Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 28
40
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER1985.
Pétur Kr. Pétursson lést 16. október sl.
Hann var fæddur í Arnartungu í Staö-
arsveit á Snæfellsnesi 6. september
1896. Foreldrar hans voru hjóhin Pétur
Kristófer Jónsson og Guölaug Jóns-
dóttir. Pétur lauk námi frá Samvinnu-
skólanum. Pétur starfaöi sem verslun-
armaöur og verkstjóri um árabil og á
skrifstofu J.B. Péturssonar í Reykja-
vík starfaöi hann hjá í 20 ár. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Guðbjörg Jóns-
dóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú börn.
Otför Péturs verður gerð frá Fossvogs-
kirkju i dag kl. 15.
Guðni Bridde lést 18. október sl. Hann
fæddist í Reykjavík 7. janúar 1932, for-
eldrar hans voru Alexander Bridde og
kona hans, Þórdís Guðnadóttir Bridde.
Guðni lærði rafvirkjun og vann hann
sem sjálfstæður verktaki við iðn sína
til dauöadags. Eftirlifandi eiginkona
hans er Hafdís Jónsdóttir. Þau hjón
eignuðust fimm börn. Utför Guöna
verður gerð frá Langholtskirkju í dag
kl. 15.
Helgi S. Eyjólfsson lést 17. október sl.
Hann fæddist á Akranesi 11. maí 1906.
Foreldrar hans voru hjónin Hallbera
Guðný Magnúsdóttir og Eyjólfur Sig-
urðsson. Helgi var vörubílstjóri til árs-
ins 1975 er hann hóf störf við afgreiðslu
Akraborgarinnar, en þar vann hann í
sjö ár. Eftirlifandi eiginkona hans er
Ragnheiður Jónsdóttir. Þau hjónin
eignuöust þrjú börn. tJtför Helga verð-
ur gerð frá Neskirkju í dag kl. 13.30.
Þórður Sigurbjörnsson, fyrrverandi
yfirtollvörður, lést á heimili sínu mið-
vikudaginn23. október.
Maria Björnsdóttir, Kárastíg 13, verð-
ur jarðsungin frá Saurbæ á Kjalarnesi
laugardaginn 26. október kl. 14.
Guðmundur Pétursson frá Ofeigsfirði,
Víðihvammi 32 Kópavogi, sem lést í
Borgarspítalanum sunnudag 20.
október sl., verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 28.
október nk. kl. 15.
0>
80 ára er í dag, 25. október, Sigþrúður
Sigrún Eyjólfsdóttir. Hún er vistmann-
eskja á Hrafnistu í Reykjavík en tekur
á móti gestum í safnaðarheimili Bú-
staðakirkju nk. fimmtudag, 31. októb-
er, eftir kl. 20.
70 ára verður nk. mánudag, 28. okt.
1985, Óskar Hraundal, Stóragerði 4
Reykjavík. Oskar er borinn og barn-
fæddur Húnvetningur. Hann bjó um
árabil i á Hvolsvelli, en í það nágrenni
sótti hann sér kvonfang, Pálínu Sigur-
jónsdóttur frá Lambalæk í Fljótshlíö.
Á Hvolsvelii var hann starfsmaður Kf.
Rangæinga og um leið ökukennari.
Þau hjónin fluttu með þrjú börn til
Reykjavíkur árið 1958, og hóf Oskar þá
strax störf hjá Aburðarverksmiöju rík-
isins og vann þar alla tíð þar til fyrir
u.þ.b. 2 árum aö hann lét af störfum
sökum heilsubrests. Oskar og Pálína
ætla að taka á móti gestum að heimili
dóttur sinnar og tengdasonar að Stóra-
gerði 27 í Reykjavík, laugardaginn 26.
okt. nk., milii kl, 17 og 19.
60 ára verður á morgun, laugardaginn
26. okt., Hjörleifur Sigurðsson listmál-
ari. Hann býr nú í Noregi: Hennumha-
gatan 31,3408 Tranby, Norge.
Ferðafélag íslands
Dagsferð sunnudag 27. október:
Kl. 13 verftur ekið upp í Hvalfjörð og gengið
um Hvalfjarðareyri og inn í Laxvog. Þetta er
létt gönguferð fyrir alla fjölskylduna. Verð
kr. 350.00 — Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt
fyrir böm í fylgd f ullorðinna.
