Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 16
16
DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986.
Rokkspildan
Rokkspildan
Rokkspildan
Rokkspildan
Engin
lognmolla
á rokk-
listahátíð
ir,“ sagði ungur drengur við félaga
sinn og sá jánkaði því.
Sviðakjammar
Seinust þetta kvöld var hljóm-
sveit sem heitir því þjóðlega nafni
Sviðakjammar. Bassaleikarinn
byrjaði á að tilkynna að þeir kynnu
aðeins þrjú lög. Því var tekið með
jafnaðargeði og sveitin hóf að leika
bræðing í anda Mezzo. Ég hlustaði
á eitt, leit á klukkuna og þurfti að
drífa mig.
Mér skilst að mánudagskvöldið
hafi verið í anda dreifbýlisstefnu.
Þar komu fram (samkvæmt auglýs-
ingu) hljómsveitirnar Sú Ellen frá
Neskaupstað, Ófris úr Keflavík,
Antarah úr Kópavogi og einn full-
trúi höfuðborgarinnar, hljómsveit-
in Fyrirbæri. Ánægjulegt að þrjár
utanbæjarsveitir skyldu sjá sér
fært að koma á þessa listahátíð.
Áheyrendur létu sig heldur ekki
vanta sem er enn gleðilegra.
Aðstandendur Listahátíðar unga
fólksins hafa svo sannarlega
ástæðu til að vera ánægðir með
þetta framtak sitt.
-ÞJV
DV-mynd PK.
Æskan hjálparþeim
l'opplandsliðið svokallaða kom
saman fyrir jól og söng inn á plötu
til styrktar bágstöddum í Eþíópíu.
Pressuliðið, tónlistarmenn af
yngri kynslóðinni, ætlar ekki að
láta sitt eftir liggja til stuðnings
þessum málstað. Þann 22. febrúar
næstkomandi verða haldnir tón-
leikár til styrktar bágstöddum í
Afríku í félagsmiðstöðinni Árseli.
Reyndar stóð til að halda þessa
tónleika fyrir jól en ekkert varð
úr því.
Tónlistarmenn eru beðnir að til-
kynna þátttöku sína í síma 671740
á þriðjudögum og fimmtudögum,
milli kl. 17 og 18.30, fyrir 14. febrú-
ar. Miðað er við að „yngri“ hljóm-
sveitir komi þarna fram og eru
tónlistarmenn sem tilheyra þeirri
kynslóð hvattir eindregið til að
vera með. Það er heldur ekki á
hverjum degi sem þeim aldurshópi
býðst að spila og í ofanálag að
styrkja gott málefni.
-ÞJV
I tengslum við Listahátíð unga
fólksins voru haldnir tvennir tón-
leikar í Tónabæ, á mánudags- og
þriðjudagskvöldið.
Alls komu átta hljómsveitir af
yngri kynslóðinni fram víðs vegar
af landinu og mætti fjöldi æsku-
fólks bæði kvöldin til að hlýða á
þessa jafnaldra sína. Það er örugg-
lega engin hætta á að lifandi tónlist
(hallærislegt orð) deyi út með þess-
ari kynslóð.
Ókeypis var á tónleikana og eins
og áður segir létu unglingarnir sig
ekki vanta. Þegarhljómsveitin The
Voice byijaði að spila klukkan átta
var salur Tónabæjar fullur (af
fólki).
Röddin í óbyggöinni
Hljómsveitirnar fjórar, sem spil-
uðu þetta kvöld, voru allar úr
Reykjavík. Rock Heat frá Vík í
Mýrdal mætti ekki af ástæðum sem
mér eru ókunnar. Tónlistin, sem
höfuðborgarbúarnir fluttu, var
jafnólík og flytjendurnir voru
margir.
The Voice var eina hljómsveitin
af þessum fjórum sem ég hafði
heyrt í áður. Þeir félagar halda sig
við eínfalt og hrátt rokk og voru
feikifrískir þetta kvöld. Áhorfend-
ur voru líka mun fleiri að þessu
sinni en í Safarí forðum. Það kann
að hafa haft sín áhrif.
Að mínu áliti er Voice ekki leng-
ur efnileg hljómsveit. Hún er ein-
faldlega góð og verðskuldar mun
meiri athygli. Tónlist hennar er
með því frísklegasta sem heyrist
hér á landi um þessar mundir.
Ýmislegt smávægilegt mætti þó
betur fara hjá þeim piltum. Löng
hlé á milli laga eru öldungis óþörf
og mættu kynningar gjarnan koma
í staðinn.
En á heildina séð þá bar Röddin
af öðrum flytjendum þetta kvöld.
Þeir félagar uppskáru samt ekki.
klapp í samræmi við það. Skrýtið.
Hevímetal menn
Fulltrúar þungarokksins, hljóm-
sveitin Ruth, gerðu sig næst klára.
Hljómsveitin hét reyndar Black
Widow áður en hún breytti nafninu
fyrr umdaginn.
Sannast sagna þá er þungarokk-
tónlist mér lítt að skapi, fyrir utan
einstaka lög (til dæmis Too Late
með Dio eða Still Loving You með
Scorpions). Hvorugt þessara laga
heyrðist og ég hlustaði því með
öðru eyranu.
Ýmsir aðrir létu sér hins vegar
vel líka og greinilegt að hevímet-
alið á sína traustu aðdáendur.
Allavega hafa margar ungar
þungarokksveitir komið fram í
sviðsljósið á undanförnum árum.
Gypsy vann sfðustu hljómsveita-
The Voice. Ekki lengur efnilegir strákar, heldur góðir.
Einn hevímetal-mannanna,
Björn Ólafur söngvari. Leður-
grifflurnar eru á sínum stað.
DV-myndPK.
Söngvari The Voice tekur sporið með bassaleikaranum.
„Alveq ógeðslega góðir“
Eftir að Ruth hafði lokið sér af
var hljómsveitin No Time kynnt
við mikinn fögnuð viðstaddra. Hún
var nokkra stund að koma sér fyrir
á sviðinu, stilla gítarinn og koma
fyrir tveim hljóðgervlum. Að þeim
undirbúningi loknum skelltu þeir
félagar sér f kynningarlag að hætti
stórhljómsveita og gestir klöppuðu
hressilega. Tónlist No Time er
nokkuð í ætt við það sem Cosa
Nostra hefur verið að gera. Létt,
danshæf tónlist þar sem hljómborð-
in eru í aðalhlutverki. Textarnir
eru mest notaðir til uppfyllingar,
„þú vilt ekki dansa við mig“ og
eitthvað í þá áttina.
En þetta höfðaði til gesta og No
Time var svo sannarlega vel fagn-
að. „Þeir eru alveg ógeðslega góð-
keppni, sællar minningar. Hvað er
annars orðið af henni?