Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER1985. * Nauðungaruppboð annað og siöasta á fasteigninni Sólvallagötu 40 G i Keflavik, þingl. eign Alberts Sigurössonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Garöars Garö- arssonar hrl., Veödeildar Landsbanka fslands, Njarðvlkurbæjar, Róberts Arna Hreiðarssonar hrl. og Bæjarsjóös Keflavikur miövikudaginn 30.10. 1985 kl. 15.45. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem augl. hefur verið I Lögbirtingabl. á fasteigninni Mávabraut 7C, 3. hæö I Keflavik, þingl. eign Ingibjargar P. Harðardóttur, fer fram á eign- inni sjálfri að kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands og Bæjarsjóðs Kefla- vikur miövikudaginn 30.10. 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn I Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 177., 82. og 89. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á skipinu BV Kolbeinsey ÞH —10 meö tilheyrandi fylgifé, þingl. eign Höfða hf., fer fram eftir kröfu Fiskveiöasjóðs Islands á sýsluskrifstofunni á Húsavlk fimmtudaginn 31. október 1985 kl. 14.00. Uppboöiö er 2. og siðasta uppboö á eigninni. Sýslumaöur Þingeyjarsýslu Bæjarfógeti Húsavíkur. Nauðungaruppboð sem augl. hefur veriö I Lögbirtingablaöinu á fasteigninni Túngötu 13, 4. hæö F I Keflavlk, þingl. eign Margrétar Jónu Bragadóttur, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Útvegsbanka Islands og Bæjarsjóös Keflavíkur miövikudaginn 30.10.1985 kl. 10.00. Bæjarfógetinn I Keflavik. Nauðungaruppboð sem augl. hefur veriö I Lögbirtingabl. á fasteigninni Vesturgötu 13, efri hæö I Keflavik, þingl. eign Halldórs Guömundssonar o.fl., fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Tryggingast. ríkisins miövikudaginn 30.10. 1985 kl. 10.30. Bæjarfógetinn I Keflavlk. Nauðungaruppboð sem augl. hefur veriö I Lögbirtingabl. á fasteigninni Klapparstlg 7 I Njarövlk, þingl. eign Isleifs Björnssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu JónsG. Briem hdl. miðvikudaginn 30.10.1985 kl. 10.45. Bæjarfógetinn I Njarðvík. Nauðungaruppboð sem augl. hefur veriö I Lögbirtingabl. á fasteigninni Akurbraut 71 Njarö- vík, þingl. eign Karls K. Arasonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Jóns G. Briem og Asgeirs Thoroddsen hdl. miövikudaginn 30.10.1985 kl. 11.00. Bæjarfógetinn I Njarövik. Nauðungaruppboð sem augl. hefur veriö I Lögbirtingabl. á fasteigninni Kirkjubraut 27 I Njarðvlk, þingl. eign Sigriöar Ingibjargar Haraldsdóttur, fer fram á eign- inni sjálfri aö kröfu Róberts Árna Hreiöarssonar hdl., Njarðvíkurbæjar og Skarphéðins Þórissonar hrl. miðvikudaginn 30.10.1985 kl. 11.45. Bæjarfógetinn I Njarðvík. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á fasteigninni Heiöargaröi 51 Keflavik, þingl. eign Vil- hjálms K. Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl., Bæjarsjóös Keflavlkur og innheimtumanns rlkissjóös miövikudag- inn 30.10.1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn I Keflavlk. Nauðungaruppboð annaö og siðasta á fasteigninni Lyngholti 19, 2. hæð I Keflavík, þingl. eign Katrlnar Thorarensen, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonarhdl. miövikudaginn 30.10.1985kl. 14.30. Bæjarfógetinn I Keflavík. Nauðungaruppboð á lausafé Aö kröfu Útvegsbanka Islands og Valgeirs Kristinssonar hdl., fyrir hönd Llfeyrissjóös byggingarmanna veröur spónlagningarpressa I eigu Sverris Hallgrlmssonar smlöastofu hf. seld á opinberu uppboöi sem fer fram kl. 13.30 föstudaginn 1. nóvember nk. aö Trönuhrauni 5, Hafnar- firði. Greiösla við hamarshögg. Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi. Menning Menning Menning ... . . en hitt er meira um vert, hve yfirgripsmikið þetta yfirlit er, og í góðu jafnvægi," segir örn Ólafsson um bók Jóns Viðars Jónssonar. Leikrítið utan sviðs Jón Viðar Jónsson: Laikrrt á bók. Bókmenntafræðistofnun Hóskóla íslands, fresðirit 6. Rvfk 1985,148 bls. Þetta er fremur stutt bók um mik- ið efni. Titil hennar skýrir höfundur svo, að hún sé takmörkuð við að fjalla um lestur leikrita, en ekki leik- listarfræði almennt, „þ.e. tekur ekki nema óbeint til þess sem menn sjá og lifa sem áhorfendur í leikhúsi”. En vitaskuld hlýtur það að eflá mönnum skilning við slíkar aðstæður, að hafa áttað sig vel á texta leikrita, hvernig hann byggist upp, og hversvegna hann hefur þessi eða hin einkenni. Bókin er vel skrifuð, framsetning ljós og einföld. Hún er ætluð háskóla- stúdentum, en áreiðanlega getur hvaða leikmaður sem er lesið hana sér til gagns og ánægju, því hún gerir ekki ráð fyrir neinni sérþekkingu á bókmenntum né leiklist. Það er mikill kostur við bókina, að hún tekur jafnan dæmi af alþekktum leikritum, íslenskum og erlendum, sem áhugamenn um leiklist annað hvort þekkja, eða eiga auðvelt með að ná sér í. Kerfisbundin vinnubrögð Efnið er tekið fyrir á kerfisbund- inn hátt. Fyrst er stuttur inngangur um þaö hvort texti leikrits geti haft sjálfstætt gildi utan leiksýninga. Þá er rakið í 1. kafla hvað sé eöli leik- rita, hvers eðlis dramatísk átök séu. 2. kafli, Sagan á sviðinu, fæst við mismikið gildi söguþráðar, og hvern- ig áhorfendur eru leiddir inn í hann, hvernig kynning persóna, aöstæðna og þess sem á undan er gengiö, verður haganlega fram sett í upphafi leikrits. Einnig er nokkuö f jallað um hreyfiafl leikrita, spennuvald, innan leikritsins í heild, innan þáttar og innan atriða, frá einu tilsvari til ann- ars. Þarna er líka nokkuð tæpt á byggingu leikrita, hvernig þau skipt- istihluta: A. Inngangur, forleikur B. Stígandi C. Hápunktur, hvörf D. Fall, umskipti E. Niðurstaða, lausn En hér þykir mér farið allt of hratt yfir sögu. I rauninni er helst fjallað um A og C, lítillega um B. Bygging leikrita er hinsvegar svo mikilvægt atriði, að þama þurfti aö fara nokkuð í saumana á henni. Einhver kann að svara því til, að byggingin sé svo breytileg, að þýðingarlítið sé að lýsa henni. En það væri alrangt, á þessu sviði eru sterkar hefðir, og sé þeim vel lýst, verður þeim mun auðveldara að átta sig á frávikum frá hefðunum. 3. kafli fjallar um persónur leik- rita og gerir einkum glögga grein fyrir tveimur meginflokkum þeirra; annars vegar týpum sem ekki breyt- ast, en hinsvegar margbrotnum persónum sem þróast. Þetta er fróð- legur kafli, en enn hefði ég kosið hann eilítiö lengri. og væri þá tekið á því máli, hvernig svokölluð raun- sæisleikrit geta tekist vel, enda þótt persónur þeirra séu tómar stereotýp- ur, eða staðlaðar fígúrur, svo sem örlagakvendið, Hin fómfús, Séní- ið, góðviljuð lærdómsmoldvarpa. o.s.frv. Dæmi þess eru auðfundin hjá Ibsen, og um hann og hans nóta hefði gjarnan mátt fjalla ítarlegar í ör- stuttum 4. kaflanum: Umhverfi og Bókmenntir ÖrnÓlafsson samfélag. Eg hefði viljað fá þar ein- hverja úttekt á því hvernig slík leik- rit „tóku vandamól til umræðu”, öðruvísi en ritgerðir og skáldsögur gera. 5. kafli: Málið, finnst mér hins- vegar hinn merkasti. Jón Viðar sparar sér töluverða umfjöllun um bundið mál í leikritum með því að vísa til fyrstu bókarinnar í þessari ritröð, Brags og ljóðstíls Oskars Halldórssonar; en fjallar þá þeim mun betur um uppbyggingu ein- stakra tilsvara í t.d. Skugga-Sveini, Fjalla-Eyvindi, Islandsklukkunni og Antígónu, hann sýnir einkar vel hvernig þau öðlast stíl sinn hverju