Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auplýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111. SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKU R H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Stríðsfengur í stjórnmálum Átökin um, hver verði næsta heimahöfn togarans Kolbeinseyjar, veita innsýn í stjórnmálin. Þau eru fvrst og fremst barátta um aðstöðu til að deila og drottna. Önnum kafnir í fyrirgreiðslum eru stjórnmálamenn á Alþingi, í ríkisstjórn og í lánastofnunum. Kolbeinseyjarmálið er sérstakt að því leyti, að átökin eru ekki milli kjördæma, heldur innan eins og sama kjördæmis. Fyrirgreiðslumennirnir eru að fjalla um, hvort togarinn eigi að vera áfram á Húsavík eða fara til Akureyrar eða Þórshafnar og Raufarhafnar. Upphaf látanna var, að Húsvíkingar buðu ekki hæst í gjaldþrota skipið, heldur Norður-Þingeyingar. Áætlað hefur verið, að tilboð Útgerðarfélags Norður-Þingey- inga sé 176 milljón króna virði, Útgerðarfélags Akur- eyringa 163 milljóna og Húsvíkinga 160 milljóna. Þetta hentaði ekki hinum pólitísku aðstæðum í kjör- dæminu. Stjórnmálamenn fóru í gang til að reyna að hindra flutning togarans. Sá vilji er út af fyrir sig skilj- anlegur. Hins vegar er ekki samá, hvaða ráðum er beitt til að fá honum framgengt. Sú saga er ekki fögur. Undir forustu framsóknarmanna tókst samstarf milli stjórnmálamanna á Alþingi og í stjórn Fiskveiðasjóðs, sem á skipið. í því tóku þátt fyrrverandi alþingismenn, sem eru orðnir bankastjórar í Landsbankanum og Seðla- bankanum, svo og forsætis- og sjávarútvegsráðherra. Á vegum sjávarútvegsráðherra var samin skýrsla á hæpnum forsendum. Hún átti að sýna, að fyrirhugaðar breytingar Norður-Þingeyinga á Kolbeinsey mundu ekki kosta fimm milljónir, heldur 17,5 milljónir. Þegar þetta reyndist ekki haldbært, var gripið til enn harkalegri aðgerða. Samband íslenzkra samvinnufélaga var fengið til að hætta við að ganga í átta milljón króna ábyrgð. Síðan píndi Seðlabankinn Sparisjóð Þórshafnar til að hætta við að ábyrgjast greiðsluna. Meðan á þessu stóð hafði Landsbankastjóri forgöngu í Fiskveiðasjóði um, að afgreiðslu málsins yrði frestað, svo að Kolbeinsey hrataði ekki í hendur hinna óvinsælu aðila. Seðlabankastjóri tók hins vegar að sér að mæta með englasvip í sjónvarpinu til að segja, að pólitík hefði alls engin áhrif á gang mála hjá sjóðnum! Forsætisráðherra lýsti því yfír, að tvímælalaust ætti Húsavík að fá togarann til baka. Þar með sagði hann óbeint, að útboð skipsins væri markleysa ein. Menn hefðu á fölskum forsendum verið fengnir til að bjóða í skipið, sennilega til að finna, hvert væri verðgildi þess. Slíkt er auðvitað siðlaust eins og annað í málinu. Næsta skrefið var að hóta þeim, sem hæst buðu. Komið var á framfæri við þá, að Raufarhöfn og Þórshöfn skyldu hafa verra af, ef þeir héldu hinu háa tilboði til streitu. Gefið var í skyn, að á næstu árum yrði takmörkuð hin pólitíska fyrirgreiðsla í þágu þessara byggðarlaga. Hins vegar mundi vera ljúflega munað eftir þeim, ef þeir sendu skeyti um, að þeir drægju tilboð sitt til baka. Þessu tilboði gátu þeir ekki hafnað. Svipuð skilaboð gengu svo til Akureyringa til að fá þá líka til að víkja. Niðurstaðan verður, að opinber sjóður tapar meira. fé en til stóð. Ennfremur, að þar á ofan þarf að borga af almannafé dúsur upp í þá, sem hafa látið undan síga. Þannig eru vinnubrögðin í stjórnmálum lands, þar sem stjórnmálamenn skammta fjármagnið, deila og drottna í atvinnulífipu, skipta herfanginu. Kolbeinseyjarmálið veitir innsýn í siðblinduna. J ónas Kristj ánsson Með svan á heilanum Þegar Hornfirðingar þurfa að lýsa kúnstugu fólki (eða geðsjúku) segja þeir gjarnan: „Eyminginn, það fauk á hann bátur í æsku.