Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR18. JANUAR1986.
Erlend bóksjá
Erlend bóksjá
Hver rithöfundurinn af öðrum
hefur látið undan síga fyrir ell-
inni undanfarnar vikur, nú síðast
Christopher Isherwood, félagi
Audens um árabil. Um það bil
mánuði fyrir andlát Isherwoods
létust þrjú ensk skáld í sömu
vikunni: Robert Graves, Philip
Larkin og Geoffrey Grigson.
Isherwood, sem }é$t/í byrjun
xissa mánaðar 81 árs að aldri,
er þekktastur fyrir svonefndar
Berlínarskáldsögur sínar Mr.
Norris Changes Trains (1935) og
Good- bye to Berlin (1939). Þess-
ar sögur byggði hann á reynslu
sinni sem kennari í úrkynjaðri
Berlínarborg á síðustu árunum
fyrir valdatöku Hitlers. Nú á
dögum kannast vafalaust fleiri
við þessar sögur af söngleiknum
og kvikmyndinni Cabaret, sem á
)eim eru byggð, en af lestri þeirra
sjálfra.
Áður en Isherwood fór til Ber-
línar hafði hann stundað lækna-
nám í London og samið þá tvær
skáldsögur, sem sumir telja bestu
verk hans: The Memorial og All
the Conspirators. Þær hafa þó
ekki notið sömu vinsælda og
Berlínarsögurnar
Isherwood, sem var náinn fé-
lagi Audens á millistríðsárunum,
hvarf frá Bretlandi til heims
kvikmyndanna í Hollywood í
byrjun síðari heimsstyrjaldar-
innar (hann varð bandarískur
ríkisborgari árið 1946). Sögurnar,
sem hann skrifaði eftir brottför-
ina til Ameríku, þykja á engan
hátt jafnast á við þær fjórar sem
hér hafa verið nefndar og einkum
halda nafni hans á lofti.
Um það bil mánuði áður en
Isherwood var allur andaðist
Robert Graves, níræður að aldri,
að heimili sínu á Majorku.
Graves leit fyrst og fremst á sig
sem ljóðskáld en hann sendi frá
sér fyrstu ljóðabók sína árið 1916.
Almenna viðurkenningu hlaut
Graves þó ekki fyrir ritstörf sín
fyrr en fyrsti hluti ævisögu hans,
Goodbye to All That, kom út árið
1929. Graves lýsti þar reynslu
sinni í fyrri heimsstyrjöldinni
Hann varð hins vegar sjálfur
afar gagnrýninn á eigin verk eftir
því sem tíminn leið. Fjórum sinn-
um á lífsleiðinni sendi hann frá
sér heildarsafn ljóða sinna - síð-
ast árið 1975. í hvert sinn sleppti
hann miklu af eldri ljóðum sínum
úr „heildarsafninu“.
Meðal almennings er Graves
þó líklega mun þekktari sem
skáldsagnahöfundur. Það er
vegna sögulegra skáldsagna
hans um Kládíus Rómarkeisara
(I, Claudius og Claudius the God)
en eftir þeim voru gerðir frægir
sjónvarpsþættir sem m.a. voru
sýndir hér á landi fyrir nokkrum
árum. Graves var vel að sér í
fornum griskum og rómverskum
fræðum og þýddi mikið á enska
tungu.
Allt frá árinu 1929 fram til
dauðadags bjó Graves utan hei
malands síns, Englands, ef undan
eru skilin ár Spánarstríðsins og
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Hann gerði Majorku að heim-
kynnum sínum mestallan þann
tima.
Graves var mjög sérstæður
persónuleiki. Hann skrifaði í
fiskimannakofa við ströndina og
hafnaði algjörlega nútímaþæg-
indum á borð við ritvél, síma eða
bíl. Reyndar taldi hann það til
helstu kosta sinna að vera „gam
aldags“.
Skoðanir á ljóðlist Graves eru
mjög skiptar. Að honum látnum
töldu þó ýmsir, sem létu ljós sitt
skína, að bestu ljóðum hans
mætti jafna við verk Audens
Eliotsog Yeats.
Ást og hjátrú til foma
ELSKOV OG OVERTRO. FRA VAR
GAMLE TROLLDOMSMEDISIN.
Höfundur: I. Reichborn Kjennerud.
Universitetsforlaget AS, Oslo, 1985.
Norski læknirinn Ingjald R.
Kjennerud, sem andaðist árið 1949,
samdi ítarlegt verk í fimm bindum
um alþýðlegar lækningaaðferðir
norrænna forfeðra okkar og hjátrú
eða þjóðtrú sem þeim var gjarnan
samfara. Á þessu sviði vann hann
mikið frumherjastarf.
Úr þessu vísindariti hefur hér verið
valið afmarkað efni sem skipt er í tvo
kafla. Sá fyrri íjallar um samskipti
kynjanna og heitir einfaldlega
„Maður og kona“. í síðari kaflanum
er rakin hjátrú varðandi þungun og
fæðingu.
