Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1985, Blaðsíða 19
DV. FÖSTUDAGUR18. OKTÖBER1985. 31 íþróttir fþróttir íþróttir fþróttir fþrótt ■ótti hafa orðið Íslandsmeistarar sið- jrfiðari i vetur. fnari ikinu nmíátta Reykjavíkurmótsins og sigraöi glæsi- lega undir stjórn Friðberts Trausta- sonar. Arngrímur Þorgrímsson matar af öryggi hina sterku sóknarmenn, Sig- urð Guömundsson, Þröst Friðfinnsson, Stefán Jóhannesson og Bjarna Þór- hallsson og vörninni stýrir Hannes Karlsson. HSK Janus til Sviss — leikur með Lugano Hélt utan í morgun ásamt f jölskyldu sinni. Skrifar undir samning, sem gildir til vors, við svissneska félagið íkvöld „Ég er mjög ánægður með þann samning, sem svissneska félagið befur boðið mér og held með f jölskyldu mina tQ Sviss í fyrramálið (í dag). Ef allt gengur að óskum ætti ég að geta skrif- að strax undir samning við Lugano, sem er efst í 2. deild í Sviss, og ætti að geta byrjað að leika með liðinu í næstu viku,” sagði landsliðs- maðurinn kunni i knattspyrnunni, Janus Guðlaugsson, þegar DV ræddi við hann í gær. Janus hefur um langt árabil verið traustasti leikmaður íslenska landsliðsins og hefur verið at- vinnumaður að mestu i knattspyrnunni frá 1979, þegar hann gerði samning við vestur-þýska félagið Fortuna Köln. „Þetta mál hefur átt talsverðan aödraganda og er reyndar tilkomið gegnum mitt gamla félag, Fortuna Köln. Þeir frá Lugano, sem er niðri við landamæri italiu, fylgdust með mér í HM-leiknum við Spánverja í Sevilla og fengu auk þess myndband frá leiknum. Ég fór síðan til Sviss og kynnti mér aðstæður hjá félaginu. Leist vel á allt og ákvað að taka tilboði þess. Þetta var ágætis afmælisgjöf því ég varð ein- mitt þrítugur umþaðleyti (fyrirviku). Það verður gaman að reyna sig þarna i Sviss og ég held ég eigi talsvert eftir sem knattspyrnumaöur. Þegar ég hætti hjá Fortuna Köln í vor var það með fullu samkomulagi við forseta félagsins. Eg er þó enn í tengslum við Kölnar-liðið og það gaf mér leyfi til að leika með FH í 1. deildinni í sumar, Janus Guðlaugsson — áfram at- vinnumaður. sem ég hafði vissulega mjög gaman af. Er og verð alltaf fyrst og fremst FH- ingur en Lugano og Fortuna hafa náð samkomulagi um að ég leiki með sviss- neska félaginu. Þá verð ég laus mála viðFortuna,” sagði Janus ennfremur. Janus bjóst við að skrifa undir samn- ing við Lugano strax og hann kemur þangaö í kvöld. Samningurinn er til vors en framhaldið eftir það er óá- kveðið. Janus hefur fengið flugmiða frá svissneska félaginu fyrir sig, eigin- konu og börn þeirra tvö og hefur opna flugferð heim aftur. Þá hefur hann einnig leyfi frá FH til að leika með svissneska félaginu. Janus Guðlaugsson hefur um langt árabil verið í hópi þekktustu og albestu leikmanna Islands. Vakti gífurlega at- hygli sem kornungur bakvöröur hjá FH og Faxaflóaliðinu kunna sem gerði garðinn frægan upp úr 1970. Janus hefur leikiö 34 landsleiki fyrir Island, og