Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986.
3
„Vinnuaðstaðan er hræðileg og við önnum engan veginn öllum
þeim simtölum sem hingað berast,“ sögðu starfskonurnar á skipti-
borði Landspítalans.
Heilsuspillandi vinnuaðstaða símastúlkna á Landspítalanum:
Hlupu ælandi
f ram á gang
„Ástandið er vægast sagt ömur-
legt hér. Bæði er vinnuaðstaðan
óviðunandi og skiptiborðið annar
engan veginn öllum þeim símtölum
sem berast," sögðu konurnar sem
vinna við skiptiborð Landspítal-
ans.
„Símstöðin er orðin yfirfull af
númerum. 100 númerum var bætt
við fyrir 2 árum og eru þau öll
komin í gagnið núna. En borðið er
alltaf jafnlítið. Þetta getur haft í
för með sér alvarlegar afleiðingar,
jafnvel kostað mannslíf. Fólk
hringir og hringir og nær ekki
sambandi. Læknarnir sjálfir segja
að það sé fljótlegra að koma hingað
akandi heldur en að hringja."
Starfskonurnar hyggjast nú
senda forstjóra Ríkisspítalanna
bréf og fara fram á úrbætur. „Ef
ekki þá göngum við út og höfum
bara eina konu hér á neyðarvakt.
Við erum skyldugar til þess.“
„Þegar hafist var handa við
nýbygginguna Eiríksgötumegin
voru settir hlerar fyrir gluggana
hjá okkur. Við gátum ekki opnað
þá og engin birta kom inn. Þetta
endaði með því einn daginn að tvær
af okkur hlupu ælandi fram á gang.
Hér var alveg loftlaust og hitinn
svakalegur. Þá voru hlerarnir
teknir að hluta. En ennþá er loft-
leysið óviðunandi. Vinnueftirlitið
hefur komið hingað og segir að
þetta sé heilsuspillandi húsnæði.
En því var ekki lokað. Það er
bannað. Við erum búnar að kvarta
yfir þessu í tvö ár. Ekkert er gert
og við þolum þetta ekki lengur,"
sögðu starfskonurnar við blaða-
mann sem lá við yfirliði eftir 5
mínútna setu á þessum stað.
„Að flytja skiptiborðið er mikið
fyrirtæki. Framkvæmdin hefur þó
tafist meira en góðu hófi gegnir.
Nýju aðstöðuna, sem nota átti fyrir
skiptiborðið, var fyrirhugað að
nota til bráðabrigða til rannsókna
á ónæmistæringu er það vandamál
kom upp. Nú er Ijóst að keypt
verður nýtt húsnæði undir m.a.
rannsóknir á ónæmistæringu. Hið
umrædda húsnæði á Landspítala-
lóðinni er því laust og hægt verður
að flytja skiptiborðið eftir ein-
hverja mánuði," sagði Davíð Á.
Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítal-
anna. -KB
„Byggt á mis-
skilningihjá
varnaraðila”
„Aðdróttanir Vilhelms Ingólfssonar,
eiganda hársnyrtistofunnar Aristó-
kratans, eru ekki svaraverðar,"
sagði Ólöf Pétursdóttir, formaður
Jafnréttisráðs og héraðsdómari hjá
bæjarfógetaembættinu í Kópavogi.
Vilhelm Ingólfsson var dæmdur til
að greiða Unu Sveinsdóttur, fyrrum
starfsmanni sínum, 146 þúsund krón-
ur vegna þess að óheimilt er að segja
barnshafandi konu upp störfum
nema gildar og knýjandi ástæður séu
fyrir hendi. Vilhelm rak hins vegar
Unu 5. jan. 1985 eftir að uppvíst var
að hún var þunguð. í DV í fyrradag
segir Vilhelm að skiljanlegt sé að
dómurinn hafi fallið Unu í hag þar
sem sá sem felldi dóminn var formað-
ur Jafrréttisráðs, eða Ólöf Péturs-
dóttir.
„Þetta er byggt á misskilningi hjá
varnaraðila, Vilhelm Ingólfssyni. í
þessu máli var dæmt eftir ákvæðum
vinnulöggjafarinnar og almanna-
tryggingalaga. Hvorugur málsaðili
reisti dómkröfur sínar á jafnréttis-
lögunum og komu þau því ekki til
álita í þessu máli,“ sagði Ásgeir
Pétursson, bæjarfógeti í Kópavogi.
„Ég ætla að áfrýja," sagði Vilhelm
Ingólfsson, sá dæmdi.
„Vilhelm Ingólfsson er ekki í Hár-
greiðslumeistarafélagi íslands.
Framferði eins og hann beitir tíðkast
ekki hjá okkar félagsmönnum gagn-
vart starfsfólki“, sagði Kristjana
Milla Thorsteinsson framkvæmda-
stjóri Hárgreiðslumeistarafélagsins,
er hún hafði samband við blaðið. -KB
Hollustuvemd
kærírSamúel
„Við sendum kæru á hendur Samú-
el-útgáfunni frá okkur til ríkissak-
sóknara á þriðjudag," sagði Þór-
hallur Halldórsson, forstöðumaður
heilbrigðiseftirlits Hollustuverndar
ríkisins.
Kæran er byggð á greinum í nýjum
tóbaksvarnalögum. í desemberhefti
Samúels var grein um þýskar síga-
rettur sem heilbrigðisyfirvöld telja
brot á lögunum og vera auglýsingu
um tilteknar sígarettur. Yfirvöld
stöðvuðu sölu á desemberhefti
Samúels á útsölustöðum úti á landi.
Salan var ekki stöðvuð í Reykjavík.
En heilbrigðisnefnd Reykjavíkur
leitaði til borgarlögmanns, sem skil-
aði áliti á mánudag. Hann taldi ekki
ráðlegt að hver heilbrigðisnefnd á
landinu leitað sér lögfræðiálits, en
nefndirnar eru 47 alls. Hollustuvernd
hefur síðan ákveðið að kæra til ríkis-
saksóknara. Fyrir síðustu helgi
kærði ritstjóri Samúels, Ólafur
Hauksson, heilbrigðisyfirvöld til
ríkissaksóknara. - ÞG
Kanda símstööintengistönúmerum inn oggetur þjónaö
alltaö 16símtækjum innanhúss.
Símstöðin er með innbyggt kallkerfi.
Meöstööinnifylgja gullfallegsímtæki, semerumeöbæöi
hátalara og hljóönema.
Verö(símstöö + 8símtæki)kr. 145.000.- afb. kr. 137.750.-stgr.
Verö: (Símstöö -|- 16 símtæki) kr. 200.000.- afb.
kr. 190.000. stgr. 1/4 út og eftirstöövar á 6 mán.
Tökum á móti pöntunum
sýnishorn ástaðnum
. .. + + , SKIPHOLTI 19
VIÐ TOKOM VEL A MOTI ÞER S|MI 29800
símstöð