Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 32
.4* 44 DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið í ökuferð með fulltrúa ungu kynslóðarinnar „Ég tek bfíinn með út” Ein hinna umdeildu keppna um kvenlega fegurö var haldin í Broadway fyrir skömmu og þar hlaut sautján ára stúlka titilinn ungfrú Hollywood og fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Fyrir utan alla titla voru verðlaun eins og til dæmis heil bifreiö — Daihatsu turbo —. DV brá sér í ökuferð nm borgina með Rögnu Sæmundsdóttur, nýbakaðri fegurðardrottningu, einn rigningar- morgun í vikunni. „Billinn er æðislegur,” segir Ragna. Eg trúi þessu ekki ennþá — finnst ólík- legt að einmitt ég hafi fengið þennan bíl! Átti alls ekki von á þessu og finnst allt í lagi að aka um með þessa áletrun á honum. Upphaflega áttaði ég mig ekki á því að það gæti skipt máli en þegar fólkið fór að glápa var það óþægilegt fyrst. En maður venst því. Reyndi að sýna öryggi Ragna er sautján ára síöan átjánda maí í vor og er því nýkomin með bíl- próf. Bílakaup voru ekki á dagskrá hjá henni, enda nemandi í Verslunar- skólanum og fjárráðin í samræmi viö það. Áður varö ég bara að fá lánaöan bíl, þaö er einn til á heimilinu en ég bý með mömmu minni í Breiðholtinu og þremur systkinum. Hún er einstæð móðir, ég er næstelst, og þú mátt trúa því að bíllinn kemur sér vel núna. Það er æðislegt að þvo hann og í keppninni kom mér ekki í hug að hann yrði minn síðar. Við vorum tvær sautján ára og hinar eldri, en maöur reyndi samt að sýna öryggi, sérstaklega gagnvart dómnefndinni. Láta ekki sjást að maöur væri yngri en hinar. En samt, þetta kom mér virkilega á óvart. Þarf helst að vakna sex Þessi keppni hefur staðið mjög lengi, síðan í febrúar, og það er erfitt að átta sig á því að núna er þetta búið. Og þá er bara að snúa sér aö skólanum, enda er ofsalega gaman í Versló. Ég hef dregist aftur úr þar og hef ofsalegan áhuga á því að ná upp náminu. Ætla að gera þaö! En það er svo mikið að ég ,,Það er æðislegt að þvo bilinn, ég gerði það i gær og núna er ennþá rigning þannig að hann helst ekki nógu hreinn á götunum." DV-mynd KA. þarf helst að vakna klukkan sex á morgnana til þess að læra. A þessu ári hef ég gengið í gegnum svo margt, meðal annars unnið við módelstörf í París sem var mér ofsa- lega góður skóli. Vann þar við störf sem mig hefur alltaf dreymt um en launin voru lág þannig að ég varð ekki rík af þessu. En öðlaðist þrátt fyrir það dýrmæta lífsreynslu. Sjálfstraustið hefur batnað við að vinna í keppninni en samt breytir þetta engu gagnvart öðru fólki. Held sjálf að ég hafi ekkert breyst og haldi alveg sönsum. En minningin er einstök — allt gaman í sambandi við þetta. Til dæmis að kynnast hinum stelpunum í keppninni. Næsta sumar fer ég til Parísar aftur og þá tek ég bílinn með út. Og svo iiggur leiðin eitthvað annað — kannski til Þýskalands að vinna. En ég ætla ekki að láta þetta stöðva námið því það er ofsalega gaman að læra líka. Kennedyamir kóngar í K Þaö er eins og allar þjóðir þurfi sína opinberu kóngafamilíu og í lýðræðis- ríkjum er sterk tilhneiging til þess að velja úr einhverja eina ætt og dubba upp í hlutverkið. I Bandaríkjunum hefur enginn forseti komist með tærnar þar sem Kennedy hafði hælana sem kóngur í ríki sínu og ennþá er litið á yngri Kennedyana sem ókrýnd kóngabörn Kananna. Núna eru hinir ungu arftakar 29 talsins og þegar eru menn farnir að leita að nothæfu forsetaefni í þeirra röðum. Þar koma þrír einna helst til greina — John-John, sonur John F. for- seta, Joe, sonur Roberts, og Ted, sonur Edwards. En hafi jafnréttisbaráttan þau áhrif aö kvenmaður komi til greina eru þær efstar á lista Caroline dóttir Johns F. og Kathleen dóttir Ro- berts. John-John er hinn eiginlegi krón- prins fjölskyldunnar og þykir líkleg- astur til aö halda uppi merki fjöl- skyldunnar í framtíöinni. Þó eru flestir á einu máli um að Ted, sonur Edwards, gæti átt eftir að gera góða hluti. Hann fékk krabbamein í fótlegginn sem unglingur og missti hann frá hné. Það varö ekki til þess að brjóta Ted niður heldur hélt hann sínu striki. Stundar íþróttir mikiö — syndir, rennir sér á skíðum og fleira slikt og hefur áunniö sér óblandna virðingu Bandaríkja- manna fyrir vikið. Hann hefur að auki barist hart fyrir réttindum fatlaöra á síðustu árum og vinnur sem félagsráð- gjafi fatlaðra í New York. Joe, sonur Roberts, hefur einnig lagt sig eftir stjómmálum, þykir fullmikiö fyrir skemmtanir og annað sem þeim fylgir, en samt sönn leiðtogamanngerð eins og gömlu Kennedybræðurnir. Kvenfólkið gæti komið til greina miðað við þróun síðari ára. Kathleen, dóttir Roberts, þykir einna staðföstust alira í f jölskyldunni, les lög, tekur þátt í stjórnmálabaráttunni af krafti og er þriggja barna móðir að auki. Hún er sögð eiga mikla möguleika þegar börnin eru aðeins eldri þannig að tími gefst til að snúa sér óskipt að störfum utan fjölskyldunnar. Caroline, dóttir Johns F., starfar við útgáfufyrirtæki sem blaðafulltrúi og þykir sérlega fær í því starfi. Það er einnig góður grunnur ef henni líst svo á að fara í framboð síðar. Maria hin fagra, dóttir Eunice systur þeirra bræðra, er sjónvarps- fréttamaður af liflegra taginu. Illar tungur sögðu áður að starfið heföi hún fengiö vegna nafnsins en nú eru þær raddir að mestu þagnaðar því hún hefur fleira til brunns að bera en fagurt útlit og frægt nafn. öll eru þessi Kennedybörn fremur ung ennþá — um og yfir þrítugt en víst er að heimurinn fylgist grannt með hvernig þeim gengur að halda uppi merki fjölskyldunnar í framtíðinni. Það þarf stundum sterk bein til aö standa undir fræðgarljóma forfeðr- anna en unga kynslóðin í ættinni virðist ætla að takast á við þann vanda með bærilegum árangri. John-John hefur lokið námi og virðist á góðri loið inn i stjórnmálabarátt- una. “'y Börn Johns F. Kennedy og Jackie: Caroline með Jackie og unnustanum Ed Schlossberg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.