Ath.: Skagfjörðsskáli i Þórsmörk er upptek-
inn helgina 26.—27. okt. nk.
Kirkjudagar 1985
Kirkjudagar 1985 fara fram í Langholts-
kirkju. Dagskrá verður sem hér segir:
Fimmtudaginn 24. okt. kl. 20.30, fjölskyldu-
ráðgjöf.
1. Kirkjudagar settir, séra Heimir Steinsson.
Kynning.
2. Séra Þorvaldur Karl Helgason, Undir-
búningur hjónaefna.
3. Sævar Guðbergsson félagsráðgjafi, Fjöl-
skylduráðgjöf á vegum kirkjunnar. — Hvers
vegna?
4. Kaffi og almennar umræður undir stjóm
séra Bernharðar Guðmundssonar.
ÚTIVI6T
Útivistarferðir 10 Ara
Helgarf erð 25.-27. okt.
Óbyggðaferð um vetumætur. Spennandi
óvissuferð. Heilsið vetri í óbyggðum. Gist i
góðu húsi. Fararstjóri: Kristján M. Baldurs-
son. Uppl. og farmiðar á skrífst. Lækjarg. 6a,
símar: 14606 og 23732.
Sunnudagsferð 27. okt. kl. 13.
Grimmansfell—Katlagil. Létt og frískandi
fjallganga. Verð 350 kr. Tunglskinsganga-
fjörubál á mánudagskvöldið kl. 20. Létt ganga
á fullu tungli um Asfjall að ströndinni hjá
Straumsvík. Verð 200 kr., frítt í ferðirnar f.
böm m. fullorðnum. Brottför frá BSl, bensín-
sölu. Sjáumst.
Tilkynningar
Hlaupum og kaupum
íþróttahús
Þann 1. vetrardag, laugardaginn 26. okt.
nk., mun íþróttafélagið Gerpla gangast fyrir
f járöflunarhlaupi umhverfis Kópavog og mun
söfnunarfénu verða varið til að standa straum
af kaupum íþróttahússins aö Skemmuvegi 6 í
Kópavogi en nokkuö vantar á að takist að
greiða síðustu afborgun á þessu ári en að
henni greiddri hefur félagið eignast 50% af
húsinu.
Undanfarnar vikur hafa félagar í Gerplu
gengiö í hús og safnað áheitum meðal velunn-
ara félagsins og fengið mjög góðar undirtekt-
ir.
Hlaupleiðin veröur 10 km löng og verða
stöðvar með km millibili, hlaupið hefst frá
öllum stöðvum á sama tíma og áætlaö að það
hefjist kl. 11 f.h. Að hlaupinu loknu verður
boðiö upp á hressingu í íþróttahúsi Gerplu við
Skemmuveg.
Þaö eru tilmæli Iþróttafélagsins Gerplu til
allra þeirra sem möguleika hafa, að taka nú
fram hlaupaskóna og hlaupa meö.
íþróttafélag fatlaðra
í Reykjavík og nágrenni heldur námskeiö í
borötennis fyrir fatlaða og ófatlaöa mánudag-
ana 28. okt. og 4. nóv. og miðvikudagana 30.
okt. og 6. nóv. í íþróttahúsi Hlíðaskóla. Þjálf-
ari veröur Stefán Stefánsson.
Aðalfundur íþróttafélagsins
Leiknis
veröur haldinn í Gerðubergi 29. október 1985
kl. 20.30. Stjórnin.
Á forsíöu DV þ. 23. okt. birtist frétt
um vandamál í Mjólkurstöðinni í
Reykjavík vegna rottufaraldurs.
Viröist tilgangur fréttarinnar vera
sá að vekja tortryggni neytenda
gagnvart framleiöslu MS, sem kapp-
kostar aö gæta ýtrasta hreinlætis í
hvívetna í samræmi viö mjólkur-
reglugerö.
