Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta I Hraunbæ 182, þingl. eign Þórarins G. Valgeirssonar, ferfram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn21. október 1985 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst vari71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta í Hraunbæ 104, þingl. eign Brynjólfs G. Brynjólfssonar og Eddu Guð- geirsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 15.45. Bo'-garfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 og 3. tbl. þess 1985 á hluta í Skúlagötu 54, þingl. eign önnu Benediktsdóttur, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. og Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Sogavegi 136, þingl. eign Björgvins Eiríksson- ar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar rikisins, Guðjóns Á. Jóns- sonar hdl. og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta i Hraunbæ 38, þingl. eign Sigurðár Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta í Hraunbæ 90, þingl. eign Óskars Ólafssonar og Linu Dagbjartar Friðriksdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Hraunbæ 132, þingl. eign Astvalds Gunn- laugssonar, fer fram eftir kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Gjald- heimtunnar í Reykjavík, Björgvins Þorsteinssonar hdl. og Baldurs Guð- laugssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og siðasta á hluta í Hraunbæ 162, þingl. eign Jóns Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík og Veðdeildar Lands- bankans á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta í Hraunbæ 102G, þingl. eign Magnúsar Garðarssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, Gjaldheimt- unnar í Reykjavík og Ævars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Snælandi 8, tal. eign Hafdísar Ingu Gísladótt- ur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Útvegsbanka Is- lands og Kópavogskaupstaðar á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á lager- byggingu við Flugvallarveg, þingl. eign Arnarflugs hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október 1985 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Hrafn er ánægður með að vera alltaf í sama hverfinu. Nú er hann farinn að afgreiða aðra kynslóð af íbúunum. DV-mynd KAE. Neytendur Neytendur Neytendur Enginn vandi að selja manni einu sinni segir Hrafn Bachmann íKjötmiðstöðinni sem lagt hefur kapp á að halda niðri vöruverði til neytenda „Verökannanir eru mikil vís- bending fyrir neytendur um hvar hægt er aö fá ódýrustu vöruna og þaö heldur verðinu tvímælalaust niöri,” sagöi Hrafn Bachmann, kjötkaup- maöur í Kjötmiðstöðinni, í samtali við DV. I nýjustu verðkönnun Verölagsstofnunar kom Hrafn mjög vel út, en hann hefur jafnan haft á boöstólum matvörur á mjög hag- stæðu veröi. „Samkeppni milli verslana hefur aukist gífurlega aö undanförnu með stækkun á verslunarrými, en margar verslanir hafa keyrt sig allt- of of langt niður í álagningu. Menn taka vaxtadæmið ekki inn í myndina og lenda í greiösluerfiðleikum. Ég hef alltaf veriö í leiguhúsnæði. Einn- ig í þessu sama hverfi, sem ég er mjög ánægður meö. Eg er nú farinn að afgreiða aðra kynslóð af fólkinu,” sagði Hrafn. „Ég er ekki viss um að það sé rétt að birta nafn einstakra verslana. Þannig er einn hafinn til skýjanna en annar alveg sleginn út. Ég held að það væri langtum betra að birta hæsta, lægsta og meðaltalsverð. Þannig geta neytendur áttað sig á verðinu. Það gengur ekki af sjálfu sér að reka kjötverslun á þann hátt sem ég hef gert það. Maður verður að vera vakinn og sofinn yfir kjötinu. Það er næstum því eins og að hugsa um ung- barnahóp að hugsa um kjötið,” sagði Hrafn. Þolir ekki yfirbyggingu „Starfsemin þolir ekki yfirbygg- ingu. Þetta hefur gengið svona vel hjá mér vegna þess að fjölskyldan hefur verið með mér í þessu. Konan mín, Steinunn Þóröardóttir, hefur alltaf staöiö við hlið mína og unnið með mér. Sonur okkar sér um bók- haldið þannig að yfirbyggingin er engin,” sagði Hrafn. — Hvernig tekst þér að