ávallt staðiö sig með miklum sóma. Eftir HM-leikinn við Skota í vor skrifaöi undirritaður hér í DV. „Besti maður ísl. liðsins var Janus Guðlaugs- son. Hreint stórkostlegur ieikmaður og besti maður á vellinum. . . ” Janus er fjórði ísl. leikmaðurinn sem gerist atvinnumaöur í Sviss. Guðgeir Leifsson varö fyrstur til þess og nú leika þeir Sigurður Grétarsson og Guðmundur Þorbjörnsson þar. Lugano er þekkt nafn í svissneskri knattspyrnu. Félagiö hefur þrisvar orðið svissneskur meistari, tvívegis bikarmeistari. -hsim. Englendingar verða meðíEM UEFA ákvað það í gær Framkvæmdanefnd UEFA ákvað í gær að Englendingar mættu taka þátt i Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu sem fram fer á árunum 1986—88. UEFA setti þó Englendingum strangar reglur varðandi hegðun hjá aðstand- endum liðsins og líklega veröur UEFA ekki lengi að endurskoöa afstöðu sina ef enskir áhorfendur fara að haga sér illa. Bannið á ensku félagsliðunum er ennþá i fullu gildi. Orsök alls þess er að framan greinir er auðvitað skrílslætin í Brussel. gtv'-í Steve Cram—þrjú heimsmet. Aldrei betri árangur Kappinn gamalreyndi, Torfi Rúnar Kristjánsson á Laugarvatni, hefur enn eitt árið tekið að sér að stýra blakliði til keppni. Nú er það lið Héraðssam- bandsins Skarphéðins, sem Torfi stjómaði einnig í fyrra. HSK-liðið kom verulega á óvart í haustmótinu á dög- unum er þaö velgdi HK og Fram undir uggum. Burðarás liðsins er Ástvaldur Arthúrsson, sem á að baki landsleiki og unglingalandsleiki, en einnig er aö finna í HSK-liðinu stórefnilega leik- menn sem ættu aö geta náð langt í íþróttinni. KA Síðast þegar fréttist var KA-liðið þjálfaralaust. Töluðu KA-menn um vandræðaástand. Halldór Jónsson, sem þjálfaði í fyrra, treysti sér ekki til að taka liðið að sér í ár. Sigurður Harð- arson hefur fallist á að vera liðsstjóri en ekki þjálfari. Líklegast er að ein- hver leikmanna taki að sér aö stjóma æfingum, hugsanlega skiptast þeir á. Ljósi punkturinn hjá KA er sá aö Stef- án Magnússon er kominn í liðið en hann er fluttur norður og orðinni bú- stjóri á Möðruvöllum. Þróttur, Neskaupstað Mestur uppgangur í blakíþróttinni hérlendis virðist vera í Neskaupstað um þessar mundir. Norðfirðingar eiga orðið sæg af efnilegum, ungum leik- mönnum, þar á meðal fimm unglinga- landsliðsmenn, þá Martein Guðgeirs- son, Víöi Ársælsson, sem báðir léku með IS í fyrra, Olaf Viggósson, Sigt'inn Viggósson og Guðbjart Magnason. Þróttarar hafa æft grimmt frá miðju sumri undir stjóm Olafs Sigurössonar sem ásamt Grími Magnússyni bætir upp reynsluleysi ungu piltanna. -KMU. — á millivegalengdum. Heimsaf rekaskrá karla f frjálsum íþróttum 1985, annar hluti: Þrír menn hlupu 1500 m innan við 3.30 minútur í sumar, tvö heimsmet voru sett á vegalengdinni. Fyrst Steve Cram, Eng- landi, síðan Said Aouita, Marokkó. Þá setti Cram hcimsmet í míluhlaupi og aldrei fyrr hefur náðst jafnstórkostlegur árangur á millivegalengdum