Augljóst er aö meindýr eru óæski-
leg hjá mjólkurstöðinni eins og hjá
öörum matvælafyrirtækjum enda er
tekiö fram í mjólkurreglugerð aö
húsakynni mjólkurstööva skuli varin
fyrir þeim. Hins vegar er ljóst aö
ómögulegt er aö koma algerlega í
veg fyrir aö meindýr komist inn í
húsnæði þar sem umgangur er mik-
ill allan daginn. Ef slíkt gerist
hlýtur aö þurfa aö grípa til viðeig-
andi ráöa.
Á þessu ári hefur tvisvar oröiö
vart viö meindýr í Mjólkurstööinni í
Málfreyjur funda
í Stykkishólmi
Ráðsfundur 3. ráös málfreyja á Islandi
verður haldinn í félagsheimili Stykkishólms
laugardaginn 26. október nk. I 3. ráði mál-
freyja eru eftirtaldar málfreyjudeildir:
Björkin og Melkorka frá Reykjavík, ösp frá
Akranesi, Hafrót frá Veslmannaeyjum,
Seljur frá Selfossi og Embla frá Stykkishólmi,
sem hefur umsjón með fundinum. Skráning
fundarmanna hefst kl. 13.15. Dagskrá fundar-
ins er félagsmál og fræðsla.
Haustfagnaður
Átthagafélags Sléttuhrepps
Kvennanefnd Átthagafélags Sléttu-
hrepps heldur sinn árlega haustfagnaö
í kvöld, föstudag, á Hótel Esju. Húsiö
verður opnað kl. 21. Hljómsveit Grettis
Bjömssonar leikur fyrir dansi.
Vináttudagur
St. Georgsgildin á Islandi halda hinn
árlega vináttudag hátíðlegan sunnu-
daginn 27. október 1985. Hefst hann
með guðsþjónustu í Langholtskirkju
kl. 14 e.h. Eftir messu verður kaffi-
drykkja og létt hjal í safnaðarheimili
kirkjunnar.
Reykjavík. t báöum tilvikum hefur
meindýraeyðir veriö kallaður til og
hefur tekist aö fjarlægja þessa óvel-
komnu gesti. Meindýraeyöir telur
aö dýrin hafi komið upp um bilað
niöurfall — eins og DV tekur reyndar
fram í frétt sinni þ. 24. okt. — en alls
ekki sé um viðvarandi vandamál aö
ræöa.
Samkvæmt mjólkurreglugerð
hefur Heilbrigöiseftirlit Reykjavíkur
eftirlit meö hreinlæti og umgengni í
Mjólkurstööinni. Fulltrúi eftirlitsins
hefur um margra ára skeiö komið
vikulega í heimsókn, aöallega til
sýnatöku, en jafnframt til aö fylgjast
meö því aö hreinlætiskröfum sé fuli-
nægt. Framkvæmdastjóri eftirlitsins
hefur staöfest aö undanfarin ár hafi
aldrei komiö upp tilefni til um-
kvörtunar vegna misbrests í þessum
efnum hjá Mjólkurstöðinni. Jafn-
framt hefur hann staðfest aö náiö
samstarf sé milli Heilbrigöiseftirlits-
ins og meindýraeyðis borgarinnar.
Tónlaiksr íslonsku hljómsvoitarinnar í Lang-
holtskirkju 24. októbor.
Stjórnandi: Marc Tardue.
Einsöngvari: Sigríöur Ella Magnúsdóttir.
Efnisskrá: Ottorino Respighi; Trittico Botticell-
iano; Frederick Fox, Now and Then; Luciano
Berio: Folk Songs.
Itölsk tónlist frá öndveröri tutt-
ugstu öld var yfirskrift fyrstu
áskriftartónleika Islensku hljóm-
sveitarinnar á nýbyrjuðu starfsári.
Reyndar er erfitt, svona í fljótu
bragöi, aö koma auga á bein tengsl
Fredericks Fox viö Italíu en reglan
um tveggja þriðju meirihluta skal í
heiðri höfö og því verður yfirskriftin
ekki frekar vefengd.
