Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 30
42
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER1985.
SlVU
S/CÍF^l
LAG VIKUNNAR
THE WHOLE OF THE MOON -
THE WATERBOYS (ISLAND)
Stundum er maöur ekki i
nokkrum vafa um lag vikunnar.
Þetta ber af eins og gull af eiri.
Mike Scott lagasmiöur, söngvari
og prímus mótor Waterboys
hefur allt sem einn rokkara þarf
að prýða: kraft, ákefð,
tilfinningu, stíl. Lagið er sömu
eiginleikum gætt.
önnur góð
NIKITA - ELTON JOHN
(ROCKET)
Það er sama hvemig tisku-
vindamir blása í poppinu. Alltaf
er Elton John með í spilinu.
Honum tekst yfirleitt betur upp í
rólegum lögum en hröðum og hér
er eitt þaö besta í rólega
kantinum sem hann hefur sent
frá sér. Með George Michael og
Nik Kershaw sem hjálparkokka
getur þetta fallega lag ekki orðiö
annaö en rosasmellur.
ALIVE AND KICKING -
SIMPLE MINDS (VIRGIN)
Eg játa aö ég var ekki fylliiega
sáttur við þetta lag fyrst í stað og
því dregist að skrífa um það.
Simple Minds er örugglega með
betri hljómsveitum rokksins og
feilnótur fáar i sögu þessarar
skosku hljómsveitar. Hér er
hvergi slegiö á vitlausa nótu.
CLOUDBURSTING - KATE
BUSH (EMI)
Mér finnst í sjálfu sér
merkilegt að Kate Bush skyldi
hafa þor til þess að rifa sig út úr
öngstrætinu sem hún virtist
komin í, — og takast á við
breyttan stíl. Hún hefur engu
gleymt — en mikið lært og
Cloudbursting ber þroskuðum
tónlistarmanni vitni sem ekki
lætur fánýtt vinsældapopp villa
sérsýn.
SLAVE TO THE RHYTHM
GRACE JONES (ISLAND)
Ein sérkennilegasta söngkona
síðustu ára og nafntogaðasti
upptökustjórí norðan Alpafjalla
— em ekki líkur á því að það
verði gott stúdíópar? Sú er enda
raunin. Grace Jones auðþekkt á
fyrsta tón og Trevor Hom líka.
En mætti lagið sjálft ekki vera
pinulítið betra?
En nú versnar það
ELECTION DAY -
ARCADIA (PARLOPHONE)
Á maður virkilega að hafa
skoðun á svona tónlist? Eg veit
þetta lag á eftir að verða böl á
rásarlistanum svo vikum skiptir
og lagið oröið til bara af þvi þrír
liösmenn Duran Duran em
spældir út í The Power Station.
Karp um keisarans skegg, flott
umgjörð utan um ekki neitt. Eins
og aö pakka eldspýtustokk inn i
sendiferðabil!
MIAMI VICE THEME -
JANHAMMER (MCA)
Viö höfum ekki fengið að sjá
þessa sjónvarpsþætti sem lagið
er úr en þeir hljóta að kalla á þær
feiklvinsældir sem lagiö nýtur
um þessar mundir i
Bandarikjunum og Bretlandi.
Eitt og sér er það bara eins og
hauslaus hæna. -Gsal.
PONT STAND ME DOWN - DEXrS MIDNIGHT RUNNERS:
SÉNÍEÐA BJÁNI?
Snilligáfa liggur ekki einlægt i
augum uppi. Ymsar nafntogaöar
persónur hafa ýmist verið álitnar séni
eða bjánar. Kevin Rowland er einn
þeirra. Sumir segja hann séni. Aðrir
segja hann bjána. Hvort er hann?
Sjálfur heldur hann því fram að hann
sé snillingur og listamaöur. Hrein-
skilnislega held ég að hann hafi rétt
fyrir sér.
Islenskir plötugagnrýnendur áttu
tæpast orð til þess aö lýsa hrifningu
sinni með síðustu plötu Kevin
Rowlands og Dexy’s Midnight
Runners, plötunni Too-Rye-Ay — og
völdu hana plötu ársins 1982. Síðan
hefur hvorki heyrst stuna né hósti frá
hljómsveitinni þar til nú aö þessi
breiðskífa kemur eins og frelsandi
engill og sest á piötuspilarann. Vera
kann aö mörgum þyki hér ýmislegt
hljóma kunnuglega og víst er aö á ytra
byrði hljóma lögin í stil fyrri breiöskifa
Dexy's; hér em blásarar aftur leiddir
fram á sjónarsviðið eins og á fyrstu
plötunni, Searching for the Young Soul
Rebels, og fiðlurnar gantast hér fjálg-
lega eins og á Too-Rye-Ay plötunni
sællar minningar. En undirtónn þess-
arar plötu er miklum mun alvar-
legri en áður, miklu persónulegri og
við fyrstu kynni: næstum frá-
hrindandi. Hér er furöuleg poppplata
frómt frá sagt, löng lög með einkenni-
legum samtölum á milli laga í afar
ljóðrænum stíl — og hvergi nokkurt lag
að finna sem gæti sómt sér á smáskifu!
