Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 14
14
DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta
í Hrísateigi 8, þingl. eign Þóris Garðarssonar og Sigríðar I. Kristjánsdóttur,
fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl, Jóns Ólafssonar hrl.,
Tómasar Þorvaldssonar hdl, Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Guðjóns Á.
Jórissonar hdl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri þriðjudag
21 janúar 1986 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Rauðalæk 73, tal. eign Ingþórs Björnssonar,
fer fram eftir kröfu Othars Petersen hdl., Ólafs Axelssonar hrl., Baldurs
Guðlaugssonar hrl., Skúla Pálssonnr hrl. og Björns Ól. Hallgrímssonar
hdl. á eigninni sjálfri þriðjudag 21. janúar 1986 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Brautarholti 4, þingl. eign Emils Adolfssonar
og Margrétar Árnadóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík,
Björgvins Þorsteinssonar hdl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni
sjálfri þriðjudag 21. janúar 1986 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á hluta i Ljósheimum 14 A, þingl. eign Lúðvíks Bjarna-
sonar en tal. eign Gróu M. Böðvarsdóttur, fer fram eftir kröfu Hafsteins
Sigurðssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudag 21. janúar 1986 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Kleppsvegi 26, þingl. eign Birgis Helgasonar
og Sigrúnar Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I
Reykjavik og Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudag 21.
janúar 1986 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á hluta I Suðurlandsbraut 12, þingl. eign Stjörnuhússins
hf„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri þriðju-
dag 21. janúar 1986 kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á Suðurlandsbraut 26, þingl. eign Sigmars Péturssonar,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Klemenzar Eggertssonar
hdl, Iðnaðarbanka islands og Ólafs Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðju-
dag 21. janúar 1986 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Mávahlíð 15, þingl. eign Stellu Sigurðardóttur
og Sigurgeirs Baldurssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans
og Skúla J. Pálmasonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudag 22. janúar 1986
kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á hluta í Háaleitisbraut 115, þingl. eign Guðmundar
M. Sigurðssonar en tal. eign Gísla Blöndal, fer fram eftir kröfu Einars
Sigurðssonar hrl, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Sigurðar H. Guðjónssonar
hdl. og Búnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri miðvikudag 22. janúar
1986 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í
Reykjahlíð 12, þingl. eign Hauks Hjaltasonar, fer fram eftir kröfu Ævars
Guðmundssonar hdl , Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Hafsteins Sigurðsson-
ar hrl., Útvegsbanka íslands, Landsbanka íslands og Baldurs Guðlaugs-
sonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudag 22. janúar 1986 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta
í Garðastræti 6, þingl. eign Júlíusar Sveinbjörnssonar, fer fram eftir kröfu
Sveins H. Valdimarssonar hrl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Ásgeirs
Thoroddsen hdl. og Björns Ól. Hallgrímssonar hdl. á eigninni sjálfri
miðvikudag 22. janúar 1986 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta
í Bræðraborgarstíg 9, þingl. eign Bjarna Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu
Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri miðvikudag 22. janúar 1986
kl. 13.45.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík,
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 111., 116. og 121. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta
í Garðastræti 39, þingl. eign Ingólfs Guðnasonar, fer fram eftir kröfu
Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Útvegsbanka íslands, Gjaldheimtunnar i
Reykjavík, Róberts Á. Hreiðarssonar hdl„ Sveins H. Valdimarssonar hrl„
Björns Ól. Hallgrímssonar hdl„ Sigurmars K. Albertssonar hdl. og Jónasar
A. Aðalsteinssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudag 22. janúar 1986 kl.
14.30.
_____________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Þegar kvikmyndir
voru fyrst sýndar og
enginn kom að sjá þær
Fyrir níutíu árum setti faðir Au-
guste og Louis Lumiere upp tréskilti
með ör sem benti niður í kjallarann
á Grand Café við Boulevard des
Capucines 14 í París. Á því stóð:
„Cinématographie".
Skiltið nægði ekki til þess að draga
að marga er reynslusýningin fór fram
28. desember 1895, en sem betur fer
hafði Lumiere boðið til hennar 20
þekktum Parísarbúum.
Myndin var lifandi
Meðal gestanna var George Mélies
sem var þekktur töframaður og leik-
stjóri við Robert Houdinleikhúsið.
„Við sáum fyrir okkur lítið sýning-
artjald,“ er haft eftir Mélies í bók
George Sadoul, „Historie Generale
du Cinéma", „og eftir nokkrar sek-
úndur birtist kyrr mynd af Belle-
courtorginu í Lyons. Eg varð dálítið
undrandi og var rétt búinn að segja
við þann er sat við hlið mér: „Svo
þeir fengu okkur til að sjá skugga-
myndir. Það eru 10 ár frá því að ég
byrjaði að sýna þær,“ er hestvagn
kom akandi á móti okkur. Á eftir
honum fylgdu svo önnur farartæki
og svo gangandi fólk. Við vorum að
horfa á götulíf. Við störðum orðlaus-
ir á þessa mynd og gátum ekkert
sagt. Þegar sýningunni lauk ríkti
ringulreið. Allir voru að velta því
fyrir sér hvernig þetta væri gert.“
Háttboðiðen...
