Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 36
 Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rússneskt dufl rak á land norður á Ströndum — Við fengum tilkynningu um aö fimm dufl hefði rekið á fjörur norður á Ströndum á dögunum. Þegar var sendur sprengjusérfræðingur á stað- inn og náði hann að gera fjögur dufl óvirk, sagði Sigurður Árnason, skip- herra hjá Landhelgisgæslunni. Það var bátur sem tilkynnti Land- helgisgæslunni um duflin, sem voru við Drangtanga, Munaðarnes við Ofeigs- fjörð og Arnesey við Norðurfjörö. Gylfi Geirsson sprengjusérfræðingur fór á staðinn og gerði fjögur dufl óvirk. Ekki er vitað um uppruna allra duflanna en eitt þeirra mun vera rússneskt. -SOS Bílveltaí Hveradölum Það óhapp varð í Hveradölum í gær- kvöldi kl. 20.17 aö bifreið fór út af veg- inum rétt austan við Skíðaskálann. Bif- reiðin fór eina veltu. Kona og 12 ára stúlka meiddust og voru fluttar á slysadeild Borgarspítalans. -SOS BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA 25050 » S6NDIBILAST0ÐIN Hf LOKI Mátti ekki afgreiða þenn- an Matta í frí eins og hinn? FRÉTTASKOTIÐ Borgarstjórnarfundur unglinga var i gær. Þossi fundur var ákveðinn vegna alþjóðaárs æskunnar. Átján „borgarfulltrúar", unglingar á aldr- inum 13—15 ára, sátu fundinn. For- seti borgarstjórnar var Ágúst Orri Sigurðsson, 15 ára nemandi i Rétt- arholtsskóla. -ÞG/DV-mynd GVA. í I Regla komin á flugið: Flugfreyjur mættu til vinnu a réttum tíma ,,Um leið og lögin tóku gildi, eða upp úr kl. 15.00 í gær, mættu flugfreyjur til vinnu og allt fór hér í fullan gang. Fiug verður samkvæmt áætlun í dag og fara sex vélar til Evrópu og Banda- rikjanna. Vélarnar eru mjög vel setnar. Viö vonum að regla haldist á fluginu a.m.k. tii áramóta. Þá eru samningar lausir, og líklegt að balliö byrji á ný,” sagöi Sæmundur Guðvins- son, blaðafulltrúi Flugleiða, í samtali við DV í morgun. „Viö látum ekki deigan síga en erum löghlýðnar og munum því ekki hefja baráttuna aö nýju fyrr en löglegt er. Þaö er skrýtiö að aldrei skuli vera hægt aö semja við Flugleiðir án þess aö lagasetning komi tii. Okkur kom á óvart aö við heföum næstum stuölaö að stjórnarbyltingu,” sagöi Margrét Guðmundsdóttir, formaöur Flug- freyjufélagsins. -KB. Iðnþing: Iðnaðurvex — verktakar á höf uðið Framleiðsla í almennum iönaöi hef- ur í prósentum vaxið tiltölulega meira en heildarframleiðsian í landinu síö- ustu tvö ár. Töluverður vöxtur hefur verið í ýmsum greinum almenns fram- leiöslu- og þjónustuiðnaðar undanfarin misseri. En illa horfir í sumum grein- um. Til dæmis er fullt útlit fyrir að starfsemi ýmissa fyrirtækja í verk- takaiðnaöi leggist af og tækja- og véla- kostur þeirra veröi seldur til útianda. Þetta kom fram í setningarræðu Sig- urðar Kristinssonar, forseta Lands- sambands iðnaðarmanna, á Iðnþingi í gær. Þótt í heild horfi ekki sem verst kvartaði Sigurður yfir samdi'ætti sem orðiö hefði í mikilvægum liðum fjár- festingar landsmanna. íbúðabygging- ar dragast saman um að minnsta kosti 10% á þessu ári. Verulega hefur dregiö úr framkvæmdum við opinberar bygg- ingar síöustu tvö árin. Dregið hefur úr fjármunamyndun í sjávarútvegi. Þaö kemur niöur á fjölmörgum fyrirtækj- um í málm- og