Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1985, Qupperneq 13
DV. FÖSTUDAGUR 25. OKTOBER1985. 13 SPIUN Á BORDID Það vekur ávallt furðu eða reiði þegar sagt er að atvinnurekandi lifi af annarra vinnu. Það er af því að okkur er innrætt að atvinnurekandi lifi af sinni vinnu; hann útvegi bara hinum vinnu sem þeiri lifi af. Svo koma til fræðingar sem vefja öllu því tali inn í „hlutlausa” hagfræði en kalla afhjúpun Marx og fleiri á réttu eðli kapítalismans hreinar bábiljur. Hismið frá kjarnanum Inn í hagfræöi kapitalismans flétt- ast ýmis hugtök eða staðhæfingar. Til dæmis hagnaöur og tap eða þessi örlagadómur: — Hækka laun, þá hækkar auðvitað verðlag. Hugtökin eru líka til í marxískri hagfræði (örlagadómurinn þó ekki) en í þeirri kapítalísku eru þau gerð að einhverju „góðu” og „eðlilegu”. Hagnaður er t.d. ekki keppikefli í sjálfu sér, en hann er aöeins mjög æskilegur af því þá er hægt að veita fleirum vinnu eða hækka laun. Hvernig hann er fenginn (með því að greiða undirmálsverð fyrir fram- leidda vörueiningu eða tilreidda þjónustu) eða um gagnstöðu hagn- aðar og launa á vogaskálum rétt- lætis er ekki rætt. Og auðvitað má ekki grafast fyrir um það hvernig þorri efnafólks í landinu (það er þó til!) fer að því að afla sér eyðslueyr- is. Tap er t.d. notað til að útskýra vonda stöðu fyrirtækja. Minna er sagt um hvað búið er að greiða þegar kostnaður er borinn saman við tekj- ur og mínustala kemur út; kannski rýmilegar afskriftir, vexti af fjárfestingum, smálaun til eigenda, alls konar reksturskostnað sem starfsmenn standa ekki að heldur ein og önnur heimili o.s.frv. Skatturinn heimtist ekki Svona hugleiðingar eru við hæfi þegar yfir launavinnumanninn hell- ist aldeilis býsn af stórrökum vinnugefendanna. Þeir vilja til dæmis „raunhæfar” kjarabætur með skattalækkunum. Þá á helst að lækka tekjuskatt. Það kemur þeim sumum til góða (ef þeir ná meðaltekjum) en öðrum ekki, því 40—50% atvinnurekenda er með nánast lágmarkstekjur; eru sem sagt láglaunamenn eins og sannaðist þegar menn fengu láglaunabætur um árið. Um Ieið á að setja á virðisauka- skatt sem hækkar t.d. matvæli um 5—20%. Það skiptir suma atvinnu- rekendur litlu því sunnudagssteikin er rekstrarútgjöld. Svo standa harla margir með pálmann í höndunum eftir allt saman því skattaskii (og bókhald þar með) er væntanlega í molum hjá 30—40% fyrirtækja í land- inu, ef dæma má lauslega af könnun nýverið. Eigi menn ekki fyrirtæki en vinni sem „bossar” má gera ráð fyrir því að uppgefin laun séu oft helmingur raunlauna með öllu sem því fylgir varðandi skattheimtu. Er furða að fólk hafi ótrú á skatta- lækkunarleiðinni svonefndu? Annað dæmi varðar tap. Samtök vinnuveit- enda lýsa oft yfir erfiðri rekstrar- stöðu og tala um tap í framleiðslu- greinum. Reikningana sjáum við aldrei og enginn svarar spurningum um hvernig tapið er fengið fram. Þá sjaldan einhver stofnun (t.d. Þjóðhagsstofnun) er borin fyrir tap- söngnum, er nánast verið að fjalla „Það ar mjög bagalegt að alls konar reiknitölur og yfirlýsingar skuli ekki vera borðlagðar og sannaðar í kjarabaröttunni eða pólitískri umrœðu." £ , ,Samtök vinnuveitenda lýsa oft yf- ir erfiðri rekstrarstöðu og tala um tap í framleiðslunni. Reikningana