Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 2
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER1985.
Rækta samband við ísland
á kostnað bandanskra þegna
— segir meðal annars í forsendum úrskurðarins í Rainbow-málinu
Njarflvikurhöfn.
öskar Magnússon, DV, Washington:
„Herinn hafði aldrei kvartað
undan of háum farmgjöldum hjá
Rainbow. Eina kvörtunin sem
Rainbow fékk var frá íslenskum
skipafélögum. Sú kvörtun var um að
Rainbow tæki of lág gjöld (letur-
breyting dómarans) fyrir ákveðna
flutninga sem ekki voru fyrir varnar-
liöið.”
Þetta kemur meðal annars fram í
forsendum úrskurðarins í máli
bandaríska skipafélagsins Rainbow
Navigation gegn Bandaríkjastjóm.
Rainbow vann málið. Bandaríkja-
stjóm var bannaö að bjóða út
flutningana fyrir varnarliðiö á
Islandi eins og skýrt hefur veriö frá í
DV. Þessar forsendur fyrir úr-
skuröinum voru hins vegar ekki
tilbúnar fyrr en í fyrradag.
Forgangslögin sem Rainbow-
málið snýst um veita bandarískum
skipafélögum einokunarrétt á
flutningum fyrir bandariska herinn.
Bandaríkjaforseta er heimilt að
víkja frá forgangslögunum ef
farmgjöld viðkomandi skipafélaga
eru óeðlilega há og ósanngjöm. I úr-
skuröinum er tekin afstaða til
tveggja meginatriða: I fyrsta lagi
hvort farmgjöld Rainbow séu of há. I
öðra lagi hvort heimilt sé að byggja
ákvöröun um að farmgjöld séu of há
af pólitískum ástæðum. Báðum
spumingunum svarar dómarinn
neitandi.
Sanngjarn hagnaður
I upphafi úrskurðarins fjallar
dómarinn um hvað átt sé viö meö
orðunum „óhófleg og ósanngjöm”
farmgjöld i áöurnefndum forgangs-
lögum. Hann féllst á sjónarmið
Bandaríkjastjómar um að farmgjöld
teljist óhófleg þegar þau eru orðin
hærri en sem nemur ranngjömum
hagnaði. Þá lá næst fyrir að athuga
hvað bandaríski flotamálaráöherr-
ann hefði miðað við þegar hann
komst aö þeirri niöurstöðu að farm-
gjöldin væra of há, þaö er hærri en
skilaöi sanngjömum hagnaði, og aö
þvi leyti að útboö væri heimilt. I ljós
kom að ráðherrann hafði aöallega
lagt tii grundvallar töflur og út-
reikninga sem sýndu verð miðað við
hvert tonn eða verð á hvem fluttan
gám. Samkvæmt þessum út-
reikningum var gjaldskrá Rainbow
hærri en annarra skipafélaga sem
annast flutninga fyrir herinn á
öðrum leiðum. Til dæmis sýndu þess-
ar töflur að Rainbow tæki nær sex
sinnum meira fyrir sína flutninga
en önnur skipafélög sem fiuttu til
Evrópu fyrir bandaríska herinn.
Ennfremur lágu til grundvallar á-
kvörðunar ráðherrans gögn sem
sýndu að íslensku skipafélögin hefðu
tekið sama gjald áður en Rainbow
komtilsögunnar.
Um þetta segir dómarinn:
Ekkert af þessum gögnum skiptir í
raun máli þegar leitaö er svara viö
því hvort hagnaður Rainbow var
meiri en sanngjarnt getur talist.
Ekkert í þessum gögnum sýnir hver
raunverulegur kostnaöur er og þá
raunveralegur hagnaður Rainbow
hefur verið.
