Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 4
DV. LAUGARÐAGUR18. .JANÚAR1986.
, I
Norðmenn stunda loðnuveiðamar af kappi:
STÓRFELLDUR VEIÐI-
ÞIÓFNAÐUR HÉR VID LAND?
Frá Emil Thorarensen, fréttaritara
DV á Eskifirði:
Eins og kunnugt er hafa 64 norsk
loðnuskip fengið heimild til að
veiða 40.000 tonn af loðnu innan
íslenskrar fiskveiðilögsögu í þetta
sinn. Sum norsku skipanna frysta
loðnuna um borð og er framleiðsl-
an nýtt í refafóður í Noregi. Hins
vegar er hluti framleiðslunnar
sagður fluttur aftur til Islands til
refabænda og þá á fjór- til fimm-
földu verði miðað við það verð sem
íslensku loðnubátarnir fá fyrir
loðnuna.
Hvað um það, það hefur gengið
á ýmsu í sambandi við loðnuveiðar
Norðmanna hér við land. Um dag-
inn kom til árekstra milli þeirra
og íslensku sjómannanna. Hafa
íslenskir loðnuveiðiskipstjórar
lagt áherslu á að sýna beri tillits-
semi á miðunum þar sem verið er
að kasta enda oft verið að á tiltölu-
lega litlu svæði. Þannig hafa t.d.
verið 30 skip á svæði sem er ein
míla í radíus.
Um daginn þóttu Norðmenn sýna
tillitsleysi undir slíkum kringum-
stæðum, eins og fram kom í frétt-
um. Núna er aftur farið að kastast
i kekki milli loðnusjómannanna
því íslenskir skipstjórar eru farnir
að tala um að Norðmennirnir séu
að svindla á okkur. í því sambandi
hafa þeir bent á að skip, sem taka
allt að 1.400 tonn, meldi sig með
750 tonn og fari við svo búið heim
til Noregs. Finnst þeim full ástæða
til að fylgst verði betur með veiðum
þeirra og meldingum en gert hefur
verið hingað til. Loðnuskipstjór-
arnir minna á að það sé einkenni-
legt að 64 norskum loðnuveiðiskip-
um skuli heimilaðar veiðar hér við
land á aðeins 40.000 tonnum með
tilliti til þess að þau taka flest yfir
1.000 tonn hvert og hyggjast fara
eina, tvær ferðir. Samkvæmt því
munu þau veiða á annað hundrað
tonn af loðnu.
„Til hamingju og spilaðu nú ekki alltof hátt heima hjá þér,“ sagði Páll Stefánsson, auglýsingastjóri DV,
þegar hann afhenti Guðbjörgu Heiðu hljómtækjasamstæðuna sem sést í kössunum mörgu á bak við þau.
Á myndinni er einnig Júlíana Árnadóttir, móðir Guðbjargar.
Var viss um að fá vinninginn
Fimm ára Reykjavíkursnót fékk hljómtækjasamstæðuna í jólagetraun DV
„Bara vel,“ svaraði Guðbjörg Heiða
Guðmundsdóttir. fimm ára stúlka,
þegar blaðamaður DV spurði hana
hvernig henni litist á að vera orðin
eigandi að veglegri hljómtækjasam-
stæðu. Guðbjörg vann nefnilega
aðalvinninginn í jólagetraun DV,
glæsilega Fisher-samstæðu, nánar
tiltekið „System 300“. Vinningshafi
kom á ritstjórn DV í gær og veitti
hinum glæsilega grip viðtöku.
„Hún var alveg ákveðin í að vinna
þetta,“ sagði móðir Guðbjargar, Júl-
íana Árnadóttir, sem kom með dótt-
urinni, henni til halds og trausts.
„Hún var meira að segja svo ákveðin
að hún spurði hvenær DV myndi
hringja í hana þegar hún væri búin
að vinna.“
Guðbjörg Heiða sagðist hafa gam-
an af að hlusta á tónlist. Það mun
einkum vera platan með Brúðubíln-
um og „Tölvukallinn" með Ladda
sem skipa efstu sæti vinsældalistans
hjá henni. Fisher-samstæðan góða á
vafalaust eftir að komast í kynni þær
ágætu skífur á næstunni.
Félag f lugmálastarf smanna:
Ræddu um hvemig
staðið var að
undirskriftasöfnun
Stjórn félags flugmálastarfsmanna
kom saman til sérstaks aukafundar
í fyrradag til að ræða hvernig staðið
var að söfnun undirskrifta meðal
starfsmanna Flugmálastjórnar til
stuðnings Pétri Einarssyni II ug-
málastjóra.
Að sögn Hallgríms Hallgrímsson-
ar, formanns félags flugmálastarfs-
manna, varð niðurstaða stjórnar-
fundarins sú að gefa enga yfirlýsingu
um málið. Er Hallgrímur var spurður
hvort þessi undirskriftasöfnun hefði
verið umdeilanleg svaraði hann: „Já.
Hún var umdeilanleg."
