Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER1985. 3 Ákvörðun forseta Islands: Hrikti í stoðum ríkisstjórnar- innar? Samkvæmt heimildum DV greip um sig mikil skelfing þegar ljóst varö að Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, haföi frestað því að skrifa undir frum- varp ríkisstjórnarinnar, svo mikil að samgöngumálaráðherra íhugaði að segja af sér ef forsetinn héldi þessu til streitu sem hefði einnig getað leitt til þess að forsætisráðherra hefði beðist lausnar fyrir ríkisstjómina. I 26. grein stjómarskrárinnar segir svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt laga- frumvarp skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveimur vikum eftir að það var samþykkt og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrum- varpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal þá það svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra atkvæðabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi ef samþykkis sé synjað en ella halda þau gildi sínu.” Þetta þýðir að forseti Islands hefur ekki heimild til að fresta staðfestingu lagasetningar heldur einungis aö synja. Frestun forseta Islands í gær þýddi því í raun synjun. I þessu ljósi leit rikisstjómin alvarlegum augum á ráðagerð forsetans. Einn ráðherra Undirskrift Vigdísar: Kom skömmu eftirfundmeð forsætis- ráðherra Strax á miövikudaginn fóru menn að velta því fyrir sér hvort forseti Islands myndi neita að skrifa undir frumvarp ríkisstjómarinnar um kjaradeilu flug- freyja og Flugleiöa vegna yfirlýsinga frá forsetaembættinu um að forsetinn myndi taka sér frí á kvennadaginn. I gær, þegar ljóst var að Alþingi hafði samþykkt frumvarpið, bárust þær fregnir snemma morguns að for- setinn ætlaði að skrifa undir frumvarp- ið. Um klukkan 10.30 í gærmorgun komu ráðuneytisstjóri samgöngu- málaráðuneytisins og forsetaritari til Bessastaða i þeim erindagjöröum að fá undirskrift forseta. Þá gerðist það óvænta. Forsetinn bað um umhugsun- arfrest og tilgreindi ekki hversu langur hann yrði. Ráðuneytisstjóri og forseta- ritari fóru því tómhentir til baka. Laust fyrir hádegi gerði forseti Is- lands Halldóri Asgrímssyni, sem gegn- ir störfum forsætisráðherra, boð um að koma á sinn fund. Haldinn var stuttur fundur þeirra á Bessastöðum. Að hon- um loknum fór forsætisráðherra til Reykjavíkur. Skömmu eftir að Halldór fór frá Bessastöðum skrifaöi forsetinn undir frumvarpið og staöfesti þar með að lögin hefðu öðlast gildi. „Forsetinn kallaöi forsætisráðherra á sinn fund. Fundurinn var stuttur og skömmu eftir að Halldór fór, eöa um eittleytið, skrifaði forsetinn undir frumvarpið,” sagði Halldór Reynisson forsetaritari við DV. Halldór Ásgrímsson vildi ekki tjá sig um hvað gerðist á fundi hans og for- seta. „Forsetinn bað mig um að koma til að ræða þá lagasetningu sem Alþingi samþykkti í gær. Þetta var ákaflega vinsamlegur fundur,” sagði ráðherr- ann. APH Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands. sagði við DV: „Henni var þar gert ljóst að ráðherra myndi sjálfur skrifa undir frumvarpið klukkan tvö og það tæki þar með gildi og þjóðaratkvæða- greiðsla fylgdi í kjölfarið.” Með þess- ari óvæntu íhlutun forsetans, sem ekki á sér fordæmi, leit ríkisstjómin svo á að hér væri um að ræða svo alvarlega íhlutun í stjómarfarslegar gerðir ríkis- stjómarinnar að upplausn ríkisstjóm- arinnar stæði fyrir dyrum. Matthías Bjarnason samgöngumála- ráðherra vildi lítið segja um þetta mál en sagði þó: „Ég tel að forseti geti ekki gert þetta. Hann ber ekki ábyrgð á stjórnarfarslegum athöfnum heldur viðkomandi ráöherra. Og það hefði ekki liðið einn dagur án þess aö frum- varpiö tæki gildi,” segir ráðherrann. DV hafði samband við einn aðila sem mjög kunnur er stjómarfarslegum atriðum. Hann sagði að sér virtust við- brögð ríkisstjómarinnar vera ákaf- lega harkaleg. Hann sagði að það væri óeðlilegt að líta á þetta á þennan hátt. Eðlilegt hefði verið að líta á þetta í ljósi þess hvaða dagur var í gær og þetta væri líklega táknrænt hjá forsetanum. Það væri mjög óeðlilegt að það hrikti í ríkisstjórninni við þetta. Hann sagði að forsetinn hefði vald til að synja sem er málskotsréttur sem forsetinn hefði til þjóðarinnar. Hann sagöist ekki sjá hvers vegna ráðherrar ættu að bregð- ast svo hart við þegar forseti notaði rétt sinn. Hins vegar væri rétt að for- seti hefði ekki heimild til að fresta gild- istöku frumvarpsins. APH Ertu með sterkar taugar? Efsvoer þáerþetta mynd fyrir þig Vkleo Pantanir í síma 33943. BOÐ á IBM PC viku 28.10. — 01.11. IBM býður til kynningar á IBM PC vélbúnaði og nýjum hugbúnaði. Kynningin er einkum ætluð þeim, sem áhuga hafa á nýjum hugbúnaði eða hugleiða kaup á PC tölvu. Kynningin hefst kl. 11 hvern dag og henni lýkur með hádegisverði. Fjöldi þátttakenda verður takmark- aður hverju sinni og því er nauðsyn- legt að skrá sig tímanlega í síma 27700. ÍSLENSK ÞEKKING - ALÞJÓÐLEG TÆKNI SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 27700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.