Samanburður
lítils virði
Töfiumar bera einungis saman
gjald á hvert tonn eða hvem gám. Til
dæmis er ljóst að eitt skipafélag
tekur um fimmtíu þúsund krónur
fyrir að flytja einn gám frá Banda-
ríkjunum til Evrópu á meöan
Rainbow tekur um 300 þúsund
krónur fyrir að flytja einn gám til
Islands. Hins vegar taka þessar
töflur ekki tillit til þess að
vegalengdimar eru mislangar og
það tekur mislangan tíma að sigla
þessar leiðir. Þá er ekki tekið tillit til
þess aö ekki er víst að sama þjónusta
sé innt af hendi og fleiri atriði sem
máli skipta eru ekki tekin með í
reikninginn. Síðan segir dómarinn:
Þessi samanburður er ekki meira
virði en samanburður á fargjöldum
tveggja flugfélaga. Annað flýgur frá
Washington til Boston og tekur fyrir
þaö um 1.900 krónur. Hitt flýgur frá
New York til Seattle og.tekur fyrir
þaö um 14.300 krónur.
Magn, tíðni, verðurlag
Allur samanburður af því tagi sem
stjórnvöld hafa leitast við að gera
verður auk þess aö taka ýmsa aðra
þætti til athugunar: Stærð skipanna
sem notuð eru, hversu mikið magn er
flutt, ferðatíðni, fjarlægðir og
veðurlag. Sú staðreynd að Rainbow
tók hærra gjald fyrir flutninga til
Islands en önnur skipafélög hafa
tekið fyrir flutninga til Evrópu þarf
ekki að þýða annað en að kostnaður
Rainbow sé einfaldlega meiri. Þá
lítur dómarinn til þeirra röksemda
stjómvalda að Rainbow taki sama
gjald og íslensku félögin hafi gert og
telur þá staðreynd ekki sanna eitt
eða neitt. Hann bendir hins vegar á
að farmgjöld íslensku skipa-
félaganna á öðrum flutningum en
flutningum fyrir herinn gefi til kynna
að varnarliðsflutningar Rainbow séu
á sanngjömu verði.
Samkeppni íslensku
félaganna
Enn er það talið styðja málstaö
Rainbow að farmgjöldin á
flutningunum fyrir varnarliðið hafi
upphaflega ráðist af samkeppni milli
íslensku skipafélaganna og Rainbow
hafi tekið nákvæmlega sama gjald.
Loks segist dómarinn eiga erfitt með
að komast að annarri niðurstöðu en
þeirri að ákvörðun flotamála-
ráðherrans um að farmgjöld
Rainbow séu of há hafi verið tilraun
til að rökstyðja ákvörðun sem þegar
hafi verið tekin af allt öðrum á-
stæöum. Síöan víkur dómarinn aö
síðara meginálitaefninu i málinu:
Hvort heimilt hafi verið að byggja
ákvörðun um of há farmgjöld á öðru
en beinhöröu mati og réttum
samanburði á farmgjöldum.
Pólitískar ástæður
Dómarinn telur augljóst af
gögnum málsins að ákvörðun flota-
málaráðherrans hafi ekki verið
byggð eingöngu né aðallega á farm-
gjöldunum. Hann segir það
viðurkennt af málflytjendum stjóm-
arinnar að stefna Bandaríkjamanna
í utanríkismálum og aðrar stjórn-
málalegar ástæður hafi hér vegið
þungt. Dómurinn segist ekki sjá
neina þá heimild í forgangslögunum
sem réttlæti það að vikið sé frá
lögunum af slíkum ástæöum. Tals-
maður Bandaríkjastjómar hélt því
hins vegar fram að stjómvöld hefðu
svo víðtækt vald samkvæmt for-
gangslögunum að þau gætu tekiö
hvaöa atriði sem væri til athugunar
við mat á því hvort farmgjöld væru
of há. Þessa röksemd segir
dómarinn hafa þann galla að í
lögunum sé forsetanum hvergi falið
vald til frávika af pólitískum á-
stæðum. Lögin segja ekki að víkja
megi frá þeim ef notkun banda-
rískra skipa væri ósanngjörn heldur
aðeins ef farmgjöld séu of há. Og
dómarinn ítrekar og segir:
Peningaleg spurning
Það sem skiptir máli hér eru ekki
pólitískar ástæður eða stefna í utan-
ríkismálum, heldur peningaleg
spuming um hvort skipafélag hafi
tekið of há farmgjöld. Samt tók flota-
málaráðherrann mið af samskiptum
Bandaríkjanna og Islands þegar
hann tók ákvörðun sína. Þau sam-
skipti hafa ekkert með það að gera
hvort unnt er að víkja frá forgangs-
lögunum. Dómarinn rekur síðan í
alllöngu máli forsögu margnefndra
forgangslaga frá árinu 1904. Farið er
ítarlega í saumana á tilurö laganna,
skoðaðar umræður í þinginu þegar
lögin voru sett og ýmsar breytingar-
tillögur sem þá komu fram. Við
þessa athugun kom í Ijós aö í
upphaflega textanum, sem lagður
var fyrir Bandarikjaþing, var
orðalag þess ákvæðis er hér skiptir
máli annað en í þeim texta sem síðar
var samþykktur sem lög. Samkvæmt
hefðbundnum lögskýringarreglum
er þetta sterk vísbending um vilja
löggjafans en eftir vilja löggjafans
er jafnan farið. Þegar frumvarpið að
forgangslögunum var lagt fyrir
þingiö hljóðaði ákvæðið þannig að
„forsetanum væri heimilt að víkja
frá lögunum hvenær sem varnar-
hagsmunir Bandaríkjanna kreföust
þess eða til að vernda hagsmuni
ríkisins”.