Mélies og aðrir leikhúsmenn buðu
Antoine Lumiere, sem var ljósmynd-
ari og framleiðandi Ijósmyndavara,
stórfé fyrir aðferðina. Sagan segir
að Lumiere hafi hafnað öllum til-
boðum og við Mélies hafi hann sagt:
„Ungi maður. Þú munt þakka mér
fyrir. Uppfmning sona minna er ekki
til sölu. Kaupin á henni myndu líka
gera þig gjaldþrota. Það má hagnýta
hana um hríð, af því að hún er for-
vitnileg, en um framtíðartekjulind
er ekki áð ræða.“
Uppfmningin, sem Antoine Lumi-
ere hafði ekki meiri trú á, var að
sjálfsögðu undanfari nútímakvik-
mynda og það má velta því fyrir sér
hvort ekki megi líta svo á að nafnið
Lumiere, sem þýðir ljós á frönsku,
hafi verið forboði þess að feðgarnir
áttu eftir að eiga svo mikinn þátt í
að kynna heiminum kvikmyndina.
1 franki og fáirkomu
Auguste og Louis Lumiere voru
ekki þeir fyrstu sem sýndu mynd á
tjaldi. Þeim tókst hins vegar svo vel
að samræma það sem Marey, Rey-
naud, Muybridge og Edison höfðu
gert, svo að nokkrir séu nefndir, að
kvikmyndavélin þeirra tók öllum
öðrum fram.
Það verður hins vegar að segja að
Antoine Lumiere virtist hafa ástæðu
til að vera vantrúaður á framtíð
kvikmyndarinnar er sýningar fyrir
almenning voru að hefjast í París
fyrir níutíu árum. Það var að vísu
margt um manninn á Óperusvæðinu
fyrsta sýningardaginn en það kvöld
keyptu aðeins 35 manns miða. Gest-
irnir á fyrstu almennu kvikmynda-
sýningunni urðu þvf ekki fleiri.
Aðgangseyririnn var 1 franki og á
tjaldinu mátti sjá verkamenn fara
heim að loknum vinnudegi í Lumi-
ereverksmiðjunni í Lyons og Au-
guste Lumiere vera að gefa lítilli
dóttur sinni að drekka; en einnig var
sýnd fyrsta gamanmyndin, „L’Ar-
roseur Arrose", og þegar sýnd var
lest, sem var að renna inn á La
Ciotatstöðina, sat fólk nánast skelf-
ingu lostið af því að það hélt að hún
myndi koma út úr tjaldinu og aka á
það.
Aðsóknin eykst
Tekjurnar þetta fyrsta sýningar-
kvöld, 35 frankar, dugðu ekki til að
borga húsaleiguna og laun starfs-
manna en daginn eftir var fólk í
París farið að tala um sýninguna.
Ekkert stærri blaðanna sagði þó frá
henni en lítið blað, „Le Radical",
sagði: „Við höfum þegar tekið upp
og leikið talað orð. Nú getum við
tekið upp atburði og sýnt þá. Við
munum geta séð ættingja okkar
löngu eftir að þeir eru liðnir."
Nokkrum dögum síðar mátti sjá
um 400 m langar biðraðir á Boule-
vard des Capucines og vantrú Anto-
ine Lumiere varð brátt að engu því
að um miðjan janúar 1895 voru dag-
tekjurnar af sýningunum um 2.500
frankar. Þá urðu heildartekjur
Lumierefjölskyldunnar frá 1895 til
1900 um 3 milljónir franka, eða um
400 milljónir króna ef umreiknað er
til núverandi gildis.
Samhentir bræður
Auguste Lumiere fæddist 1862 og
Louis, bróðir hans, 1864. Þeir voru
mjög samrýndir í bernsku og í sumar-
leyfisferð 1877 gerðu þeir sér lítil
rannsóknar- og framköllunartæki
sem þeir gátu flutt með sér og hétu
því að starfa framvegis saman. Au-
guste tók síðar háskólapróf í efna-
fræði en aðeins 16 ára hafði Louis
náð langt í reikningi, teikningu og
efnafræði.
Þegar Louis varð 18 ára var ljós-
myndafyrirtæki föðurins á barmi
gjaldþrots. Þá tókst bræðrunum að
sannfæra föður sinn um að hann
ætti að láta þá taka við rekstri þess
og innan árs hafði þeim tekist að
rétta það við. Á þeim tíma fann Louis
upp aðferð til að taka skyndimyndir
og varð hún þekkt undir nafninu
„Extra-rapides a Etiquette Bleue“.
Atriði úr myndinni fró 1895 sem
gerði áhorfendur í París agndofa.