sinni; dramatískan þunga, ljóðræna fegurð, fyndni o.s.frv. 6. kafli, Myndin, er í algeru lág- marki (4 bls.), en ekki kann ég að því að finna, þar sem bókin fjallar ekki um sviðsetningar. Til er bók eftir Ævar H. Kvaran: Á leiksviði, ein- hverra hluta vegna er hún ekki nefnd í þessari, fremur en önnur skrif á íslensku um efnið. Sagan á 40 síðum 7. kafli, Klassísk leikritun og nú- tímaleg, er hinn lengsti í bókinni, enda er þar gripið á mörgu hinu merkasta úr sögu leikrita, þótt bókin sé með orðum höfundar: „ekki sögu- rit, stefnir ekki að því að lýsa þróun leikbókmenntanna á einstiflcum tím- um eða frá upphafi vega til okkar daga”. Og eins og annaö í bókinni, er þetta ljóst og skýrt, í stuttu máli. Þegar fjallað er um slíkt efni á 40 blaðsíðum, fer auövitað ekki hjá því, aö hverjum lesanda þyki eitthvað vanta. Það segir sig sjálft, en hitt er meira um vert, hve yfirgripsmikið þetta yfirlit er, og í góðu jafnvægi. Einhvers staðar verður aö draga mörkin, en mér hefði þótt eðlilegt að víkja til dæmis eitthvað að upphafi leikritahefðar Vesturlanda í Grikk- landi hinu foma, í ljósi þeirrar kenn- ingar, að þau leikrit endurspegli stjórnmálalifiö sem fram fór á torgi grískra smáborga, en af því spretti reglan um einingarnar þrjár, að leik- rit eigi að gerast á einum stað, tíma og með sömu persónum — svona nokkurnveginn. Fengur væri líka að vangaveltum um leikritun endur- reisnarinnar, og á hvern hátt hún vék frá miðaldaleikritun, að ekki sé minnst á tilraunir til að skýra hinn mikla blóma leikritunar skömmu síðar, þegar á 16. öld, bæði á Spáni og Englandi. Einhverjir hafa viljað tengja þennan blóma tilveru farand- leikhúsa, sem hafi átt líf sitt undir því að geta höföað til flestra sam- félagshópa í senn, svo sundurleitir sem þeir voru. En einmitt þess vegna höfði þau einnig til fólks á ólíkum tímum, þetta sé að minnsta kosti ein rótin að varanlegum vin- sældum Shakespeares, svo dæmi sé tekið. Ennfremur hefði verið mjög fróð- legt til hliðsjónar að fá örlitlar upplýsingar um leikrit til forna á fjarlægðum slóðum, utan vestrænn- ar menningarheföar, á Indlandi, Kína og Japan, þó ekki væri nema um helstu einkenni, lík því sem við þekkjum.ogólík. Stutt en dugar samt Ef óskir mínar eru lagðar saman, þá verða þær beiöni um töluvert lengri bók en þessi er. En mér finnst nú samt mikill fengur í þessari, hún er einkar glöggt yfirlit. Þetta er handbók, sem á aö auðvelda fólki að skilja og nota „þau hugtök sem mest eru notuð í greiningu leikrita og gagnrýni”, hún á að veita „stuðning við lestur og greiningu leikrita”. Spyrja mætti, hvort hún ætti þá ekki að veita kerfisbundna handleiðslu í slíkri greiningu, með skipulegri röð verkefna, svo sem gert er í bók Gör- an Lindström: Att lasa dramatik, sem töluvert hefur verið notuð hér á landi, og Jón Viðar vitnar til: „Kostur hennar er ugglaust sá að hún þjálfar menn í að lesa leiktexta af nærfærni og gætni, safna saman og koma reglu á þær upplýsingar sem textinn miðlar. Þar er hins vegar minna skeytt um tengsl texta og leiksviðs og virðist greiningarað- ferð Lindströms fullformföst til að leyfa ímyndunarafli lesandans að njóta sín.” — Eg er nú ekki sammála þessari síðustu setningu, ég held aö lesendum sé síst vorkunn að beita ímyndunaraflinu eftir hlutlæga greiningu textans. En varla er við því að búast, að Jón beiti aðferð sem hann er þó þetta gagnrýninn á, og um hana hafði þegar birst nokkur vísbending á íslensku, í bók Njarðar Njarðvík: Saga, leikrit, ljóð. Hún ætti að duga enn betur en áður meö þessari bók Jóns Viðars, sem ástæða er til aö fagna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.