Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986. Fiskveiðasjóður býður togarana Sigurfara II ogSölva Bjamason: TÓLF AÐILAR HAFA SÓTT HLBOÐSGÖGN Tólf aðilar höfðu í gær sótt til- boðsgögn til Fiskveiðasjóðs vegna sölu togaranna Sölva Bjarnasonar og Sigurfara II. Frestur til að skila tilboðum rennur út næstkomandi þriðjudag, 21. janúar, klukkan 16. Að sögn Ragnars Guðjónssonar, deildarstjóra hjá Fiskveiðasjóði, hafa þessir tólf aðilar yfirleitt tekið gögn um bæði skipin. Sigurfari II SH-105 var sleginn Fiskveiðasjóði á uppboði í Grund- arfirði 24. september síðastliðinn fyrir 187 milljónir króna. Fisk- veiðasjóður átti þá 289 milljónir króna kröfu í skipið sem Hjálmar Gunnarsson, útgerðarmaður í Grundarfirði, gerði út. Sölvi Bjarnason BA-65 var sleg- inn Fiskveiðasjóði á uppboði á Patreksfirði 3. september fyrir 146 milljónir króna. Krafa sjóðsins nam 172 milljónum króna. Skipið var gert út frá Bíldudal en eigandi þess var Tálkni hf. á Tálknafirði. Lilja Pálmadóttir vann í undankeppninni um Face of The 80s síðasta ár. Nú er leitað að stúlkum til að fara í keppnina í ár. FORD-MODELS Kanadísk stúlka bar sigur úr býtum Úrslitakeppni í fyrirsætukeppn- inni Ford-Models, Face of the 80s, fór fram í Los Angeles í Bandaríkj- unum í vikunni. Sigurvegari var kanadísk stúlka, Monika Schnarre. Fulltrúi íslands í keppn- inni var Lilja Pálmadóttir. Þátttakendur voru frá um 25 löndum og var keppninni sjón- varpað beint um öll Bandaríkin. Lilja Pálmadóttir hefur undan- farna mánuði dvalið í New York við að reyna fyrir sér sem fyrirsæta. Verður hún áfram þar eftir keppn- ina og spáir Lacey Ford, sú sem hefur keppnina með höndum og rekur fyrirsætuskrifstofu þar í borg, henni velgengni á fyrirsætu- sviðinu. Helga Melsted, sem sigraði í keppninni árið á undan Lilju, er nú í Þýskalandi og starfar þar sem fyrirsæta. Eftir um það bil mánuð hefst í Vikunni ný undankeppni hér á landi um titilinn Face of the 80s og er verið að leita eftir stúlkum sem áhuga hafa á fyrirsætustörfum. Úrslit keppninnar hér á landi verða í júní. Sú sem sigrar þar fer í aðal- keppnina í New York. BLOÐSKORTUR VEGNA EYÐNI „Hér er alltaf blóðskortur þó ekki sé hægt að rekja það beint til eyðni- hræðslu," sögðu hjúkrunarfræðing- arnir í Blóðbankanum er DV bar að garði. „En leit að mótefnum gegn eyðniveirunni er hafin hjá Blóð- bankanum.“ Aðspurðar sögðu þær að stór- hættulegt væri að byrja á því að borga fyrir blóð „þá koma þeir sem eru ekki æskilegir og ekki mega gefa blóð, t.d. eiturlyfjaneytendur og fleiri." Frá útlöndum berast þær upplýs- ingar að víða ríki vandræðaástand á sjúkrahúsum vegna blóðskorts sem rekja megi beint til eyðnihræðslu. Sérstaklega er þetta slæmt í Banda- ríkjunum. Fólk er annaðhvort hrætt við að fá eyðni við blóðgjöf eða að uppvíst verði að það sé með eyðni- veiruna. Rannsókn, sem gerð var á vegum blóðbanka í Bandaríkjunum fyrir skömmu, leiddi í ljós að heil 34% blóðgjafa halda að þeir eigi á hættu að fá eyðni við blóðgjöf. Fram til þessa hafa 252 fullorðnir og 34 börn í Bandaríkjunum fengið eyðni við að þiggja blóð frá öðrum. Hjá Blóðbankanum í Reykjavík hafa allar reglur varðandi val á blóð- gjöfum verið hertar vegna eyðni. Allir blóðgjafar eru látnir lesa yfir lista sem tengist eingöngu sjúk- dómnum. Ef viðkomandi tilheyrir einhverjum tilgreindra áhættuhópa má hann ekki gefa blóð. Blóðbank- inn gerir ekki meira í málinu og þeir sem hverfa frá, skelfdir af ótta við eyðni, verða sjálfir að fara til Borg- arspítalans í rannsókn vilji þeir komast að hinu sanna í málinu. -KB BLÓDBANKINN TWt IIOOD BAMR I « Ml <« »»i - tcrvAJao SMITVARNIK Kgri blóógjafi A siíustu fjórum árur. hefur nvr s júkdór.ur , ón.rr: ? t *v: r.u alnæni (AITS', breióst út ví*a ur. heir.. Veor.a fjélau.