Svona gera auðvitað ekki aörir en séní
(eða bjánar) og aðeins þeir sem hafa
mikinnkjark.
Mín trú er sú að Kevin Rowland sé
barnslega einlægur. Eg held hann
meini það sem hann syngur, gefi sig
óskiptur að tónlistinni og láti sig einu
gilda hverjar viðtökurnar em. Svona
hugsa listamenn, ekki satt? Sannir
listamenn.
Hlustið — og þið munuð sannfærast.
-Gsal.
| FIVE STAR - LUXURY QF LIFE: g
BILLEGT LÉTTMETI - EN VANDAÐ
Diskótónlistin sem tröllreið öllu
fyrir nokkrum árum hefur að undan-
fömu verið aö ryðja sér til rúms að
nýju. Til dæmis hafa f jölmörg hrein-
ræktuö diskólög verið að sniglast á
breska vinsældalistanum og sum
hver einnegin náð vinsældum hér-
lendis.
Eitt þessara laga er lagið All Fall
Down meö fjölskylduhljómsveitinni
Five Star. Hljómsveit þessi saman-
stendur af þrem systrum, Deniece,
Doris og Lorraine og tveim
bræðrum, Delroy og Stedman. Öll
eru þau Pearson að eftimafni.
Og nýveriö sendu þau systkinin frá
sér breiðskifu sem nefnist Luxury of
Life og em þar rifjaðir upp gamlir
diskótaktar.
Ekki em þó öll lögin á plötunni
hreinræktað diskó því talsverðra
fönkáhrifa gætir víða og annað er
það sem sker sum laganna frá
diskóinu en þar er snotur notkun á
saxafóni.
Þannig verður að viðurkennast aö
sums staöar er biUð milli Five Star
og okkar ástkæru Mezzoforte í laginu
This Is The Night — er ekki ýkja
mikið. Það er helst að lög Five Star
eru ÖU miklu mun einf aldari í sniðum
en lögf Mezzomanna.
Ekki semja þau Pearson systkinin
mikið af lögum á plötunni sinni;
aðeins eitt er skráð, lagið Say Good-
bye, sem Lorraine Pearson semur og
syngur, en annars staðar sér
Deniece um forsönginn.
Þau systkinin spila heldur ekki á
hljóðfæri nema raddhljóðfæri og er
ekkert út á þaö að setja; þau radda
skemmtUega og hafa greinilega
sungið lengi saman.
Eg nefndi áöan lagið AU FaU Down
sem er aö finna á þessari plötu og
fyrirfram bjóst ég við þvx að þaö
hlyti að vera með skárri lögunum á
þessari plötu. En svo var ekki því
þaö er að minu áliti eitt lakasta lagiö
á plötunni.
Þess vegna gætu fleiri lög af
þessari plötu átt eftir að skjóta upp
koUinum á vinsældalistum og eiga
sum þeirra þaö miklu frekar skiUö
en AU FaU Down.
I heildina séð er hér um aö ræða
biUegt léttmeti sem aðstandendur
hafa samt séð sóma í að gera vel úr
garði og fá þeir plús fyrir það.
-SþS-
■ POINTER SISTERS - CONTACT: |
LÉTTVÆG DANSTÓNUST
Það kemur ábyggilega flestum á
óvart er hafa hlustað á tónlist The
Pointer Sisters á undanfómum árum að
1974 áttu þær besta sveitalagið í
Bandaríkjunum. Það ár fengu þær hin
eftirsóttu Grammy verðlaun fyrir
Fairy Tale, sem hlaut kosningu sem
besta sveitalagið. Síöan þá hefur mikiö
vatn ruimiö tU sjávar. Af fjórum systr-
um eru þrjár eftir, Ruth, Anita og
June. Bonnie er hætt. I dag er það
diskótónlistin sem ræður ríkjum hjá
þeim.
Uppruni þeirra aftur á móti er trúar-
tónlist, enda eru báðir foreldrar þeirra
prestar. Faðir þeirra er að vísu látinn.
