Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 12
I 12 DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986. pVÍRÓM-DVÍRÓM- DVÍRÓM- DVÍRÓM- DVÍRÓM- DVÍ Orðtakið segir að þegar maður sé í Róm eigi maður að hegða sér eins og Rómverji. Auðvitað ætlaðist sá mikli orðtakasmiður ekki til þess að orðtök hans yrðu tekin bókstaflega, þannig að færi maður út úr bænum þyrfti maður að bera sig eins að við alla skapaða hluti og sveitafólkið á þeim slóðum sem maður stöðvaði bílinn. En þó er aldrei að vita til hvers er ætlast af manni. RÓMVERJi » ERUSMA Helgarblaðsmaður brá sér til Rómar um daginn. t>á höfðu hryðju- verkamenn nýlega leikið gráan leik í Róm, löggur og hermenn hvarvetna á verði og héldu fast í vélbyssutitti sína, störðu fúllyndislega á hvern mann sem framhjá gekk og algeng- asta hljóðið á strætum Rómar (fyrir utan klukknahljóð) var vælið í löggubílunum sem skutust gegnum bílamergðina á breiðstrætunum og löggurnar allar sem ein i framan eins og væru þær staddar í miðri þjóðar- sorg. Að hegða sér eins og Rómverji? Þá þarf maður fyrst og fremst að vera vel til fara - verða sér úti um falleg og vel sniðin föt og gæta þess vel að allt sé í stíl. Og svo gengur maður hratt um strætin, horfir fjar- rænu augnaráði framhjá þeim sem maður mætir, lítur ekki upp þótt hörkuárekstur verði við nefið á manni, sveiflar göngustaf eða regn- hlíf, frakkinn ellegar pelsinn eins og skikkja aftur af herðum manns og maður hugsar án afláts um hvar best sé að snæða kvöldverð, hvað maður vilji borða og með hverjum. Nei annars. Ég veit það ekki. Al- berto Moravia rithöfundurinn sagði í viðtali við tímarit eitt nú um daginn, að smáborgararnir í Róm væru hverjum skarpskyggnum rit- höfundi (og fólki úr öðrum listgrein- um) endalaust viðfangsefni. Og þegar ég gekk um Rómarstræti fannst mér að sá gamli hlyti (eins og ævinlega) að hafa rétt fyrir sér. Pasta, pasta, pasta... er hinn óhjákvæmilegi milli - eða aðalréttur á hverjum matseðli. Og ítalskur matur í Róm eða annars staðar á Ítalíu - er gerólíkur þeim mat sem fæst á pizzeríum veraldar- innar og er kallaður ítalskur. Óh'kur. Og miklu betri. Að sjálfsögðu. Italir byrjuðu að borða pasta aftur á miðöldum í kjölfar hinnar miklu reisu Marco Polo austur til Kína. í Kína voru menn þá fyrir löngu farnir að búa til einhvers konar núðlur eða pasta úr hveiti og Marco Polo hafði þannig matvöru í farteskinu þegar hann sneri aftur. Síðan hafa ítalir staðið á beit í þessu sérkennilega brauði sem þeir nota með hvers konar mat. Þeir sem standa fyrir ítölskum matsölustöðum utan Ítalíu virðast flestir halda að spaghettí og aðrar tegundir pasta eigi að matreiða á ákaflega einfaldan máta: sjóða í potti, gusa kjötsósu og tómat út á og segja geriðisovel! ítalir þekkja naumast slíkan bar- barisma. Þeir kunna áreiðanlega mörg hundruð aðferðir við að útbúa sitt pasta. Og verða þess vegna seint leiðir á því. En á stundum ganga þeir framaf útlendingum sem sækja þá heim. „Þegar ég hafði verið tvo mánuði i Róm,“ sagði mér Bandaríkjamaður einn sem ég hitti fyrir skemmstu - „þá fór ég til Austurríkis til að fá mér að borða - svo uppgefinn var ég á þessu olíumengaða spaghettíi með parmesanosti." Það er hætt við að fleirum fari eins og þessum Bandaríkjamanni. En mér fannst pastað oftast gott. Kaffi, hnausþykkt Og úr því að maður er farinn að tala um það sem maður setur inn fyrir varir verður ekki undan því vikist að nefna kaffið: Kaffi á Ítalíu er ákaflega gott. Það er framreitt á ótal vegu eins og annars staðar í S-Evrópu, en undantekningarlítið er það í senn sterkara og bragðbetra en annars staðar. Venjulegt kaffi á lúinni kaffiteríu er gerólíkt og betra því sem býðst á íslandi. Það er þykkt, mjúkt, minnir helst á súkkulaði - og engum dettur í hug magasár þegar á því er dreypt. Og æði oft blandað einhverju sterku t.d. grappa, þessu bragðsterka brennivíni þeirra sem hefur látið margan vaskan dreng standa á öndinni. Ítalía í tísku ítalski ferðamálafrömuðurinn sem leitaðist við að leiða mig' í allan sannleik um ítölsk þjóðfélagsmál, næringarmál, menningarmál og raunar öll þau mál sem ég mundi eftir að spyrja hann um þau skipti sem við sátum til borðs saman - sagði að Ítalía væri í tísku. „Það gerir sú framsókn sem margt hér er í,“ sagði hann - og virtist ekki alveg vita í hverju framsóknin væri fólgin. „Æ fleiri fá góð laun. Æ fleiri búa hús sín betur. Æ fleiri ferð- Fornminjar á Ítalíu eru margar og margvíslegar. Maðurinn á myndinni er danskur fornleifa- fræðingur - og fannst gaman að setjast á rómverskt marmarasal- erni, eins konar félagskamar sem gat rúmað sex manns á hverja hlið, samtals átján að hægja sér „pá engang“ sagði danskurinn. k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.