Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 13
13 DV. LAUGARDAGUR18. JANUAR1986. ROM - DVIROM ■ DVIROM - DVIROM Þær voru utan af landi - nýkomn- ar ó Péturstorgið og báðu blaða- manninn að taka af sér myndir. Það varð ærinn starfi. En launað- ur með meðfylgjandi mynd sem ein nunnanna tók. ast. Og ítalia er orðin tóngefandi á sviði hönnunar, margs konar hönn- unar, t.d. fatahönnunar. Við höfum stungið París af sem háborg tískunn- ar. Ef menn vilja vita hvað er á seyði í fatatisku - þá eiga þeir að koma til Rómar. Samskipti kynjanna Samskipti kynjanna? spurði ég; staða konunnar? og varð víst hugsað til pófans og andstöðu Vatikansins við löggildingu hjónaskilnaða, notk- un getnaðarvarna - og varð hugsað til hinnar fornfrægu, ítölsku „mömmu" sem á sér engan samastað í tilverunni nema sitt eigið heimili. „Konan er frjáls," fullyrti ferða- málafrömuðurinn. „Þú þarft ekki annað en ganga um göturnar og lita framan í konurnar. Þær eru gjör- breyttar. Mér finnst sumar þeirra óþolandi.“ En ég tók ekki orð hans góð og gild. ítalskar konur eru eflaust í sér af heimaborg sinni. Fannst reyndar undarlegt að fólki skyldi detta í hug að búa annars staðar. „Nei,“ sagði hann. „Ég skil að ekki geta allir búið í Róm. En fólk ætti að sjá sóma sinn í að búa á Italíu." Honum fannst Róm vera mið- punktur heimsins. Kannski er hún það að einhverju leyti - og raunar eins mikill miðpunktur og hvaða staður annar. „Róm er eilíf,“ sagði hann. „Já,“ sagði ég - aðallega af kurteisi, því maður á ævinlega að vera kurteis við heimamenn. „Páfinn býr hér,“ sagði hann. „Það er þess vegna sem borgin er eiííf. Það er óhugsandi að hafa páfann annars staðar. Biskup Rómaborgar hlýtur að vera páfi heimsins." „Einu sinni bjó páfinn í Avignon,“ sagði ég. „Það gekk ekki; hann kom aftur 'til Rómar,“ sagði leiðsögumaður minn. . „Og nú er páfinn pólskur," sagði ég- „En hann býr í Róm,“ sagði hann. „Já," viðurkenndi ég. „Og er víst ekki á förum.“ „Róm er hin eilífa borg,“ sagði hann. „Þá það,“ sagði ég. auknum mæli ó vinnumarkaði. En sókn þeirra þangað hlýtur að stafa af svipuðum ástæðum og annars staðar: Það er dýrt að lifa, og nú- tímaheimili verður varla rekið nema fyrir stórfé í hverjum mánuði. Það kostar milljón lírur að leigja þokka- lega ibúð (litla) í Róm. Og verkamað- ur hefur ekki nema milljón lírur í laun. Barnakennari hefur sömu laun. Milljón lírur? spurði ég. Ekki _er það nú mikið; ekki meira en á ís- landi? „Þeir hafa meira,“ sagði ferða- málafrömuðurinn „þeir geta flestir unnið eftirvinnu ef þeir vilja." (Millj- ón lírur munu vera rúmlega 20.000 kr.) Borgin eilífa Alberto Moravia sagði í viðtalinu, sem áður var vitnað til, að ekkert breyttist - nema tískan, og að tísku- breytingar væru svo sem engar breytingar. Og hann tiltók sérstak- lega stöðu konunnar í heiminum; samskipti kynjanna: „Samband kynjanna breytist aldrei. Aðeins afstaða okkar hvers til annars. Samskipti kynjanna eru eins og tí- skan. Tískan breytist ár frá ári, en líkamir manna og kvenna breytast ekki.“ Maður á að skoða Róm að kvöld- lagi. Aka hjá hinum mikilfenglegu fornminjum, skoða þær uppljómaðar að utanverðu, setjast inn á veitinga- hús og snæða kvöldverð - fara aftur af stað og taka inn kvöldkaffið; í janúar sátum við á gangstétt og sötruðum kaffi; samferðamaðurinn virtist ekki vita af bensíngufunum af götunni sem hann svolgraði í sig auk kaffisins. Og hann var upp með Vatikan-bóndi er enn ekki bú- inn að taka ofan jólaskrautið. Tréð framan við Péturskirkjuna er sterkgrænt á lit, skreytt hvít- um og gulum kúlum. Bjórá3000 kall Á Ítalíu dregur maður tæpast upp veskið fyrir minna en 3000 lírur. Bjór á bar kostar 3000 lírur. Kamparí eða vín, gos eða vatn það sama, eða mjög svipað. Eiginlega ættu allir íslend- ingar að skreppa til Italíu til að venja sig við þær tölur sem við munum sjálf bróðlega fara að hugsa í. Það kostar 60.000 lírur að fylla venjulegan fólksbíl af bensíni. Móltíð á miðlungs stað kostar um 20.000 lírur. Og þannig má áfram telja - en vel má gera reyfarakaup, ef mann vantar skó ellegar buxur. Ferðamálafrömuðurinn sötraði seinni kaffibollann, hallaði sér ma- kindalegur aftur í stólnum og tók sig alveg prýðilega út í klæðskerasaum- uðum frakka - naut kvöldsvalans. Hvers vegna viltu að ég skrifi um Róm fyrir íslenska lesendur? spurði ég._ „I alvöru talað,“ sagði hann og virtist vera að tala í alvöru - „túrism- inn hefur svo mikla þýðingu fyrir ítalskan efnahag. Hann er þýðingar- meiri en allur iðnaður. Við viljum fá fleira fólk hingað. Til Rómar. Til Sikileyjar. Til Ítalíu. Allra leiðir liggja til Rómar.“ GG ' 1 Tfl—M St. Jósefsspitali, Landakoti KONUR- KARLAR Óskum eftir starfsfólki viö ræstingar. Uppl. veitir ræstingarstjóri alla virka daga frá 9.00-1 5.00 í síma 19600-259. kl. Reykjavik16.01.1986. TILSÖLU Dodge Power Wagon, árg. 1977, yfirbyggður '81, 6 cyl. , Nissan vél með túrbínu. Verð kr. 650 þús. Ath. skipti. Upplýsingar í síma 91 -46140. BRAUTARHOLTI 33 - SÍMh 6212 40 Audi 100 árg. 1986, ókeyrður, nýr bill, rauðsans. Verð kr. 1.040.000. Saab 900 GLS árg. 1982, sjálfsk., ekinn 41.000 km, blásans. Verð kr. 440.000. MMC Pajero, bensin, árg. 1983, ekinn 43.000 km, blásans. Verð kr. 640.000. Volvo 240 GL árg. 1983, ekinn 33.000 km, grásans. Verð kr. 586.000. Toyota Hilux pickup árg. 1985, ekinn 3.000 km. Verð kr. 610.000. MMC Tredia GLS árg. 1982, ekinn 42.000 km, rauður. Verð kr. 360.000. Mikið úrval nýlegra bila á staðnum. RÚMCÓÐUR SÝNINCARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud.— föstud.kl. 9.00—19.00. Laugard. kl. 10.00—19.00. BBaMtygÆ Htæauu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.