Fyrir þá, sem þekkja vel til ís-
lenskra fornbókmennta, kemur
margt hér kunnuglega fyrir sjónir,
enda mikið vitnað til þeirra. En
I. REICHBORN KJENNERUD
TTJLSKOV OG
JC/OVERTRO
IRA VAR GAMI.E
TROLLDOMSMEDISIN
nttivtx&-fímnmr Aoev......
Kjennerud hefur þar að auki safnað
miklum fróðleik í ýmsum byggðum
Noregs þar sem fólk hefur verið
minnugt á forna siði og gamlar „kerl-
ingabækur".
Hér er sagt frá svo ólíkum hlutum
sem ástardrykkjum og ástarrúnum,
afbrýðisemi, skýringum fornmanna á
getuleysi og ráðum við því, og spá-
dómum af ýmsu tagi. í síðari kaflan-
um er m.a. rakið hvernig reynt var
að ráða í kyn fósturs, hverju móðirin
þurfti að vara sig á meðan á með-
göngu stóð og hvernig staðið var að
fæðingarhjálp til forna á Norðurl-
öndum. Þessi samtíningur er hinn
fróðlegasti og ekki að sjá annað en
sumt af þessari gömlu þjóðtrú blundi
enn í tuttugustu aldarfólki.
Bókin er afar smekklega unnin.
Hana prýða skemmtilegar teikning-
ar sem tengjast efninu.
Úrval Ijóðafimm breskra skálda
MILTON.
POPE.
BLAKE.
BURNS.
ARNOLD.
The Penguin Poetry Library, 1985.
Úrval ljóða fjögurra enskra og eins
skosks öndvegisskálds hafa bæst í
Ljóðasafn Penguin-forlagsins. í öll-
um tilvikum er hér um að ræða
endurprentanir, en í sumum bókanna
eru formálsorð, þar sem ferill og verk
skáldanna eru stuttlega rakin, ný af
nálinni.
John Milton er elstur þessara
skálda. Hann var aðeins átta ára
þegar Shakespeare lést árið 1616.
Frægust verka hans, og þau sem
halda nafni hans enn á lofti, eru að
sjálfsögðu Paradísarmissir og Para-
dísarheimt. Til þeirra er ítarlega
BANDARÍKIN
1. WlarioPuzo:
THESICILIAN.
2. Alice Walker:
THE COLOR PURPLE.
3. Sidney Sheldon:
IFTOMORROW COMES.
4. TomClancy:
THE HUNT FOR RED OC-
TOBER.
5. Stephen King og
Peter Straub: THE TALIS-
MAN.
6. JohnJakes:
LOVEANDWAR.
7. Dana Fuller Ross:
LOUISIANA!
8. StephenKing:
THE BACHMAN BOOKS.
9. V. C. Andrews:
HEAVEN.
10. Johanna Lindsay:
L0VE0NLY0NCE.
Ritalmenns eðlis:
1. M.ScottPeck:
THE ROAD LESS TRA-
VELED.
2. StudsTerkel:
„THEGOOD WAR".
3. Shirley MacLaine:
OUTONALIMB.
(Byggt á New York Times
Book Review).
vitnað í þessu úrvali, en þar er einnig
að fmna brot úr öðrum kveðskap
Miltons.
Alexander Pope er talinn helsta
ljóðskáld Englendinga á áfjándu
öldinni. Hann er ekki síður þekktur
fyrir þýðingar sínar en frumort ljóð,
en hann vann að þýðingu á kviðum
Hómers í þrettán ár og komu þær
þýðingar hans út í ellefu bindum á
árunum 1715-1726. Pope var þekkt-
ur, og af ýmsum hataður, fyrir napurt
háð, sem hann beitti óspart í átökum
hversdagsins.
William Blake, sem fæddist árið
1757, var bæði skáld og myndlistar-
maður. í þessu úrvali verka hans
kynnumst við þó aðeins skáldinu,
sem vissulega er oft á tíðum fremur
torskilið og háfleygt.
Robert Burns, eitt helsta þjóðskáld
Skota fyrr og síðar, er alveg sér á
parti í þessu safni. Hann var jafn
veraldlegur og Blake andlegur. Ljóð
hans eiga rætur í skosku þjóðlífi.
Og mál hans sömuleiðis, enda fylgja
hér með ítarlegar orðaskýringar sem
eru þeim, sem aðeins eru vanir hefð-
bundinni ensku, algjör nauðsyn.
Yngsta skáldið í hópnum er Matt-
hew Arnold, sem lét birta fyrstu
ljóðabók sína árið 1849. Hann orti
öll ljóð sín áður en hann varð hálf-
fimmtugur. Eftir það sinnti hann
öðrum hugðarefnum og hafði veruleg
áhrif sem gagnrýnandi og kennari.
