Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 15
15
DV. LAUGARDAGUR 18. JANUAR1986.
Bræðurnir Auguste og Louis
Voru slíkar myndir teknar um 60 ára
skeið og gerðu Lumierefjölskylduna
auðuga.
Um 1890 var Lumiereverksmiðjan
í Lyons orðin stærsti framleiðandi
ljósmyndavara i Evrópu og næst i
heiminum á eftir George Eastman í
Rochester í Bandaríkjunum.
Kinetoscope, tækið sem Edison
fann upp 1888 til að skoða stuttar
hreyfimyndir, barst til Parísar 1894.
Ijumierebræðrum fannst ekki sér-
staklega mikið til þess koma og voru
ákveðnir í að gera kvikmynd og sýna
hanaátjaldi.
Cinématographie
Báðir Lumierebræður þjáðust af
slæmum höfuðverkjarköstum og sagt
er að nótt eina, er Louis Lumiere lá
andvaka með höfuðverk, hafi honum
hugkvæmst hvernig smíða ætti
handsnúna kvikmyndavél. Hann
hófst skömmu síðar handa og 13.
febrúar 1895 fékk hann einkaleyfí á
henni. í næsta mánuði tók hann
myndir af verkafólki verksmiðjunn-
ar í Lyons og nokkrum dögum síðar
sýndu þeir bræður nokkrum visinda-
mönnum í París myndirnar. Siðar á
árinu fullgerðu bræðurnir kvik-
myndavélina og nefndu hana ciné-
matographie en það er dregið af
grískum orðum og þýðir „að skrifa
með hreyfingu". Á þessum tíma starf-
aði með þeim bræðrum verkfræðing-
ur að nafni Jules Carpentier og í
starfstíð hans var farið að fjölda-
framleiða kvikmyndavélina. Höfðu
tólf verið smíðaðar í janúar 1896. Þá
fóru bræðurnir að þjálfa kvikmynda-
tökumenn sem þeir sendu til ýmissa
heimshluta. Þrir þeir fyrstu voru
Lumiere.
Eugene Promio, Felix Mesguich og
Francis Doublier.
Tekin að morgni,
sýnd að kvöldi
Cinématographie var einfaldur
trékassi og vó 5 kílógrömm. Vélina
mátti því taka með sér hvert sem
menn fóru og mátti nota hana bæði
til töku og sýninga. Væru myndir
teknar að morgni og filman framköll-
uð síðdegis mátti sýna þær að kvöldi.
Seint á árinu 1896 fór Promio til
Feneyja þar sem hann tók myndir
úr gondól. Var það í fyrsta sinn sem
kvikmynd var tekin á Grand Canal.
„Verk djöfulsins"
Mesguich fór til Rússlands og tók
myndir af krýningu Nikulásar II.
keisara. Myndirnar voru síðar sýnd-
ar í nokkrum þorpum í Rússlandi og
segir meðal annars svo frá því í bók
Sadoul: „Bændunum hafði verið sagt
að þeir myndu sjá myndir sem við
hefðum gert af lifandi fólki. Það
munaði ekki miklu að við yrðum
ásakaðir um galdra og margir voru
sannfærðir um að það sem þeir höfðu
séð væri verk djöfulsins. Við máttum
nokkrum sinnum þakka fyrir að
sleppa lifandi frá óðum áhorfend-
um.“ Þannig sögðu Mesguich og
samstarfsmenn hans frá ferðinni.
Vitascope
Næstu tvö árin voru kvikmynda-
tökumenn Lumierebræðra á ferð í
mörgum löndum Afríku, Asíu og
Evrópu og þeir heimsóttu einnig
Bandaríkin. Til New York komu þeir
í maí 1896 en mánuði áður hafði
Edison í fyrsta sinn sýnt kvikmynd
á tjaldi í Kostnerog Bialshljómleika-
höllinni í New York. Svo fór hins
vegar að myndir Lumierebræðranna,
sem sýndar voru í Keithhljómleika-
höllinni, urðu miklu vinsælli.
Kvikmyndavél Edisons, Kineto-
graph, vó meira en 550 kílógrömm
og erfitt var að nota hana utanhúss.
Þá gekk hún fyrir rafmagni og því
var ekki hægt að taka myndir nema
það væri fyrir hendi. Edison tók því
flestar kvikmynda sinna í Orange-
verinu sem var einnig þekkt undir
. nafninu „Svarta María“. Vél Lumi-
erebræðra var hins vegar svo létt að
auðvelt var að taka myndir af götu-
lífi vestra með henni. Áhorfendur
hrifust líka af fyrstu kvikmyndunum
af háhýsunum í New York (þó þau
væru þá aðeins 15 hæðir), Brooklyn-
brúnni, Wall Street og Uniontorgi.
Þá voru einnig sýndar myndir áf
járnbrautarlestum og börnum á
rúlluskautum í Central Park.
Handtaka í New York
Er kom að forsetakosningunum í
Bandaríkjunum i nóvember 1896, en
í þeim náði McKinley kjöri, voru 23
franskir kvikmyndatökumenn
komnir til landsins. Fóru þeir til
ýmissa borga þar, þar á meðal
Chicago, Washington og Boston. Þá
voru um 200 af kvikmyndavélum
Lumierebræðranna í notkun í heim-
inum en aðeins um 80 af Vitascope-
sýningarvélum Edisons.