sjá- umviðaldrei. . .” um meðaltalstölur þar sem fimm fyrirtæki geta vegið móti fimmtán. Aukinheldur þyrftu menn nú að sjá hvað er sett í plús og hvað mínus í rekstrarreikningnum. Það er mjög bagalegt að alls konar reiknitölur og yfirlýsingar skuli ekki vera borðlagðar og sannaðar í kjara- baráttunni eða pólitískri umræðu. Hver trúir forsætisráðherra sem smám saman eykur verð- bólguhraðann, sem var fyrir em- bættistíð hans, úr 70% í 130% án skýringa? Hvernig getur forstjóri Flugleiða sagt að kröfur flugfreyja þýði 100 milljón kr. útgjöld og þar með taprekstur á Flugleiðum án borðlagðra reikninga? Ef 100 flug- freyjur fá 33% hækkun (meginkraf- an) á 25.000 meðallaun gerir það 9— 10 milljónir á ári. Frómar óskir Nú er kominn timi til að lands- ARITRAUSTI GUÐMUNDSSON, KENIMARI, MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND feður, atvinnurekendur og fræðingar taki sér tak og leggi ýmsar tölur á borðiö. Hér eru nokkrar kröfur: — I hvaða tekjuflokka skiptast at- vinnurekendur (launafólk hefur veriðskoðað)? — Sýnið stöðureikninga fyrir stærstu fyrirtækin og framleiðslu- greinarnar. — Hver hefur hagnaður 500 stærstu fyrirtækja Islands verið (eða tap) sl. 10 ár? Svona upplýsingar gætu ef tii vill hleypt nýju blóði í þjóðlífsskrokkinn og gert að verkum að menn taki að deila um handföst fyrirbæri en ekki vísbendingar og „hlutlausa” hag- fræði. Þjóðfélag þar sem könnun færir fram að verulegur hluti atvinnurek- enda hefur tekjur lægri en einstæðar mæður getur varla verið með bók- haldiðílagi. Ari Trausti Guðmundsson. Kerfið táldregur sjúka og aldna Þeir sem kynna sér mólefni aldraðra, réttarstöðu þeirra, reka sig fljótlega á vegg, múr, sem kerfið hefur byggt upp og mörgum reynist erfiður og torveldar eðlilegt líf og samneyti fólks. Múrinn, löggjafinn, sannar okkur óþyrmilega að aldraðir eru „utan- garðs” innan íslenskrar löggjafar í ótrúlega víðfeðmum skilningi. Þó telja vissir aðilar þegar nóg komið, að of langt sé gengið í félagslegri hjálp við aldraða og sjúka. En þegar horft er á tekjur og af- komumöguleika aldraðs fóiks, þess fólks sem engan uppsafnaðan höfuðstól hefur að bakgrunni, standast rök þessara aðila ekki. Vissulega gildir það sama um aðra þjóðfélagsþegna sem ekki ganga heilir til skógar og verða að t eysta ó samhjálp heildarinnar. Styrkir eru ekki gjafir Aldraðir eru ekki að biðja um gjafafé, — framlag til aldraðra er endurgreiðsla á þeirra innleggi í uppbyggingu þjóðarbúsins á liðnum árum og endurgreiðsla á sparifé þeirra sem ráðamenn í stjórnsýslu og nútímafólk hefur að stórum hluta gert að „sportfé” fyrir sig og sína með ósanngjörnum hætti. Með þá staðreynd í huga er eina vöm aldraðs fólks samstaöa og barátta. Verja það sem unnist hefur og knýja á um aukinn rétt, verjast ágangi og niður- lægingu og auka skilning löggjafans og ráðamanna á málum aldraöra tekjulega og félagslega og að aldraðir fái að halda reisn i samfélagi vinnandi fólks en búi ekki utangarðs. Félagsleg hjálp er skylda Ráðamenn hljóta að sjá að fleira verður að gera en að byggja handa öldruðum íbúðir. Það eru ekki allir í aðstöðu til að nýta sér það af eigin rammleik, þar kemur og margt fleira til sem þarf að gefa gaum og varðar