Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985. Spurningin Fannst þór rótt af Albert aö hœkka laun allra ríkisstarfs- manna um 3% EUert Hlíöberg: Já, þaö var rétt aö hækka þau og þá jafnvel meira. Þóröur Guðlaugsson: Eg get nú ósköp lítiö sagt um þaö því það er erfitt aö sjá fyrir afleiðingar þess. Guömundur ö. Jónsson: Já, þetta var alveg sjálfsagt og önnur laun veröa aö hækka líka til aö véra sambærileg. Pétur Jónsson: Ég er nú ríkisstarfs- maöur svo þetta hlýtur aö hafa veriö rétt. Olafur Sæmundsen: Já, ég held aö þaö hafi ekki veitt af því til aö halda uppi kaupmætti sem er á niðurleið. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur r y Utvarp: Ofremdar- ástand í dreifingar- málum RÚV Magnea Guðmundsdóttir, Flateyri, skrifar: I desember 1983 varö gjörbylting í útvarpsmálum á Islandi, rás 2 var opnuð fyrir hluta landsmanna meö stuttri dagskrá til aö byrja meö. Þaö var von mín að þaö yrði ekki mjög langt í aö við heyröum hana öll, ég reyndar trúöi ekki öðru. Sú von er nú brostin og þaö fyrir löngu. Hvers eigum við að gjalda, þessir aumingj- ar sem búum í þeim landshlutum sem fá ekki þessa þjónustu? Eg er víða búin aö hringja og spyrjast fyrir um þessi mál. Viröist aöalmáliö vera peningahliöin, þaö kosti svo mikið aö koma upp dreifikerfi fyrir allt land- ið. Og ekki nóg meö þaö, FM bylgjan er ekki einu sinni komin alstaðar og finnst mér það hreinasta skömm. Ég vil nú samt sem áöur ekki trúa því aö peningahliðin sé aðalorsökin því á sama tíma er þjónusta við hlustendur rásar 2 stóraukin meö lengdri dagskrá. Kostar það ekki peninga? Sennilega ekki. Ragnhildur Helgadóttir berst á sama tíma fyrir erlendum sjónvarpsstöövum til aö auka val og þjónustu, þaö kostar sennilega ekki peninga heldur. En þaö sem mér svíður sárast nú er það ranglæti sem dynur yfir okkur nú í sambandi viö breytingu dagskrár á rás 1 í vetur. Allt miöast nú viö aö allir heyri í báöum rásum, sem sagt rás 1 til mótvægis viö rás 2. Þaö má ekki spila sömu tónlist á rás 1 og rás 2 til aö þreyta ekki hlustendur á því sama. Markús 0. Antonsson útvarps- stjóri sagöi nýlega aö á næsta ári yröu settir upp 20 sendar víöa um landið. Er vonandi aö það sé rétt en ég fékk þær upplýsingar fyrir nokkrum dögum aö þeir væru 11, tveimur fleiri en á þessu ári. Breytingin á dagskrár rásar 1 hefur veriö alveg stórmerkileg upp á síökastiö, hún var ágæt en fer hríö- versnandl Ég komst aö því meö því aö skoöa dagskrá útvarpsins í eina viku aö þaö eru engir léttir músíkþættir eftir á rás 1, þaö er búið aö flytja þá alla yfir á rás 2. En þaö sem fyllti mælinn var þátt- ur sem útvarpað var á rás 2 sunnu- dagskvöldið 6. okt. Var þátturinn til styrktar Tónlistarhúsi á Islandi. Er ekki gert ráö fyrir því aö viö, sem heyrum ekki í rás 2, styrkjum þaö framtak? Ég tók það þannig og þar af leiðandi dettur minn gíróseöill í rulsatunnuna og ég veit um miklu fleiri. Því spyr ég. Finnst ykkur, for- ráöamönnum útvarpsins, réttlátt aö gera þessar breytingar áöur en verk- inu er aö fullu lokið? Á sama tíma borgum viö sama útvarpsgjald og hinir sem geta valiö. Því skora ég á ykkur aö gera eitthvað í þessum málum og þaö sem fyrst. Enn vantar á aö dreifikerfi RÚV tryggi það að allir íslendingar sitji við sama borð. Eru sumir að vonum orðnir langþreyttir á þvi að njóta ekki dagskrár rásar 2. Strákarnir i Duran Duran hafa ekki sent sameiginlega frá sór i langan tíma. En vinsældir þeirra eru stöð- ugar eigi að siður. Sýnið meira frá Duran Duran Duran Duran aödáandi hringdi: „Ég vil kvarta yfir því hve lítið er af tónlistarþáttum í sjónvarpinu. Og þá er ég aö tala um létta þætti, Skonrokk er ekki nóg. Hvernig væri aö fá þætti með vinsælustu hljómsveitunum hverju sinni? Og hvernig væri aö endursýna Duran Duran þáttinn, hann varalveg frábær.” Sjónvarpið: Skemmtilegur þingfréttaþáttur Einn ánægður hringdi: „Þá eru þeir aftur byrjaðir, bless- aöir pólitíkusarnir. Þaö var gaman aö sjá þá svona hressa og káta í sjónvarp- inu á miðvikudagskvöldið, þeir virtust engu hafa gleymt í skemmtilegri sviös- framkomu. Eins og áöur var þó Jón Baldvin skemmtilegastur þar sem hann biölaði á báða bóga. Hann er hreint óborganlegur, maöurinn sá. Denni og Steini virtust hressir eftir stólahlaupiö og til alls liklegir eftir að hafa losnaö við óþekktarangann, hann Albert. Þaö var einna helst aö Svavar Það verður forvitnilegt að fylgjast með störfum þings i vetur eins og endra- nær. væri daufur en hann hressist vonandi þegar hann sest á „alþingi götunnar”. En vonandi aö framhald verði á þessum þáttum í vetur, helst vikulega. Páll getur þá í leiðinni sýnt okkur nýj- ustutiskuna.” í Broadway L. skrifar; „Nú um helgina brá ég mér í Broadway ásamt kunningjafólki mínu. Var ætlunin aö njóta góðrar kvöldstundar, snæða góöan kvöld- verö og sjá hina frábæru Sumar- gleði. Sumargleöin brást ekki fremur venju, frábærir skemmti- kraftar þar á ferð. En þegar líða tók á kvöldið varö alveg óbærilegt þarna inni sökum mannfjölda. Virtust engin takmörk fyrir því hve margir fengu að fara inn. Nánast var ómögulegt aö nýta sér þjónustu staöarins, t.d. viö bari, því aö þar voru ávallt langar biöraöir. Einnig var ávallt yfirfullt á salernum og engin leiö að komast þar aö. Ráöamenn í Broadway verða aö átta sig á því aö þótt þeir séu með stærsta skemmtistað landsins er ekki endalaust hægt aö hleypa þar inn.” töjédl Hringið kl. 13—15 eða SKRIFIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.