halda verðinu svona niðri? „Það eru ýmsar ástæður fyrir því, m.a. þetta með yfirbygginguna og svo fæ ég magnafslátt við mikil inn- kaup og ýmsir kjötframleiðendur sjá sér hag í að veita staðgreiðsluafslátt. Nú erum við t.d. að fara að selja endur frá Vallá. I fyrra var þetta aðaljólamaturinn og kostuðu endurn- ar þá 280 kr. kg. Nú seljum viö þær á 175 kr. eða 100 kr. ódýrari. Þetta verður með lang- hagkvæmustu matarinnkaupunum. Áður flokkaðist önd undir algjöran lúxusmat en getur nú verið á hvers manns diski,” sagði Hrafn. IMeytendur ekki látnir njóta hagræðingar — Nú ert þú sjálfur með kjötskurð og vinnslu hér í versluninni. Kemur það betur út heldur en að kaupa slikt frá stóru stöðvunum? „Ég vil geta fylgst sjálfur með kjötinu frá upphafi og vera alveg hundrað prósent viss um að það hafi fengið þá meðhöndlun sem ég tel nauðsynlega. Mér finnst líka að á margan hátt sé gengiö á hag neytenda og þeir ekki látnir njóta hagræðingar í vinnslu sem tekin hefur verið upp. Nú er t.d. úrbeinuðu kjöti og rúllupylsu skotið á augabragði í netpakkningu. Þetta er samt enn verölagt eins og þegar allt var handsaumað með ærinni fyrir- höfn. Viö tökum ekki sérstakt verð fyrir aö úrbeina hangikjöt fyrir okkar við- skiptavini,” sagði Hrafn. Fólkið vaknar til lífsins „Mér finnst áberandi hvað fólk er farið að vakna til lífsins um það hvar það fær mest fyrir peningana sína. Mér finnst það áberandi meðal þess 'hóps nýrra viðskiptavina sem viö höfum nú fengið. Fyrir skömmu tókum viö upp á að selja svokallaða sparnaðarkassa. Þaö eru kassar meö 27,5 kg af mismunandi kjötvöru á mjög hag- stæðu verði eða rúml. 200 kr. kg. Við erum á stuttum tíma búnir að selja yfir þrjú þúsund svona kassa, enda er unnið hér öll kvöld og um helgar til þess að hafa undan. Nautakjötssala í heilum og hálfum skrokkum hefur líka aukist gífurlega eða um 100% frá því í fyrra. Við seljum þetta 11—12 tonn í hverri viku,”sagðiHrafn. — Hvernig finnst þér íslenska nautakjötið borið saman við annarra þjóða kjöt? „Það hefur orðið gífurlega mikil og góð þróun í framleiðslu nautakjöts á undanförnum árum. Með réttri meö- höndlun a nautgripum gætum við boðið upp á besta nautakjöt í heimi. Besta kjötið er af ungum kvígum en því miður fellur bara lítið til af slíku kjöti. Bændur eiga lof skiliö fyrir hvað þeir hafa tekið sig á. Það hefur líka orðið alger neyslu- breyting í þjóðfélaginu á sl. fimm árum. Þeir verslunareigendur sem hafa ekki lagað sig að þessari breyt- ingu geta alveg eins pakkaö saman og hætt. Fyrir fáum árum var ekki um svo' mikið að velja í kjötborðum verslan- anna. Það var læri, hryggur, súpu- kjöt og saltkjöt. I dag eru einar 15—16 tegundir af lambakjöti á boðstólum að öllu jöfnu. Eins og t.d. í dag, mánudag, er hægt að velja úr hundrað tegundum í kjöt- borðinu hjá okkur,” sagði Hrafn. — Verður ekki mikil rýrnun hjá þér, með svona mikið úrval á mánu- degi? „Nei. Hún er ekki til. Við sjáum um mötuneyti fyrir 16—1700 manns á dag og getum þannig nýtt okkur það sem ekki selst, ” sagöi Hraf n. Verðsamanburðurinn skapar þrýsting 1 Kjötmiðstöðinni vinnur fjöldinn allur af lausráönu fólki, um tólf skólakrakkar vinna þar um helgar og eftir skóla, en fastráðið starfsfólk er 25 talsins. Þar af eru sex kjöt- iðnaðarmenn og einn matreiðslu- maður. „Verðsamanburðurinn skapar mikinn þrýsting á alla aö halda verð- inu niðri. Ég er hræddur um að það hafi ekki alltaf allir verið með hag- stæðasta innflutning sem hægt hefur verið að fá. Það eru heldur ekki allir innflytjendur jafnánægðir með verðsamanburðinn. Þetta kemur í ljós þegar menn fara sjálfir að flytja inn í auknum mæli. Það er hægt að gera hagkvæm- ari innkaup en manni hefur veriö boðiö upp á. Nú erum við sjálfir aö fara út í innflutning á matvörum. Það hafa verið hér fulltrúar frá breska niður- suðufyrirtækinu Target til viðræðna við okkur. Þannig ætlum við í framtíðinni að halda áfram að halda vöruverðinu niðri,” sagði Hrafn Bachmann kjötkaupmaöur. A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.