Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 36
 FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu' eða vitneskju um frótt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i 'hverri viku, Fuilrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjáist,óháð dagblað LAUGARDAGUR 1 8. JANÚAR 1 986. -4- aftur til fyrra horfs Frysting eða skerðing náms- lána hefur valclið mikium úlfaþvt að undanförnu en útlit er fyrir að viðtmgrjdi lausn þessa ágrein- ingsatriðis sé-í sjónmáli. „Þetta hefur verið misskilið og notað, til að berja á mér pólitískt."sagði Syerrir Her- mannsson rnenntamálaráðherra í viðtali við DV í gær. „Ég hef alltaf sagt að ég ætli ekki að koma aftan að námsmönnum og við það stend ég. Ég hef hér undír höndum gagngerar breytingar- tillögur um lánasjóðinn. Á með- an þær tillögur voru í vinnslu var „sjálfvirknin" afnumin. Það átti aidrei að vera nema í ör- skamman tíma. Tillögurnar um breytta starfshætti lánasjóðsins legg ég fram í næstu viku og er viss um að þær fá framgang. Námslánin verða færð aftur til fyrra horfs,“ sagði ráðherrann. í gær gekk Ólafur Arnarson, full- trúi stjórnar Stúdentaráðs Há- skólans í stjórn lánasjóðsins, á fund menntamálaráðherra. Ólaf- ur afhenti ráðherra afsögn sína úr stjórn sjóðsins. Undirrót van- trauststillögu á stjóm Stúdent- aráðsins, sem samþvkkt var í vikunni, mun vera afstaða Ólafs ístjórninni. „Ég hef iítið um þetta vængja- busl í Stúdentaráði að segja." sagði Sverrir, „en Ólafur hefur tekið myndarlega afstöðu tii mála námsmanna í stjórn lána- sjóðsins. Hann hefur ekki verið veiíiskati í .hagsmunamálum stúdenta. Ég óskaði þess að hann sæti áfram í stjórninni.“ „Vegna niðurstöðu þeirrar sem varð á fundi mínum með mennta- málaráðherra hef ég ákveðið að sitja áfram í stjórn LÍN,“ sagði Ólafur Arnarson er haft var samband við hann í gærkvöldi. -ÞG HEIMSKERFI TIL HEIMANOTA i LOKI Og ég sem hélt að Krummi yrði spól þegar ég sendi honum spóluna! Hætta Japanir að kaupa íslenskar hvalafurðir? „Eftir þeim upplýsingum sem ég hef fengið frá fulltrúum Japana hér í Washington sýnist mér ljóst að Japanir muni ekki kaupa hvalaf- urðir af lslendingum ef Islendingar hefja hvalveiðar á ný.“ Þetta sagði Dean Wilkinson, starfsmaður Greenpece, í samtali við DV í gær. Wilkinson benti á að viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna, Malcolm Baldridge, hefði í bréfi til öldungadeildarþingmanns- ins Bob Pckwood 3. janúar síðast- liðinn staðfest að beita skuli þær þjóðir, sem stuðla að því að hval- veiðibannið nái ekki tilgangi sin- um, refsiaðgerðum. Samkvæmt bandarískum lögum skal svipta slíka þjóð veiðikvótum við Banda- ríkin. íslendingar hafa engaa slíka kvóta en það hafa Japanir hins vegar. Ef Japanir keyptu hvalaaf- urðir af Islendingum teldust þeir stuðla að því að hvalveiðibannið næði ekki tilgangi sínum og þar með féllu þeir undir lögin. Wilkinson taldi þetta styrkja mjög stöðu friðunarmanna í barát- tunni gegn hvalveiðum íslendinga í vísindaskyni. Hann vildi ekki upplýsa um aðrar áætlanir samtak- anna að svo stöddu. DV hefur hins vegar eftir öðrum heimildum að Greenpeace og samtök þeim tengd hafi að undanförnu horft af meiri nákvæmni á íslensku fyrirtækin í Bandaríkjunum með viðskipta- þvinganir í huga. - -óm Davíð með Þróunarfélagið í fanginu. Davíð Scheving Thorsteinsson er eins og kunnugt er formaður Þróunarfélagsins sem þessa daga safnar hlutafé og hugmyndum. En bók- haldið er í öruggum höndum Davíðs og fyrirferðariítið eða eins og hann orðar það sjálfur: „Þróunarfélag Islands er í þessum tveimur möppum.