Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sýndu Marcosi andlit dauðans Ættingjar og vinir þeirra, sem drepnir voru í mótmælaaögerðunum á Filippseyjum í síðasta mánuði komu saman fyrir utan forsetahöll- ina hjá Marcosi, iklæddir sorgarföt- um og berandi stækkaðar myndir af hinum drepnu. Þann 21. september skutu her- menn á tvö þúsund manna útifund í bænum Escalante sem haldinn var til þess að lýsa óánægju með stjórn Marcosar forseta og réttarfar lands- ins. — Escalante er í miðhluta Fil- ippseyja þar sem sykurræktunin er mest. — Alls var tuttugu og einn fundarmanna drepinn. En mótmælastaöan við forsetahöll- ina fór fram átakalaust. Mótmælahópurinn með myndirn- ar á lofti fyrir utan forsetahöllina i Manila. Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda: Takmarkað viðskipta- bann tilkynnt í dag Utanrikisráðherrarnir, frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Islandi, munu banna öll lán til Suður- I dag má búast við að utanríkis- ráðherrar Norðurlanda tUkynni tak- markað viðskiptabann á Suöur-AfrUtu. Afríku, takmarka innflutning Kruger- rand gullmyntar og stöðva útflutning tölvutækni tU Suður-Afríku, að sögn embættismanna í norska utanríkis- ráðuneytinu. Embættismennirnir segja að utanríkisráðherrarnir muni ekki beygja sig fyrir þrýstingi frá verka- lýðsfélögum að banna allan innflutning frá Suður-Afríku. Þeir segja þó að það gæti haft áhrif á ákvörðun þeirra ef blökkumaðurinn og ljóðskáldiö Benja- min Moloise yrði hengdur í dag eins og áætlaö er. Ráðherrarnir sendu sameiginlega ósk um aö Moloise veröi gefin grið tU Botha forseta Suður-Afríku. Þær frétt- ir bárust svo í morgun að Moloise hefði verið tekinn af lif i í morgun. Verkalýðsfélög hafa gagnrýnt Sví- þjóð fyrir að neita að minnka umsvif sænskra stórfyrirtækja í Suður-Afríku, og Noreg fyrir aðgerðarleysi gagnvart norskum oUuskipum sem flytja oUu tU landsins. Norskur embættismaöur sagöi að norska stjórnin hefði hafið viðræður við'helstu skipafélögin tU að fá stuön- Á meðan utanríkisráðherrar Norðurlanda funduðu i Osló hóldu bardagarnir áfram i Suður-Afriku. Gamli maðurinn varskotinn Leon Klinghoffer, gamalmennið í hjólastóhium sem lét lífið þegar hryðjuverkamenn PLO rændu ítalska farþegaskipinu, var skotinn tU bana. Að sögn lækna hæfðu hann að minnsta kosti tvær byssukúlur, önnur í höfuðið og hin í brjóstið. Getgátur höfðu verið uppi um það að hinn 69 ára gamli Klinghoffer hefði ekki fallið fyrir hendi sjóræningjanna heldur fengið hjartaslag. Og fyrst eftir að Uk hans rak á f jörur í Sýrlandi (ræn- ingjarnir höfðu varpað því fyrir borð) voru menn í vafa um hvort það væri af honum. Líkið hefur verið flutt tU Italíu og dóttir hans boriö þar kennsl á þaö og læknar munu kryf ja það. ing þeirra viö bann á oUuf lutningum tU Suöur-Afríku. Norskur þingmaður sagði í gær að oUuflutningarnir væru „skömm Nor- egs”. Þingmaðurinn, Hanna Kvanno, sagði að norsk oUuflutningaskip flyttu allt að þriðjungi oUu sem Suður-Afrika notar. íslenskar krónur kaupa kúlur harðstjóranna í Suður-Af ríku — segir sendimaður Afríska þjóðarráðsins um ávaxtakaup íslendinga frá S-Afríku „Islendingar kaupa ávexti frá Suöur-Afríku fyrir 27 milljónir króna á ári. Og þessi tala fer hækkandi. Af heildarþjóðarframleiðslu Suður- Afríku fara 23 prósent til vopna- kaupa. Nú getið þið sjálfir dæmt um hve margar kúlur er hægt að kaupa fyrir íslensku krónurnar sem fara til Suður-Afríku og hve margar byssur. Það er kannski ekki mikið í heildina en það er geysimikið ef athuguð er sú upphæð sem hægt er að nota af þessu tÚ kaupa á vopnum. Þetta eru áhrif Islendinga á ástandiö í Suður- Afríku. Þetta sagði Aaron Mnisi, sendimaður Afríska þjóðarráðsins, sem berst gegn kynþáttaaðskiln- « Aaron Mnisi biður íslendinga að taka þátt i baráttunni gegn að- skilnaðarstjórninni i Suður-Afriku með þvi að hætta að kaupa ávexti þaðan. DV-mynd PK aðarstefnu stjómvalda í Suður- Afríku, á blaðamannafundi i gær. Mnisi sagði að samkvæmt skoðanakönnunum væru á milli 70 og 80 prósent blökkumanna fylgjandi viðskiptabanni erlendra ríkja á Suður-Afríku. Hann sagðist vera kominn tU Islands tU að tala máU þjóöarráðsins og til að þrýsta á stjórnvöld að setja viöskiptabann á Suður-Afríku. „Eg kem til ykkar sem þjóðar. Viðskiptabann myndi setja íslensku þjóðina á blað sem andstæðing að- skilnaðarstefnunnar.” Mnisi hyggst biðja íslensk stjóm- völd um að senda skeyti tU Suður- Afríku þar sem beðist er griðar fyrir skáldið Benjamin Moloise sem var dæmdur tU dauöa fyrir moröið á svörtum lögreglumanni árið 1982. Mnisi sagði hins vegar aö Moloise hefði ekki framið morðið heldur hefði maður sem nú hefur flúið Suður- Afríku gert það. Afríska þjóðarráöið hefði boðist til að senda vitnisburð þessa manns tU stjórnvalda í Suður- Afríku en því verið hafnað. -ÞóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.