Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 28
28
DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986.
Sigur og stórmeistara-
titill í Hastings
Með stuttum jafnteflum í fjórum
síðustu skákunum á jólaskákmót-
inu í Hastings tryggði Margeir
Pétursson sér stórmeistaratitilinn
langþráða. Hann er ekki fyrstur
Islendinga til þess að nó þessum
áfanga ó söguslóðum í Hastings. A
mótinu 1974- 75 varð Guðmundur
Sigurjónsson jafn Vaganjan í öðru
sæti, hálfum vinningi á eftir Hort
og só árangur nægði Guðmundi,
enda mótið geysisterkt neðar
komu garpar á borð við Andersson
og Beljavsky.
Kannski er það hressandi sjávar-
loftið í Hastings, þar sem vill verða
vindasamt á þessum árstíma, sem
hefur þessi áhrif á íslendinginn.
Fyrr er greint frá sigri Friðriks
Ólafssonar fyrir réttum þrjátíu
árum en fyrstur íslendinga til þess
að tefla í Hastings var Guðmundur
S. Guðmundsson sem þátt tók í
jólamótinu 1946-’47. Guðmundur
náði stórgóðum árangri, þriðja
sæti á eftir Englendingnum
C.H.O.D. Alexander og franska
skákmeistaranum Tartakower.
Tækifærin voru færri í þá daga en
nú gerast og ekki var laust við að
Guðmundur S. bæri óttablandna
virðingu fyrir frægum andstæðing-
um sínum. Hann samdi jafntefli við
Tartakower með tveim peðum
meira í hróksendatafli og fyrir það
fékk hann náttúrlega orð í eyra við
heimkomuna. Ein GuðmundurS. lét
það ekkert á sig fá. ..Tartakower
er alltaf Tartakower," sagði hann.
Hætt er við að Margeir hafi ekki
borið jafnmikla virðingu fyrir
andstæðingum sínum í Hastings og
Guðmundur S. á sínum tíma, enda
ekki ástæða til. Margeir var hæst-
ur allra keppenda á stigum og hefði
fyrirfram getað gert sér góðar vonir
þótt efsta sæti og stórmeistaratitill
þætti fjarlægur draumur.
Mótið í Hastings hefur því miður
misst obbann af sinni fyrri reisn
einkum vegna óstýrilætis sterk-
ustu ensku skákmeistaranna. Þeir
neita að tefla í Hastings vegna
lágra verðlauna og lélegra að-
stæðna. Mótin eru kostuð af skák-
klúbbi bæjarins og verðlaunasjóð-
urinn hefur jafnan borið keim af
því. Er Friðrik og Kortsnoj deildu
sigrinum fyrir þrjátíu árum voru
fyrstu verðlaun aðeins 60 pund og
Tajmanov, sem lenti í 4. sæti, fékk
engin verðlaun! Á skákstað þykir
einnig fremur erilsamt því að teflt
er í mörgum flokkum og margir
skrafhreifnir áhorfendur fylgjast
með skákunum. Þetta taldi Mar-
geir sér í hag enda slíku vanur frá
stórmótum hér heima þar sem jafn-
an er margt um manninn. En
Englendingar vilja ekki tefla fyrir
áhorfendur.
