Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKT0BER1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
■
Vel
heppnað
marengs
Það fara 50 gr sykurs á móti hverri
eggjahvítu þegar búa á til marengs.
Stífþeytið hvíturnar með einni
teskeið af sykri fyrir hverja hvítu.
Þeytiö þangað til hægt er að hvolfa
skálinni án þess að hvíturnar hreyfist.
Þá er afgangurinn af sykrinum látinn
varlega út í.
Látið síðan „deigið” á smurða,
hveitistráöa plötu eöa bökunarpappir
með teskeið eða sprautið í toppa.
Kökumar bakast við vægan hita, 125—
150°C þar til þær eru orðnar ljósbrúnar
og alveg þurrar.
Svona marengskökur eru alveg sér-
staklega góðar sem meðlæti með ís,
t.d. ís með heitri súkkulaðisósu, þeytt-
um, ísköldum rjóma. Hreinasta
lostæti!
Sömu hlutföll gilda þegar baka á
marengsbotna. Teiknið þá stærð botns-
ins á bökunarpappírinn og sprautið
marengsnum fagurlega á pappírinn.
A.Bj.
Þegar bolti og ró eru notuð þarf tvö pör
af skífum sem grípa þá hver á móti
annarri.
Ódýrasta
hraðfram-
köllunin var
ekki talin
með
I yfirliti okkar yfir hraðmyndafram-
köllun á neytendasíðu sl. mánudag
yfirsást okkur einn staður þar sem
hægt er að fá litfilmur framkallaðar á
klukkustund. Það var verslunin Ama-
tör á Laugavegi 82. Þar kostar fram-
köllun á filmunni 80 kr. (90 kr. á öllum
öðrum stöðum) og hver mynd í stærð-
inni 9X13 kostar 15 kr og 17 kr. eftir-
taka.
„Það er útbreiddur misskilningur
að myndir úr hraðframkölluninni séu
eitthvaö lélegri myndir en áður voru.
Þaft er mikill misskilningur. Þetta eru
fullkomnar vélar sem notaðar eru
í dag og alveg sérstaklega fallegar
myndir,” sagði Sigurður Þorleifsson,
eigandi Amatör, í samtali við DV.
Hann sagðist vera búinn að láta
skrá hraðmyndaframköllunina í gulu
síðurnar í símaskránni, eins og bent
var á í DV að væri til hagræðis fyrir
alla aðila. Verslunin hefur haft hrað-
framköllun á boðstólum nú í tvo mán-
uði en verslunin sjálf er orðin sextíu
ára gömul.
A.Bj.
Nefnilega dálítið
hræddur viðdauðann
— viðtal við Jónas Jónasson
Lífsreynsla:
Sigurlín Margrét
varð heyrnarlaus
átta ára
Tískuföt Maríu
Lovísu
Hvernig
pabbi ertu?
Fimm feður svara
þessari
samviskuspurntngu
iLAÐSOLUST OÐUM
mk
tT.--*
> ■
wmm
mnmm
Sælgætíð frá
kassanumí
Svíþjóð
t sænskum verslunum skal sæl-
gætið nú vera minnst þrjá metra
frá kassanum. Ef það er útstillt þar
verður það að vera þannig að börn
geti ekki náð tU þess.
Úr sænska neytendablaðinu.
NORD-LOCK LÁSASKIFAN
Á ÍSLENSKAN MARKAÐ
Nord-Lock skífa, sem herðir að bolt-
um og róm viö titring og hristing, er
komin á íslenskan markað. Þetta er
sænsk framleiösla sem að sögn inn-
flytjanda hefur farið sigurför um
heiminn. Umboðsmaður er fyrirtækið
Ergasía hf. og hefur símann 621073.
Nord-Lock skifan er tU í öUum
stærðum og notuð m.a. í hlera og ann-
an togbúnaö skipa, á aUar skrúfur véla
sem vilja losna við titring, á allar fest-
ingar rafmagnsveitnanna, á vélsleöa,
vinnuvélar bænda, öryggisbúnaö skipa
og í allar festingar með boltum úr
varanlegu efni í ökutækjum og lögnum
þar sem titringur getur losað um sam-
skeyti þannig að leki komist að.
A.Bj.
Ekki rauðir verðmiðar
nema með mðursettu verði
Kaupmenn og neytendasamtökin
sænsku hafa komið sér saman um að
rauðu verðmiöamir verði eingöngu
notaðir þegar um niðursett verð er að
ræða á vörunni. Þá er átt við að verðið
sé niðursett í allt að þrjár vikur.
Verðlækkunin á að vera minnst 10%.
Gefa verður bæði upp verðið fyrir og
eftir lækkun á verðmiðanum.
Við höfum áður bent á hér á neyt-
endasíðunni hvað bessir rauöu verö-
miðar eru villandi fyrir viðskiptavini,
sérstaklega eldra fólk.
Oft kemur fyrir að verðiö er
stimplaö með svo daufum stimpli að
varla er hægt að lesa þaö. Sömuleiðis
eru kassakvittanir oft mjög daufar
þannig aö varla er hægt aö lesa úr töl-
unum nema með ærinni fyrirhöfn.
Mættum við biðja verslunareig-
endur að sjá til þess aö nægilegt blek sé
í stimpilpúðum verslana sinna?
A.Bj.