skipasmíðum, raf- og rafeindaiðnaði og veiðarfæragerö. Sigurður gaf ekki kost á sér til endur- kjörs á þessu þingi. Helst er rætt um aö Haraldur Sumarliðason húsasmíöa- meistari verði næsti forseti Landssam- bandsins. Það var eitt fyrsta opinbera verk Al- berts G uðmundssonar sem iðnaðar- ráðherra að flytja ræöu á Iðnþingi í gær. Albert gat þess að auka þyrfti út- flutning um 5% árlega næstu ár ættum við að halda í horfinu viö grannþjóðirn- ar. -HH Heimsmeistara- einvígið í skák: Karpov gaf Anatoly Karpov gaf 19. einvígis- skákina í morgun án þessa að tefla hana frekar eftir aö hún fór í bið í gær. Garry Kasparov hefur nú tveggja stiga forustu í einvíginu, er meö 10 1/2 vinning gegn 81/2. Gísli á Uppsölum fær rafmagnsorgel Gísli á Uppsölum, sem þjóðkunnur varð af sjónvarpsþætti Omars Ragn- arssonar, hefur keypt rafmagnsorg- el. Hljóðfærið er þessa dagana á leið- inni vestur til hans í Selárdal í Arnar- firði. „Hann var orðinn þreyttur á því að stíga gamla orgelið,” sagöi Ágúst Atlason, sölumaður í Hljóðfæraversl- un Poul Bernburg. Nýja orgeiið er af gerðinni Yamaha CNR-80. Það er með inn- byggðum skemmtara. I því er meðal annars trommuheili, sjálfvirkur bassi og tíu raddir hljóðfæra. Þegar Gísli leikur á rafmagnsorg- eliö getur hann valið um þrjár orgel- raddir; pípuorgel, djassorgel og venjulegt orgel. Hann getur einnig valiö um píanórödd, fiðlu, klarínett, trompet, hapsicord, víbrafón og bás- únu. Trommuheilann gæti hann notaö til aö tromma mcð. Þar getur hann valið um tíu takta, þar á meðal vals, tangó, rúmbu, samba, mars, diskó, sving og rokk. Rafmagnsorgeliö er sent Gísla Gíslasyni í póstkröfu. Það kostar 36.700 krónur. Gisli hefur á undanförnum árum smám saman verið að taka tæknina í notkun. Meöal annars er hann kom- inn með síma og frystikistu. -KMU. Gisli á Uppsölum getur stillt nýja orgelið á trompet og sett trommuheilann á diskótnkt. Á myndinni sést orgel sömu tegundar og Gisli er að fá. DV-myndir S og GVA. Bilun í mjólkurbúinu á Húsavík: Búið að innkalla 6 þúsund lítra af odrekkandi mjolk — Þetta er að sjálfsögðu mikiö fjárhagslegt tjón fyrír okkur. Ég er mjög sár yfir aö þetta kom fyrir því að það er álitshnekkir fyrir okkur. Tölvubúnaður bilaði þannig að mjólkin ofhitnaði þegar verið var að gerilsneyða hana, sagði Hlífar Karls- son, mjólkurbússtjóri á Húsavík. — Það kom ekki fram fyrr en á þriðjudaginn aö mjólkin væri göiluö. Þá var allt sett á fullt til aö finna út hvaö heföi fariö úrskeíðis. Bílunin kom fram í stýritæki sem stjórnar hitastiginu á mjólkinni þegar hún er gerilsoeydd. Tölvubúnáðurinn bilaöi og bilunin kom ekki fram í búnaðin- um, sagöi Hiífar. Hlífar sagði að dreift hefði verið yfir sex þúsund litrum af mjólk sem hefði ekki veriö drykkjarhæf. — Við höfum nú þegar innkallað alla mjólk frá mánudegi til miðvikudags. — Við urðum að taka strax frum- kvæðiö enda erum við ekki ánægðir með aö hafa sent frá okkur ódrykkj- arhæfa mjólk. Við biðjum viöskipta- vini okkar afsökunar. Okkur þykir leitt aö þessi bilun varð, sagöi Hlífar. Þess má geta að öll sú mjólk sem kemur aftur inn verður skilin pg nöt- uö í annars flokks osta og smjör. -SOS -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.