Mótstaflan segir meira en nokkur
orð um frammistöðu Margeirs og
félaga hans, Jóhanns Hjartarson-
ar, sem af eðlilegum ástæðum hefur
fallið í skuggann. Annars er árang-
ur Jóhanns engin hneisa. Hann var
ófarsæll í þeim tveim skákum sem
hann tapaði, gegn Greenfeld og
Rukavina, sofnaði á verðinum í
þeirri fyrri en í þeirri síðari var
hann gjörsamlega búinn að yfir-
spila mótherjann, með peði meira
og valdaðan frelsingja á a3 (Jó-
hann hafði svart), er hann lék
Hasfings 1985—1986
Eló-stig Titill 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 vinn
1. Margeir Pétursson 2550 AM 'h 'h 'h h 'h 1 'h 'h 1 1 1 1 1 Vh
2. Mikhailtsisín (Sovétríkin) 2505 SM 'h 'h 'h 'h 1 'h 'h 1 'h 'h 1 1 1 9
3.4. Conquest (Englandi) 2345 FM 'h 'h 'h 'h 1 'h 'h 0 1 1 0 1 1 8
3.4. Balashov (Sovétríkin) 2510 SM 'h 'h 'h 'h 'h 'h h 'h 1 'h 'h 1 1 8
5.7. Jóhann Hjartarson 2505 SM 'h 'h 'h 'h 0 1 'h 'h 0 1 'h 1 1 7 'h
5.-7. Greenfeld (Israel) 2480 AM 'h 0 0 'h 1 0 'h 1 1 1 0 1 1 7 'h
5.-7. Braga (Argentínu) 2455 AM 0 'h 1/, 'h 0 1 'h 'h 'h 1 1 'h 1 Vh
8.-9. Fedorowicz (Bandaríkin) 2515 AM 'h 'h 'h 'h 'h 'h 'h 'h 'h 'h 'h 'h 1 1
8.-9. Watson (Englandi) 2435 AM ‘/2 0 1 i 'h 0 'h 'h 0 'h 1 1 1 l
10. Rukavina (Júgóslavíu) 2510 AM 0 'h 0 0 1 0 'h 'h 1 'h 1 íl 1 6/4
11.-12. Plaskett (Englandi) 2480 SM 0 'h 0 'h 0 0 0 'h_ 'h 'h 1 'h 0 4
11.-12. Bellon (Spáni) 2435 SM 0 0 1 'h 'h 1 0 'h 0 0 0 'h 0 4
13. Pia Cramling (Svíþjóð) 2420 AM 0 0 0 0 0 0 '/2 'h 0 'h 'h 'h 1 3 'h
14. Formanek (Bandaríkin) 2350 ■ AM 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 0 2
Davíð segir fyrstu sögnina
Eins og kunnugt er hefir þátttaka
borgarstjórans í Reykjavík í keppn-
um undanfarið takmarkast við það
að setja mótin og segja fyrstu sögn-
ina.
Hann brá hins vegar út af vananum
um daginn þegar sveit hans skoraði
á sveit Samvinnuferða/Landsýnar og
sigraði.
1 eftirfarandi spili frá einvíginu
fann borgarstjórinn eina útspiliðsem
dugði.
Norður gefur/n-s á hættu
N.vmmi
a KD2
: Á7542
/ 53
* KD9
Ai.sni;
A Á9
G
i v ÁK10862
* Á652
Sunt'u
* 10653
7 D106
DG74
* 43
I opna salnum sátu n-s Jón Steinar
Gunnlaugsson og borgarstjórinn en
a-v Jón Baldursson og Helgi Jó-
hannsson, forstjóri Samvinnuferða/
Landsýnar.
Sagnimar voru ekki margbrotnar:
Norður Austur Suður Vestur
ÍH 2T pass pass
pass
Ekki besti samningurinn, en þó alls
ekki án möguleika. Segjum að komi
spaði út þá drepur sagnhafi drottn-
ingu norðurs, tekur tvisvar tromp
og spilar spaða. Norður er nú enda-
spilaður og verður að gefa áttunda
slaginn, hverju sem hann spilar. Spili
hann hjartasexi út þá kemur svipuð
staða upp, aðeins drottningin út
gerir sagnhafa erfitt fyrir. Tromp út
er augljóst slagtap og þá er aðeins
laufið eftir, og það var útspil Davíðs.
Vli.lt l:
* G874
K983
ö 9
* G1087
Eftir það átti sagnhafi enga mögu-
leika og fékk aðeins sjö slagi.
Það voru 50 til sveitar borgarstjór-
ans sem bætti 110 við á hinu borðinu
þegar sveitarfélagarnir, Þórarinn
Sigþórsson og Þorlákur Jónsson,
spiluðu þrjú lauf sem þeir unnu slétt.
