Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Side 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Lá við skotbar- daga milli Kana og ítala um sjó- ræningjana Bandaríkjastjórn vildi ekki segja neitt um fullyröingar sjónvarpsstööv- arinnar. En hún sagöi aö ítalíustjóm hefði gert meiri háttar skyssu meö því aö leyfa skæruliöaforingjanum Abu Abbas að fara úr landi. Sjónvarpsstöðin sagði aö næstum heföi komið til átaka milli bandarískra og italskra hermanna þegar Banda- ríkjamenn vildu setja sjóræningjana um borö í flugvél og fljúga þeim til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn heföu leyft itölskum hermönnum aö taka viö hryöjuverkamönnunum, „vegna þess aö annars hefði eini val- kosturinn veriö aö skiptast á skotum viö bandamenn okkar”, aö því er heim- ildarmaöur sjónvarpsins sagði. Bandaríkjastjórn hefur lofaö 250.000 dollurum hverjum þeim sem geti veitt upplýsingar sem leiöi til þess aö þeir sem rændu bandarískri flugvél í júní og kuwaitskri flugvél í desember í fyrra verði dregnir fyrir dómstóla. I báðum flugránum voru Bandaríkja- menn myrtir. Moloise hengdur Frá Björgu Evu Erlendsdóttur, frétta- ritara DV í Osló: Þær fréttir bárust frá Suöur-Afríku í morgun aö suður-afríska ljóðskáldiö Benjamin Moloise hefði verið hengdur um klukkan fimm í morgun aö íslensk- um tíma. I gær sendu utanríkisráð- herrar Noröurlandanna, sem nú funda hér í Osló, skeyti til Botha forseta þar sem þeir báöu hann aö þyrma lífi Moloise. Ovíst er hvaöa áhrif aftakan mun hafa á líklega ákvöröun um viöskipta- takmarkanir Norðurlanda á Suöur- Afríku. Norskir embættismenn gáfu í skyn í gær aö takmarkanir kynnu aö veröa hertar f æri aftakan fram. Fréttaritari norska útvarpsins í Suö- ur-Afríku sagði að róstur heföu verið þar í alla nótt. Lögregla heföi ráöist með táragasi aö heimili Moloise þar sem f jölskylda ljóðskáldsins hélt vöku- stund. Kohl og bömin Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, efndi á dögunum til sér- staks barnafagnaöar á lóðinni viö skrifstofur kanslaraembættisins í Bonn. Auk barnanna var boðið vin- sælum íþróttastjömum eins og tennisstjörnunni Boris Becker og knattspyrnukappanum Toni Schu- macher. Ennfremur þýska geimfar- anum Ulf Merbold auk svo nokkurra ráöherra úr stjórninni. Börnin skemmtu sér þarna hiö besta í fimm klukkustundir en kanslarinn og ráöherrarnir fundu fljótt aö það var erfitt að keppa um hylli minni gest- anna sem voru sem bergnumdir af tenniskappanum Becker. Rajiv Gandhi, forsœtisráðherra Indlands, skoðar lífvörð hennar hátignar Bretadrottningar í London. Hræddir um líf Gandhis í London Breska lögreglan haföi óvenjumik- inn öryggisviðbúnað þegar Rajiv Gandhi, forsætisráöherra Indlands, kom til Lundúna í opinbera heimsókn. Auk annars handtók lögreglan ellefu sikka og Kasmírbúa sem grunaöir voru um aö sitja um líf Gandhis. Indverski forsætisráðherrann átti viðræður viö Margaret Thatcher og viöraöi þar við hana áhyggjur stjórnarinnar í Delhí af því að ýmsir róttækir leiðtogar byltingarsinnaöra síkka hafa fengið hæli í Englandi og stýrt þaðan hryöjuverkum á Indlandi. Róttækir aðskilnaðarsinnar síkka hafakomiö á fót útlagastjóm íLon- don. Einnig lagði Gandhi mjög aö Thatcher aö breska stjórnin tæki þátt í strangari efnahagsrefsiaögerðum gegn stjórn Suöur-Afríku, sem var eitt aöalmáliö á samveldisráöstefnunni núna undir lok vikunnar. Bandaríkjastjórn baö Italíustjóm Lauro flugu meö, til aö lenda á Sikiley, ekki um leyfi til aö neyða egypsku far- aö sögn bandarísku sjónvarpsstöðvar- þegavélina, sem sjóræningjar Achille innar CBS. Marilyn Klinghoffer, ekkja mannsins sem sjórœningjarnir myrtu, sést hér leidd frá borði farþegaskipsins Achille Lauro. COSSIGA HEFUR VIÐRÆÐ- UR UM MYNDUN NÝRRAR RÍKISSTJÓRNAR ÍTALÍU Forseti Italíu, Francesco Cossiga, hóf í gær viöræöur viö ítalska stjóm- málamenn um myndun nýrrar stjóm- ar. Bettino Craxi forsætisráöherra sagöi í gær af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt. Stjóm hans hrundi eftir að varnar- málaráöherrann, Givanni Spadolini, formaður Repúblikanaflokksins, dró flokk sinn út úr stjómarsamstarfinu til aö mótmæla því aö stjómir skyldi hafa leyft skæruliöaforingjaniun Abu Abbas aö fara úr landi. Hann var einnig óánægöur með aö Craxi lét hann ekki vita af ráninu á flugvélinni meö hryðjuverkamönnunum. Þetta er talið vera í fyrsta skipti sem itölsk stjóm neyðist til aö segja af sér vegna deilna um utanríkismál. Fimm flokka stjóm Craxis tók viö völdum 4. ágúst 1983. Ef hún heföi þraukaö í 29 daga í viöbót hefði hún orðið langlíf- asta stjóm Itala eftir stríö en 44 stjóm- ir hafa verið við völd á þeim 40 árum. Síðustu fréttir: Lident Francey er að mynda nýja ríkisstjóra á Italíu. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson Fékk bókmenntsh verðlaun Nóbels Skáldsagnahöfundurinn Claude Simon var valinntil að fánóbelsverö- launin fyrir bókmennth-, samkvæmt tilkynningu verölaunanefndarinnar í gær. Simon er fyrsti Frakkinn sem fær verðlaunin, en áriö 1964 neitaði Jean- Paul Sartre að taka við nóbels- verðlaununum sem honum var boðiö. Simon er litiö þekktur, jafnvel í sínu heimalandi. Hann er 72 ára gamall, og einn af frumkvöðlum hinnar svokölluöu „nýju skáldsagna- hreyfingar”, sem afneitaöi fyrri hug- myndum um ritun skáldsagna. Lars Gyllensten, ritari sænsku aka- demíunnar, sagöi að viö úthlutun verðlaunanna heföi verið tekið tillit til allra bóka Simons en mönnum hefði þótt síðasta bók hans, Les Georgiques, bera af. Akademían sagði aö í bókum Simons væri grimmd, ofbeldi og fá- ránleikinn borinn saman við blíö- leika og hollustu gagnvart vinnu og skyldu. Karl Gustaf Svíakonungur mun afhenda Simon verölaunin þann 10. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.