-.ar ti'.folia i nágrannalöndun okkar álitur. vió i Blóöbankanur. tir.abær: aj b.æta varúóarráóstafanir okkar neö neiri aógæslu i vali blóöu'afa er. hingaó til hefur tiókast. Vitaó er, aó einstakl ir.car i sur.n þjóófélagshópum eru liklegri sr.itberar en aórir. Leit aó mótefnum fyrir alnænisveirunni i blóógjöfur. er hafin. Þykir rétt i öryggisskyni, að þeir sem hevra til eftirtalir.r.a áhættuhópa fólks qefi ekki blóó. - Þeir, sem hafa dvalist i Haiti og Mió-Afríku - Þeir, sem eru hommar og hafa haft náió sanband vió fleiri en einn aóila. - Þeir,sem hafa notaö eóa nota fiknilyf (stungulyf) - Þeir,sem hafa haft náió samband vió vændiskor.ur eóa mök viö bæói kynin - Þeir, sem hafa haft náiö samband vió aóila úr ofannefndur. hópum og fólk meó ónæmistæringu Revíuleikhúsið f rumsýnir Skottuleik: Skottur orðnar sið- samari en þær voru Barnaleikritið Skottuleikur eftir Brynju Benediktsdóttur leikstjóra verður frumsýnt í dag hjá Revíu- leikhúsinu í Breiðholtsskóla. Efni verksins, sem mun vera eins konar trúðleikur, er að hluta til sótt í þjóðsögur um hinar illræmdu skottur sem gerðu sér leik að því að hrella íslendinga fyrri alda. En svo er að sjá sem skotturnar hafi tekið upp ögn siðsamari hegð- un þegar þær nú á tuttugustu öld bregða sér þrjár saman til Reykja- víkur part úr degi. Þeim sárnar hvað mannfólkið forðast þær og eru þess vegna að mestu hættar að hrella það, stundum er að vísu mjög erfitt að stilla sig. Því skottur eru og verða skottur; þær verða að fá útrás fyrir stríðnina og stríða því hver annarri. En það er reyndar allt í góðu enda þykir þeim afskap- lega vænt hverri um aðra, eiga líka engan annan að. Eða hvað? Herra- maðurinn Móri slæst óvænt í för með þeim: Hann er eins og þær, gamall hrekkjalómur úr þjóðsög- um en hefur í tímans rás lært mannasiði og er nú orðinn gjald- gengur dansherra. Að minnsta kosti Iíst skottunum þrem vel á hann. Jón Ólafsson samdi tónlistina og Karl Ágúst Úlfsson söngtexta. Leikarar eru þrír: Guðrún Alfreðs- dóttir, Guðrún Þórisdóttir og Saga Jónsdóttir. Hönnun búninga er í höndum Unu Collins og Kjurege Alexandra. Leiksvið gerði höfund- ur og leikstjóri, Brynja Benedikts- dóttir, og lýsingu annaðist David Walters. Þetta er þriðja verkefni Revíu- leikhússins, áður hafa verið sýnd Græna lyftan og Litli Kláus og stóri Kláus. Skottuleikur er, eins og áður segir, sýndur í Breiðholts- skóla en þar er góður salur sem tekur tvö hundruð manns, sæta- raðimar hver upp af annarri þann- ig að engin hætta er á að áhorfend- ur byrgi hver öðrum sýn. -JSÞ Hér má sjá reglur sem allir hugsanlegir blóðgjafar Blóðbankans verða að lesa vegna eyðnihættu. Ef þú kannast við að tilheyra einhverjum af ofangreindum áhættuhópum er þér vísað frá. Leit að eyðnimótefni í blóðgjöfum er hafm hjá Blóðbankanum. DV-myndir KAE og GVA. Hver blóðdropi verður dýrmætari eftir því sem blóðskortur um víða veröld eykst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.