Mánudaginn 20. janúar verða spilað-
ar 3. og 4. umferð. Spilamennska
hefst stundvíslega kl. 19.30 og spilað
er í Síðumúla 25.
Frá Hjónaklúbbnum
Þann 7. jan. hófst 3ja kvölda Mitc-
Borgarstjórinn kann fleira en að segja fyrstu sögnina
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Bridgedeild Baröstrendinga-
félagsins
Mánudaginn 13. janúar hófst aðal-
sveitakeppni félagsins (14 sveitir).
Staða efstu sveita eftir 2 umferðir:
stig
1. Þórarinn Árnason 47
2. Sigurður ísaksson 40
3. Ágústa Jónsdóttir 39
4. Gunnlaugur Þorsteinsson 39
5. Jóhann Guðbjartsson 34
6. Guðjón Bragason 31
7. Guðmundur Jóhannsson 29
hell tvímenningur hjá félaginu með
þátttöku 34 para. Eftir fyrsta kvöldið
er staða efstu para þannig:
N-S-riöill
1. Guðrún Bergsdóttir-
Þorleifur Guðmundsson 2. Ásthildur Sigurgísladóttir- 367 stig
Lárus Arnórsson 3. Gróa Eiðsdóttir- 361 stig
Július Snorrason 4. Ágústa Jónsdóttir- 355 stig
Kristinn Óskarsson 5.-6. Ólöf Jónsdóttir 351 stig
Gísli Hafliðason 5.-6. Hulda Hjálmarsdóttir 350 stig
Þórarinn Andrewsson A-V-riðill 1. Valgerður Eiríksdóttir- 350 stig
Bjarni Sveinsson 2. Guðrún Reynisdóttir- 385 stig
Ragnar Þorsteinsson 3. ErlaSiguijónsdóttir- 360 stig
Kristmundur Þorsteinsson 4. Sigríður Ingibergsdóttir- 354 stig
Jóhann Guðlaugsson 337 stig
5.-6. Dúa Ólafsdóttir-
Jón Lárusson
5.-6. Sigrún Steinsdóttir
Haukur Harðarson
Bridgehátíð1986:
Eftirtalin pör munu keppa í tví-
menningskeppni Bridgehátíðar 1986:
(Töfluröð):
1. PerOlafSundelin-SvenOlov Flodquist,Svíþjóð.
2. Lars Blaset- Knut Blakset, Danmörku.
3. Jón Páll Siguijónsson-Sigfús ö. Árnason, TBK.
4. Ragnar Björnsson-Sævin Bjarnason, Kópavogi.
5. Allan Graves-George Mittelmann, Kanada.
6. Páll H. Jónsson-Þórarinn B. Jónsson, Akureyri.
7. Micheal Massimilla-Micheal Polowan, USA.
8. Guðni Þorsteinsson-Sigurður B. Þorsteinsson,
BR.
9. Arnar Geir Hinriksson-Einar Valur Kristjáns-
son, Ísafirðí.
10. Ólafur Ágústsson-PéturGuðjónsson, Akureyri.
11. Aðalsteinn Jónsson-Kristján Kristjánsson,
Eskif./Reyðarf.
12. Guðmundur Pálsson Pálmi Kristmannsson,
Egilsstöðum.
13. Aðalsteinn Jörgensen-Valur Sigurðsson, Br.
14. Steinberg Ríkharðsson-Tryggvi Bjarnason,
Tálknf./Patreksf.
15. Jakob R. Möller-Jaquie McGreal, BR-USA.
16. Magnús Torfason-Gísli Torfason, Keflavík.
17. Esther Jakobsdóttir-Valgerður Kristjónsdóttir,
BR.
18. Hörður Blöndal-Grettir Frímannsson, Akureyri.
19. Zia Mahmood Barry Myers, Bretlandi.
20. Þórarinn Sigþórsson-Þorlákur Jónsson, BR.
21.StefánGuðjohnsen-ÞórirSigurðsson, BR.
