Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985. Ötgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÖSSON ' Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12-14, SlMI 686611 Auglýsingár: SlÐUMÚLA33, SlMI 27022 Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111,SlMI 27022 Slmi ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- oa plötugerö: HILMIR HF., SlÐUMÚLA 12 Prentun: ARVAKU R H F. -Áskriftarverð á mánuði 400 kr. Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblaö 45 kr. Draumar Steingríms Raunsæi virtist skorta í stefnuræðu Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra í gærkvöld. Stjórnarstefn- an virðist byggjast á óskhyggju fremur en raunsæju mati. Gott var að heyra, að betra jafnvægi gæfi nú svigrúm til að einbeita kröftunum að því viöfangsefni að auka þjóðartekjur, bæta lífskjör og minnka erlendar skuldir. Svigrúmið er þó í reynd næsta lítið. Forsætisráðherra stærði sig enn af því, að ríkisstjórnin hefði árið 1983 og fyrri hluta ársins 1984 fært veröbólgu- hraðann úr 130 niður í 20 af hundraði. Forsætisráðherra ræddi um aukningu verðbólgu eftir kjarasamningana fyrir ári, en taldi, að hún lækkaði aftur í um 20 af hundraði. í lok yfirstandandi árs. Oskhyggjan birtist meðal annars í því, að lögð er fram þjóðhagsáætlun, þar sem gefið er í skyn, að „ríkisstjórnin telji”, að koma megi verðbólgu niður í 12—14 prósent frá upphafi til loka næsta árs. 1 þjóðhagsáætlun eru einnig stærðir fyrir verðbólgu árin 1987 og 1988. Þar er verðbólga talin munu verða um 10 prósent 1987 og 6 prósent 1988. Þetta plagg kemur fram í sama mund og forsætis- ráðherra flytur stefnuræðu sína og tengist ræðunni og framlagningu fjárlagafrumvarps. Hvað segja staðreynd- ir okkur um þessa óskhyggju ríkisstjórnarinnar? Því fer fjarri, að sérstaklega stefni í minnkun verðbólgu á næstunni. Ríkisstjómin hefur vitandi eða óafvitandi hækkað laun í landinu um þrjú prósent síðustu daga. Augljóst er, að gengissig eða gengisfelling með öðrum hætti er skammt undan. Verðbólga hefur fyrir það verið meiri en gert var ráð fyrir í síðustu almennum kjarasamningum. Hraði verðbólgunnar er nálægt 40 af hundraði. Því virðist ólíklegt, að vonir Steingríms rætist um 20 prósent hraöa í árslok. Oft hafa fundizt kynlegir kvistir, þegar stefnuræður hafa verið fluttar og fjárlagafrumvörp lögð fram. Það á einkum við, að miklu lægri tölur hafa sést um fyrirsjá- anlega verðbólgu en raunhæft hefur verið. Þó er næsta einstakt að birta tölur um, að verðbólgan fari niður í 12— 14%, síðan í 10% og enn síðar í 6% í nánustu framtíð. Ríkisstjómin virðist byggja þriggja ára „áætlun” sína á slíkum forsendum. Jafnframt verði kaupmáttur launa aukinn óverulega. Staðreyndir segja okkur allt annað. Enn sem komið er liggur ekkert fyrir nema það, sem Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, kallar „þjóðarsátt ekki neitt”. Gera má ráð fyrir, að sterkir verkalýðsforingjar leggi upp úr áramótum áherzlu á verðtryggingu launa, sem auðvitað mundi endurvekja óðaverðbólgu. Jafnvel þótt slíku yrði afstýrt, sjást þess engin merki, að draum- ar forsætisráðherra muni rætast. „Áætlun” ríkisstjóm- arinnar er byggð á sandi. Forsætisráðherra lagði áherslu á, að erlendar skuldir yrðu minnkaðar á næstunni. Það er góðra gjalda