“ Þarna fer saman lofsverð háttvísi og skáldlegt innsæi. Á mig réðst hins vegar svanur í æsku og nebbaði mig í kálfann. Ekki veit ég hvort þessi atburður er undirrót að mínu háttalagi sem er á stundum óútskýranlegt. Ég á til dæmis erfitt með að umgangast alls konar löggæslumenn. Mér er lífsins ómögulegt að tala við þá eins og annað fólk, heldur stend ég sjálfan mig annaðhvort að ein- hvers konar merkilegheitum eða yfirgengilegri auðmýkt í hvert sinn sem ég þarf að hafa samband við laganna verði sem ekki kemur oft fyrir. Best að það sé á hreinu. En í hvert skipti skammast ég mín lengi á eftir. Ég veit það hins vegar að svanur- inn sá arna beit sig langt inn í vitundina á mér. Mörg ár á eftir vaknaði ég upp í svitabaði, eftir æðisgenginn flótta undan stórum hvítum fugli með svo mikið væng- haf að bar við himin. Ég sagði engum frá þessu. En einn daginn mundi ég eftir því að ég svaf undir sæng sem fyllt var svanaíjöðrum. Hana setti ég út í horn og breiddi ullarteppi yfir mig í staðinn. Lögð- ust þá þessar martraðir af. Öfugmæli En vakandi leit ég svaninn ekki sömu augum og ég hafði gert. Mér stóð ógn af honum, sætti mig ekki við upphefð hans í bókmenntum og myndlist. Þrösturinn var minn skáldfugl. Mér fannst táknrænt að þegar Júpíter kom af himnum ofan til að nauðga meynni Ledu var hannísvanslíki. Og ég, sem heyrði gjallandann í svaninum í vöku sem draumi, leit á lýsingar skáldanna á „svanasöng á heiði“ sem hrein öfugmæli. Enn eimir eftir af þessari andúð á svaninum hjá mér. Þegar ég fer Aðalsteinn Ingólfsson í TALFÆRI með dætrum mínum niður að Tjörn að gefa fuglunum fleygi ég mínum skerfi ósjálfrátt til andanna, ekki svananna. Síðan liðu árin, svanir hættu að valda mér hugarangri, aðrir draumar ásóttu mig í staðinn. En eins og sænski rithöfundurinn Per Gunnar Evander segir á einum stað, þá er minnið eins næmt fyrir ertingu og kynfærin. Um daginn rakst ég ljósmynd af hollensku málverki frá 18. öld í gömlu tölu- blaði af Times Literary Supple- ment, sjá hér að neðan. Höfundur- inn er lítt þekktur málari, Pieter Snyers, og málverkið sýnir svan sem ver hreiður sitt fyrir ásókn barns og hunds. Þá var eins og þyrmdu yfir mig slitur úr gömlu martröðunum, gamlar meinlokur hrönnuðust upp og nokkur augnablik var hjartað eins og bassatromma í brjóstinu á mér. Sannleikurinn í draumi En höfðu ekki foreldrar mínir staðhæft að svanur hefði aldrei nálægt mér komið? Jú, það gerðu þau reyndar, ekki alls fyrir löngu, er ég var að riíja upp atburðinn. Ég varð agndofa, endurtók lýs- inguna á þessu bernskuferðalagi mínu ofan frá Bergstaðastræti og niður að Tjörn, sagði þeim írá sef- inu sem ég hafði brotist í gegnum í átt að svanshreiðri sem ég vissi ekki um. Svo kom svanurinn á fleygiferð og með miklum hljóðum. Hann elti mig skelfingu lostinn upp á Fríkirkjuveg og hjó í legginn á mér að skilnaði....Og ég sýndi þeim örið. Þau brostu góðlátlega, sögðu mig hafa dreymt þetta allt saman, örið hefði ég sennilega fengið við annað tækifæri. Ég var hálft í hvoru far- inn að leggja trúnað á útskýringar þeirra. En svo sá ég ljósmyndina, fann hve miklu róti hún kom af stað í mér. Gat verið að tuttugu ára gamall draumur eða hugarburður hefði skotið eins föstum rótum í mér og blákaldar staðreyndir, til dæmis dauði ömmu minnar? Á slíkum og þvílíkum augnablikum fara menn að efast um veruleika veru- og persónuleikans. Hughreysting barst mér úr ólík- legustu átt. í sjálfsævisögu sinni „Fyrir andlát" (Mon dernier soup- ir) fjallar kvikmyndaleikstjórinn Luis Bunuel um óáreiðanleika minnisins og segir: „Hugarflug okkar og draumar lita stöðugt minningarnar og þar sem okkur er tamt að taka mark á hugarfluginu þá kemur að því að við búum til sannleik úr staðlausum stöfum. En hugarflugið og veruleikinii eru hvort tveggja jafnpersónulegir, þau snerta okkur jafnt. Því skiptir ekki ýkja miklu máli þótt við slengjum þeim saman á stundum." Við erum sem sagt ekki bara það sem við étum og gerum, heldur einnig það sem okkur dreymir. - ai Pieter Snyers - Svanur ver hreiður sitt fyrir barni og hundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.