Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 12
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTOBER1985.
12
Útgáfufélág: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurogútgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON
, Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri; HÖRÐUFl EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON
' Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn: StÐUMÚLA 12-14, SlMI 686611
Auglýsingar: SlÐUMÚLA33. SlMI 27022
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingar og skrifstofa: ÞVER HOLT111 ,Sl MI 27022
Simi ritstjórnar: 686611
Setning.umbrot.mynda- ogplötugerð: HILMIR HF„ SIÐUMÚLA12
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 400 kr.
Verð I lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr.
Pólsk stjóm á íslandi
Flugfreyjur njóta lítillar samúðar á Alþingi. Enda
telja margir henta öðrum betur að fá bætt kjör en hálf-
gerðri yfirstétt á borð við flugfreyjur, til dæmis fisk-
vinnslukonum. Auk þess vita þingmenn af eigin reynslu,
hversu notalegir eru dagpeningar og bílastyrkir.
Athyglisvert er, að duglegasti þingmaður Alþýðu-
flokksins, Jóhanna Siguröardóttir, megnaði ekki að sann-
færa einn einasta flokksbróður sinn á Alþingi um rétt-
mæti málstaðar flugfreyja. Formaður flokks hennar
hefur meira að segja sagt niðurstöðuna vera ,,góðan kost
fyrir flugfreyjur”.
Þessi sundrung stjórnarandstöðunnar gerði stjórnar-
flokkunum kleift að berja á flugfreyjum með nýstár-
legum og eftirminnilegum hætti á aðfaranótt kvennafrí-
dagsins og þvinga forseta íslands til að nota fríið sitt til að
staðfesta lögin til að hindra fall ríkisstjórnarinnar.
Forsenda hinnar óvenjulegu næturafgreiðslu Alþingis
er, að hún sé neyðarráðstöfun að mati samgönguráð-
herra, sem gegnir hlutverki Jaruzelskis í máli þessu. Á
þingi vakti hann athygli á, hve mikilvægar væru flugsam-
göngur innan lands og utan, sérstaklega að vetrarlagi.
Daginn áöur var upplýst í blöðum, að „flugfélög á
landsbyggðinni anna svo til algjörlega farþegaflutning-
um innanlands”. Ennfremur, að Arnarflug hygðist í
millilandaflugi „bæta við einni ferð í dag”. Alkunnugt er,
að góðar samgöngur eru til og frá Amsterdam.
Hægt er að segja, að verkfall flugfreyja hjá Flugleið-
um hafi valdið farþegum óþægindum, en tæplega neyðar-
ástandi. Hins vegar olli það fyrirtækinu miklu tjóni og má
kannski líta á slíkt sem neyðarástand. Er það þá ekki í
fyrsta sinn sem hagur Flugleiða telst þjóðarhagur.
Enn einu sinni hefur Alþingi reynzt vera afgreiðslu-
stofnun fyrir aðila úti í bæ, sem ekki hefur lag á að um-
gangast starfsfólk sitt með venjulegum hætti. Enda
leynir sér ekki fögnuður forstjórans. Hann sagði í blaða-
viðtali, að lagasetningin væri „eina leiðin”.
Nú má vænta þess, að fleiri fyrirtæki, sem lenda í
erfiðleikum út af kröfuhörku starfsliðs, snúi sér til hinnar
pólskættuðu ríkisstjórnar landsins með beiðni um yfirlýs-
ingu um neyðarástand. Við vitum frá Jaruzelski, að verk-
föll eru þjóðhagslega óhagkvæm.
Ennfremur má búast við, að umboðsmenn deiluaðila í
kjarasamningum vísi hér eftir frá sér ábyrgð og segi við
umbjóðendur sína, að þeir hafi í hvívetna staðið fast á
sínu. Það hafi bara verið alþingismennirnir, sem hafi
gripið í taumana og klúðrað málinu.
Hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn í orði verið fylgj-
andi svokölluðum frjálsum samningum á vinnumarkaði.
Það er því nýstárlegt að sjá á borði, að þingflokkur hans
mundi kunna betur við sig á pólska þinginu en hjá heimtu-
frekum Islendingum.
Um leið og hinn íslenzki Jaruzelski byrjaði að láta
skína í tennurnar í byrjun þessarar viku, hurfu samn-
ingamöguleikar eins og dögg fyrir sólu. Þingmenn geta
spurt sáttasemjara ríkisins, hvort hægt sé að ná samning-
um eftir að lagasetningu hefur verið hótað.
Verst er þó, að þingmenn skuli missa nætursvefn út af
jafnsjálfsögðum hlut og Flugleiðahag, það er að segja
þjóðarhag. Er ekki einfaldast fyrir andans bræður Jaruz-
elskis að setja almenn lög um bann viö verkföllum, ekki
bara vegna Flugleiða, heldur okkar hinna líka?
Jónas Kristjánsson.
