Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Afnemið vísi- töluna af lánum jafnt og af launum „Um leiö og ég sendi ykkur septemberseðil læt ég ágúst fljóta meö. September var dálítið hár hjá okkur, aöallega vegna þess að viö skiptum um bíl í haust. Fórum úr 78 módeli í ’82 módel. Það var ákveöiö í vor og þá strax byrjað að spara. Lokið við að borða úr frystiskápnum, sem var nú ekki mikið. Gamli góði grjónagrauturinn æði oft á borðum, þó ekki meö rjóma eða rúsínum eins og hjá Steingrími. Það borgaði sig frekar en aö taka lán því ekki eru vextirnir svo hag- stæðir. Enda hefur maður nóg af lán- umáherðunum. Mér finnst nú mál til komiö að afnema vísitöluna af lánum eins og laununum. Þetta er það ósanngjamasta sem á fólk hefur verið lagt. Eg get nefnt að 200 þús. kr. lán sem er árs- gamalt hefur hækkað um 70 þús. kr. Mér finnst að Sigtúnshópurinn ætti að snúa sér að þessu máli sem allra fyrst. Það leysir engan vanda að lána fólki meiri peninga til að borga fallnar skuldir. Það er bara gálgafrestur. Til gamans ætla ég að senda ykkur septemberbókhaldiö eins og ég set þaö upp: Matur og hreiniætisvörur 12.350,05 Annað 23.556,80 Hús 10.230,50 Bffl 136.808,00 Frá síðustu tölimni dragast 50 þús. sem við fengum fyrir gamla bílinn. Bestu kveðjur til ykkar, neytandi á Akureyri.” Það er áriðandi að muna hvort þú ert búinn að nota augndropana eða ekki. DV-mynd GÞA. AUGNDROPAR Á HVOLFI Ef þú þarft að nota augndropa tvisvar á dag getur verið erfitt að muna hvort þú ert búinn að nota dropana eða ekki. Gott ráð er aö hvolfa glasinu eftir að þú ert búinn að nota dropana um morguninn. Þegar þú notar þá aftur um kvöldiö læturðu glasið standa rétt! Annað ráð við meðalatöku: Lang- best 'ér að nota skammtaboxin sem fást í apótekunum. Ef þau eru ekki HEILLARAÐ fyrir hendi er farsælast að láta dag- skammtinn í glas að morgni. Þá sést á augabragöi hvort búið er að taka hann eða ekki. -A.Bj. Afleggjari með leiðbeiningum Ef þig langar til þess að gleðja vin með persónulegri gjöf er tilvalið að gefa blómaafleggjara. Láttu þá fylgja með spjald með nafni blómsins og leiö- beiningum um meðferð, hve oft á að vökva, hvort blómið þarf mikla birtu eða ekki. -A.Bj. Piparkvörnin fyrir annað Hœgt er að nota piparkvörn undir fleira en piparinn. Blanda má öðrum kryddkornum í kvörnina. Dæmi: 1/4 hluti mustarðskorn og 3/4 hlutar pipar. Reynið einnig aðrar tegundir. Vel hægtað spara en þó láta sér líða Ijómandi vel „Núerþaðsvart! Þennan septemb- ermánuð dynja á reikningar og svo kom til vikudvöl í sumarhúsi. Það var sumarfrí hjá mér,” segir m.a. í bréfi frá D.M. sem um árabil hefur verið þátttakandi i heimilisbókhaldinu meö okkur. Niðurstöðutölur hennar eru þó „ekki nema” 2131 kr. á mann. Liðurinn „annað’ ’ er upp á samtals 16.800 kr. „Verðhækkanir eru alveg geigvæn- legar á þessum síðustu vikum og þá gildir bara að spara. Það er jú vel hægt. Best væri ef allir hugsuðu um hvað það er margt sem er óþarfi að kaupa en þó láta sér líða ljómandi vel.” A.Bj. BILAR SEM TEKIÐ ER EFTIR Saab 900 GLE árg. 1983, sjálfsk. BMW 316 árg. 1983, drapplitur, 2ja Subaru Justy 4x4 órg. 1985, silf- Mfi greiða með skuldabrfifi. dyra, beinskiptur. Verð kr. urlitur, 3ja dyra, beinskiptur. Verð Skipti fi ódýrari. 495.000. Skipti fi ódýrari. kr. 370.000. Bein sala. Subaru station 4x4, firgerð '83 Nissan Cherry firg. '83 og '84, skipti fi ódýrari, ath. skuldabrfif. Suzuki Alto firg. 1983, sjfilfskipt- ur, ekinn 18.000 km. Verð kr. 235.000. Bein sala. ÚRVAL AF BLÓMAPOTTUM, HLÍFUM OG FLEIRA OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 21Í KVÖLD ÚRVAL AF GLER-GJAFAVÖRUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.