Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 33
DV. FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER1985. 45 Eitt sinn voru þau ung og sakleysis- leg en kunnugir segja járnviljann strax á sínum stað bak við blítt bros frúarinnar. Sviðsljósið Nýleg mynd af hjónunum sýnir að skyldurækið bros herramannsins við hlið Möggu tekst ekki alltaf hundrað prósent — en hann reynir sitt besta. Denni hennar Möggu er góður strákur Járnfrúin í Bretlandi — Margaret Thatcher — er þekkt fyrir að vera ekkert lamb aö leika sér við og því hafa menn árum saman velt fyrir sér hvernig sambandi hennar og eigin- mannsins, Denis Thatcher, er háttað. Hann hefur afrekað það að leika sér við lambið áratugum saman og virðist hafa komið nokkuð heill úr þeim hildarleik. Aðaláhyggjuefni þeirra sem telja Denna eitthvað eiga undir högg að sækja í sambúöinni er byggt á gömlum rökum um að karlmaðurinn eigi að vera sá sem leitar frægöar og frama utan heimilis, konan hins vegar skuli vera stoð og stytta, rækilega fyrir- komið í bakgrunni. En eiginmaður Möggu virðist sæmilega sáttur viö að standa í skugga eiginkonunnar, koma ætíð feti á eftir henni opinberlega og styðja hana eftir föngum í baráttunni. „Það sem ég reyni allra helst í þessu lífi er aö sýna sanngirni og velvild,” segir Denni ákveöinn. „Það getur nefnilega hvaða asni sem er verið ósanngjarn og andstyggilegur, hitt er mun erfiðara.” En á stundum hefur starf eiginkon- unnar valdiö áhyggjum og efasemd- um. Eftir eina slæma hrinu og árásir á Möggu, sem tóku mjög á fjölskylduna vegna þess hversu persónulegar þess- ar atlögur voru, spuröi hann hógvær- lega hvort henni fyndist ekki komið nóg — hvort ekki væri besta lausnin að draga sig út úr darraðardansinum. „Það finnst mér andskoti ólíklegt,” svaraði jámfrúin kuldalega og hélt ótrauö áfram sínu pólitiska starfi. Staða Denna, sem eiginmanns konu í slíkri stöðu sem járnfrúin gegnir í Bretlandi, er óneitanlega erfið — fyrir- myndir fáar eða engar og margur stæðist varla álagiö við þessi snöggu Denni elskar golf og er vinstri handar maður i þeirri iþrótt. endaskipti á kven-.og karlhlutverkinu. Það þarf sterk bein til og mikið sjálfs- traust, kunnugir segja hann einmitt hafa þessa eiginleika í ríkum mæli. Denis Thathcer er hagfræðingur og endurskoðandi að mennt og hafði náð langt í sínu starfi áður en eiginkonan náði umtalsverðum frama í stjórn- málum. Síðari árin hefur hann orðið að eyða miklum tíma í opinberar skyldur vegna Möggu og segir hann það ekkert óyfirstíganlegt vandamál. Frístundum eyðir hann í golfleik, krikket og fleira þess háttar en hefur samt ákveðnar skoðanir á því hvernig tilverunni væri best f jrir komið í framtíðinni. „Paradís í mínum huga er að sitja úti í garöinum mininn á góðu júní- kvöldi með hálfa vínflösku og eiginkon- una í þægilegu skapi — rósemin upp- máluð.” anaveldi Bobby gafst upp á Ijúfa lifinu og giftist Emily sinni. núna og beinir ölium kröftum að Vandræðabarnið Joe fer sér hægar stjórnmálunum. Kathleen er i lögfræðinámi þriggja barna móðir að auki. Maria með sambýlismanninum Arnold Schwarzenegger. þess að Ted og Kara áttu i ýmsum erfiðleikum i uppvexti en þykja likleg til standa fyrir sínu í framtiðinni. Rangar fullyrðingar um heilsu og mataræði lifa enn góðu lífi manna á meðal. Lesið nánar um það í. . . Úrvál Nótt á vaxmyndasaf ninu. Heilsusamleg hrollvekja í. . . Urval Sekúndur til umhugsunar: Átti hann að bjarga sjálfum sér eða fórna tugum mannslifa? Sönn lífsreynslusaga i. . . Urvál Hvað veistu um verndara blóðsins i þinum eigin líkama? Þúfærðfræðslunaí. . . Urval Vissirðu að bjölluhljómur (og önnur hátíðnihljóð) getur verið heilsusamlegur? Allt um það í. . . Úrvál Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.