vert. Hann sagði í gærkvöld, að í fjárlagafrumvarpinu yrði gert ráð fyrir, að erlendar lántökur á vegum hins opinbera yrðu á næsta ári ekki umfram afborganir og fjárlög yrðu sem næst hallalaus. Halli á viðskiptum við útlönd er, næst á eftir verðbólgunni, einn meginvandinn. Ríkisstjómin ætlar að draga úr honum og eyða honum á næstu árin. Þetta eru góð fyrirheit. En reynslan lofar ekki góðu. Rekstrarhalli ríkissjóðs verður í ár 1,8 milljarðar, sem greiddir verða með erlendum slætti. Haukur Helgason. Logniö áundan storminum Stjómmál snúast um menn og þau málefni, sem þeir bera f ram. Þessa stundina beinist kastljós stjómmálanna að Þorsteini Pálssyni — nýjum fjármálaráðberra, sem ég hér með áraa velfaraaðar í vanda- sömu starfi. Samt spyr ég: Hvers vegna er svo ungur maður aö leita athvarfs á póli- tísku elliheimili — svona langt um aldur fram? Vill hann leggja pólitiskt líf sitt aö veði fyrir stjórnarsamstarfi út kjör- tímabilið, undir forustu íhaldssam- asta kerfisflokks landsins? Eða vill hann fá vald á stjórnar- slitatilefni, sem finnast næg í fjár- málaráðuneytinu, og forða þannig flokki sínum frá sameiginlegu skip- broti með Framsókn? Svarið við þessum spurningum fæst ekki fyrr en hann sýnir þingi og þjóð nýtt fjárlagafrumvarp — ein- hvern tíma fyrir jólin. Að vísu fellst ég á aö ekki mátti lengur dragast að lýsa vantrausti á fyrrverandifjármálaráðherra; hann lauk ferli sínum meö ónýtu f járlaga- frumvarpi og þúsund milljóna mis- skilningi í launamálum — að sögn þeirra Þorsteins og Steingríms. En maður breytir ekki ríkisstjórn til bóta með því að skipta um stóla — heldur menn. Þar brast unga mann- inn kjark. Kannske er hægara um að tala en í að komast í þeim orma- garði, sem Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn, að sögn Morgunblaðsins. „Merry-Go-Round" En hverju breytir svo ráðherra- hringekjan? Þorsteinn Pálsson er fyrrverandi blaöafulltrúi atvinnurekenda. Nú gæti hvaða atvinnurekandi sem er leitt hann í allan sannleika um, að því miður er framundan meiri háttar kollsteypa í efnahagsmálum, sem vonlaust er að ráða við — með Fram- sókníbrúnni. Ástæðan er einföld. Gengi Nordals-sláttu er á þessari stundu kolfallið. Utgerð og fiskvinnsla, sem hafa tapað sex milljörðum króna til er- lendra lánardrottna á sl. 4 árum, einkum í sjávarútvegsráöherratíð núverandi forsætisráðherra, eru að selja afurðir sínar á óbreyttu dollaraverði frá upphafi árs. En tilkostnaöur þeirra hefur aukist um a.m.k. 30%. Nýlegar fiskverðsákvarðanir inn- sigla gengisfali. Þetta vita þeir vel hjá Vinnuveitendasambandinu. Þetta þýðir að allar forsendur núverandi ríkisstjórnar um verð- bólgu, viðskiptahalla, erlendar skuldir, rikisfjármál o.s.frv. eru foknar út í veður og vind. Tilraun Þorsteins til aö umbylta fjárlagafrumvarpi Alberts er reyndar staðfesting á þessum horfum. Okkur rekur m.ö.o. óðfluga inn í víxlhækkunarverðbólgu á bilinu 60— 80%. Kjallarinn JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Vinstra megin við miðju Þar með hefur ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar farið sömu leiðina og allar aðrar ríkisstjórnir Framsóknarflokksins á vitlausa áratugnum. Ný ríkisstjórn Það er unnt aö afstýra brotinu. En það er vita vonlaust verk með framsóknarmaddömuna hvíandi í brúnni. Nú reynir því í fyrsta sinn á það í alvöru, hvort kompásinn hjá hinum unga formanni Sjálfstæðisflokksins er í lagi. Ég geng út frá því sem gefnu að aðeins ný ríkisstjórn okkar jafnaðar- manna og Sjálfstæðisflokksins, með eöa án Alþýöubandalagsins, geti skapaö þá þjóðarsamstöðu sem nú er lífsnauösyn. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar manna mest um þjóðarsátt. Hann hefur hins vegar aldrei út- skýrt, í hverju hún geti verið fólgin, né heldur, hvernig eigi að skapa hana. Viö höfum hins vegar svör á reiðum höndum um það. Það þarf að breyta eigna- og tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu í grundvallaratriðum. Hvernig er unnt að vekja með þjóð- inni von um, að það megi takast? Stjórnarandstaðan Lítum á stjórnarandstöðuna. Sunnudaginn 6. okt. komu saman til funda landsnefnd BJ, miöstjórn AB og flokksstjórn Alþýðuflokksins. Að loknum landsnefndarfundi BJ var ljóst, að dagar þess eru taldir. Það snýst nú oröið um einkamál, ekki stjórnmál. Á miðstjómarfundi AB kom fram, að sögn viðstaddra „bullandi gagn- rýni á forustu flokksins, formann og þingflokk, á stefnuleysi og skort á nútímaskilningi” — allt byggt á frægri mæðraskýrslu. Þetta minnir á fleyg ummæli Guðrúnar Helgadóttur í blaðaviðtali í sumar: „Það er allt í lagi með flokkinn fyrir utan það að það skilur hann enginn.” Á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins var starfsáætlun flokksins næsta árið einróma samþykkt. Til- kynnt var um að tugir nýrra manna hefðu komið til starfa í fastanefndum á vegum flokksins. Þessar nefndir hafa frá sl. sumri unnið að staðaldri að ítarlegri útfærslu á kosninga- stefnuskrá flokksins og þar meö stjóraarsáttmála næstu rikis- stjóraar. Hvað má álykta út frá þessu? 1. Vilji þingmenn BJ láta taka sig alvarlega og sýna málefnum sínum trúnaö í verki ættu þeir nú að sýna þann manndóm að taka í útrétta sáttahönd okkar; og svara stólahringekju sjálfstæðisráð- herranna með tafarlausri sameiningu þingflokkanna i einn þingflokk jafnaðarmanna. Þar með hefðum við skapaö forsendur fyrir nýrri sókn jafnaöarmanna sem gæti leitt okkur yfir 30% fylgismarkið á þessum vetri. 2. Á landsfundi AB getur sagan frá 1967 endurtekið sig. Þeir menn innan AB, sem eru í verki verka- lýðssinnar og sósíaldemókratar, eiga þar að láta til skarar skríða gegn flokkseigendafélagi afdank- aðra stalínista; gera tilraun til uppgjörs við fortiðina; hafna fomaldarhugmyndum um ríkis- forsjá og kerfismennsku og láta af andstöðu við aðild íslands að Nató. Verði þeir undir ættu þeir að bregðast hart við og taka höndum saman með okkur hinum, undir merkjum Alþýðuflokksins, um að skapa á þessum vetri sameinað sóknarafl jafnaðar- manna, sem mundi gefa iang- hrjáðum launþegum þessa lands nýja og verðskuldaða von. Þetta væri rökrétt niðurstaða þeirra breytinga sem hófust á sein- asta flokksþingi Alþýðuflokksins og fjórfölduðu fylgi hans á einum vetri. Nýir sóknarmöguleikar eru enn óþrjótandi. Þá hefði á sannast að ládeyða sumarsins væri aðeins — lognið á undan storminum. -Jón Baldvin. 0 „Ég geng út frá því sem gefnu aö aðeins ný ríkisstjórn okkar jafnaðarmanna og Sjálfstæðis- flokksins, með eða án Alþýðubanda- lagsins, geti skapað þá þjóðarsamstöðu sem nú er lífsnauðsyn.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.