Forsjárhyggjan og
húsbyggjandinn
Undanfariö hafa oröiö miklar
umræöur um húsnæöismál, erfiö-
leika húsbyggjenda og þeirra sem á
annan hátt eru aö koma sér þaki yfir
höfuöið. Hér er í raun um að ræöa
eina af afleiöingum þeirrar forsjár-
stefnu, sem tekin var upp viö stjórn
efnahagsmála fyrir tæpum hálfum
öörum áratug.
Þessari stefnu mætti líkja viö
föndur, og einkunnarorö hennar
gætu verið: „Fitlar hönd á feigu
tafli.” Uppskriftin er þessi. Ef efna-
hagslifiö er í jafnvægi og skapa skal
varanlegan efnahagsvanda til aö
glíma við um ókomin ár, þá ber að
lofa öllum 20% kauphækkun eins
fljótt og auðið er. Til að hnykkja á, er
rétt að stytta vinnuvikuna og lengja
orlofið um leiö. Næsta stig er aö auka
lánin, lengja lánstímann og lækka
vextina. Fari verðlag hækkandi í
kjölfar þessara aðgerða ber aö bæta
launþegum þaö aö fullu. Fyrirtækin
veröa einnig að fá kostnaðar-
hækkanimar bættar í hækkuðu vöru-
verði.
Ef einhver skyldi veröa óhress
með afleiðingarnar þá er gott ráð aö
finna sökudólg til að skella skuldinni
á. Ágætir sökudólgar geta verið,
hækkun eða lækkun dollarans, frost í
Brasilíu, styrjöld í Súdan eða hlaup í
Súlu. Gott ráð er einnig að auka
ríkisútgjöld og reka ríkið svo með
halla því að því er Colin Clarke telur
er hætt við þrálátri verðbólgu ef
ríkisútgjöld fara fram úr 25% af
þjóðartekjum þar eö aukin ríkisút-
gjöld eru ekki metin til kjarabóta.
Offjárfesting
Ekki má gleyma þætti sjávarút-
vegs í upphafi. Hækka ber fiskverð
og lækka gengið snarlega á eftir til
að fiskvinnslan fái sínar hækkanir
bættar. Vöxtum skal halda lágum
fyrst í stað svo að sem flestir græði á
því að skulda.
Afleiðingar þessarar stefnu eru
fljótar aðkomaíljós.
1) Offjárfesting verður í sjávarút-
vegi, þörf verður á alls konar
sóknartakmörkunum eins og
skrapdagakerfi, kvótakerfi,
leyfum o.fl. Fiskurinn í sjónum
hættir að standa undir fjár-
festingunni, skip og hús lenda
undir hamrinum.
2) Offjárfesting í landbúnaði.
Neytendur geta ekki borgaö það
verð sem greinin þarf að fá.
Erlendum neytendum er mútað
til að eta íslenskar landbúnaðar-
afurðir fyrir brot af framleiðslu-
kostnaði. Framleiðslukvótar
settir á. Gróðurlendi hnignar.
3) Offjárfesting í verslun og
þjónustu, dreifingarkostnaður
verður óeðlilega hár.
4) Fjármagn streymir úr bönkum
og sparisjóðum og útlánageta
minnkar.
5) Gjaldþrot blasir við lífeyris-
sjóðum þar eö útlánin brenna
upp í verðbólgunni.
6) Utlánageta lifeyrissjóða
minnkar, sérstaklega þegar þeir
eru skyldaðir til að verja æ stærri
hluta af ráðstöfunarfé sínu til
kaupa á rikisskuldabréfum.
7) Skattsvik aukast i kjölfar
hækkaðra skatta. Álitið er aö
tekjur sem nema um 10
milljöröum króna séu ekki taldar
framtilskatts.
8) Verðjöfnunarsjóður sjávarút-
vegs verða óvirkir.
9) Á fasteignamarkaði gerist það aö
útborgun hækkar, lánstími
styttist og nafnvextir hækka.
Greiðslubyrði þyngist.
10) Mesta verðbólguskeið á friðar-
tímum upphefst.
11) Þjóðartekjur lækka þrjú ár í röð,
í fyrsta sinn frá upphafi seinni
heimsstyrjaldar og eru nú
svipaðar á hvern íbúa og þær
voru fyrir 12—13 árum.
12) Stofnfjárstuðull fer lækkandi
þannig að nú eru þjóðartekjur
a.m.k. 25% lægri en vera ætti ef
fjármagn atvinnuveganna
nýttist jafnvel og fyrir nokkrum
árum.
13) Erlendar skuldir stóraukast
vegna þess að innlendur
sparnaður dugar ekki fyrir fjár-
festingunni. Þær eru nú taldar
um 300 þús. kr. á hvern íbúa.
14) Flótti af landsbyggðinni þrátt
fyrir aögerðir í byggðamálum og
atgervisflótti úr landinu.
