Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 8
DV; FÖSTUDÁGUR 25. OKTÖBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Ines Duarte er sloppin úr prisund inni sem hún var í i 44 daga. m------------------*- Vinstrisinnaðir mannránsmenn- irnir fengu marga félaga sina leysta úr haldi fyrir dóttur forset- ans. Handtökur í Argentínu Argentínustjóm hefur gripið til neyðarástandslaga til þess að hefta ferðafrelsi fyrrverandi foringja úr hemum og borgara sem ákærðir em fyrir samsæri. Fimm foringjar vom handteknir í gær og einn óbreyttur borgari en gefnar vom þar á ofan út handtöku- skipanir á sex aðra. Þar á meðal er hershöföinginn, Guillermo Sutrez Mason, sem er flúinn. Þessar handtökur em í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðum sem fylgt hafa i kjölfar málaferlanna gegn foringjum úr fyrri herforingjastjóm- um landsins vegna hlutdeildar þeirra í „skítuga stríðinu” gegn vinstriöflun- um meö öllum þeim mannránum og morðum, pyndingum og ofsóknum sem þvífylgdu. Engin vopn til Jórdaníu Reagan forseti beið algeran ósigur í tilraun sinni til að selja Jórdaníumönn- um bandarísk vopn. Bandaríska öldungadeildin greiddi því atkvæði í gær að banna tímabundið meiriháttar vopnasölu til landsins. Atkvæða- greiðslan var 97 gegn einum. Reagan ákvað að samþykkja bannið frekar en að berjast gegn vilja þingsins tæpum mánuöi áður en hann á að hitta Gorbat- sjov Sovétleiðtoga. Bannið nær til tveggja milljarða dollara sölu á háþróuðum stríðsflug- vélum og flugskeytum til nota gegn flugvélum. Bannið gildir til 1. mars, nema Jórdanir hefji beinar og „alvöru” samningaviðræður viö Israelsmenn. Ýmislegt þykir nú benda til að friðarviðræður kunni að fara að hef jast í deilumálum Miðausturlanda. Dóttur Duartes sleppt — en flóknir samningar fóru í hnút þegar sex bæjarstjórar, sem átti að leysa, komu ekki í Ijós Vinstrisinnaðir skæruliðar í E1 Salvador hafa leyst úr haldi dóttur for- seta landsins og vinkonu hennar eftir að hafa haldið þeim í 44 daga. En flókn- ir samningar um að leysa 100 skæru- liða úr haldi fóru í hnút í gærkvöldi. Það gerðist þegar sex bæjarstjórar, sem skæruliöar höföu einnig lofaö aö leysa úr haldi, höfðu ekki komið í ljós við sólarlag. Ines Duarte Duran og vinkona hennar Cecilia Villeda eru komnar heim til sín. En Bæjarstjórarnir hafa enn ekki látiö sjá sig. I staöinn fyrir þá átti að láta lausan 21 andófsmann og hleypa 96 særðum skæruliðum úr landi. Embættismenn sögðu að 18 skæruliðanna hefðu viljaö vera áfram í E1 Salvador, og þeir væru nú á örugg- um stööum víös vegar um landið. Rauði krossinn, kaþólska kirkjan og erlendar ríkisstjórnir sáu um fanga- skiptin. Talið var að særöu skæru- liðarnir myndu fljúga til Kúbu. Reagan lofar bandamönnum tillögum um vopnatakmarkanir Reagan Bandaríkjaforseti virðist hafa fullvissað áhyggjufulla banda- menn sína um að hann muni koma meö eigið friðartilboð í viöræðunum við Gorbatsjov Sovétleiðtoga í nóvember. En á fundi sínum í gær með leiðtogum Bretlands, Vestur-Þýskalands, Italíu, Kanada og Japans gaf Reagan ekki í skyn hvers konar tilboð hann myndi leggja fram. Bandarísk blöö sögöu að Bandaríkjastjórn hefði enn ekki komiö sér saman um samningsstöðuna í Genf. Embættismenn bandalagsríkja höfðu lýst yfir áhyggjum yfir því að meö ræðu sinni í New York í gær heföi Reagan virst reyna að leggja minni áherslu á vopnatakmarkanir en meiri á lausn vandamála í hinum ýmsu heimshlutum. Reagan sagði á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna að mjög Sænska lögreglan mætir margvislegum háska i sinu starfi og ein siðasta ógnunin er að verða bitin af smit- bera ónæmistæringar. stórt umræðuefni í Genf yrði árásar- hneigð Sovétmanna. En eftir fundinn í gær sögöu leiðtog- ar bandalagsríkjanna að Reagan hefði gefið þeim ákveðnar yfirlýsingar um að hann myndi koma með ný tilboð þegar hann hittir Gorbatsjov þann 19. og 20. nóvember. Verkamenn sækja á Fyrsta skoðanakönnunin á fylgi stjórnmálaflokka í Bretlandi sem gerö er eftir þing íhaldsmanna í Blackpool sýnir að Verkamannaflokkurinn hefur enn bætt við sig fylgi. I Gallupkönnun fær Verkamannaflokkurinn 38 prósent atkvæða, íhaldsmenn 32 og Bandalag sósíaldemókrata og frjálslyndra 28 prósent. Síðla í september sýndi Gallupkönn- un Ihaldsflokkinn aöeins rétt á eftir Verkamannaflokknum. önnur skoöanakönnun, sem birt var í gær, sýndi Verkamannaflokkinn með 34 prósent fylgi en Ihaldsflokkinn og Bandalagiö jöfn með 32 prósent. Hóta að bíta lögguna með OT Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DV í Svíþjóð: Hræðsla sænsku lögreglunnar við að smitast af alnæmi getur teflt réttarör- yggi landsins í tvísýnu. Ýmsir sænskir fjölmiðlar létu í gær í ljósi áhyggjur vegna þess að komið hefur fram að lög- regla landsins hefur í mörgum tilfell- um látið fyrirhugaðar handtökur falla niður vegna ótta við aö smitast af al- næmi. Nú eru 58 slík tilfelli skráð hjá Stokk- hólmslögreglunni það sem af er þessu ári. „Þetta er lágt reiknað. Sjálfur tel ég að tilfellin séu nokkur hundruð tals- ins,” sagði Mats Gunnarsson, trúnað- armaður Stokkhólmslögreglunnar, í viðtali við eitt sænsku dagblaðanna í gær. „Hræðslan við að smitast af alnæmi er miklu meiri en óttinn við ofbeldi í starfinu,” sagði Eva Olivecrona, trún- aðarlæknir lögreglunnar, á ráðstefnu sem haldið var um málið nú í vikunni. Þar kom fram að algengt væri að lögreglunni væri hótað af þeim sem taldir eru smitaðir af alnæmi. Sem dæmi var tekið að lögreglan hefði í ágústmánuöi stöövað bílstjóra einn, grunaðan um ölvun. Þar sem bílstjór- inn, sem sagður var smitaður af al- næmi, hótaöi að bíta lögregluþjóninn lét sá síðarnefndi fyrirhugað blóðpróf falla niður. „Svipuð tilfelli eiga sér stöðugt stað,” sagöi Mats Gunnarsson. Sænsk- ir lögregluþjónar óska nú eftir að mörkuð verði ákveðin stefna um hvernig bregðast skuli við í slíkum til- fellum. Þeir hafa óskað eftir að fá að nota deyfingarsprautur eða eitthvað slíkt til að geta yfirbugað viðkomandi áður en hann getur gert alvöru úr hót- un sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.