A undanfömum árum hafa Pointer
systur sent frá sér nokkur lög sem hlot-
ið hafa töluverðar vinsældir. Á nýjustu
plötu þeirra , Contact, aftur á móti er
ekki að finna eitt lag sem hugsast gæti
aö næði vinsældum, ef undanskiUn eru
diskótekin þar sem tónlistin á Contact
á heima. ÖU eru lögin í þessum leiði-
gjarna danstakti sem alla tónlist
drepur.
Raddir þeirra systra eru virkilega
góðar og skarar engin fram úr annarri,
þótt elsta systirin, Ruth, sé kannski sú
sem hefur mesta raddsviöiö og ætti
auðveldast með að sUta sig frá þeirri
tónlist sem þær einbeita sér aö á
Contact. Viö stjórnvölinn hjá þeim
systrum er þekktur upptökustjóri,
Richard Perry, en hann getur Utiö bætt
lögin sem eru öll eingöngu í meðallagi.
Contact er í heild UtUfjörleg plata og
finnst mér þær systur fara Ula með
sönghæfUeika sina meö því aö einbeita
sérað léttvægri diskótónlist.
HK.
Satnu! Madonna er sögð hafa far
ið i búðarferð á dögunum sem í
sjáífu sér er ekki í frásögur fw
andi nema fyrir þœr sakir að
bamafatabúð hafði mesta aðdrátt
araflið. Frúin er sumsé ekki lengur
koria einsömul og skýrir það ef til
vill flýtinn við giftinguna i sum
ar.,. Nýja Wham! lagið, sem lof-
að hefur verið í næsta mánuði og
átti aö heita The Edge Of Heaven,
mun hafa verið endurskírt og kall
ast nú: l’m Your Man... önnur
endurskirn: Sade piatan nýja átti
að heita Honesty en þar sem Cur
is Mayfieid gaf út plötu með þvi
nafni fyrir fáum árum hefur Sade
piatan fengið nýtt nafn:
Promise... Eftir fréttum að dæma
færist hnupi i vöxt meðal laga
Nú hefur Stevie Wonder verið
sakaður um lagastuld og sækjend
ur i málinu eru tveir fyrrum félag-
ar hans, Lee Garrett og Lloyd Chi
ate sem segjast hafa látið
Wonder fá hráa upptöku af lagmu I
just Called to Say 1 Love You árið
1978. Líkur voru á þvi að Wonder
fengi óskarsverðiaun fyrir lagió -
en þessar uppiýsingar, ef sannar
reynast, gætu sett strik i þann
reikning... Miklar sögusagnir og
tnergjaóar ganga nú af Michael
Jackson þar sem því er annars
vegar haldió fram að hann sé aó
hljóðrita plötu með gömlum Bitla
lögum og hins vegar að leika
Little Richard í kvikmynd um
gömiu rokkhetjuna. Hvort tveggja
er byggt á ótraustum heimildum.
Satt mun á hinn bóginn að hann
og Paul MacCartney syngi saman
í sjónvarpsþætti á þriójudaginn
kemur... Vænta má safnplötu
bestu laga Spandau Bailet frá
Chrysalisfyrirtækinu innan
skamms. Ástæðan: Spandau er
að yfirgefa fyrirtækið og ný smá-
skrfa hkóðntuð i Miinchen fynr
skemmstu kemur út á öðru merki
innan tióar... Dýrasta poppmynd
band sem gert hefur verið ku vera
myndbandið með lagi norska
triósl.is A ha, Take on Me. Það
tók heila þrjá mánuði i vinnslu en
þykir lika skrambi gott... Go
West, breski dúettinn, mun leika
lag í nýju Rocky IV kvikmyndinni
og bresku strákarnir töidu víst að
Silvester Stallone myndi vilja
leika í myndbandinu tii kynningar
á laginu (og myndinni). En hann
sagói bara pent: nei... Einhver
vinsæiasti sjónvarpsþátturinn sem
nú er sýndur í Bandaríkjunum og
Bretlandi er Miami Vice löggu
þátturinn, einsog reyndar má sjá á
vínsæidum titillagsins. Samkvæmt
nýjum fregnum eru líkur á þvi að
Phil Coilins (þið vrtið öll hver hann
er!) og John Taylor (jú nó hú)
verði með i næstu þáttaröð...
Daryl Hall og Dave Stewart (úr
Eurythmics) hafa verið að semja
lög saman síðustu daga. Þau
munu sennilega verða á sólóplötu
Daryl Hall... Búið i biii... Gsal