“ DV-mynd GVA. TAP GEGN PÓLLANDI Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta- manni DV á Baltic Cup: íslenska landsliðið í handknatt- leik mátti þola sitt þriðja tap í röð í gærkvöldi er liðið tapaði fyrir Póllandi, 22-20, eftir að jafnt hafði verið í hiéi, 9-9. Það voru Pólverjar sem skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en íslend- ingar náðu að svara fyrir sig. Höfðu þeir um skeið tveggja marka for- skot, 6-4, en annars varð munurinn aldrei meira en eitt mark í fyrri hálfleik. Miklar sveiflur voru í seinni hálfleiknum. Pólveijar skoruðu íjögur fyrstu mörkin en íslendingar náðu að jafna, 20-20. Það reyndist þó skammvinn sæla því að Pólverj- ar náðu að skora tvívegis á loka- mínútunum og tryggja sér sigur- inn. Kristján Sigmundsson var óum- deilaniega besti leikmaður íslenska liðsins. Hann varði 13 skot í leikn- um þrátt fyrir að varnarleikur liðs- ins hefði verið langt frá sínu besta. Steinar Birgisson lék einnig mjög vel í hægra horninu, skoraði fimm mörk úr jafnmörgum tilraunum. Aðrir leikmenn náðu ekki að finna sig í leiknum þó að bæði Kristján Arason og Páll Ólafsson hefðu átt ágæta kafla inn á milli. Þorgils Óttar Mathiesen meiddist er skammt var til loka fyrri hálfleiks og óvíst er hvort hann mun leika á morgun gegn b-liði Dana. ís- lenska liðið fékk fjörutíu sóknir í leiknum og nýtti helming þeirra. Markvörður Pólverja lagði grunninn að sigri sinna manna með frábærri markvörslu. Sérstaklega virtist hann kunna lagið á útiskytt- unum. Dómarar voru danskir og mjög slakir. Mörk Islands: Steinar 5, Kristján og Páll 4, Atli 3, Guðmundur 2, Þorgils ÓttarogGeirl. -fros Hinn togari Húsavíkur boðinn upp? A Húsvíkingamir Tryggvi Finns- fr son og Bjarni Aðalgeirsson, stjómarmenn íshafs hf„ ræddu við forstjóra Fiskveiðasjóðs í gær um tiiboð íshafs í togarann Kol- beinsey. Viðræður þeirra halda áfram eftir helgi. Eftir nauðungaruppboðið á Kolbeinsey, sem Höfði hf. á Húsavík gerði út, hafa menn spurt hvers vegna Fiskveiðasjóð- ur hafi ekki gengið að öðrum eignum Höfða hf„ svo sem togar- anum Júlíusi Havsteen sem Fisk- veiðasjóður á fyrsta veðrétt í. „Þetta hefur oft borið á góma,“ sagði Már Elísson, forstjóri Fisk- veiðasjóðs. „Þessi möguleiki er vissulega fyrir hendi, sérstaklega ef það verður þá talið að eftir einhverju verði að sláegjast." Már Elísson gat ekki svarað því hvers vegna þetta hefði ekki þegar verið gert. Hann sagði þó að Höfði hf. væri ekki gjaidþrota. -KMU Hafskip- Útvegsbankinn: Jón Þorsteins- sonformaður rannsóknar- nefndarinnar Hæstiréttur skipaði í gær þrjá menn í nefnd tii að rannsaka viðskipti Hafskips og Útvegs- bankans. Rannsóknamefndin er skipuð að beiðni ríkisstjórnar- innar. Jón Þorsteinsson hæstaréttar- lögmaður er formaður nefndar- innar. Með honum eru í nefnd- inni Brynjólfur 1. Sigurðsson dósent og Sigurður Tómasson, löggiltur endurskoðandi. -KMU Allir vilja í Skonrokk „Þetta hefur komið mér veru- lega á óvart. Ég sit uppi með ofboðslegan hugmyndabanka og hann ætla ég að notfæra mér,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson í samtali við DV. Sjónvarpið auglýsti nýverið eftir nýjum umsjónarmönnum fyrir Skonrokksþáttinn svo og hugmyndum um nýtt form á þennan vinsæla sjónvarpsþátt. Undirtektirnar létu ekki á sér standa.: „Við erum bókstaflega að drukkna í bréfum,“ sagði Hrafn. „Fólk sendir okkur meira að segja videoupptökur af sjálfu sér svo ekkert fari á milli mála. Ég er staðráðinn í að fara vel í gegnum allar þessar umsóknir og skoða hugmyndimar vel. Það verða allir prófaðir." i i i i i i i i i i i Í Í I A m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.