Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTOBER1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Verðkönnun hjá NAN: Ekki sama hvar þú kaupir bleiumar Neytendafélag Akureyrar geröi ný- lega verðkönnun þar í bæ á ýmiss kon- ar hreinlætisvörum eins og barnablei- um, dömubindum, sjampói, hárnær- ingu, tannkremiog burstum. Verð var kannaö á tuttugu vöruteg- undum í sex verslunum; Hagkaupi, KEA, Hrísalundi og Sunnuhlið, Mat- vörumarkaðinum, Akureyrar Apóteki og Stjömuapóteki. Það er mikill munur fyrir mæðurnar að nota pappírsbleiur handa börnunum og losna viö allan bleiuþvottinn. Það er betra aö athuga sinn gang hvar bleiurnar eru keyptar þegar getur munaö upp í 25% á verð- inu. Hagkaup var með hagstæðustu út- komuna eða átta vörutegundir með lægsta verði af þeim 18 sem til voru í versluninni. KEA Hrísalundi var með sjö lægstu verð. Matvörumarkaðurinn, Kea í Sunnuhlíö og Stjörnuapótek voru aðeins með eina vörutegund á lægsta verði af þeim sem til voru hjá þeim. Hjá Apóteki Akureyrar var að finna fjórar vörutegundir á lægsta verðinu. 1 fljótu bragði virðist muna mestu á veröi á erlendu sjampói eða 64% hjá KEA Hrísalundi og í Akureyrar Apóteki þar sem það er ódýrast. Þá munar 46% á heilsudrykknum Sanasól. Hann er ódýrastur hjá KEA Hrísalundi en dýrastur í Matvörumarkaöinum. 44% verðmunur er á barnaolíu. Þar eru það apótekin sem eru bæði með dýrustu og ódýrustu oliuna. Á Bamba bleiunum munar um 24% á verðinu þar sem þær eru dýrastar og ódýrastar. Dýrastar eru þær í Stjömu- apóteki, 50 stk. kosta 231 kr., en ódýr- astar í Hagkaupi á 185 kr. Að öðru leyti varö verðkönnunin semhér segir: Magn Hagkaup KEA Hrisalundi Matvöru- markaðurinn KEA Sunnuhlfö Akureyrar- apótek Stjörnu- apótek Bamba dagbleiur 50 stk. 185.00 196,30 230,75 196,35 — 231,00 Bamba náttbleiur 35 stk. 176.00 186,10 — — — 218,00 Pampers bleiur normal 28 stk. 269.00 281,10 — 312,40 375,00 351,50 Pampers bleiur maxi 30 stk. ,409.09, 482,60 — — 537,00 558,00 Sjafnar dömubindi venjuleg 18 stk. — ■ 48,75 41,65 51,00 50,00 Sjafnar dömubindi litil 10 stk. 30,90 26^0, 30,90 32,80 32,00 31,00 Vespré dömubindi gulur pk. 10 stk. 55,90 — 58,55 59,50 50,00 54,00 Tannkrem Colgate fluor 93 ml 56,90 52,00 48,50 52,05 — 62,00 Tannbursti Jordan stór 59,90 58.90 — • 62,00 69,00 61,00 Tannbursti Jordan barnastærð Jj4,90_ — — — 55,00 58,00 Kópral sportsjampó 125 ml 41,90 37.40 — 37.40 — 40,00 Silkience sjampó 200 ml 82,90 — 88,10 88,10 95,00 90,00 Wallin sjampó, ódýrasti litur 250 ml 105,40 77,95 75,10 64.00 — Kópral hárnæring 125 ml 38,90 32,30 35,35 34,00 — — Wella hárnæring græn 200 ml 116,00 124,80 135,30 131,40 88,00 121,00 Wella sjampó 200 ml 89.90 93,40 97,45 98,40 93,50 98,00 Johnsons's Baby Lotion 120 ml 78,90 91,00 86,70 — 91,00 Hand san handáburöur 75 ml 79.90- 84,50 89,90 89,00 90,00 91,00 Plástur Hansaplast 20 stk 37,90 40,80 - 43,00 — -JLS2. Frlskamín 250 ml 66,20 58.80 76,10 76,10 69,00 — Sanasol án sykurs 500 ml 133,60 -uias..- 163,10 120,60 — — Lægsta verö á hverri tegund er undirstrikað. Tölurnar I könnuninni skýra sig sjálfar en lltiö er hægt aödraga niðurstööurnar saman þar sem fáartegundir fengust í öllum búöunum. Raddir neytenda MATARKOSTNAÐUR UPP Á RUMLEGA 5 ÞÚSUND KRÓNUR , ,Kæra neytendasíöa! Svo sem sjá má erum við þrjú i heimili að viðbættum einum ketti,” segir í bréfi sem fylgdi með upplýs- ingaseðli frá þriggja manna fjöl- skyldu í Mosfellssveit. Meðaltals- kostnaður á mann er rúmL 5 þús. kr. en köttinn teljum við ekki með. Þessi fjölskylda er með „annað” upp á tæpar 16 þús. kr. „I liðnum „annað” eru m.a. eftir- farandi útgjöld: Hitaveita,60dagar 2.512,- Leikskóli 1.950,- Samgöngukostnaður 5.400,- Samgöngukostnaöurinn er far- gjöld með almenningsvögnum og tvær dagsferðir til Akraness og Hveragerðis. Það er nú allur lúxus- inn. Við förum allar okkar ferðir með almenningsfarartækjum enda okkur ofviða að reka einkabifreið. Fleira sem fellur í „annað” er 5956 kr. sem eru afborganir og lækniskostnaður en kvef og kveisur hrjáðu heimilisfólkið á haustdögum. Guðjón Jensson, Ursula Jiinemann.” „MIKIÐ FYRIR LÍTIД GETUR ORDIÐ OF DÝRT 7370-9393 hringdi: Ég get varla orða bundist eftir viðskipti sem ég átti við Miklagarð, verslun sem hefur orðin „Mikið fyrir lítið” sem sín einkunnarorð. Mér varð á aö kaupa dökkbláar drengjabuxur þar, víst voru þær ódýrar, kostuðu 495 kr. Eftir fyrsta þvott urðu buxurnar gráar með blá- um teinum. Breyttust ekki við næsta þvott. Svona er að spara hugsaði ég með mér og keypti aftur buxur í sömu verslun, en nú dýrari, einnig dökk- bláar. Eg fór í einu og öllu eftir leiðbein- ingunum með þvottinn. En því mið- ur, þær hlupu svo um munaði og uröu einnig misbláar, sérstaklega á saumunum. Eg leitaði til innkaupaaöilans í Miklagaröi sem sagði aö við þessu væri ekkert að gera! Með það er ég reynslunni rikari. Aldrei framar skal ég kaupa fatnað hjá þeim sem bjóða „mikið fyrir lítið”. Það er alltof dýrt. ÚRVAL AF GLER-GJAFAVÖRUM OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 21 í KVÖLD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.