Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER1985.
Konur
endurtóku
kvenna-
frídaginn
— litlu færri á Lækjartorgi
enfyriráratug
Islenskar konur endurtóku í gær hinn
glæsilega og sögufræga kvennafrídag
sem haldinn var fyrir áratug.
Hápunkturinn var í gær, eins og þá,
geysifjölmennur útifundur á Lækjar-
torgi. Islenska kvenþjóðin lét umheim-
inn aftur vita af sér.
Lögreglan í Reykjavík áætlar að
milli 15 og 18 þúsund manns hafi verið
á Lækjartorgi í gær. Fyrir tíu árum
áætlaði lögreglan að milli 20 og 25
þúsund manns hefðu verið á torginu,
eða um þriðjungi fleiri en nú.
Stemmningin fyrir kvennafrídegin-
um í gær virtist í byrjun þessarar viku
•S W:
ætla að verða mun minni en fyrir ára-
tug. Það átti hins vegar eftir að breyt-
ast eftir því sem nær dró.
Víst má telja að afskipti stjórnvalda
af kjaradeilu flugfreyja og Flugleiða
og sú staöa, sem Vigdís Finnbogadótt-
ir, forseti Islands, var sett í og síðan
ákvörðun Vigdísar um að fresta undir-
ritun flugfleyjulaganna hafi haft veru-
leg áhrif.
Mjög víða gerðist það að konur
mættu til vinnu í gærmorgun en
ákváðu að hætta á hádegi. Samstaöan
virðist þannig hafa myndast um
morguninn. -KMU.
Karlarnir hjá Útgerðarfélagi Akureyringa voru drifnir að Ijósaborðunum í
frystihúsinu i gœr. Allir i fyrsta skipti við borðin að snyrta fisk, enda lögðu
allar konur nema tvœr niður störf. DV-mynd JGH.
í Búnaðarbankanum við Hlemm, eins og flestum öðrum bönkum, voru
eingöngun karlmenn í gjaldkerastúkum. DV-mynd KAE.
Dagvistunarheimili Reykjavíkurborgar voru auð. Allar fóstrur og aöstoöar-
konur tóku sór frí. DV-mynd KAE.
Konur á Akureyri voru með samfellda dagskró i Alþýðuhúsinu. Þœr
sprengdu húsið utan af sér eftir hádegið, svo mikil var aðsóknin. Það þurfti
að fá Sjallann til viðbótar og fór samkoman fram á báðum stöðum eftir
það. DV-myndJGH.
Hjá Heildversluninni Heklu sáu karlarnir á toppnum sór leik á borði þegar
sýnt þótti að konurnar tœkju sér frí i tilefni dagsins. Var konunum boðið i
mat á Gullna hananum áður en þœr skunduðu til fundar á Lœkjartorgi.
DV-mynd S.
í Melaskóla, sem og i öðrum skólum, var tómlegt um að litast. Engar
konur mœttu til kennslu. Karlarnir sátu einmana. - DV-mynd KAE.
Veitingahús i miðborginni voru þóttsetin konum i hádeginu i gœr. í
Fógetanum við Aðalstrœti sátu stúlkur úr Prentsmiðjunni Odda með krans
sem á stóð: Kvennaáratugurinn — Hinsta kveðja — Samúðarkveðjur frá
samstarfsMÖNIMUM. DV-mynd GVA.
Fjöldi
vinnu-
staða
kven-
fólks
Þátttaka kvenna í frídeginum í gær
var mjög misjöfn eftir vinnustöðum og
stéttum. Fóstrur og kennarar virðast
nær ailar hafa lagt niður vinnu. Þátt-
taka virðist ekki hafa verið eins al-
menn hjá konum í verslun. DV kannaði
í gær mætinguna á nokkrum vinnustöð-
um.
t Múlaútibúi Landsbankans mættu
fjórar konur af tæplega fjörutiu til
vinnu. „Þetta gengur furöulega vel hjá
okkur. Við erum með tvo gjaldkera,”
sagði starfsmaöur útibúsins af karl-
kyni.
Á ferðaskrifstofunni Samvinnuferðir
mættu konur til vinnu fyrir hádegi en í
hádeginu fóru þær út að borða á Gauki
á Stöng og tóku sér frí það sem eftir
var dag-’ins. Sömu sögu var að segja af
öðrum f-;rðaskrifstofum.
I póstmiðstöðinni við Ármúla var
misjafnt eftir deildum hversu mikil
þátttaka kvenna var. I böggladeild var
meirihluti kvenna enn við vinnu
skömmu fyrir hádegi en engin kona var
í póstútburði. Kvenmannslaust var í
almennri afgreiðslu en konur af-
greiddu i tollaafgreiöslu.
Hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur var
um helmingur kvenna mættur í
vinnslusal.
Hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egils-
stöðum hættu allar konur að vinna í há-
deginu og héldu í skrúögöngu á fund.
Pósthúsið á Egilsstöðum var lokað en
bankar opnir.
Á bæjarskrifstofunum í Vestmanna-
eyjum var engin kona í vinnu í gær. Á
sjúkrahúsinu í Eyjum var mæting
samkvæmt venju, nema
hreingerningarkonur tóku sér frí.
Pósthúsið í Eyjum var lokað og barna-
heimili.
Hjá Sjöstjörnunni í Njarðvík vinna
um 50 konur og mættu þær allar til
vinnu nema fimm sem komust ekki
vegna þess aö enginn fékkst til að
passa börnin fyrir þær.
I frystihúsinu á Flateyri mættu allar
konur til vinnu enda bauð fyrirtækið
þeim tvöföld laun i gær.
Hjá Bæjarútgerð Reykjavikur var
um fjórðungur kvenna mættur til
vinnu fyrir hádegi.
Hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar
mættu allar konur til vinnu, milli 30 og
35 talsins. Þær létu sér nægja aö þiggja
rjómatertu í boöi fyrirtækisins með
morgunkaffinu. Dagheimilið og
hreppsskrifstofan á Patreksfirði voru
lokuð eftir hádegi.
Frá Tálknafirði fengust þær fréttir
að aðeins ein kona heföi mætt til vinnu i
fyrstihúsinu þar.
Á skrifstofum Eimskipafélagsins í
Reykjavík var kvenmannslaust hús í
allan gærdag nema í mötuneytinu.
I Vörumarkaðnum við Ármúla
mættu allar konur til vinnu nema tvær
sem ekki komust frá börnum sínum
vegna þess að fóstrur tóku sér frí.
örfáar konur mættu hins vegar til
afgreiðslu í Miklagarði í morgun. Þær
hættu um hádegisbil. Þar voru karl-
menn á kössunum. -KMU.