Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986. 9 Stormasöm er veröldin LAUGARDAGS- PISTILL: REKIÐ OG RAÐIÐ Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra hefur ýmist rekið menn eða ráðið og fengið skammir fyrir hvorutveggja. Ljóst virðist að margt hafi mátt og megi færa til betri vegar í rekstri Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Verður reyndar ekki séð hvað veld- ur því að sjóðurinn hefur ekki fyrir löngu verið látinn í umsjón ein- hvers bankanna. Það hefur reynst vel að því er íbúðalán varðar að fela veðdeild Landsbankans af- greiðslu þeirra. Varla er flóknara að afgreiða lán til námsmanna en tilhúsbyggjenda. Engu að síður er ljóst að farið hefur verið að framkvæmdastjóra Lánasjóðsins af óvenjulegum fruntaskap, sem er ráðherra lítt til sóma. Og rétt er að minnast þess að raunverulegar breytingar á starfsemi sjóðsins eru allar eftir. Ráðherrann hefur lýst góðum vilja sínum í því efni - eins og reyndar forveri hans í menntamálaráðu- neytinu. En framkvæmdin er öll eftir. Það væri synd að segja að nýja árið fari rólega af stað. Hver atburðurinn hefur rekið annan að undanförnu. Islendingar hafa færst nær ógn- vekjandi heimi hryðjuverkamanna í kjölfar ábendinga um að Norðurl- öndin kunni að vera næst á lista hjá arabískum morðingjum. Á hinu friðsæla Islandi ganga því íslenskir lögreglumenn vopnaðir vélbyssum um flugstöðvarsali. Þeir eru stað- festing þess að heimurinn hefur smækkað svo mjög vegna tækni- byltingar síðustu áratuga að Island er ekki lengur útkjálki á hjara veraldar heldur lítið úthverfi í stórborginni jörð. Hjá íslenskum stjórnarherrum hefur einnig margt verið á seyði. Þeir hafa sumir hverjir tekið upp á ýmsum harla óvæntum og um- deildum tiltækjum. Þar hafa reyndar ráðherrar sjálf- stæðismanna verið ötulastir. Satt best að segja hefur lítið farið fyrir framsóknarráðherrunum upp á síðkastið. Landbúnaðarráðherra hefur að vísu lent upp á kant við dýralækna vegna veitingar emb- ættis í kjördæmi sínu. Að öðru leyti hefur verið hljótt í þeirra her- búðum, enda eru rrjenn á þeim bæ vafalaust enn að reyna að átta sig á timburmönnunum eftir glæfra- legasta fjölmiðlafyllirí Islandssög- unnar, að minnsta kosti þeir sem ekki eru að slást um togarann Kolbeinsey. Húsbyggjendur frétta þannig ekkert af Alexander frekar en aðrir landsmenn. Halldór hefur öll mál sjávarútvegsins í traustri hendi sér og fer hljótt með. Og Steingrímur er í gifsi. frá síðustu árum um atvik þar sem legið hefur við árekstrum flugvéla. En fleira kann að vera í húfi. íslendingar annast nú flugumsjón á sérstöku flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafi. Af þessu hafa verið góðar tekjur, auk þess sem margir flugumferðarstjórar hafa að sjálfsögðu atvinnu við þetta milli- landaflug. Vitað er að nágrannar okkar á Bretlandseyjum hafa sýnt því áhuga að yfirtaka þetta verk- efni. Það þarf því kannski ekki mikið til að koma í truflunum, hvort sem þær eru vegna mót- mælaaðgerða flugumferðarstjóra eða uppsagna þeirra, til þess að þvílíkar hugmyndir fái byr undir báða vængi. Þetta ætti að vera flugumferðar- stjórum hvatning til að gæta að sér svo að slíkum hagsmunum verði ekki fórnað fyrir valdabaráttu við flugmálastjóra. SPÁR OG VERULEIKI Stjórnmálamenn eru afar háðir efnahagssérfræðingum sem semja ingum og gengismálum í október/ nóvember 1984, munar þar veru- legu. Kauptaxtar áttu að hækka að meðaltali um 9 af hundraði frá árinu á undan samkvæmt þjóð- hagsáætlun, en um 