Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTOBER1985. 11 Stjórnarandstæðingar kref jast svara stjórnarliða: Vilja fá skýr svör um úrbætur i húsnæöismálum Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í milliþinganefnd sem skipuð var í vor til aö vinna aö úrbótum í húsnæðismál- um hefur krafist þess að stjórnarliðar í nefndinni skýri frá því hvert hlutverk nefndarinnar sé. Þeir segja að enginn sýnilegur árangur liggi fyrir þrátt fyr- ir aö nefndin hafi haldiö 8 fundi í sumar og þaö sé í raun verið aö hafa hús- byggjendur aö ginningarfíflum með því að láta þá lifa í voninni um raun- verulegar úrbætur. Samkvæmt upplýsingum DV hugð- ust fulltrúar Bandalags jafnaðar- manna segja sig úr nefndinni. Þaö sem geröi útslagiö var aö samkvæmt fjár- lögum næsta árs á ekki að standa við útlánaáætlun Húsnæðisstofnunar. Þá á að taka hina auknu skattheimtu, sem komið var á í vor vegna húsnæðismála, inn í heildarútgjöld ríkissjóös en ekki bæta þeim viö. Stjórnarandstæðingar hafa oröiö sammála um aö gera úrslitatilraun til aö fá fram hver vilji stjórnarliða sé. Þeir spyrja hvort stjórnarliðar séu tilbúnir til að breyta fjárlögum í sam- bandi við útlánaþörf Húsnæðisstofnun- ar og hvort þeir séu tilbúnir að nota aukaskattheimtuna til annarra hluta. Þeir spyrja einnig hvort stjórnarlið- ar séu tilbúnir að gefa bönkum frest til að skuldbreyta lánum húsbyggjenda eða ella aö setja lög. Þá spyrja þeir að lokum hvort þeir séu tilbúnir að leiðrétta þann mun sem var vegna vaxtagreiðslna húsbyggj- enda með hliðsjón af kjaraskerðing- unni. Þá hafa stjórnarandstöðuliðar fariö fram á fundi meö forsætisráðherra, viðskiptaráðherra og félagsmálaráð- herra til að ræða um úrbætur í húsnæð- ismálum. Einn úr stjórnarandstöðunni sagöi við DV aö ef ekki næðist samkomulag um hvert hlutverk nefndarinnar ætti að vera hefði þessi nefnd engu hlut- verkiaðgegna. APH Nýr neyðarbíll hjá slökkviliðinu: OTRULEGA FJOLHÆFUR BILL Slökkvilið Reykjavíkur hefur tekið í gagniö nýjan og glæsilegan sjúkrabíl. Bíllinn, sem er í eigu Reykjavíkur- deildar Rauða krossins, var afhentur af Arinbirni Kolbeinssyni, formanni deildarinnar, í gær. Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri veitti bílnum viðtöku. Bíllinn, sem er mjög glæsilegur í alla staöi, er framleiddur í Bandaríkjunum en innréttingar hans eru frá Þýska- landi og Noregi. Bíllinn er ótrúlega fjölhæfur en hann er búinn alls kyns tækjum, t.d. nokkrum gerðum af bör- um og tæki sem getur sent hjartalínu- rit til sjúkrahúss geghum talstöö og gert þannig kleift að fá fyrr upplýsing- ar um líöan sjúklingsins. Einnig eru þarna tæki til að koma í veg fyrir lost, og fleiri nýjungar. Um leiö og bíllinn var afhentur sýndu slökkviliösmenn búnað hans. Einnig afhenti Gunnar Sigurðsson, yf- irlæknir lyflækningadeildar Borgar- spítalans, þeim sjúkratösku til að hafa í bílnum. Heildarverö bílsins með öllum bún- aði var um 1.830.000 krónur. Með til- komu bílsins mun verða auðveldara að halda uppi neyðarvakt allan sólar- hringinn. -SMJ NYJAR SÖGUR í GAMLA BÍÓI „Þetta er liöskönnun fyrir sög- una,” sagði Einar Már Guðmunds- son, einn