Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986.
Islensk tunga
Eiríkur Brynjólfsson
útgáfuári bókarinnar er liðið 61 ár
frá því alþingi svipti hann styrk til
orðsöfnunar fyrir að vera bolseviki.
Sámheitaorðabókin er þeim til
sóma sem að henni standa. Hún er
í alla staði vel úr garði gerð og á
örugglega eftir að nýtast þeim vel
sem vilja auka íjölbreytni í rituðu
máli.
Um samheiti
Við skiptum þekkingarheimi
okkar í hluta og gefum hverjum
hluta sitt nafn. Og af einskærri
rausn hafa flestir hlutir fengið
fleiri en eitt heiti. Það eru samheiti
sem gera okkur kleift að sýna
blæbrigði málsins því sérhverja
hugsun má orða á fleiri en einn
veg. Þegar menn skrifa eða tala þá
eru þeir um leið að velja það orða-
lag sem best hentar hverju sinni.
Slíkt val á sérstaklega við um
ritað mál enda gefst þá meiri timi
heldur en i töluðu máli.
Það hefur verið fullyrt að engin
tvö orð hafi nákvæmlega sömu
merkingu heldur hafi þau svipaða
eða skylda merkingu.
Orðin saddur og mettur merkja
það sama í setningunni. Nú er ég
saddur/mettur en samt er blæ-
brigðamunur á því hvort orðið er
notað. í setningunni Hann var
saddur lífdaga eru þau alls ekki
samheiti.
Þótt við höfum tvö orð sömu
merkingar er ekki þar með sagt að
við getum látið annað koma í stað
hins og fengið nákvæmlega sömu
merkingu. Líklega er það aldrei
hægt. Merking orða er sett saman
úr mörgum þáttum. Samheiti hafa
mismarga þætti .sameiginlega.
Þannig má segja að merking orð-
anna skarist.
Orðin hestur, gæðingur og trunta
eru öll samheiti en hvert þeirra
hefur sérstakan merkingarþátt.
Við getum orðað það svo að hestur
hafi hlutlausa merkingu, gæðingur
jákvæðan merkingarþátt en trunta
neikvæðan.
I íslenskri samheitaorðabók eru
blæbrigði orðanna ekki útskýrð
heldur verða menn að leita í al-
mennar orðabækur eftir slíkum
útskýringum ef þurfa þykir.
Merking samheita getur einnig
verið misvíðfeðm. Bók, orðabók og
samheitaorðabók eru allt samheiti
þótt seinni orðin felist í hinu fyrsta.
Orðin burri, bíll og bifreið eru öll
samheiti. Sérstaða hins fyrsta er
sú að það er úr barnamáli og bifreið
er notað í ritmáli og ef til vill
hátíðlegu máli en bíll í venjulegu
talmáli.
Orðin salt og natríumklóríð
merkja bæði það sama en annað
er fræðilegt en hitt almennt.
Enn má nefna orð eins og sykur-
inn og sykrið. Þau merkja það
sama en hafa ólíkt kyn og stað-
bundna útbreiðslu.
í ljósi þessa má endurtaka full-
yrðinguna um að engin tvö orð
hafi nákvæmlega sömu merkingu.
Þau geti hinsvegar haft fleiri en
einn merkingarþátt sameiginlegan
og þannig verið mismikil samheiti.
Þetta verða þeir að hafa í huga
sem vilja auðga mál sitt með fjöl-
breytni, þ.e. að nota hin minnstu
blæbrigði málsins.
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reíkningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eílir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá-
dráttar.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði
3Z% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á
óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja
og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn-
ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári>
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
öndvegisreikningur er bundinn til 18
mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt-
um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu
vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir spariíjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársíjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársíjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeirn mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur.
Þau eru: Hcfðbundin, til mest 14 ára en
innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir
7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast
með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið-
um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg
eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð-
stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og
greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð-
bætur greiðast með höfuðstól við innlausn.
Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta-
auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru
meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum
reikningum bankanna ,og með 50% álagi.
Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur
greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis-
tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau
eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9%
vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn-
lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu
SDR.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna^
íjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 44& þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 rnanna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextirog verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt þvi
0,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í janúar 1986 er 1364
stig en var 1337 stig í des. 1985. Miðað er við
grunninn lOOíjúní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá janúar 1982
en 3699 stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BAMKA 0G SPARISJÓÐA (%)
11.-20.01.
1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÚRUM sjAsérlista illl lí Ílllff ll H ll ú
INNLAN 0VERDTRYGGÐ
SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæða 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23,0 25.0 23,0 25.0 25.0
6 mán.uppsógn 31.0 33,4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0
12 mán.uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 33,3
SPARNAÐUR- LANSRÉTTURSpaiað3-5mán. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0
29.0 26.0 23.0 29,0 28.0
innlAnsskIrteini Til6mánaða 28.0 30.0 28.0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Ávísanarcikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
INNLÁN VERDTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2,0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
INNLÁN gengistryggð
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
útlAn úverðtryggd
ALNIENNIRVlXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0
VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34,0 2) kge 34.0 kge 32.5 kge kge kge 34.0
ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32,0 32.0 32.0
VIDSKIPTASKULDABRÉE 35.0 2) kge 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5
ÚTLÁN VERÐTRYGGD
SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri cn2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU
sjAneðanmAlsi)
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,75%,
í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 13%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá s[)arisjóðunum í
Hafharfirði, Kópavogi, Keflavik, Sparisjóði Reykjavikur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og V erslunarbankanum.
Þórbergur Þórðarson á gangi við Tjörnina.
BURRI OG
BIFREIÐ
Ein jólabókanna var Islensk
samheitaorðabók. Ekki var hún sú
bókin sem hæst var haft um eða
mest seldist. Engu að síður er hún
í flokki þeirra merkustu.
Reyndar er það furðulegt að ís-
lendingar séu núna fyrst að eignast
samheitaorðabók. En svo undar-
legt sem það er þá eru íslendingar
aftarlega á merinni hvað orðabæk-
ur snertir. Og það verður enn
skrítnara í ljósi þess að íslendingar
þykjast meta orðsins list meira en
aðrarþjóðir.
Orðsifjafræði og bollaleggingar
um uppruna orða er vinsælt um-
ræðuefni á íslandi. En engin orða-
bók er til sem rekur uppruna, utan
Stafsetningarorðabók Halldórs
Halldórssonar. Hún er góð svo
langt sem. hún nær, hún er ein-
faldlega of lítil. Mér skilst þó að
góðir menn í háskólanum séu að
undirbúa útgáfu slíkrar bókar
þannig að framtíðin er vonandi
björt.
Þórbergurog
samheitaorðabókin
Samheitaorðabókin er gefin út
fyrir fé úr styrktarsjóði Þórbergs
Þórðarsonar og Margrétar Jóns-
dóttur.
Sjóð þennan stofnuðu þau hjónin
í október 1970. I þennan sjóð rann
andvirði þriggja íbúða sem þau
áttu, sömuleiðis bókasafn Þórbergs
að honum látnum. Einnig á höf-
undarréttur bóka hans að renna til
sjóðsins.
I reglum hans segir meðal annars
að fénu skuli varið til að styrkja
samningu og útgáfu á samheita-
orðabók, rímorðabók og stílfræði
og skuli samheitaorðabókin sitja í
fyrirrúmi.
Þórbergur var einmitt sá meistari
í stíl sem sýndi hina óendanlegu
fjölhreytni ~málsins og blæbrigði
orðanna. Það fer því vel á því að
bók sem eykur möguleika okkar til
að nota þessi blæbrigði skuli vera
í minningu Þórbergs. Það fer líka
ágætlega á því að minna á að á
Peningamarkaður