22 af hundraði miðað við endurskoðuðu desemb- erspána. Nú er talið að rétt tala sé 32,5 af hundraði. Það munar sem sagt um það bil þriðjungi miðað við endurskoðuðu spána. Gengið átti að lækka að meðal- tali frá fyrra ári um 5,5 af hundraði á árinu 1985 miðað við þjóðhags- spána. Endurskoðaða spáin í des- ember 1984 gerði ráð fyrir 22,5 af hundraði. Nú er talið að gengis- fallið hafi verið 28 af hundraði. En hvað með mikilvægar efna- hagslegar stærðir svo sem neyslu einstaklinga og samfélagsins, fjár- festingar, þjóðarframleiðslu og viðskiptajöfnuð? I þjóðhagsáætluninni var reikn- að með að einkaneyslan myndi aukast um 1 að hundraði að magni kvæmt endurskoðaðri spá, en er nú talinn hafa verið neikvæður um 4 af hundraði. Niðurstaðan er þannig harla langt frá endurskoð- uðu spánni en nær því sem reiknað var með í upphaflegu þjóðhags- spánni þegar á prósenturnar er litið. Þessar tölur gefa lítillega til kynna hversu hættulegt er að treysta spám sem stjórnarherrar og sérfræðingar þeirra veifa fram- an í þjóðina. Hið alvarlegasta er þó ef stjórn- málamennirnir skyldu sjálfir taka slíkar spár og áætlanir alvarlega, eins og þeir virðast stundum gera. Staðreyndirnar blasa við í þess- um efnum. Vafalaust hafa sérfræð- ingarnir margt sér til afsökunar og margs konar fyrirvara á spám sín- um og áætlunum, sem stundum að minnsta kosti virðast litlu hald- betri en stjörnuspárnar. Það er ekki traustur grunnur til að byggja á ákvarðanir um stjórn efnahags- mála. -ESJ. hvað sem í raun og veru er alls ekki ætlunin að gera. Sviðsetning- in sjálf verður þá alfa og omega, upphaf og endir: inntakið skiptir ekki máli og er vandlega falið. Nú er auðvitað enn sem komið er óþarfi að gera því skóna að raunverulega muni lítið breytast í sjálfum rekstri Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Vel kann að vera að sú úttekt, sem nú á að gera, skili meiri árangri en þær sem áður hafa verið gerðar, m.a. í tíð síðasta menntamálaráðherra. Reynslan mun væntanlega leiða það í ljós. En það er full ástæða til að vara við sviðsetningum stjórnmála- mannanna. Það sem raunverulega gerist á bak við Pótemkíntjöldin er einmitt það sem skiptir fólkið í landinu máli. STORMUR í FLUGTURNI Það eru víðar væringar en á vettvangi menntamálanna. Hjá Flugmálastofnun hefur að undan- förnu geisað deila sem hlýtur að valda landsmönnum verulegum áhyggjum. Deiluaðilar, flugmálastjóri og á bak við hann samgönguráðherra annars vegar og flugumsjónar- menn hins vegar, hafa hvesst sig í fjölmiðlum. Samkvæmt fréttum er fyrir þá áætlanir um þróun efna- hagsmálanna og spár um framtíð- ina. Á þeim grundvelli taka þeir síðan mikilvægar ákvarðanir um aðgerðir sem hafa áhrif á þróun efnahagslífsins. Það hefur viljað brenna við að þessar áætlanir væru byggðar meira á óskhyggju en raunsæi. Enda hafa slíkar spár oft staðist illa vinda veruleikans. Lítum á nýliðið ár, 1985. í þjóðhagsáætlun fyrir það ár, sem birt var i október 1984, var sagt fyrir um horfur á árinu. Þær spár voru endurskoðaðar af Þjóð- hagsstofnun í plaggi sem birt var í desember 1984. Núna í desember 1985 birti Þjóð- hagsstofnun svo bráðabirgða- niðurstöður um þróun efnahags- mála á síðasta ári. Það er forvitnilegt að bera þessar spár og áætlanir saman. Verðbólgan átti að vera 13,5 af hundraði frá upphafi til loka ársins 1985 samkvæmt þjóðhagsspánni, en 28 af hundraði samkvæmt end- urskoðaðri spá í desember 1984. Nú er talið að verðbólgan hafi verið 34 af hundraði. Jafnvel miðað