og í ár. Fimm hlaupar- ar hlupu míluna innan við 3.50 mínútur. í 5000 m hlaupinu setti ólympíumeistarinn Aouita heimsmet, — bætti met David Moorcraft, Englandi, um einn hundrað- asta úr sekúndu. En nú höldum við áfram meö heimsaf- Carlos Lopez — besti maraþontíminn, rekaskrá karla í frjálsum íþróttum í ár þar sem frá var horfið í gær. 1500 m hlaup 3:29,45 — Said Aouita, Marokkó 3:29,67 — Steve Cram, Englandi 3:29,77 — Sydney Maree, USA 3:30,92 — José Gonzalez, Spáni 3:31,69 — José Abascal, Spáni 3:31,75 — Pierre Déléze, Sviss 3:31,76 — Steve Scott, USA 3:32,13 — Sebastian Coe, Englandi Míluhlaup 3:46,31 — Steve Cram, Englandi 3:46,92 — Said Aopita, Marokkó 3:47,79 — José Gonzalez, Spáni 3:49,22 —Sebastian Coe, Englandi 3:49,93 - Steve Scott, USA 3:50,34 — Sydney Maree, USA 3:51,82 — Mike Hillardt, Ástralíu 3:51,92 — Ray Flynn, Irlandi 5000 m hlaup 13:00,40 — Said Aouita, Marokkó 13:01,15 — Sydney Maree, USA 13:10,06 — Alberto Cova, Italíu 13:13,49 — Bruce Bickford, USA 13:15,14 — Douglas Padilla, USA 13:15,90 — José Gonzales, Spáni 13:17,27 — Markus Ryffel, Sviss 13:17,64 — Paul Kipkoech, Kenýa 10.000 m hlaup 27:37,17 — Bruce Bickford, USA 27:40,85 — Mark Nenow, USA 27,41,05 — Edward Eyestone, USA 27:41,09 — Fernando Mamede, Portúgal 27:42,17 — ToshihikoSeko, Japan 27:43,90 — Simeon Kigen, Kenýa 27:44,65 — Francesco Panetta, Italíu 27:45,00 — Jesus Herrera, Mexíkó Maraþonhlaup 2:07,12 — Carlos Lopez, Portúgal 2:08,09 —AhmedSalah, Djibouti 2:08,15 — Takeyuki Nakayama, Japan 2:08,16 — Steve Jones, Bretlandi 2:08,26 — Djama Robleh, Djibouti 2:08,34 — Charles Spedding, Bretlandi 2:08,58 — Mark Plaatjes, S-Afríku 2:09,03 — Michael Heilmann, A-Þýsk. 3000 m hindrunarhlaup 8:09,17 — Henry Marsh, USA 8:11,04 — Krzysztof Wesolowski, Póll. 8:11,07 — Joseph Mahmoud, Frakklandi 8:11,93 — Rainer Schwarz, V-Þýskal. 8:12,58 — Graeme Fell, Kanada 8:13,50 — Colin Reitz, Bretlandi 8:13,77 — YVilliam van Djick, Belgíu 8:15,70 — Boguslaw Maminski, Póll. 110 m grindahlaup 13,14 — Roger Kingdom, USA 13,24-GregFoster.USA 13.24 — Mark McKoy, Kanada 13.25 — Andre Phillips, USA 13,27 — Anthony Campbell, USA 13,34 — Sam Turner, USA 13,36 — Jack Pierce, USA 13,38-CletusClark, USA 400 m grindahlaup 47,63 — Danny Harris, USA 47,67 - Andre Phillips, USA 47,85 — Harold Schmid, V-Þýskal. 47,92 — Alexander Vasilev, Sovét 48,29 — Amadou Dia Ba, Senegal 48,88 — Harrison Amike, Nígeríu 48,90 — Reggie Davis, USA 48,95 — Jon Thomas, USA vegalengdirnar í maraþonhlaupi eru mjög mismunandi, ekki hvað vegalengd snertir, heldur aöstæður. Tími ólympíumeistarans Carlos Lopez, Portúgal, er besti tími sem náöst hefur á vegalengdinni. Þá má geta þess að Steve Cram setti heimsmet í 2000 m hlaupi í sumar. Hljóp á 4:51,39 min. -hsím. Heimsmet eru ekki skráð í maraþon- hlaupi, hins vegar besti árangur en Said Aouita—tvö heimsmet.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.