22. Hermann Lárusson-Ólafur Lárusson, BR.
23. Hannes R. Jónsson-Ragnar Halldórsson, BR.
24. Einar Guðjohnsen-Guðmundur Pétursson,
USA/BR.
25. Kristján Blöndal-Kristján Már Gunnarsson,
BR/Selfossi.
26. Vilhjálmur Sigurðsson-Þráinn Sigurðsson,
Kópavogi/Akranesi.
27. Sigfús Þórðarson Vilhjálmur Þ. Pálsson,
Selfossi.
28. Rúnar Magnússon-Stefán Pálsson, BR.
29. Björn Eysteinsson-Guðmundur Sv. Hermanns-
son, BR.
30. Guðlaugur R. Jóhannsson-Örn Arnþórsson, BR.
31. Hrólfur Hjaltason-Oddur Hjaltason, BR.
32. Hörður Arnþórsson-Jón Hjaltason, BR.
33. Ragnar Magnússon-Valgarð Blöndal, BR.
34. Jakob Kristinsson-Júlíus Siguijónsson, BR.
35. Jón Baldursson-Sigurður Sverrisson, BR.
36. Jón Þorvarðarson-Þórir Sigursteinsson, BR.
37. Hallgrímur Hallgrímsson-Sigmundur Stefáns-
son, BR.
38. Steen Schou-Sævar Þorbjörnsson, Danmörku.
39. Ásmundur Pálsson-Karl Sigurhjartarson, BR.
40. Jón Ásbjörnsson-Símon Símonarson, BR.
41. Karl Lógason-Svavar Björnsson, BR.
42. Magnús Ólafsson-Páll Valdimarsson, BR.
336 stig
336 stig
Meðalskor312stig
43. Guðmundur Páll Arnarson-Þorgeir P. Eyjólfs-
son, BR.
44. Eric Rodwell-Marty Bergen, USA.
Til vara:
1. Júlíus Snorra.-Sigurður Sig.
2. Björgvin Þorst.-Jón St. Gunnl.
Vakin er sérstök athygli á því að
tvímenningskeppni bridgehátíðar
hefst á föstudaginn nk. kl. 19 með
setningu móts.
Á laugardeginum hefst spila-
mennska kl. 10 árdegis. Opna Flug-
leiðamótið í sveitakeppni hefst svo á
sunnudeginum kl. 13 og verður fram-
haldið á mánudeginum kl. 15.
Enn geta nokkrar sveitir bæst í
hópinn í Flugleiðamótinu. Skráð
verður til hádegis á föstudeginum á
skrifstofu BSÍ, s. 91 18350 (eða
91-16538 Ólafur).
Bridgefélag Breiðholts
Síðastliðinn þriðjudag hófst aðal-
sveitakeppnin. 11 sveitir mættu til
leiks og er röð efstu sveita þessi:
1. Sveit Rafns Kristjánssonar 50 stig
2.-3. Sveit Antons R. Gunnarssonar 38 stig
2.-3. Sveit Bergs Ingimundarsonar 38 stig
4.-5. Sveit Garðars Garðarssonar 35 stig
4.-5. Sveit Leifs Karlssonar 35 stig
Keppnin heldur áfram næsta þriðju-
dag.
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Nú er aðeins einni umferð ólokið
í sveitakeppni BH. Staða efstu sveita
er nú þessi.
1. Sveit Bjarna Jóhannssonar 202
2. Sveit Böðvars Magnússonar 188
3. Sveit Þrastar Sveinssonar 178
4. Sveit Kristófers Magnússonar 175
5. Sveit Þórarins Sófussonar 156
6. Sveit Erlu Siguijónsdóttur 153
Sveit Bjarna er næsta örugg með
sigur í mótinu, með 14 stiga forskot
á næstu sveit, og á aðeins eftir að
spila við þá sveit sem vermir botn-
sætið.
Vegna bridgehátíðar er ekki unnt
að ljúka sveitakeppninni næsta
mánudag, þ. 20. janúar, en þess í stað
verður spilaður fjörugur og fjöl-
mennur eins kvölds tvímenningur.