við endurskoðuðu spána, sem gerð var eftir kollsteypuna í kjarasamn- til á árinu 1985, samneyslan sömu- leiðis, en fjárfestingin um 1,2 af hundraði. Þjóðarútgjöld áttu að aukast alls um 1,1 af hundraði. í endurskoðuðu spánni í desemb- er 1984 hafði þetta ekki breyst mikið: einkaneyslan og samneysl- an var enn með 1 af hundraði aukningu en fjárfestingin 2 af hundraði. í heild áttu þjóðarút- gjöldin að hækka um 0,5 af hundr- aði. En hver er nú talin líklegasta niðurstaðan? Jú, að einkaneyslan hafi aukist um 4,8 af hundraði. samneyslan, sem stjórnmálamenn- irnir eiga að ráða yfir, um 4,5 af hundraði og þjóðarútgjöldin í heild um 2,3 af hundraði. Hins vegar hafði tekist að draga svo úr fjárfestingunni á liðnu ári að hún var komin niður í núllið. Verg þjóðarframleiðsla átti að vaxa um 1,8 af hundraði á síðasta ári samkvæmt þjóðhagsáætlun fyrir það ár. í desember 1984'var reiknað með 0,6 af hundraði vexti, en nú er talið að vöxturinn hafi verið 1,8 af hundraði eins og í upphaflegu áætluninni. Viðskiptajöfnuðurinn átti að vera neikvæður um 4,4 af hundraði af þjóðarframleiðslu samkvæmt þjóðhagsspá, 5,6 af hundraði sam- ÚTTEKT í SKÚFFUR Sú leið hefur verið vinsæl hjá ráðherrum undanfarin ár að fá sérfræðinga úti í bæ til þess að gera úttekt á rekstri ríkisstofnana. Yfirlýstur tilgangur hefur verið að það þurfi að endurskipuleggja starfsemi þeirra stofnana, breyta og spara. Slíkar úttektir hafa yfirleitt kost- að stórfé. Og hver skyldi nú árang- urinn vera? Ætli hann sé ekki í mörgum tilfellum harla lítill? Hvað skyldi til dæmis hafa raun- verulega sparast vegna úttektar- innar á Rafmagnsveitum ríkisins sem mikið var fjallað um fyrir ekki svo löngu? Kunnugir segja að þegar dæmið sé allt gert upp verði ekki séð að um raunverulegan sparnað hafi verið að ræða. Það er alltaf viss hætta á því að ráðherrar séu fyrst og fremst að kaupa sér frið með því að fá utan- aðkomandi menn til að rannsaka rekstur ríkisstofnana, ekki síst þeirra sem deilur standa um. Pót- emkíntjöld stjómmálanna birtast í svo ótal myndum, og öll hafa þau það markmið að láta almenning halda að það sé verið að gera eitt- ekki minni stormur í flugturninum sjálfum þar sem mestu skiptir þó að hæfir, rólegir og yfirvegaðir menn starfi við ratsjárskermana og stjórni fiugumferðinni. Það sýnist nokkuð ljóst við skoð- un á rökum og fullyrðingum deilu- aðila að þessi átök snúast öðru fremur um það hver eigi að stjórna þessari ríkisstofnun: flugmálastjóri og ráðuneytið eða flugumsjónar- menn. Þetta virðist vera kjarni málsins. Það er þvi rangt að full- yrða, eins og gert hefur verið, að þessi deila snúist um „ekki neitt“. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að á öllum vinnustöðum sé reynt að hafa sem best samband milli stjórnenda og starfsfólks og sem mest samráð þar á milli um þau mál sem varða vinnuna og vinnu- aðstöðu alla. En úrslitavald í mál- efnum fyrirtækja jafnt sem stofn- ana hlýtur að liggja hjá stjórnend- um þeirra og stjórnum. Það er svo auðvitað jafnaugljóst að stjórnendur verða að kunna að fara með það vald sem þeim er veitt. Elías Snæland Jónsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI Áhyggjur flestra af átökum þess- um eru til komnar vegna ótta við að fyllsta öryggis verði ekki gætt meðan á deilunni stendur. Ljóst virðist að þar má ástandið ekki versna frá því sem verið hefur: þvert á móti þarf öryggi flugfar- þega að aukast. Það sýna dæmin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.