Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 1 5. TBL. 76. og 1 2. ÁRG. - LAUGARDAGUR 1 8. JANUAR 1 986. 38.200 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. HELGARBLAÐI TVÖ BLÖÐ í DAG - 56 SÍÐUR RITSTJÓRN IAUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SlMI 27022 Stjörnur sem drekka ítalski rithöfundurinn Al- berto Moravia er 75 ára um þessar mundir. Við hér á helgarblaðinu ber- um sérlega hlýjar tilfinn- ingar til þess garps, enda skrifar hann ekki aðeins skáldsögur, kvikmynda- handrit og leikrit - hann er líka blaðamaður, skrif- ar gagnrýnar greinar um kvikmyndir, tekur viðtöl - og býr í glæsilegri þak- ibúð í miðri Róm. Helgarblaðið leit við í Róm í vikunni sem leið. En Alberto var ekki heima. Dyravörður hans sagði að hann væri úti að drekka. ítalir meina ekki það sama og íslendingar þeg- ar þeir tala um að fara út að „drekka“. Alberto var bara að bergja á rauðvíni. Svo sem eins og tveimur glösum. Bara til að geta sofnað betur. Við hefðum viljað bjóða ýmsum þeim sem sýna andlit sitt í helgarblaðinu í dag eins og eitt glas af rauðvíni. En Elísabet Ta- ylor er hætt að bragða áfengi. Hún er búin með skammtinn sinn. Reyndar merkilegt með þá fögru stjörnu - hún rís jafnan upp aftur og með ýmsu móti: Hún giftir sig upp á nýtt þegar ástin dvínar í hjónabandinu. Og hún fer í andlega sem líkamlega endurhæfingu þegar dregur úr lífskraftinum. Og hún tekst á við ný verkefni, kemur sem end- urfædd fram á svið eða skjá þegar sá gáilinn er á henni. Það sama má segja um hana Herdísi Þorgeirs- dóttur - að minnsta kosti hvað rauðvínið snertir. Hún var á hraðferð og hefði ekkert þýtt að biðja hana að bíða á meðan við veldum tegund. Hún er að undirbúa fæðingu nýs tímarits. Það tímarit á að fjalla um þjóðmál út frá sjónarhorni Herdísar og samstarfsmanna hennar. Herdís ritstýrði blaði sem heitir Mannlíf áður - en vill nú „opna eigið“. Rauðvín? Nei; svo fór að enginn þáði dropa; nema Alberto Moravia; og Jónas Kristj- ánsson - sem fær oft dýrlegan vökva út úr sinni „Rauðvínspressu". -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.