nýju rithöfundanna sem á morgun lesa úr verkum sínum í Gamla bíói. Aörir sem lesa eru Einar Kárason, Steinunn Sigurðardóttir, PéturGunnarsson, Þórarinn Eldjárn (þau eru á myndinni), Guölaugur Arason, Hermann Másson, Stefanía Þorgrímsdóttir og Vésteinn Lúðvíks- son. Lesturinn hefst kl. 14 og stendur fram eftir degi. DV-myndKAE Arinbjörn Kolbeinsson afhendir hér Rúnari Bjarnasyni lykla neyðarbilsins. Það er ótrúlega margvislegur útbúnaður sem verður i hinum nýja neyðar- bil. DV-myndir S Tveim fálkum sleppt í gær — fariö meö fuglana austurfyrirfjall vegna óska dúfnaeigenda íReykjavík Náttúrufræðistofnun sleppti tveimur fálkum frjálsum í gær. Starfsmenn stofnunarinnar óku með fuglana austur fyrir fjall og slepptu þeim þar. Vegna óska frá dúfnaeigendum var fálkunum ekki sleppt viö Reykjavík. Nýr fálki barst Náttúrufræði- stofnun í fyrrakvöld, sá sjöundi á stuttum tíma. Sá kom með rútu frá Stykkishólmi. Starfsmenn Rækju- ness náðú fálkanum í porti hjá fyr- irtækinu. Að sögn Ævars Petersen dýra- fræðings átti fálkinn í Stykkishólmi erfitt með flug vegna þess að væng- f jaðrir höfðu étist upp af einhverj- um orsökum. Fjórir fálkar eru í vörslu Náttúrufræðistofnunar um þessar mundir. Einn af þeim sex fálkum, sem bárust í síðustu viku, drapst daginn eftir að hann kom enda illa farinn. Tveim fálkum var sleppt í gær, eins og fyrr sagði. Þriðja fálk- anum verður væntanlega sleppt á næstu dögum en hinir þurfa lengri tímatil að násér. -KMU. Verkamannabústaöir íMosfellssveit: Kaupa hús f stað þess að byggja Það er ekki alls staöar sem stjómir verkamannabústaöa standa í dýrum byggingum á með- an ódýrari og stundum miklu ódýr- ari íbúðir bjóðast til kaups. I Mos- fellssveit hófst starfsemi verka- mannabústaða 1982 og þar kaupa menn hús inn í kerfið. „Við urðum fyrst til þess að fá heimild Húsnæðisstofnunar til þess að kaupa eldri íbúðir, hjá okkur kom það í raun og veru aldrei til álita að byggja,” sagöi Salóme Þorkelsdóttir, þingmaður og for- maður stjómar verkamannabú- staða í Mosfellssveit. Keypt hafa verið fjögur raðhús. Tvö þeirra á þessu ári. „Þetta em svokölluð Viðlagasjóðshús, ágætar fjögurra herbergja íbúðir, sem við fengum á um tvær milljónir hvert hús. Núna emm við að huga að kaupum á tveim húsum í viðbót, því5. og6.,” sagðiSalóme. A sama tíma og þau í Mosfells- sveit keyptu fyrrnefnd tvö hús á ár- inu, á tvær milljónir hvort, var verð á f jögurra herbergja íbúðum í nýjum fjölbýlsishúsum verka- mannabústaða í Kópavogi á bilinu 3,2—3,7 milljónir króna. Eins og kunnugt er átti verkamannabú- staðakerfið að greiða götu eigna- lausra og tekjulítilla f jölskyldna. HERB Tónlistarhátíð íFríkirkjunni Til styrktar orgelsjóði Fríkirkj- unnar í Reykjavík verður efnt til tónlistarhátíðar í kirkjunni. Næstu fimm laugardaga verða tónleikar með þekktu tónlistarfólki. Hefjast allirtónleikarnirkl. 17. Tilgangur tónlistarhátíðarinnar er að afla fjár til að greiöa um- fangsmiklar endurbætur á orgeli kirkjunnar. Miðar eru seldir hjá Eymunds- syni, Blómabarnum á Hlemmi, í Fríkirkjunni og við innganginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.