Samkvæmt heimildum DV voru
dæmi þess að einstakir starfsmenn
væru kallaðir inn á skrifstofu þar
sem sátu þrír yfirmenn og buðu við-
komandi að skrifa undir. Yfirmenn-
irnir voru Jóhann H. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri íjármáladeildar, Har-
aldur Ragnarsson endurskoðandi og
Þórarinn Guðmundsson, yfirmaður
radíóeftirlits.
Yfirlýsingin, sem 77 starfsmenn
skrifuðu undir, hljóðar svo:
„Við teljúm Pétur Einarsson flug-
málastjóra mjög hæfan stjórnanda
og að hann hafi lagt sig sérstaklega
fram um að halda góðu samstarfi við
okkur starfsfólk stofnunarinnar.“
-KMU
Þetta bréf sendi Pétur Einars-
son flugmálastjóri eftir að hafa
hlustað á segulbandsupptöku á
viðtali blaðamanns DV við for-
mann stéttarfélags flugumferð-
arstjóra.
Ef a að f lugmálastjóri
haf i haft gilda ástæðu
til að hlusta á böndin
„Ég dreg mjög í efa að flugmála-
stjóri hafi í þessu tilfelli haft nægi-
lega gilda ástæðu til að hlusta á
segulböndin," sagði Halldór Hilm-
arsson, stjórnarmaður í Félagi ís-
lenskra flugumferðarstjóra, er DV
ræddi við hann um segulbandsupp-
tökuna á samtali blaðamanns við
Hjálmar D. Arnórsson, formann
Félags íslenskra flugumferðarstjóra.
„Við drögum ekki í efa rétt flug-
málastjórnar til að hljóðrita öll símt-
öl og fjarskipti sem lúta beint að
flugumferðarstjórn.
Slíkar hljóðritanir eru notaðar til
að rannsaka flugumferðaratvik, svo
sem flugslys, atvik þegar legið hefur
við flugslysum og eins þegarr upp
kemur ágreiningur milli flugumferð-
arstjóra og flugmanna eða annarra
notenda flugumferðarþjónustu.
Á Keflavíkurflugvelli, þar sem ég
vinn, er það algild regla þegar hlust-
að er á hljóðritanir í framangreind-
um tilvikum að kallaðir eru til full-
trúar flugmálastjórnar, viðkomandi
flugumferðarstjóri, sem átti aðild að
málinu, og flugmaður eða fulltrúi
hans, ef þeir eiga hlut að máli.
Þetta er gert til að gæta ýtrastá
hlutleysis og til að tryggja hagsmuni
allra aðila og til að koma í veg fyrir
hugsanlega misnotkun, svo sem að
upptöku verði breytt.
Hvað varðar viðtal blaðamanns
DV við Hjálmar D. Arnórsson, for-
mann félags íslenskra flugumferðar-
stjóra, þann 9. janúar, sem hótað er
brottrekstri fyrir, virðist Pétur Ein-
arsson flugmálastjóri fara í segul-
böndin, sem geymdu þetta símtal, án
samráðs við viðkomandi aðila, það
er að segja flugumferðarstjórann og
blaðamanninn sem einnig hlýtur að
eiga sinn rétt.
Þetta atferli flugmálastjóra er
ódrengilegt, sérstaklega í ljósi þess
að þær upplýsingar, sem voru á seg-
ulbandinu, voru notaðar gegn for-
manni stéttarfélagsins," sagði Halld-
ór Hilmarsson.
-KMU
HI-YK J AVlK l'll
ins ni' ii i r.n
Ki.,.,,.1.., IIYIM
K..m |Y|| 1711,1
llr. f lugumferðarstjóri
HJálmar D. Arnorsson
Strýtusel 5 m.i.,... v.„ n.,-
Reykjavik
Reykjavik 13. jan. 19R6_
AWMIIHGAlWKgr-
Við rannsókn á istaðum sem ollu töfum A innanlandsflugi
þriðjudagsmorguninn 7. janóar sl. kom 1 IJób að þér i
vinnustöðu i flugturni tðluðuð vlð blaöamann um leið oq þér
eruö að stjórna flugvallarumferö.
Sú hegðan hlýtur að teljast óafsakanleg meö tilliti til
þeirrar ðryggisgczlu, sem þér vinniö vegna flugs.
Kvöldiö þann 9. janúar sl. ittuð þér að standa
naturvakt i Reykjavik flugturni.
t>ér mcttuð ekki og boöuöuö ekki forföll en i slað yðar
kom flugumferðaretjóri, sem ekki hefur full rétiindj i
f lugstjórnarmiöstöð, Sem striðir gegn gildandj
starfsreglum.
Ennfremur hafið þér brotiö starfsreglur 2.4.16. qr.l.ll.
frá 1.6. 1982.
Með hliösjón af framansögöu og fyrri áminningarbrél uin
til yóar hlýtur að vera fullt tilefnl til uppsagnar.
Má I yóar hefur verlð sent .samqönguráðuneyi imi i il
iiml jii l 1 uiidr .
Plugmálastjórinn
Pétur Einaisson