suzuki Alto Van '83 40 170
Mitsb. Cordia turbo, hvítur '83 31 540
Saab turbo, hvítur '82 595
Gott bílaúrval á innisvæði.
BÍLAKJALLARINN
Fordhúsinu v/hlið Hagkaups.
Símar 685366 og 84370.
Framkvæmdastjóri: Finnbogi Ásgeirsson.
Sölumenn:
Jónas Ásgeirsson, Ingólfur Clausen og Finnbogi Albortsson.