Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 30
42 MEIRIHÁTTAR TÍBRÁ í FÓKUS - POSSIBILLIES (Stsinar) Islensk plötuútgáfa sambærileg viö 2ja laga plötur í útlöndum birtist okkur oft sem lög á safn- plötum — og því flokkast nýtt lag Possibillies hiklaust meö smá- skífum. Hér hafa höfundar augljóslega legið yfir tónlist Prefab Sprout og þeim ekki legið á hálsi fyrir þaö, flókin uppbygging og fjölskrúðug út- setning en laglínan engu aö síöur grípandi. öðruvísi en flest önnur íslensk lög og ég vildi mega bæta viö: einfaldlega frábært! ROSE OF ENGLAND - NICK LOWE & HIS COWBOY OUTFIT (F-BEAT) Ég er farinn aö hallast aö því aö gamlir vendir sópi best. Þetta er yndislega gamaldags og hallærislegt lag frá rokk & ról séníinu Nick Lowe, gullfalleg melódía og giska eftirminnilegt. Nick Lowe er eins og eðalvín: batnar með aldrinum. IMÆSTUM-ÞVÍ- MEIRIHÁTTAR WENDELL GEE - REM(IRS) Einhvern tíma hefði svona yfir- máta rólegt lag verið kallað svefnmeðal. En í meðförum REM verður tónlistin svo töfrandi að svefn er það sísta sem manni dytti í hug. Áhrif frá Byrds og bandarískum þjóðlögum er áberandi í tónlist REM, einhverrar albestu hljóm- sveitar bandarísku ný- bylgjunnar. SINGLE LIFE — CAMEO(CLUB) Það gerist ekki oft að topplög diskólistanna útlendu kalli fram í hugann einhver hrósyrði. En Single Life er dæmi um hvaö hug- myndaríkir útsetjarar geta gert úr litlu efni, mjög áheyrilegt og mjög sneddí. THIS IS EIMGLAND — CLASH (CBS) Ég hef enga trú á því að Clash verði annað en bergmál af sjálfri sér fyrst Mick Jones var bolað burt. Fyrsta lag Clash um margra ára skeið og ótrúlega óspennandi. Hvað hafa menn verið að bjástra allan þennan tíma? THE GAMBLER - MADONNA (GEFFEN) Þunnur þrettándi. Madonna hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér og það hljóta að vera ein- hverjir aðrir en tónlistarunn- endur sem sólgnir eru í að hlusta á jafnnauðaómerkilegt lag og the Gambler. MYHEARTGOES BANG - DEAD OR ALIVE (EPIC) tJff! Ef þið viljið næla ykkur í hausverk með litlum tilkostnaði spilið þá þetta vélræna diskósuU nokkrum sinnum. Dead or Alive? Dead. -Gsal. MISJAFN SAUÐUR í MÖRGU FE Safnplötur hafa ekki verið fyrirferð- armiklar á íslenskum plötumarkaði síðustu mánuðina og Perlur er fyrsta safnplatan frá því snemma á árinu. Flest laganna á þessari fjórtán laga plötu eru enn mjög vinsæl og hafa kom- iö við sögu vinsældalista rásar 2 að undanskildu eina íslenska lagi plötunn- ar — og jafnframt besta laginu — Tí- brá í fókus með Possibillies. Hins veg- ar er ástæða til þess að sakna nýja lagsins frá Mezzoforte sem hefði sómt sér bærilega í þessu safni. Þó helsti kostur plötunnar sé ótví- rætt sá að flest lögin eru vinsæl á út- gáfudegi er fulldjúpt í árinni tekið aö láta plötuna heita: Perlur. I minum huga er það miklu sterkara orð en svo að réttlætanlegt sé að brúka þaö um dægurflugur og diskólög sem útgefend- ur sem aðrir vita að lifa varla vikuna út. Perlur eru eins og nafnið gefur til kynna gimsteinar í tónlist sem lifa mann fram af manni og með fullri virð- ingu fyrir sómahljómsveitum eins og China Crisis, OMD og UB40 þá er ein- faldlega of snemmt að spá í þaö hvort lög þeirra komist