heill þeirra. Föndurnám- skeið, spila- og skemmtisamkomur leysa vissan vanda, en leysa ekki þann vanda sem harðast knýr, — þann aðlifa. Vissulega er margt gott og vel gert af opinberum aðilum, þaö nær þó of skammt og ekki til margra þátta sem snerta daglegt líf aldraðs fólks. Margir eru einmana á heimilum sínum, búa í of stóru og þarfnast hentugri íbúða. Þeir þarfnast aðstoðar til íbúðaskipta. Það myndi stuðla að bættum hag og gera lífið bærilegra og heiminn bjartari. Þá væri stórum og þörfum áfanga náð. Hver kynslóð hefur skyldur Landið byggja að stórum hluta þrjár kynslóðir sem verða að deila með sér gæðum þess og þess sem þjóðin aflar og skipta með sér af meira réttlæti en nú viögengst. Þjóðin má ekki gleyma fortíð sinni og þeim sem landið byggðu. Forfeður okkar og mæður skópu, með þrotiausu striti, nægjusemi og sparnaði, grunninn að því velferðar- ríki sem við búum við. Að hlúa að þeim aldna og hjálpa þeim sjúka er forsenda þess að landið standi undir nafninu velferðarríki meðal annarra þjóða. Hafa stjórnvöld gert skyldu sína Stjómmálamenn og ráðamenn mættu gjarnan hugleiöa hvernig komið væri málum þorra þessa fólks, aldraðra og sjúkra, ef ekki hefðu GARÐAR VIBORG I STJÓRNARMAÐUR RÉTTARBÓTAR ALDRAÐRA komið til fjárframlög einstaklinga, félaga og klúbba. Sannast mála er að með þeim hætti hefur tekist að stórum hluta að afla tækja til sjúkrahúsa, rannsókna og þjálfunarstöðva, heilsuhæla og vist- heimila aldraðs fólks. Af framansögðu er ljóst að hlutar þjóðarbúsins væri furðu rýr og aðbúnaður nefndra stofnana æði bág- borinn ef ekki hefðu komið til fjár- framlög ofangreindra aðila. Hvað við kemur þeim hluta velferðarinnar hafa ráðamenn og stjómvöld brugðist. Tekjulega séð, þegar horft er til hagsældar þjóðarinnar á liönum árum, hefur þjóöarbúiö haft alla burði til að búa betur að sjúkum og öldruðum. Stjómvöld og ráðamenn hafa um of horft á sjálfa velsældina en horft fram hjá því neikvæða. Hvað um sjúka og aldna? I kjölfar breytinga á ríkis- stjóminni féll í hlut opinberra starfs- manna 3% kauphækkun. Sú gerð hefur fært launastéttum innan ASI sömu launahækkun og áfram mun boltinn velta. Launafólk innan BHM hefur þegar hafið upp raust sína og óskað lagfæringa í sama dúr. Ætla má að sérþekkingastéttimar og aðrir þrýstihópar hefji innan tíðar sinn sultarsöng. En hvað um ellilífeyrisþega, öryrkja, fatlaða, einstæðar mæður, laun til ekkna og barnsmeðlög? Allir vita að í þessum þjóðfélags- hópum er tekjulægsta fólkið. Er ekki fuÚ þörf á leiðréttingu þeirra mála? Nú reynir á drengskap og velvilja löggjafans og stjómvalda. Það er tæpast réttlætanlegt að hunsa eða traðka á rétti þeirra, að þeir njóti ekki þess sama og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Þrjú prósent hækkun á lítil laun er ekki stórmál, — síst hjá þjóð sem við allsnægtir býr. Þjóð sem hefur að bakhjalli óþrjótandi lánstraust innanlands og utan, hefur möguleika til að leysa um stund óvæntar uppákomur, það rekstrarform er engin nýlunda hjá ráöamönnum og stjómvöldum. GarðarViborg. ^ „Föndurnámskeiö, spila- og skemmtisamkomur leysa vissan vanda, en leysa ekki þann vanda sem harðast knýr, — þann að lifa.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.