Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 35
DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985. 47 Föstudagur 18. október Sjónvarp 19.15 Á döfinni. Umsjón Maríanna Friöjónsdóttir. 19.25 Tannféö. Sænsk barnamynd um þrjá unga og óreynda ferðalanga. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. 21.15 Rick Springfield. 22.15 Derrick. Fyrsti þáttur í nýrri syrpu í þýskum sakamálamynda- flokki. Aðalhlutverk: Horst Tapp- ert og Fritz Wepper. 23.15 Allt vill iagið hafa. (The Knack..and how to get it). Bresk gamanmynd frá 1965. Leikstjóri Richard Lester. Aöalhlutverk: Michael Crawford, Ray Brooks og Rita Tushingham. Saklaus sveita- stúlka kemur til Lundúna og lendir af tilviljun til húsa hjá ungum glaumgosa og vini hans sem er óreyndur í kvennamálum. Þýð- andi Öskar Ingimarsson. 00.40 Fréttir í dagskrárlok. 14.00 Miðdegissagan: „Á strönd- inni” eftir Nevil Shute. Njörður P. Njarðvíkiesþýðingusína (20). 14.30 Sveifiur. Þáttur Sverris Páls Erlendssonar. (Frá Akureyri). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. „A Song of Summer”, tónaljóð eftir Frederic Delius. Hallé hljómsveitin leikur. Vernon Handley stjórnar. b. Konsert í a- moll fyrir fiðlu, selló og hljómsveit op. 102 eftir Johannes Brahms. Anne-Sophie Mutter og Antonio Meneses leika með Fílharmóníu- sveit Berlínar. Herbert von Karajan stjórnar. 17.00 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharöur Linnet. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðvarður Már Gunnlaugsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Nóttin brosti við honum. Baldur Pálmason les frá- sögn Guðmundar Bernharðssonar frá Ástúni af kynnum við Guðmund Einarsson refaskyttu og bónda á Brekku. b. Tvær frásagnir eftir Þórhildi Sveinsdóttur. Jóna I. Guðmundsdóttir les. c. í sumar- leyfi. Torfi Jónsson les frásögn eftir Jón Jóhannesson. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Kvöldtónleikar. „Sinfonia concertante” eftir Bernhard Crusell. Albert Linder leikur á horn, Olle Schill á klarinett og Arne Nilsson á fagott með Sinfóníuhljómsveitinni í Gauta- borg. Zdenek Macal stjórnar. 22.55 Svipmynd. Þáttur Jónasar Jónassonar. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 00.05 Jassþáttur. — Jón Múli Árna- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás2tilkl. 03.00. Útvarp rás II 14.00—16.00 Pósthólfið. Stjórnandi: Valdis Gunnarsdóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir. Stjórn- andi: Jón Olafsson. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan 11.00,15.00,16.00 og 17.00. HLÉ 20.00—21.00 Hljóðdósin. Stjórnandi: Þórarinn Stefánsson. 21.00—22.00 Bergmál. Stjórnandi: Sigurður Gröndal. 22.00—23.00 Rokkrásin. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23.00—03.00 Næturvaktin. Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Astvaldsson. Sjónvarp Útvarp Sjónvarp kl. 21.15: Rick Spring- field —áfulluí sjónvarpinu íkvöld Sjónvarpið sýnir í kvöld frá hljóm- leikum sem hinn vinsæli poppari Rick Springfield hélt fyrir skömmu. Rick Springfield er Ástralíumaður, fæddur í Sydney árið 1949. Hann ólst upp bæði í Ástralíu og á Englandi en fluttist svo til Bandaríkjanna. Hann byrjaði feril sinn þar og vakti fyrst á sér athygli sem leikari í „sápu- óperunni” General Hospital árið 1981. Sama ár náði hann því að koma lagi í efsta sæti vinsældalistanna í Banda- ríkjunum en það var lagiö Jessye’s Girl. Hann hefur síðan átt f jölmörg lög á vinsældalistum víða um heim og fá- um við sjálfsagt að heyra sum þeirra leikin í þættinum í kvöld sem hefst kl. 21.15. -klp- Rick Springfield. Sjónvarp kl. 19.25: í strætó fyrir eina tönn Sjónvarpið sýnir í kvöld sænska barnamynd sem sjálfsagt á eftir að verða áhorfendum eftirminnileg — sérstaklega þó yngri áhorfendum eins og víða þar sem hún hefur verið sýnd. Myndin heitir Tannféð á íslensku og er sænsk. Er myndin gerð eftir bók Evu Eriksson með sama nafni. Aðalhlutverkin leika sex ára stelpa og strákur og einn þriggja ára bróöir stelpunnar. Þau ákveöa að fara í ferða- lag og heimsækja ömmu sína sem býr á öðrum stað í borginni. Þau eiga enga aura fyrir strætóferðinni en stelpan borgar bílstjóranum fyrir þau með fyrstu tönninni sem hún hefur misst. Segir honum að fyrir fyrstu tönnina muni hann eignast tvo strætisvagna ef hann láti hana í vatn yfir nóttina. Þau lenda í miklum ævintýrum á leiðinni til ömmu. Fara meira að segja í rangt hús og hitta þar aðra ömmu. Allt fer þó vel að lokum. Söguhetjurnar leggja af stað ferðaiagið til ömmu. Sjónvarp kl. 22.15: Derrick aftur í heimsókn! Gamall og góður kunningi kemur í heimsókn inn á flest heimili í landinu í kvöld. Sá heitir Horst Tappert en við, eins og aðrir sjónvarpsáhorfendur, þekkjum hann betur undir nafninu Derrick. Hann heimsækir okkur nú þriðja vet- urinn í röð en sjónvarpið hefur að þessu sinni fest kaup á 15 þáttum með honum. Derrick er mjög vinsæll hér á landi eins og í öðrum löndum þar sem þættir hans eru sýndir. Þykja þeir vel gerðir og hann og aöstoðarmaður hans, Fritz Wepper, þykja fara vel með hlutverk sín. Derrick mun næstu 15 föstudaga vera fastur gestur í sjónvarpinu okkar. Áður fyrr var hann á þriðjudagskvöld- um en fær nú betri útsendingartíma og fagna því sjálfsagt margir. I þessari fyrstu heimsókn sinni til Is- lands eftir sumarfríið fæst Derrick við morömál en þáttur þessi ber nafnið Miðnæturrútan. -klp- Horst Tappert — öðru nafni Derrick. I dag verður framan af degi hvöss suð- og suðvestanátt og rign- ing víða um land og sums staöar jafnvel stormur. Snýst í heldur hægari suðvestanátt þegar líður á daginn með skúrum um sunnan- og vestanvert landið en léttir til í nótt norðaustanlands. Víða verður 8 til 12 stiga hiti í dag en kólnar síðan meökvöldinu. Veður tsland kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 5, Egilsstaðir skýjað 1, Galtarviti rigning 7, Höfn skýjað 4, Keflavíkurflugvöllur alskýjað 8, Kirkjubæjarklaustur alskýjaö 4, Raufarhöfn alskýjað 2, Reykjavík rigning 7, Sauðárkrókur rigning 4, Vestmannaeyjar alskýjað 7. Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen ^skúr 7, Helsinki súld 3, Kaup- mannahöfn súld á síöustu klst. 11, Osló þoka 7, Stokkhólmur þoku- móða 3, Þórshöfn súld 7. Útlönd kl. 18 í gær: Algarve heið- skírt 18, Amsterdam þokumóða 12, Berlín þokumóöa 11, Chicagó létt- skýjað 17, Frankfurt skýjað 10, Glasgow skýjað 11, London mistur 12, Los Angeles léttskýjað 22, Lúxemborg þokumóða 7, Montreal léttskýjað 8, New York skýjað 14, Nuuk rigning 1, París rigning 1, Vín skýjað 9, Winnipeg heiðskírt 5, Valencia (Benidorm) þokumóða ‘16. Gerígfó NR. 198-18. OKTÚBER 1985 kl. 09.15. Eining kl. 12.08 Kaup Sala Todgengi DoSar 41.400 41.520 41,240 Pund 58333 59,104 57.478 Kan. doDar 30,315 30.403 30,030 Dönsk kr. 43373 43499 4,2269 Norsk kr. 53382 53534 5,1598 Sænsk kr. 53108 53259 5,1055 Fi. mark 73952 73163 7,1548 Fra. franki 5.1445 5,1594 5,0419 Belg. franki 0.7757 0,7780 0.7578 Sviss. franki 19,1158 19.1712 18.7882 Holl. gyllini 133113 13.9516 13,6479 Vþýskt mark 15.7101 15.7556 15.3852 It. Ifra 0.02326 0,02332 0.02278 Austun. sch. 23354 23419 2,1891 Port. Escudo 03548 03555 0.2447 Spá. peseti 03568 03576 03514 Japanskt yen 0.19238 0.19294 0,19022 Irskt pund 48.604 48.744 47,533 SDR (sérstök 44,0463 44,1737 dráttar- réttindi) il 44.1666 43,4226 Símsvari vegna gengisskréningat 22190. \ MINNISBLAÐ Muna eftir að fá mer eintak af r fHF "HP Tímarit fyrir alla Urval

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.