Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER1985. 15 Menning Menning Menning Menning Tónleikar í D-moll Tónleikar Szymon Kuran og Marc Tardue í Nor- rœna húsinu 21. október. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach: Partha nr. 2 f d-moll fyrir einleiksfMMu; Ludwig van Beethoven: Sónata op. 31 nr. 2 fyrir pfanó; Rnnur Torfi Stef- ánsson: Sónata fyrir fiölu og pfanó op. 1; Jóhann- es Brahms: Sónata nr. 3 f d-moll op. 108 fyrir fiðlu og pfanó. Þeir koma sitt úr hvorri áttinni, annar vestan um haf en hinn austan úr Póllandi og í Islensku óperunni kynntust þeir. Hér er átt viö þá Marc Tardue og Szymon Kuran. Hvorugan þarf nánar að kynna fyrir þeim sem á tónlist hlusta, svo vel eru þeir þekktir af störfum sínum í óperu og sinfóníu- hljómsveit. Og nú höföu þeir sem sé ákveðið að slá í púkk og efna til tón- leika í Norræna húsinu. Tilviljun sögðu þeir hafa ráðið því að öll verkin á efnis- skránni væru í d-moll. Haust, en engin haustverk Szymon Kuran lét þess getið að sér fyndist d-moll tilheyra haustinu. Sú skoðun kemur heim og saman við þá Endur- minningar skálds Ut er komin hjá Máli og menningu bókin Af mönnum ertu kominn, endur- minningar Einars Braga skálds, prýdd mörgum ljósmyndum af fólki og staðháttum. Einar Bragi fæddist og ólst upp á Eskifirði og þar er helsti vettvangur minninganna. Hann byrjar að minnast næst sér, í timburhúsinu Skálholti þar sem hann fæddist, færir sig svo um þorpið hús úr húsi og segir frá íbúum þeirra í lifandi og skemmtilegum frá- sögnum. Þegar hann stálpast fer hann víðar um Austfirði og allt suður í Skaftafellssýslur. Fjöldamargir íbúar Eskifjarðar koma hér við sögu, ættmenni þeirra og afkomeaidur en í miðju frásagnarinnar eru foreldrar höfundar, Sigurður Jóhannsson skipstjóri og Borghildur Einarsdóttir, lífsbarátta þeirra og kjör. M. Einar Bragí raönnum ertu kominn staðreynd að í hinni svokölluöu músíkölsku grafik (það er þegar fólk er látið endurspegla tilfinningar sínar gagnvart tónlist í litum og teikningu) notar fólk almennt mjög mikið gráa og drapp liti en slettir gjarnan með smá- skömmtum af rauðum, gulum og fjólu- bláum við d-moll. Það er yfirleitt síður en svo dapurleg hughrif að lesa úr d- moll myndum. Gagnstætt c-moll sem getur, þegar verst lætur, kallast ör- vilnunartóntegund. Nú, þetta var bara lítill útúrdúr um d-moll, litina og haustið. Og varla verður það sagt aö verkin á tónleikunum hafi verið bein- línis samin á haustkvöldum ævinnar hjá viðkomandi tónskáldum nema þá helst Brahms. Bach var í Cöthen kannski rétt aö verða þrjátíu og fimm ára þegar hann samdi partítuna, Tónleikar Eyjólfur Melsted Beethoven þrjátiu og eins árs þegar hann samdi sónöturnar þrjár opus 31 og Finnur Torfi á enn drjúglangt í ef tirlaunaa ldurinn. Ekkert rugl Það bar vott um reynslu flytjend- anna og kunnáttu að þeir skyldu leika einleiksverkin báðir fyrst en samleiks- verkin á eftir. Menn hugsa ekki í miöluöum (tempereruðum) tónbilum þegar þeir leika á fiðlu einir sér og það ruglar að hafa spilaö með píanói á undan. Bach partítuna spilaði Szymon Kuran ósköp blátt áfram og án tilgerðar. Viðkunnanlegur máti að leika á en hann hefði nú mátt spila hreinna, einkum í Giga og á vissum stöðum í Ciaconna köflunum. Beethovensk staðalfrávik Marc Tardue hefur sínar eigin hugmyndir um Beethovenflutning og þær eru ekki akkúrat samkvæmt mið- evrópskum Beethovenstaðli. I leik sínum var hann samt í einu og öllu sjálfum sér samkvæmur og út af fyrir sig þolir Beethoven það vel að vera gerður dálítiö rómantískur. Ekki hefur það verið á allra vitorði til þessa að Finnur Torfi Stefánsson skáldi í tónum. Sónatan, sem hér var flutt, er fyrsta og eina verkið sem ég hef heyrt