Ljóðasafn Penguin-forlagsins veit-
ir lesendum ágæta innsýn í skáld-
skap helstu ljóðskálda Breta. Fram
að þessu hefur mest áhersla verið
lögð á skáld fyrri alda. Ekki væri þó
sfður ástæða til að veita með slíkum
hætti aðgang að helstu ljóðskáldum
fyrri hluta þessarar aldar.
METSÖLUBÆKUR
PAPPÍRSKILJUR
BRETLAND DANMÖRK
1. SueTownsend: 1. HermanWouk:
THE GROWING PAINS 0F OP MOD VINDEN. (-).
ADRIAN M0LE. (1). 2. POLITIKENS SLANG0RD-
2. SueTownsend: B0G. (2).
THE SECRET DIARY 0F 3. Johannes Möllerhave:
ADRIAN M0LE, AGED 13 TILTRÖST.(I).
3/4.(2). 4. Klaus Rifbjerg:
3. Virginia Andrews: DEN KR0NISKE USKYLD.
HEAVEN. (8). (3).
4. Jolliffeog Mayle: 5. HermanWouk:
TWINKLE, WINKLE. (3). PAMELA. (8).
5. Arthur Hailey: 6. KirstenThorup:
STR0NG MEDICINE. (10). HIMMEL OG HELVEOE.
6. CraigThomas: (10).
THE BEAR'S TEARS. (5). 7. Gail Godwin:
7. Doris Stokes: EN M0R 0G T0 DÖTRE.
WHISPERING VOICES. (6). (-)•
8. Len Deighton: 8. Emma Gad:
MEXIC0 SET. (-). TAKTOGTONE. (6).
9. Judith Krantz: 9. Bjarne Nielsen Brovst:
MISTRAL’S DAUGHTER. KAJMUNK. (9).
(-)• 10. Nicholas Gage:
10. Frederick Forsyth: ELENI. (-).
THE FOURTH PR0T0C0L.
H- (Tölur innan sviga tákna (Tölur innan sviga tákna
röð viðkomandi bókar é röð viðkomandi bókar vik-
listanum vikuna á undan. una á undan. Byggt á Politi-
Byggt á The Sunday Times). ken Söndag).
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Bréf og
dagbækur
Viktoríu
QUEEN VICTORIA IN HER LETTERS
AND JOURNALS.
Ritstýrt af Christopher Hibbert.
Penguin Books, 1985.
Það er sjaldgæft að einstakir
þjóðhöfðingjar setji svo svip sinn
á samtíðina að nafn þeirra verði
táknrænt fyrir tímahilið. Þannig
er því varið með Viktoríu drottn-
ingu Bretaveldis. Hún tók við
bresku krúnunni árið 1837, þá
aðeins átján ára að aldri, og sat
á veldisstóli fram á árið 1901.
Viktoría skrifaði ótrúlega mik
ið. Hún hélt dagbók frá þrettán
ára aldri og allt fram á síðustu
daga sína. Þá ritaði hún ókjör
af bréfum bæði til ættingja og
stjórnmálamanna. Maður nokk-
ur hefur reiknað það út að hún
hafi að meðaltali skrifað um 2500
orð á dag eftir að hún komst af
barnsaldri, eða samtals um 60
milljónir orða. Miðað við meðal
lengd skáldsögu er áætlað að til
að prenta heildarrit hennar
þyrfti um sjö hundruð bindi.
Úr þessu mikla safni endur-
minninga, dagbóka og bréfa hef-
ur ritstjóri þessarar bókar valið
stutta kafla sem spanna mestallt
æviskeið Viktoríu og gefa
nokkra mynd af persónulegu lífi
hennar, þar á meðal ást drottn-
ingarinnar á manni sínum, Al-
bert, og djúpri sorg hennar við
fráfall hans en Albert andaðist
fyrir aldur fram 1861. Einnig
koma skoðanir hennar á mönn
um og málefnum mjög skýrt
ljós.
THE C0LLECTED ST0RIES
0F C0LETTE.
Penguin Books, 1985.
Þótt franska skáldkonan Co-
lette (1873-1954) sé almennt
þekktust fyrir skáldsögur sínar
um Claudine, Cheri og Gigi
samdi hún einnig fjöldann allan
af smásögum. Þær eitt hundrað
sögur, sem valdar hafa verið
þetta safn, eru frá árunum 1908
til 1945.
Eins og í skáldsögunum er
viðfangsefni Colette í smásögun
um gleði og harmur ástarinnar,
Persónurnar eru fjölbreytilegar
og sögusviðið sömuleiðis, en ást-
in og samskipti kynjanna eru
ávallt í sviðsljósinu.
Margar smásagnanna birtust
íyrsta sinn á ensku í þessu safni
sem var upprunalega gefið út
árið 1983. Ýmsar aðrar voru
þýddar að nýju vegna þessarar
útgáfu. En hér eru einnig ýmsar
I þekktustu smásögur Colette sem
gefa í engu eftir skáldsögum
hennar.