Eitt af slagorðum Repúblikana-
flokksins á þessum tíma var „Banda-
ríkin fyrir Bandaríkjamenn" og allt
í einu sauð upp úr. Biographfélagið,
aðalkeppinautur Lumierebræðra,
gerði slagorðið að sínu og neyddi þá
til að kalla menn sína heim. Hófust
erfiðleikar þeirra með handtöku í
Central Park þar sem þeim var gefið
að sök í janúar 1897 að taka kvik-
myndir án tilskilinna leyfa. Varð
franski sendiherrann i Bandaríkjun-
um að skerast í leikinn til þess að
fá þá leysta úr haldi.
Ný kvikmyndafélög
koma til sögunnar
Um hríð voru rekin tvö kvik-
myndahús í París og voru þau oftast
þéttsetin af fólki sem var svo undr-
andi að það hrevfði sig varla í sætun-
um. Smám saman fór þó forvitni fólks
dvínandi og aðsóknin minnkaði. Um
svipað leyti fóru svo Mélies, Charles
Pathé og Léon Gaumont að gera
kvikmvndir með söguþræði og ekki
leið á löngu þar til Frakkar urðu
fremstir í gerð kvikmynda. Var svo
fram að fvrri heimsstvrjöldinni.
Þýð: ÁSG
Konur sigruðu í
jólakrossgátunni
Dregið hefur verið í jólakross- Helgarblað DV óskar vinnings- in verða send í pósti innan
gátu DV. 1. og 2. verðlaun fóru höfunum til hamingju. Verðlaun- skamms. -EIR.
norður á Akureyri en 3. verð-
launin höfnuðu í höfuðborginni.
í jólakrossgátu DV að þessu sinni
voru tvær vísur og í þeim fólust
lausnirnar. Hundruð bréfa bárust
og voru langflest með réttum
lausnum; það er að segja, vísurn-
ar voru réttar.
Fyrri vísan var haustvísa og
hljóðaði svona:
Langa skugga dagsól dauf
dregur um völl og móa.
Fallin grösin, fölnað lauf,
farin suður lóa.
Síðari vísan var hins vegar vor-
vísa:
Kviknar áin krapablá,
koðnar í fjalli hengja,
blessuð sólin sækir á,
senn fer dag að lengja.
Verðlaunahafarnir eru:
1. Hildur Sigurgeirsdóttir,
Hvammshlíð 11, Akureyri.
2. Líney Laxdal, Túnsbergi,
Akureyri.
3. Guðrún D. Ágústsdóttir, Vega-
mótastíg 9, Reykjavík.
Sparisjóðsstjóri óskast
Staða sparisjóðsstjóra (önnur staða af tveimur) hjá
Sparisjóði Hafnarfjarðarer laustil umsóknar.
Umsóknir um stöðu þessa ásamt upplýsingum,
meðal annars um menntun og fyrri störf, skulu
sendar formanni sparisjóðsstjórnar, Stefáni Jóns-
syni, Hamarsbraut 8, Hafnarfirði, eigi síðar en 10.
febrúar næstkomandi.
Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Frá Gigtarfélagi
m
Islands
Vinningar í happdrættinu
féllu á eftirtalin númer.
Ferðavinningar eftir vali:
Kr. 60.000,- nr. 16808
Kr. 40.000,- nr. 23728
Kr. 25.000,- nr. 1069
n nr. 4550
// nr. 5507
// nr. 5508
// nr. 11923
// nr. 16256
" nr. 22310
// nr. 25306
// nr. 26934
" nr. 27096
Húsbúnaður eftir vali
Kr. 20.000,- nr. 1703
" nr. 3177
nr. 10141
nr. 1 2749
" nr. 21691
" nr. 22926
nr. 23342
" nr. 27032
Þökkum félagsmönnum og öðrum landsmönnum
stuðning við Gigtlækningastöðina.
(GB
SAAB SEAT
Seljum í dag
Saab 900 GL árg. 1983, 4ra dyra,
Ijósdrapp, beinskiptur, 4ra gíra,
ekinn 56 þús. km. Góður bill.
Saab 900 GLS árg. 1982, 5 dyra,
Ijósblár, sjálfskiptur, ekinn 61 þús.
km, mjög góður bill. Skipti á ódýr-
ari möguleg.
Saab 99 GL árg. 1980, 4ra dyra,
rauður, beinskiptur, 4ra gira, ek-
inn 90 þús. km, mjög góður og
failegur bill. Skipti á ódýrari
möguleg.
Saab 900 GLI árg. 1984, 2ja dyra,
Ijósblár, beinskiptur, 5 gíra, ekinn
27 þús. km, skipti á ódýrari.
Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra dyra, Saab 96 super árg. 1980, 2ja
blágrár, sjálfsk. + vökvastýri, dyra, Ijósbrúnn, beinskiptur, 4ra
topplúga, litað gler, rafmagnslæs- 9ira’ miög góöur og fallegur bill.
jng Q || Sumar- og vetrardekk á felgum.
Opiö laugardag kl. 13—17.
TÖGCURHR
UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT
BÍLDSHÖFÐA16, SlMAR 81530-83104