Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR18. OKTOBER1985. 3 Ný skipan ríkisstjórnar tilkynnt á ríkisráðsfundi á miðvikudaginn. Ráðherrar i sinum sömu sætum og siðast nema hvað Þorsteinn er kominn i stól Matthíasar Á. Mathiesen. DV-myndir GVA. Forseti íslands staðfestir skipan nýrrar rikisstjórnar á rikisráðsfundi vorið 1983. Matthias Á. Mathiesen i sínum stól sem viðskipta- ráðherra áður en hann fór i leyfið. Og Þorsteinn kominn i gamla stólinn hans Matthí- asar, lengst til vinstri. Ráðherrarnirsitja sem fastast: Þorsteinn situr lengst til vinstri Þrátt fyrir mikiö tal um stólaskipti innan ríkisstjómarinnar viröast ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins aetla að sitja sem fastast í sínum gömlu stólum — að minnsta kosti á ríkisráðsfundum og á Alþingi. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var á Bessastöðum sl. miðvikudag, urðu engar breytingar á sætaskipan við borö ríkisstjómarinnar. Það sem gerð- ist var aö Þorsteinn tyllti sér einfald- lega á stól Matthíasar Á. Mathiesen. Aö öðru leyti var sætaskipan sú sama og þegar ríkisstjómin mætti til ríkis- ráðsfundar vorið 1983. Ýmsir höföu búist við því að Albert yröi að víkja úr sínum ráðherrastóli á Alþingi fyrir Þorsteini. Það gerðist ekki. Þorsteinn situr í gamla ráðherra- stóli Matthíasar, sem er lengst til vinstri í stólaröð ráðherranna á Al- þingi. -APH Sýningá verkum K jarvals í Háholti: Úrvaliö fráTolla fSíldogfiski „Kjarval gaf mér fyrstu myndina áriö 1930 og síðan hef ég safnað mynd- um hans. Þetta er baktería sem menn fá og losna aldrei við aftur,” sagði Þor- valdur Guðmundsson, jafnan kenndur við Síld og fisk, um safn sitt af Kjar- valsmyndum. Hann opnar sýningu á safninu í Háholti í Hafnarfirði á morg- unkl. 17.00. Þorvaldur á langstærsta safn mynda eftir Kjarval sem um getur. Á sýning- unni verða 152 myndir sem Þorvaldi hafa safnast síðustu 55 árin. Síöustu tvær myndirnar keypti hann frá Þýskalandi nú síðsumars. Flestar myndanna koma nú fyrir al- menningssjónir í fyrsta sinn. Þar á meðal eru mörg portrett og einnig um- talsverð viðbót við landslagsverk hans. Þá er „Lífshlaupið” á sýning- unni í sinni upprunalegu gerð. Sýningin í Háholti mun standa út nóvember og lengur ef þurfa þykir. GK mk ■ ■ n wak m |\| |^^/\ |\| URVAN Nissan Urvan er ótrúlega rúmgóður. Aflgóð dísilvél og 5 gírar auka sparnað og aflnýtingu. Hringdu eða komdu að spjalla við sölumenn okkar. Sýningarbílar á staðnum. Tökum flesta notaða bíla upp 1 nýja. Bílasýning laugardag og sunnudag. INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.