Of vítt framsal
Á þetta orðalag var ekki fallist í
þinginu. I stað ofangreindrar
tilvitnunar voru sett orðin „óhófleg
eða að öðra leyti ósanngjörn” um
farmgjöldin. Fram kemur að
allmargir öldungardeildarþingmenn
töldu þingið framselja of mikið af
valdi sínu til forsetans ef uppruna-
legi textinn yrði samþykktur. Þing-
menn vildu ekki að forsetinn hefði
óskilgreindan rétt til að víkja frá
lögunum heldur þótti ráðlegra að
heimildin væri á því byggö að sýnt
væri fram á ákveðnar staðreyndir.
Lokaröksemd stjórnvalda um aö
forsetinn megi taka pólitísk atriöi til
athugunar fyrst það sé ekki bannað
með beinum orðum fær fremur
stuttaralega meðferö hjá
dómaranum. Hann segir að vanda-
málið við röksemdina sé bara það
að það sé nákvæmlega þetta sem
lögin séu að banna forsetanum. I lok
forsendna sinna segir dómarinn:
Hversu mjög sem handhafar
framkvæmdavaldsins í Banda-
ríkjunum vilja rækta vinsamlegt
samband við Island þá er ljóst að
framkvæmdavaldið hefur enga
heimild til aö gera það með þeim
hætti að þaö brjóti gegn skýrum
fyrirmælum þingsins, á kostnað
bandarískra borgara og fyrirtækja.
Heimsmeistaraeinvígiö:
„Hættu þessu, Karpov,
oggefðu skákina"
— var dómur áhorfenda er 19. skákin fór íbið.
Kasparov stefnir hraðbyri á heimsmeistaratitil
Allt var á suðupunkti í lok 19.' ein-
vígisskákarinnar í Tsjækovsky tón-
listarhöllinni i Moskvu í gær. Slíkt
var tímahrakið og darraðardansinn
aö áhorfendur risu úr sætum sínum
af spenningi. Er fjörutíu leikja
markinu var náð var staða Karpovs
gjörtöpuð og þá fór fagnaðarbylgja
um salinn. I hlut Kasparovs kom að
leika biöleik en í stað þess að setja
leikinn í umslag eins og venja er, lék
hann opinn biðleik á taflborðinu til
marks um það að staða sín væri unn-
in. Aldrei áöur hefur það gerst í
heimsmeistaraeinvígi að leikinn hafi
verið opinn biðleikur og heldur hefur
aldrei verið leikinn biðleikur undir
dynjandi lófataki áhorfenda.
Kasparov náði snemma undirtök-
unum og linaði aldrei takið fyllilega
þó svo að stórmeistarar í Moskvu
hefðu gagnrýnt taflmennsku hans á
tímabili. Riddari Karpovs varð
strandaglópur úti á boröbrúninni og
komst ekki í leikinn fyrr en í lokin er
hann stökk út í dauðann. Tilraun
Karpovs til gagnsóknar leiddi ein-
ungis til þess að hann veiktí stöðu
sína á kóngsvæng. Þetta var yfir-
spilun á hvítum reitum og svörtum.
