Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTOBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd CRAXIÞRAUTSEIGUR í PÓUTÍKINNI — risinn upp af tur eftir fall st jórnarinnar á dögunum til þess Ríkisstjórn hins sósíaliska for- sætisráðherra Italíu, Bettino Craxi, hafði setið rúmlega 800 daga þegar hún neyddist til þess að segja af sér á dögunum. Allan þann tíma hafði Craxi setið undir stöðugum árásum frá vinstri, frá hægri og jafnvel frá meðráðherrum sínum í ríkisstjórninni. Það einkennilega var svo að þegar hann neyddist til þess að segja af sér þá var það út af máli þar sem hann naut meiri samheldni og meiri stuðnings langt út fyrir raðir stjórnarflokkanna. Þó hefði stjórn hans ekki fallið ef Bandaríkjastjórn hefði viljað lyfta þó ekki væri nema litlafingri til þess að veita honum pólitískan stuðning. öruggur bandamaður USA Það var beiskur biti að kyngja fyrir manninn sem telur sig hafa gert meira til stuðnings stefnu Washingtonstjórnarinnar en nokkur annar ítalskur stjórnmála- maður hefði getað, enda hafði Craxi á stjórnartímanum hlotið marga hnútuna fyrir. Um það má segja það sama og gildir almennt um ítölsk stjórnmál. Þau eru óskiljanleg útlendingum og raunar mörgum ítölum einnig. Ungur leiðtogi Craxi er leiðtogi sósíalista sem eru þriðja stærsta stjórnmálaaflið á Ítalíu með fylgi 12% kjósenda að baki, samanborið við 35%, sem kristilegir demókratar státa af, og 30% fylgi kommúnista. Hann er til þess að gera ungur að árum eftir því sem gerist um forystumenn í ítölskum stjórnmálum. Hann fædd- að mynda nýja ríkisstjórn ist 1934 í Mílanó. Þegar hann byrj- aði í sósíalistaflokknum þótti hann fremur vera á hægri kantinum. Hann vann sig upp uns hann sat uppi með töglin og hagldirnar í flokksmaskínunni. Breytti álitinu á sósíalistum Hann er fyrsti sósíalistinn sem tilnefndur er til forsætisráðherra- embættis án þess að hafa nokkurn tíma setið á ráðherrastóli áður. Hafði þó áður farið óorð af sósíal- istum sem óáreiðanlegum í stjórn- arsamstarfi (með kristilegum demó- krötum) og fyrir erjur innanflokks. Einkanlega hafði iðnaðurinn illan bifur á stefnu sósíalista. - Craxi tókst að breyta þessu áliti og hefði honum tekist að sitja til 17. nóv- ember þá hefði hann sett ítalskt met í forsætisráðherrastólnum. Nú verður hann að láta sér nægja að vera sá sem setið hefur næstlengst af öllum þeim ríkisstjórnum sem settar hafa verið á laggirnar á ítal- íu frá því í stríðslok. Þegar þetta er skrifað vinnur Craxi að því að mynda nýja ríkisstjórn með sömu fimm flokkunum og mynduðu síð- ustu stjórn hans svo að ekki er séð fyrir að hann geti ekki slegið metið. - í síðustu stjórnartíð sinni náði hann góðu samspili við atvinnulíf þjóðarinnar og fjármálaheiminn. Þegar stjórnin féll var verðbólgan á Ítalíu minni en hún hefur verið í mörg ár, góður friður ríkti á vinnumarkaðinum og hlutabréf fyrirtækja voru á hraðferð upp á við. Einkennileg mótsögn Þar til fyrir fáum árum þótti Craxi eindreginn bandamaður ísraels. Hann var harðorður tals- maður þess að harkalega væri brugðist við hryðjuyerkum jafnt heima sem erlendis. í forsætisráð- herratíð sinni þótti mörgum lönd- um hans hann hallur um of undir Washingtonstjórnina, svo sem eins og þegar hann ákvað að setja upp eldflaugaskotpalla á Ítalíu sam- kvæmt NATO-áætluninni sem sum önnur NATO-ríki höfðu þó veigrað sér við að gera. Það var því ein- kennileg þversögn að eimmitt Achille Lauro-málið skyldi verða til þess að fella stjórn hans. Washingtonstjórn gat bjargað Craxi Reaganstjórnin hafði bitið það í sig að láta ekki sjóræningjana sleppa. I Washington höfðu menn fengið gallbragð af því að kyngja ósannsögli Mubaraks Egypta- landsforseta sem fór á bak við Bandaríkjastjórn til þess að koma hryðjuverkamönnunum úr landi áður en Egyptar væru krafðir um framsal þeirra. Mubarak laug því að Palestínuarabarnir væru farnir úr landi þegar þeir voru enn í Port Said. Ennfremur hélt hann því fullum fetum fram