eftir hann. Hún var fyrst leik- in á skólatónleikum Tónfræðadeildar. Það vakti athygli mína að Finni Torfa virðist láta að tjá sig á hefðbundnu tónskáldamáli og ekki þurfa á neinum brögðum aö halda til að gera músík sína athyglisverða. Auðvitað er hæpið að segja nokkuö um tónskáld út frá frumraun sem unnin er undir handar- jaðri skólans en ég held að Finnur Torfi ætti að halda áfram á sömu braut og það í fúlustu alvöru. Tilefnið eina I Brahmssónötunni létu þeir Szymon og Marc gamminn geisa og nóg gefur Brahms tilefnin til þess. Fyrir mér var þetta miöpunktur tónleikanna og get ég mér til um að raunverulegt tilefni tónleikanna hafi verið að þeir fóru að spila þessa sónötu saman. Já, það var eins og hin verkin hefðu aðeins veriö þarna til uppfyllingar með Brahms- sónötunni. Og ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið ánægður með þenn- an flutning hennar, ekki síst þátt Marcs sem lét óhikað vaða á súöum þrátt fyrir ástand píanósins. En það- kynni hreinlega að vekja upp meiöyrðamál ef á prent færu þau lýsingarorð sem ástandi þess hæfa. EM Gullkorn fyrir unnendur þ jóð- legs f róðleiks — Endurútgáfa á „Sjósókn” sr.JónsThorarensen Ut er komin ööru sinni Sjósókn eftir sr. Jón Thorarensen. Unnendur þjóðlegs fróðleiks eru bókinni vafa- laust kunnugir því hún hefur verið, frá því hún kom fyrst út árið 1945, í röð þekktustu þjóðháttalýsinga frá síðustu öld. I Sjósókninni skráði sr. Jón endurminningar Erlends B jörns- sonar, útvegsbónda, formanns, sjó- sóknara og hreppstjóra á Breiðaból- stað á Álftanesi. Bók sr. Jóns fellur aö hefð í ritun þjóöháttalýsinga og endurminninga hér á landi. Saga Erlends verður jafnframt lýsing á lífsháttum og þá sérstaklega sjósókn frá Álftanesi á seinustu árum nitjándu aldarinnar og fram á þá tuttugustu. Veigamestu kaflarnir eru markverð viðbót við heimildir um sjósókn við Faxaflóa til þess tíma að breskir togarar rótuöu upp miðum innnesjamanna. Líkt og aðrar bækur sömu gerðar varð bók sr. Jóns til að bjarga frá gleymsku vitneskju um líf þjóðarinnar áður en umbyltingar tuttugustu aldarinnar riðu yfir hana. Vitaskuld flýtur ýmislegt annað efni með. I öðrum kafla er t.d. dregin upp skemmtileg mynd af bóndanum Grími Thomsen á Bessastöðum en skáldið fær að liggja milli hluta. Frá hendi sr. Jóns Thorarensen hafa komið niu bækur, margar i fleiri en einni útgáfu. Þar á meðal er Rauðskinna sem kom út í tólf bind- J6n Thorarensen um á árunum 1929—1961 og var síðar endurútgefin í heild. Einnig er bók hans um útnesjamennina vel þekkt. Hún hefur verið gefin út þrisvar. Bók sr. Jóns er ríkulega mynd- skreytt, bæði með teikningum og ljósmyndum. Naut höfundurinn þar m.a. liðstyrks listmálaranna Eggerts Guðmundssonar og frú Marianne Vestdal. Bókin er 200 bls. að stærð með skrám yfir myndir, mannanöfn og atriðisorð. Nesjaút- gáfan getur út. GK Af mönnum ertu kominn er 195 bls. með nafnaskrá, unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda hf. „Teikn” gerði kápuna. MINNISBLAÐ Muna eftir að fá mer eintak af HM V Tímarit fyrir alla V Urval GM □PEL n ISUZU VETRARSKOÐUN - 1985 Gildistími 10. okt. - 1. des. 1. Mótorþvottur 2. Viftureim athuguð 3. Hleðsla og rafgeymir mæld 4. Rafgeymasambönd hreinsuð 5. Skipt um kerti 6. Skipt um platínur 7. Loftsía athuguð 8. Skipt um bensínsíu 9. Mótor- stilling 10. Kælikerfi athugað 11. Frostþol mælt 12. Ljós yfirfarin og stillt 13. Rúðuþurrkur athugaðar- settur á frostvari 14. Hemlar reyndir 15. Bifreið smurð og skipt um olíu á vél. VERÐ: (m/söluskatti) 4 cyl. kr. 2.598,- 6 cyl. kr. 3.352,- 8 cyl. kr. 3.882,- INNIFALIÐ í VERÐI: Vinna Kerti Platínur Bensínsía Frostvari fyrir rúðusprautu BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.