Fari svo að Kasparov vinni, sem
allar líkur benda tii, hefur hann náö
tveggja vinninga forskoti, með 101/2
v. gegn 81/2 v. Karpovs. Fimm skák-
um er ólokið og til þess að verða
heimsmeistari þarf Kasparov að
hljóta 12 1/2 v. samtals. Það vakti
furðu aö Karpov skyldi ekki gefast
upp í skákinni í gær. „Hættu þessu og
geföu skákina,” hrópaði æstur áhorf-
andi, sem öryggisverðir áttu fullt í
fangi með að f jarlægja.
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Nimzo-indversk vöra.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3
Re4!?
Sífellt bryddar heimsmeistarinn
upp á einhverju nýju, nú geymir
hann peðið á upphafsreitnum. Tarta-
kover og Keres hafa teflt svona en
sjaldgæft er þaö.
5. Dc2 f5 6. g3 Rc6 7. Bg2 0-0 8. 0—0
Bxc3 9. bxc3 Ra5
Þetta hefur Karpov áreiðanlega
undirbúiö heima en áætlun hans ork-
ar tvímælis.
10.c5d6 11. c4! b6
Eftir 11. — dxc5 12. Ba3 eða 12.
dxc5 nær hvítur öflugu frumkvæði.
12. Bd2 Rxd2 13. Rxd2 d5 14. cxd5
exd5 15. e3
Kasparov hefur náð betra tafli og
fer sér aö engu óöslega. Til greina
kemur 15. Rf3 Rc4 16. Re5 en þá nær
svartur uppskiptum á slæma riddar-
anum.
15, —Be6
E.t.v. er 15. — Ba6!? skárri kostur.
16. Dc3 Hf7 17. Hfcl Hb8 18. Habl
He7 19. a4 Bf7 20. Bfl!
Valdar c4-reitinn og undirbýr aö
koma riddara sínum á betri reit.
20. —h6 21. Bd3 Dd7 22.Dc2
I blaðamannaherberginu voru allir
sammála því að Kasparov ætti yfir-
burðastöðu en Dorfman, aðstoöar-
maður hans, hafði áhyggjur af því í
næstu leikjum að hann væri að glutra
taflinu niður. Svo virðist sem 22. Rf3
ásamt 23. Re5 sé sterkt en eftir á að
hyggja getur svartur lítið aðhafst.
22. - Be6 23. Bb5 Dd8 24. Hdl g5
Hvaö annaö? Karpov gerir tilraun
til gagnsóknar en veikir stöðu sína
um leið.
25. Rf3 Hg7 26. Re5 f4 27. Bfl!
Biskupinn snýr aftur í vörnina.
27. — Df6 28. Bg2 Hd8 29. e4 dxe4 30.
Bxe4 He7 31. Dc3
Fyrr eöa síðar hlýtur eitthvað und-
an að láta í svörtu stööunni. Kóngs-
staðan er opin og takið eftir riddar-
anum aðgerðarlausa á a5 — hann er
engu betri en riddarar heimsmeist-
arans í sextándu skákinni.
31. — Bd5 32. HelKg7 33. Rg4 Df7
34. Bxd5 Hxd5 35. Hxe7 Dxe7 36. Hel
Dd8 37. Re5 Df6
Hvítur hótaði 38. gxf4 gxf4 39.
Khl og gera áhlaup eftir g-línunni en
ekki gekk 37. - Hxd4 vegna 38. Rf3
með leppun.
38. cxb6 Dxb6
Annars kæmi 39. Dc7+ með vinn-
ingsstööu.
39. gxf4 Hxd4?
Afleikur í erfiöri stööu en 39. —
gxf4 40. Df3! leiöir einnig beint til
taps. T.d. 40. — Dxd4 41. Dg4+ Kf8
(eða 41. — Kh8 42. Rg6+ Kh7 43.
He7+) 42. Df5+ Ke7 og nú er ein-
faldast 43. Df7+ Kd6 44. Dd7+ Kc5
45. Db5+ Kd6 46. Rf7 mát.
40. Rf3 Rb3 41. Hbl! Df6 42. Dxc7+
Síðasti leikur Kasparovs Dc3xc7+
var opinn biöleikur. Riddarinn á b3
er dauðans matur og hæpið er að
þessi skák verði tefld áfram.
JLÁ.