í þann úrvalsflokk. Ef líta má á þessa plötu sem ein- hvers konar þverskurð af vinsælda- poppi síöustu vikna veröur heldur ekki undan því komist að álykta sem svo að popptónlistinni fari hrakandi. Margt af því besta, sem rokkið hefur upp á að bjóða nú á dögum, sést ekki á vin- sældalistum sem þessi plata tekur miö af og því miður hefur þróunin orðið sú hér heima hvaö vinsældalista áhrærir að léttmetið er allsráðandi. Þar hefur þýskættuð tónlist skotið rótum og ekki beinlínis metnaöarfull framleiðsla frómt frá sagt. Bestu lög plötunnar að mínum dómi eru Lean On Me með Red Box, You Did Cut Me með China Crisis, Secret með OMD, If I Was með Midge Ure að ógleymdu besta laginu sem áður var nefnt: Tíbrá í fókus með Possibillies. -Gsal JOHN COUGAR MELLANCAMP — SCARECROW GJORSAMLEGA MISHEPPNAÐ Fyrir nokkrum árum sló John Cougar Mellancamp í gegn í henni Ameríku með braki og brestum með plötunni American Fool. Plata þessi innihélt gamalt og gott rokk; ekkert nýtt en einhver ferskleiki var yfir hlut- unum. Tvö lög af plötunni fóru á topp- inn vestra; Hurt So Good og Jack & Di- ana og John Cougar Mellancamp varð þjóöhetja. Fljótlega kom þó í ljós að vinurinn var engin þjóðhetja heldur sléttur og felldur klisjurokkari sem til er hálfur annar hellingur af þarna vestra. Munurinn á þeim og honum er bara sá að hann var svo hundheppinn að slá í gegn einu sinni og á því lifir hann. Og ég get ekki ímyndað mér að þaö sé öðru að þakka en þessari fornu frægð aö lagið Lonely All Night af JOHN COUGAR MELLANCAMP. þeirri plötu, sem hér er til umf jöllunar, skuli vera komið inn á topp tíu í Banda- ríkjunum. Lagið er nefnilega hund- ómerkilegt eins og öll hin lögin á þess- ari plötu. Það er rétt eins og nafnið á plötunni American Fool hafi orðið að áhrínsorð- um á John Cougar því hann hefur látið velgengni þeirrar plötu hafa sig að fífli með því að reyna að endurtaka hana enn og aftur. Það tekst engan veginn og ekki bætir kappinn úr skák með því að ætla aö stæla Bruce Springsteen eins og hann reynir á afar misheppnaöan hátt á þessari nýju plötu. Eitt lagið heitir til dæmis R.O.C.K. In The U.S.A: Algjört flopp. -SþS- NONA HENDRYX - THE HEAT: SUNGIÐ AFINNUFUN Þrátt fyrir að Nona Hendryx sé ekki mjög þekkt hér á landi þá er hún söng- kona sem á að baki langan söngferil, bæði sem sólósöngvari og meðlimur hópa. Nona Hendryx vakti fyrst at- hygli með hinu vinsæla tríói Labelle. Þar var hún í skugganum af hinni að- sópsmiklu Patti Labelle. Þegar tríóið lauk ferli sínum starfaði Nona sem baksöngvari með ýmsum þekktum poppurum. Má nefna Peter Gabriel og Talking Head. Hún stofnaði eigin hljómsveit, Propaganda, sem lifði stutt. Eftir það tók við sólóferill sem hefur skilað sér í þremur LP-plötum og er hún að vinna sér sess sem ein vand- aöasta soul-söngkona Bandaríkjanna. The Heat er þriðja plata hennar. Þó soultónlistin sé í fyrirrúmi eru þar einnig rokkuð lög sem henni tekst eink- ar velaðtúlka. The Heat byrjar á diskólaginu Revolutionary Dance. Eftir að hafa hlustað á það kveið ég framhaldinu satt best að segja, hélt að hér væri á ferðinni enn ein diskóplatan. Sá kvíði var sem betur fer ástæðulaus. Lögin, sem fylgdu