Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985. 15 Með víf ið í lúkunum! Rætt við Árna Ibsen um breska hlátur- pillu sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu íkvöld „Þetta er erfiðasta þýðing sem ég hef fengist við og eru þær þó orðnar þónokkrar. Þýðingar eru erfiðar í sjálfu sér en þýðingu á farsa má líkja við línudans. Eitt sterkt orð getur breytt miklu. Það kom í hlut Árna Ibsen að þýða farsann Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney, einn sjóaöasta höfund gamanleikja á Bretlandseyjum. Þjóðleikhúsið frumsýndi verkið á Blönduósi í sumar í upphafi leikfarar um Norður- og Austurland. Þá sáu um 4000 manns verkið. I kvöld verður verkiö síðan frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Meö vífið í lúkunum er „svefnherbergisafbrigðið” af breskum farsa eins og þýðandinn orðar það. Leikritið var frumsýnt í Lundúnum fyrir tæpum þremur árum og gengur þar enn fyrir fullu húsi. Var verkið þó sýnt í sjónvarpi þar í landi um síðustu jól. Og vinsældirnar eru ekki bundnar við heimalandið eitt því sýningar á verk- inu standa nú yfir í fjölmörgum löndum Evrópu sem og í Ástralíu og Bandaríkjunum. „Eins og gjarnan er með farsa byggir þessi á misskilningi, mis- heyrn, og auk þess oröaleikjum sem ekki eiga sér hliðstæðu í íslensku máli. Það gerir þýðinguna sérlega Árni Ibsen glímdi við texta leikritsins Með vifið í lúkunum og hafði betur. DV-mynd KAE. vandasama,” segir Ámi Ibsen um glímuna við leikritið. „Þetta var þriggja mánaða verk í fyrstu at- rennu og síðan var ég að stöðugt að krukka í textann meðan á æfingum stóö. Síðustu breytinguna gerði ég eftir síðustu æfinguna. I sumar var ég að þýða ameríska skáldsögu sem er töluverk ólíkt því að þýða leikrit. Þó er þar sami vand- inn að koma hugsunarhætti og and- blæ yfir á annaö mál. Það er lands- lag í öllum textum og því verður að koma til skila. Þegar ég var að þýöa skáldsöguna fannst mér það há mér að hafa ekki komið á staðinn þar sem hún gerist. Ég varð mér úti um ferðabækur og annað slikt til að bjarga því sem bjargað varð.” Nú hafa farsar lengi verið með vinsælustu leikhúsverkum. Ganga þeir endalaust? „Já, þeir ganga endalaust. Ahuga- leikfélögin hér hafa lengst af einbeitt sér að þessu formi á leikritum og voru búin að slíta því svolítið. Síðan fóru þau að fást við alvarlegri verk. En hitt er víst aö þörfin fyrir kómedí- ur hefur ekkert dvínað. Hin síðari ár virðist einnig sem tilraunamennska í leikritum sé á undanhaldi. Þaö er hliðstætt því sem hefur verið að ger- ast í skáldskapnum. Nú má aftur segja sögur. Núna er söngleikjabylgja að ganga yfir heiminn, ekki bara hér. Áhuginn á söngleikjunum hangir ábyggilega saman við áhuga á líkamsrækt og þess háttar. Fólk vill fjör og hreyf- ingu.” Höfundur leikritsins, Ray Cooney, hefur ekki til þessa verið þekktur hér á landi. Hann er þó varla nýgræðing- uráþessusviði? „Ray Cooney hefur samið gaman- leiki í 25 ár og er meistari í faginu. Þessi gerð af leikritum er sérgrein Bretanna líkt og músikalinn er sér- grein Bandaríkjamanna. Cooney er lærður leikari og lék í försum hjá Brian Riggs á 6. áratugnum. Hann lenti m.a. í að leika í verki sem gekk í þrjú ár. Þegar lífið fór að verða dauf- legt milli sýninga réðst Cooney ásamt öðrum í að semja leikrit. Það sló þeg- ar í gegn og síðan hefur hann einbeitt sér að försunum, oft í samvinu við aðra. I þessari gerð af farsa, sem gerist að mestu í svefnherberginu, á áhorfandinn alltaf von á að honum verða misboðiö án þess að það gerist nokkurn tíma. I þessu felst spennan. Hláturinn er oft af létti. En það verður að koma í ljós hve mikið af fyndninni kemst til skila. Þýðingin var erfið og um tíma tvísýnt um hvor legðihvern.” Benedikt Ámason leikstýrir verk- inu. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir gerði leikmynd og búninga. Kristinn Daníelsson annast lýsinguna. Meö helstu hlutverk í sýningunni fara örn Árnason, Þórunn Magnea Magnús- dóttir, Anna Kristin Arngrímsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Pálmi Gests- son, Sigurður Skúlason, Randver Þorláksson og Þorgrímur Einarsson. GK örn Árnason og Þórunn Magnea Magnúsdóttir fara með veigamikið hlutverk i leikritinu. Menning Menning Menning Menning fTIR HTH RRÉTTIR HTH FRÉTTIR HTH RRÉTTIR HTH PRÉ NötUtlit tomnt hédendis Þaö er ekki á hverjum degi sem HTH kynnir nýtt útlit á eldhúsinnréttingum. Fyrir skömmu voru tvær útlitsgerðir kynntar í Danmörku, HTH 2400 og HTH 2500. Þessar nýju innréttingar hlutu strax frábærar viðtökur og hafa þær fengið lof fyrir nútíma hönnun og einkar smekklegt útlit. Gæðin eru óbreytt og afborgunarkjörin þau bestu sem þekkjast - allt að 12 mánaða lánstími. Vertu velkomin á sýningu okkar um helgina að skoða nútíma hönnun á HTH eldhús- innréttingum. innréttingahúsiö Hátegsvegi 3 105 Rvík. s. 27344

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.