Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTOBER1985.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Heiðurs-
konsúll
Noregs
drepinn
Heiöurskonsúll Noregs og þrír aörir
fórust þegar lítil flugvél þeirra sprakk
viö lendingu í útkjálkabyggöumGuate-
mala. Herinn í Guatemala segir aö svo
virðist sem vinstrisinnaöir skæruliöar
hafi gert árás á vélina.
Tilkynning hersins sagði aö jarð-
sprengjum heföi líklega verið komiö
fyrir á flugvellinum í Patulul, um 40
kílómetra suövestur af Guatemala-
borg eöa þá að skotið hafi verið á vél-
ina úr skriödrekabyssu.
Heiöurskonsúllinn hét Lind Norman.
Það linnir ekki óeirðunum i Suður-Afríku og hér sést blökkufólk á flótta undan táragasi lögreglunnar en einhverjir blökkumenn ætluðu að svara
fyrir sig með sprengju þegar illa fór fyrir þeim.
Suður-Afríka:
TILRÆÐISMENNIRNIR FORUST
SJÁLFIR í SPRENGINGUNNI
Tveir svartir menn fórust í nótt í
Suöur-Afríku þegar sprengja sprakk í
stúlknaskóla í Durban þar sem áttu að
fara fram mikilvægar aukakosningar
fyrir hvíta kjósendur á miðvikudag.
' Lögregla telur aö mennirnir tveir
hafi verið að koma sprengjunni fyrir
þegar hún sprakk. Þriöji maðurinn
sást hlaupa frá staðnum en ekki er vit-
aö hvort hann átti hlut aö máli.
Rétt áður en sprengjan sprakk voru
utanríkisráðherrann Pik Botha og
Andries Treurnicht, leiðtogi hægri
sinna, aö halda ræöur á kosningafundi
í Natalhverfi, aðeins í um kílómetra
fjarlægö frá sprengjustaðnum.
Sprengjan var mjög öflug. Fólk í ná-
lægum húsum sagðist hafa kastast út
úr rúmi vegna sprengingarinnar.
Mjög róstusamt hefur veriö undan-
farinn sólarhi ing í Suöur-Afríku.
Flóttamanna-
straumurínn
til Danaríkis
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit-
ara DVíSvíþjóð:
Á þriðja fjórðungi þessa árs tóku
Danir á móti hlutfallslega fleiri flótta-
mönnum en nokkurt annaö land í
Vestur-Evrópu, eða 64 flóttamönnum á
hverja 100.000 íbúa. I ööru og þriöja
Einfættur
stal f æti
Einfættur maöur stal sér öörum
fæti í París. Maðurinn fór inn í búö
seni selur gervilimi og mátaöi
gervifótinn. Svo hvarf hann og þaö
eina sem hann skildi eftir voru
buxurnar hans.
sæti komu Svíþjóö og Vestur-Þýska-
land meö 39 og 38 flóttamenn á hverja
100.000 íbúa.
Þetta kom fram í ræöu Eriks Ninn-
Hansen, dómsmálaráöherra Dan-
merkur, á miðvikudag er hann út-
skýröi fyrir fjármálanefnd danska
þingsins beiöni sína um 350 milljónir
króna (íslenskra) aukafjárveitingu til
aö bregöast viö hinum aukna flótta-
mannastraumi.
Sambærilegar tölur fyrir Frakkland
voru 17, Holland 6 og Noregur 4.
Stöðugur straumur flóttafólks frá
Austurlöndum nær hefur sett
Dani i vanda. Þeir hafa orðið að
taka á leigu ferjuna Norrænu af
Færeyingum til að virkja sem
hótel fyrir flóttafólk i vetur.
Norræn gagnrýni á Svía
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit-
ara DV íSvíþjóö:
Á utanríkisráöherrafundinum í Osló
kom fram gagnrýni frá Dönum á utan-
rikisráðstefnu Svíþjóöar. Ráðherrar
Noregs og Islands tóku undir þá gagn-
rýni.
Gagnrýnin felst í því aö sænska
stjórnin hafi ekki haft nægilegt samráö
viö hinar Norðurlandaþjóöirnar um
það sem Dönum finnst vera einhliða
gagnrýni á Vesturlönd og stefnu þeirra
gagnvart Sovétríkjunum.
Uffe Elleman-Jensen, utanríkisráð-
herra Dana, vakti fyrstur máls á þessu
í Osló. Síöan munu Norömenn og ís-
lendingar hafa tekið undir orö hans.
Olof Palme, sem nú er í New York,
segir að Sten Anderson, utanríkisráö-
herra Svía, hafi ekki sagt honum frá
þessari gagnrýni. En Poul Schliiter,
sem líka er í New York, segist vera
sammála utanríkisráöherra sínum.
Kamel-
dýrí
vanda
Flutningaskip með 300 deyjandi
kameldýr um borö hefur ekki feng-
iö aö koma að landi í fjölmörgum
höfnum á vesturströnd Afríku.
Skipið Winston átti aö flytja kamel-
dýrin frá Dakar til Aaiunhafnar í
Vestur-Sahara, fyrir landbúnaðar-
ráöherra Marokkó.
En engill vill fá kameldýrin og
nú segir skipstjóri Winston aö ráð-
herrann vilji ekkert af dýrunum
vita.
Franskar
til fjár
Kona í Ástralíu, sem rann til á
frönskum kartöflum í stórmarkaði,
fékk dæmdar rúmar 800.000 krónur
í bætur. En dómari í málinu sagði
þó aö hún skyldi aöeins fá rúmlega
hálfa milljón vegna þess aö hún
heföi sjálf átt einhvern þátt í orsök
slyssins.
Dómarinn sagöi aö verslunin
heföi sýnt vanrækslu með því aö
taka ekki upp frönsku kartöflurnar
sem lágu á gólfinu í 25 mínútur.
Þær heföu gert gólfiö stórhættulegt
að ganga á.
Sovét
að
baki
Sovésk svikamyUa tU aö komast
yfir tæknibúnaö i skriödreka frá
Israel hefur mistekist, segir tima-
ritiö Jane’s Defence Weekly. Blaö-
iö sagöi aö finnskur vopnasaU heföi
pantaö 200 Matador og Lancelot
skotkerfi fyrir skriödreka.
En Israela grunaöi að Sovét-
menn stæöu aö baki pöntuninni,
enda eru finnskir og austurrískir
vopnasalar kunnir fyrir aö vera
leynUegir mUligöngumenn fyrir
Sovétrikin.
Fyrr á þessu ári reyndi sovéska
leyniþjónustan KGB aö nota falsað
telexskeyti tU aö kaupa flugskeyta-
tæknibúnaö frá Bandaríkjunum.
Umsjón:
Þórir Guðmundsson og
Guðmundur Pétursson