á eftir, voru hvert öðru betra og sönnuðu fyrir mér að Nona Hendryx er einhver allra besta svarta söngkonan í dag. Set ég hana í sama gæðaflokk og Randy Crawford og Joan Armatrading, tvær svartar söngkonur sem hafa verið í uppáhaldi hjá mér á undanförnum árum. Lögin á plötunni eru aðeins átta og því frekar löng. Hefur Hendryx samið öll ein, eða með aðstoð annarra. Ef taka á einhver lög fram yfir önnur þá er það helst titillagið sem er í tveimur hlutum. Finnst mér þaö sérlega gott, soul af bestu gerð, og einnig eina ró- lega lagið á plötunni, I Need Love, góð melódía sem Nona Hendryx fer vel með. Ekki á ég von á að Nona Hendryx nái vinsældum hér á landi. En þeir sem hafa gaman af soul-tónlist verða ekki sviknir af The Heat. HK. DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985. Safnpiata béstu laga Depetche Mode kemur út i þessarí viku og þar er að finna þrettán helstu smeili hljómsveitarinnar. Fimm þerra komust ivi á topp tiu i Bret landi á sínum tima og önnur se* lög meóal tuttugu efsiu... Nýjar smáskifur i vikunni eru meðal annars Cloudbursting með Kate Bush, Love Letter með Marc Almond, Uncle Sam með Mad ness og Brothers in Arms með Dre Strarts... Nýjar, storar plötu eru að koma út með Level 42 og Simple Red... Haatt hefur verið við útgáfu á Mezroforte laginu This is the Night i Englandi, að minnsta kosti um stundarsakir. Kynningareintók, sem útvarps stöðvar fengu, virtust ekki gefa tilefni til mikillar bjartsýni og þvi verður megináhersla lögó á að koma laginu á markað í Evrópu. Eins og komið hefur fram i frétt um hafa stóffyrrrtseki i hljóm plötuútgáfu slegist um Mezzo forte og RCA hefur keypt útgáfu réttinn i Þýskalandi og Austur ríkí... Æ ffeiri baitast nú i friðan flokk poppara sem vilja mótmæla aðskilnaóarstefnu hvíta minnihlut ans i Suður Afríku. Bruce Spring steen og Bob Dylan hafa nýlega gefið vityrði sitt fyrir að vera með á ptötu til stuðnmgs baráttunni gegn apartheid. Fyrrum gítanso, Steve Van Zandt skipuieggur út gáfuna og með honum verða auk þeúra, sem áður hafa verið nefnd ir, Pete Townshend. Peter Gabriei og Daryf Hall og John Otes... Nú þegar rúmir tveir mán uðir eru til érsloka hafa birst töhir yfir plötusölu i Bretlandi og Ijóst er að Madonna stendur uppi sem sigurvegari. Hún hetur selt yfir tvær milljónir af smáskífum á ár inu en engtnn annar flytjandi nær einu sinni milljóna markinu... Prince er farmn að spóka sig fyrir framan kvikmyndatökuvélar því hatnar eru upptökur á myndinni Under the Cberry Tree. Leikstjórí er Mary Lambert... i Lundúnum eru líka hafnar tökur á kvikmynd; sú mynd á að heha Sid and Nancy Love Kills og fjallar um Sid Vicious heitinn úr Sex Pistols... Búið i bili... Gsal Sæinú! Paul Young í klípu: tverr fyrrum félagar hans i hljómsveit inni Q Tips staðhæfa að lagió á siðustu smáskífu Paul Young, Tomb of Memories, hafi orðlð til skömmu áður er, Q Tips sneri upp támrm og sé samið af hljómsvert armeðömum i fólagi en ekki bara af Paul Young og lan Kewley. Lagið var aó sönnu aldrei hljóðrh að af hljómsvertinni en kallaðist Song In My Pocket. Paui Young ne'rtar ásökunum fyrri félaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.