Þríhliða altaristafla
Þaö hafa sumir sagt aö sá mikli
síö-rómantíker Ottorino Respighi
hafi verið nokkrum áratugum of
snemma á ferðinni. Hann hafi nefni-
lega veriö svo hreinræktaöur endur-
reisnarsinni í allri sinni rómantík
(svona rétt eins og listaskáldiö Jón-
as) aö heföi hann hitt fyrir bylgjuna
sem hvatti til notkunar uppruna-
hljóöfæra heföi hann haft
ímyndunarafl og hugsjón til aö sam-
tengja renaissancinn og rómantíkina
í tónmáli sínu. Verkið sem hér var
leikið, Trittico Botticelliano, eða frítt
útlagt, þríhliöa altaristafla í stíl
Botticellis, hefur þrjár frægar
myndir hans aö fyrirmynd, Voriö,
Fæðingu Venusar og Vitringana
frammi fyrir Jesú. Tvær þær fyrst-
nefndu aö minnsta kosti er aö finna í
frægu safni í Flórens og munu ávöxt-
ur af dvöl meistarans við hirö
Lorenzos hins mikla. Hvarvetna
blasir snilldin viö í þessu litla tóna-
Tónlist
Eyjólfur Melsted
ljóöi Respighis. Hvernig hann notar
til dæmis píanó, celestu og hörpu
sem tónandi slagverk, einkum í Vor-
inu, eöa fagottinnganginn og leiöandi
tréblásarana meö Puer natus þemaö
í myndinni af fæöingu Jesú. Og svo
hvernig hann bregöur upp eins konar
Daphnis mynd meö flautusólónni,
sem hér var aldeilis frábærlega
leikin, í Fæöingu Venusar. Geröar
eru miklar kröfur um samstillingu
hljóöfæraleikaranna þar sem sóló-
innskot eru gegnumgangandi en
aldrei má missa sjónar á eða gleyma
samleiknum og heildarmyndinni —
sannkallaður prófsteinn á getu og
samstillingu hljómsveitarinnar.
Höfðaletursflúr
I nýsömdu verki sínu, sem tileink-
aö er syni aöalhljómsveitarstjóra
Islensku hljómsveitarinnar, snýst
dæmiö eiginlega viö. Þar er hver og
einn í hljómsveitinni í sóló meö eitt-
hvaö af fjórum frumum verksins,
nánast látlaust. Hver viö annars hliö
í samstæðri einleikslotu, býsna þægi-
lega hljómandi en án alls riss, rétt
eins og tengiþættir í gamelanspili,
eöa svo gripið sé aftur til myndlík-
ingar líkast höföaletursflúri sem all-
ir geta dáöst að handbragðinu á en
fæstir nenna aö spá í hvað þýöi.
Músík sem nær að
hjartarótum mannsins
Folk Songs Luciano Berios er eitt
besta dæmi um hve músíkin (og hér er
orðið músík notað gagnstætt tónlist)
stendur djúpt í manninum. Þjóðlagiö
er nokkuð sem grópar sig inn í undir-
vitund mannsins, á sér þar rætur og
nær til allra manna, jafnvel þótt þeir
hafi vottorö upp á vasann um að vera
bæöi laglausir og músíkalskt hugfatl-
aðir. Engu máli skiptir þótt textinn sá
kannski margföldunartaflan afturá-
bak á einhverri langburtistanísku, eöa
þótt spil hljóöfæranna sé álíka torráöiö
óskóluöu eyra. Meðan texti og hljóm-
sveitarspil er í samræmi við þjóðlagið
þá skilur þetta hver maöur — eða öllu
heldur, fær hver maöur þess notið. Þar
eru endimörk snilldar Berios en viö má
bæta að sú snilld fær sín tæpast betur
notiö en í meðförum Sigríðar Ellu
Magnúsdóttur sem hér söng viö mjög
góöan meöleik hljómsveitarinnar.
Hljómsveitin, sem hér átti góðan
leik, var búin aö leika sömu efnisskrá á
f jórum stööum á undan og hún hlýtur
að hafa notið þess nú. Kannski spilaði
hún ekki svona vel á öllum tónleikun-
um og kannski er þaö ekki réttlátt
gagnvart öörum áheyrendum aö skrif-
aö sé í blööin um frammistööu hennar
á hátónleikum í Reykjavík. En ég ætla
bara aö vona aö allir hinir hafi fengið
jafngóöa tónleika og Reykvíkingar.
EM
Athugasemd frá Mjólkursamsölunni:
Meindýr ekki við-
varandi vandamál