Fleira mætti til nefna en hér skal
staðar numið að sinni.
Fjármögnun
íbúðarhúsnæðis
Húsbyggingar þarf að fjármagna,
sama hver eignaraðildin er. Það sem
þjakar húsbyggjendur er hversu fáir
standa undir fjármögnun íbúðar-
húsnæöis vegna stutts lánstíma.
Ef þeirri stefnu hefði verið fram-
fylgt undanfarinn einn og hálfan ára-
Kjallarinn
KRISTJÓN
KOLBEINS
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
tug, að hafa vexti ávallt hærri en
verðbólgustigið, væri ástandið á
lánamarkaði allt annað og betra en
nú er. Raunvextir upp á 2—3% hefðu
skipt sköpum og beint fjármagninu í
arðvænlegri farveg. 20—30 þús. kr í
vexti af einni milljón króna ættu ekki
að sliga neinn húsbyggjanda þegar
vextir eru frádráttarbærir til skatts
og lánstíminn nægilegur. Það ber
einnig aö hafa í huga að raunvextir
hjálpa væntanlegum hús-
byggjendum til að spara fyrir út-
borgun upp í íbúðarhúsnæði.
Andstæða forsjárhyggjunnar er
frjálshyggjan. Það sem sumir kalla
frjálslyndi kalla aðrir frjálshyggju
án þess að bendla hana við stefnu
Miltons Friedmans. Stefna Miltons
er fyrst og fremst peningahyggja.
Til hvers þurfum við sérstaka
stofnlánasjóði? Hví er bankakerfið
ekki fært um að veita hverjum sem
er stofnlán eftir þörfum, hafi hann til
þess traust? Ástæðan er fyrst og
fremst sú að almennir útlánavextir
hafa lengst af verið of lágir og ekki
megnað að viðhalda verðgildi úttón-
anna.
Árið 1624 seldu indiánar
Manhattaneyju fyrir andvirði 24
dollara í skeljum. Þeim var legið á
hálsi fyrir að hafa látið gabbast. Ef
þessir 24 dollarar hefðu verið á 5—
6% vöxtum í 361 ár er talið að þeir
myndu nægja til að kaupa öll
mannvirki á Manhattaneyju nú.
Hefði Egill Skallagrímsson tekið
fram í erfðaskrá að einn
silfurpeningur skyldi ávaxtaður
fram til ársins 1985 með 2,5%
raunvöxtum væri sá sjóöur nú síst
minni en allur þjóöarauður
Islendinga, eða a.m.k. 700
miUjarðar.
Almennt er álitiö að þjóðfélög fái
þegar til lengdar lætur ekki staöið
undir hærri raunvöxtum en sem
nemur vexti þjóðarframleiðslunnar.
Sú stefna ríkisins aö f jármagna halla
á fjárlögum í síauknum mæli með
tónum sem bera 8—9% raunvexti
getur leitt út í hreinar ógöngur.
I fyrsta lagi heldur ríkið uppi
óeðlilega háum vöxtum í samkeppni
við atvinnulífiö um f jármagn. I öðru
lagi er hætt við aö ríkisskuldimar
vaxi svo úr hömlu að ekki verði við
neitt ráðið, sérstaklega ef alltaf eru
gefin út ný og ný skuldabréf fyrir
gjaldföllnum vöxtum og af-
borgunum. Það þarf ekki nema 7,2%
vexti til að tvöfalda höfuöstól á ára-
tug. Á skömmum tíma í lífi þjóðar
getur því hluti þjóðarinnar, þ.e.
eigendur rikisskuldabréfa eignast
kröfu á skattborgarana sem er meiri
en þeir fá staðið undir.
Lántökur og arðsemi
Lántökur ríkisins eru þó
réttlætanlegar þegar um er að ræða
lán til framkvæmda sem skila hærri
arðsemi en nemur vöxtunum á
lánunum og tekjurnar af fram-
kvæmdunum eru notaðar til aö
greiða lánin upp.
Allt er þetta spurning um for-
gangsröð. Þegar verið er að fást við
svokallaöar félagslegar fram-
kvæmdir er þeim gefið arðsemimat
með því að taka þær fram yfir fram-
kvæmdir sem við vitum hversu
arðvænlegar eru.
Niðurstöðurnar verða því þessar.
Vandi húsbyggjenda stafar ekki af
því að sjálfseignarstefnan hafi
gengið sér til húðar heldur er hann
angi af þeim efnahagsvanda sem for-
sjárstefna föndraranna hefur leitt
yfir okkur með þeim afleiðingum aö
þjóöartekjur á mann eru nú svipaöar
og fyrir 12—13 árum, bankakerfið er
vanhæft til að greiða fyrir fasteigna-
viðskiptum og verðbólgan er orðin
eins og illkynjað æxli í þjóðar-
líkamanum.
KristjónKolbeins.