síðar að ekki hefði verið kunnugt um að einn farþeganna á skipinu, bandarískur gyðingur í hjólastól, hefði verið myrtur, ella hefði sjóræningjunum ekki verið sleppt lausum. Banda- ríska stjórnin taldi sig því geta hrósað sigri þegar hún þrátt fyrir samvinnuskort Kaíróstjórnarinnar hafði hendur i hári sjóræningj- anna. Einkanlega þótti henni happafengur að hafa náð með ræningjunum Abu Abbas sem grunaður var um að hafa verið yfirmaður hryðjuverkakvartetts- ins og sá sem sent hafði hann af stað í upphafi. Þótt ætlunin með töku egypsku ílugvélarinnar, sem flutti sjóræn- ingjana, hafi verið sú að draga þá fyrir lög og rétt í Bandaríkjunum þótti Washingtonstjórninni ekki stætt á því að neita að selja þá í hendur ítölskum yfirvöldum því að farþegaskipið hafði verið ítalskt og siðferðileg krafa ítala til afbota- mannanna því ótvírætt rétthærri. En Bandaríkjamönnum var um og ó að sleppa sjóræningjunum í hendur ítölum af kvíða fyrir því að þeim tækist einhvern veginn að sleppa undan réttvísinni þar. Þol- inmæði þeirra brast vegan von- brigðanna þegar Abu Abbas var leyft að fara frjálsum ferða sinna, manni sem eftirlýstur var áður fyrir morð. Giovanni Spadolini, varnarmálaráðherra og leiðtogi lýðveldisflokksins í stjórnarsam- starfinu, tók upp þykkjuna fyrir þeirra hönd og gagnrýndi Craxi harðlega fyrir mistökin. Spadolini sagði af sér í mótmælaskyni og þar með var stjórnin fallin. Breyttur Craxi héreftir Takist Craxi að mynda nýja ríkis- stjórn er viðbúið að tveir aðilar eigi eftir að finna hjá honum breytt viðhorf frá því í fyrri stjórnartíð. Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, ný tegund talskra stjórn- málamanns. Hann hefur orð á sér fyrir að vera bæði tortrygginn og harðskeyttur og umfram allt langrækinn. Spado- lini verður ekki meðal uppáhalds samherja hans héðan í frá og óvíst er að Bandaríkin eigi héreftir jafn- vísan bandamann í Craxi og hingað til. Spilar á gítar og keyrir sportbíl Craxi er kvæntur og á tvö upp- komin börn. Hann hefur orð á sér fyrir að kunna vel að meta mak- ræði. Hann hefur yndi af því að taka sér ökuferðir í sportbíl sínum og þá helst án þess að lífverðirnir fylgi honum sem ekki hefur þótt hyggilegt síðan Rauðu herdeildirn- ar hófu mannránin á ítaliu. Hann hefur gaman af að leika á gítar og hneykslaði ófáa landa sína þegar hann einhvern tíma lét á sér skilja að í hans augum væri hjónaband ekki svo heilagt að aldrei mætti út fyrir það stíga. Þegar hann tekur til hendi þykir hann hinn mesti vinnuþjarkur og úthald hans er meira en svo að samstarfsmenn .hans geti fylgt honum eftir, enda er hann líkamlega hraustur og heldur sér vel við með því að erja garðinn heima hjá sér. Andreas Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, sem einu sinni kallaði Efnahagsbandalagið „skrímsl kapítalismans", hefur nú hallað sér að bandalaginu í von um hjálp út úr því sem hann viður- kennir að er alvarlegur efnahags- vandi Grikkja. Mörgum Grikkjum þóttu það harðir kostir sem fólust í sparnað- arboðskap Papandreous á dögun- um. Þar kúventi leiðtogi grískra sósíalista í launamálunum en fram til þessa hefur stefna hans þar þótt fremur örlát. Það var tekið fyrir launahækkanir næstu tvö árin og um leið dregið töluvert úr verð- tryggingu launa. Jafnframt var gengi grísku drökmunnar fellt um 15%. Skuldir við útlönd 13 milljarðar dollara Fyrir þennan spamaðarboðskap höfðu sérfræðingar á Vesturlönd- um séð það fyrir að gríska stjórnin mætti til að stokka upp skuldir Grikklands við útlönd strax á næsta ári. Erlendar skuldir nema orðið 13 milljörðum Bandaríkja- dala. - Vegna þess hve hallinn á gjaldeyrisviðskiptunum er orðinn mikill (2,8 milljarðar dollara sem er met) lagði Papandreou svo fyrir að stór hluti innflytjenda skyldi leggja drjúgar fjárhæðir inn á Grikklandsbanka áður en þeir fengju vörusendingar sínar af- greiddar inn í landið. Þessi ráðagerð er þo háð sam- þykki hinna félaganna innan EBE, eins og raunar fleiri beiðnir Grikk- lands sem lagðar verða fyrir EBE í Bmssel á komandi vikum, þar á meðal beiðni um skyndilán upp á Grikkir leita til EBE eftir hjálp — Spamaðarráðstafanir Papandreous mælast illa fyrir hjá launþegum 1,6 milljarða Bandaríkjadála sem ekki hefur verið lögð fram ennþá en búist er við á næstunni. Hitt hefur gríska stjórnin gert kunnugt að hún muni æskja þess af banda- laginu að verða leyst undan loforð- um um þrennt sem hún hafði geng- ist undir að uppfylla fyrir 1. janúar næstkomandi, nefnilega fimm árum eftir að Grikkland gekk í Efnahagsbandalag Evrópu. Eitt var að losa um fjármagns- streymi milli Grikklands og ann- arra aðildarríkja EBE. Annað var að innleiða söluskatt eins og í hinum EBE-löndunum. Þriðja var að afnema ríkiseinkarétt á olíu- verslun. Urgur í verkalýðs- hreyfingunni strax Vonir grísku stjórnarinnar eru þær að sparnaðarráðstafanirnar dugi einar út af fyrir sig með ofan- nefndum tilhliðrunum EBE svo að ekki þurfi meira að koma til. En auðvitað er það mikið undir því komið hvernig þær verða virtar. Strax gætir urgs hjá launþegastétt- unum sem ekki bendir til þess að þær sætti sig við launafrystingu í tvö ár, nema gripið verði til um- fangsmeiri verðstöðvunar en nú viðgengst. Verðbólgan, sem komst upp í 20,1% í síðasta mánuði í Grikklandi, er sú mesta sem þekk- istinnan EBE. Fyrsta kjörtímabil sitt veitti stjórnin (1981) opinberum starfs- mönnum fullar verðbólgubætur á laun. Samkvæmt nýju sparnaðar- ráðstöfununum er ekki gert ráð fyrir verðbólgubótum á laun næstu tvö árin en einhverjum hækkunum sem miðast við hvað mönnum reiknast að vöruverð hækki á þeim tíma. Þeir reikningar taka ekki mið af hækkunum eins og þær hafa verið á undanförnum árum. Ríðurá velvild EBE Til þess að glíma við efnahags- vandann ríður Papandreou á tvennu: Hann þarf að ná betri samvinnu við EBE en enn þann dag í dag segir hann að Grikkir hefðu aldrei átt að ganga í bandalagið. Gríska stjórnin hefur margreynt á þolinmæði félaga sinna í EBE með sérafstöðu sinni til margra efna- hagsmála og pólitískra alþjóða- mála. - í öðru lagi þarf hann að sannfæra stuðningsmenn sína um að hann hafi ekki alveg gefið upp á bátinn róttækar sósíalistahug- myndir sínar um leið og hann á síðan við að glíma stjórnarand- stöðu kommúnista og hægriflokk- anna. í minnihiuta innan EBE gagnvart neitunarvaldinu Ef Grikkland fær, eins og margir diplómatar spá, velviljaðar undir- tektir innan EBE er líklegt að mildist afstaða grísku stjórnarinn- ar til hugmyndarinnar um að af- nema neitunarvald einstakra að- ildarríkja í ákvörðunum banda- lagsins. Þar hafa Grikkir verið á báti með Bretum og Dönum í and- stöðu við öll hin bandalagsríkin sem vilja efla einingu Evrópuríkja með því að láta ákvarðanir lúta einföldum meirihluta atkvæða. Aðeins átta mánuðir í kosningar Hitt þykir meiri vafa undirorpið að stjórn Papandreous fái frið heima fyrir til þess að koma efna- hagsaðgerðum sínum fram. Kosn- ingar verða í júní næsta ár. Og eins og að ofan greinir hafa launþega- samtök þegar tekið að viðra óánægju sína með launafrysting- una. Kommúnistaflokkarnir báðir, sem njóta til samans um 12% fylgis, eru alfarið andvígir þessum að- gerðum og þeir njóta mikilla áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar. Hins vegar er stjórn Alþýðusam- bands þeirra Grikkja hliðholl stjóm sósíalistanna og PASOK - flokki Papandreous. Þrátt fyrir það var átta verkalýðsforkólfum vísað úr PASOK á dögunum vegna and- stöðunnar við fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Nýi lýðveldisflokkurinn (hægri- menn) hefur boðað til útifunda þegar í þessari viku til að mótmæla sparnaðarráðstöfununum. Flokk- urinn samsinnir því að efnahags- vandinn sé orðinn slíkur að ekki megi lengur við svo búið standa en segir stefnu stjórnarinnar svo al- ranga í aðalatriðum að sparnaðar-. ráðstafanirnar séu út í hött. Umsjón: Þórir Guðmundsson og Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.