Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 6
6
DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986.
[husiöl
RED WIME ■ VIN ROUOE
0
• •• PRODUCED AND BOTTLED tN BULGARI A
• •
• EXPORTID BY VINI M PE X - SOFIA, BULOARIA
IMPORTER ÁFENOIS - OO TOBAKSVER2LUN RIKISINS
SAUVION jfgffl 8 PILS
aic, n\v>~
CHINON
APKUATION CMINOU CONTRÓllE
en bOuMMt |xu’
SAUVION £i FILS LE CL£RAV.VALLET(L.'ATU
»,5a TOraw'k.u n r.
SONOMA (pusri'i'
CABERNET SAUVIGNON
Vintage 1982
Oar Cíbnnmt Suuvignon b*< zn ekfiant b-ivqutuanda fulllwdied^
n-bnexr Utrived (rom patwnt nging in ðiA, AU. 12% hy Voi.
HililSi'AI. . ..
i.xi-Kwm
■
C«U CL»«St IN 18*9
MARGAUX
c/N -ppil* * N•»«*.-« cO
v . ) :soCÚ 'r m'1t£. OVCHAttAu tPNieW'. BRQ
0*5 MIS FN ;>>utí;ii.i.e au gfejATEAU %
AfENGIS - OG T08AKSVERZLUN R't'JílNS
PAUL MASSOR
Madt 6 ttaitkd by PattiMauon ilnryanls.Sararoga.Gj ■
RAUÐVÍNS
PRESSAN
Jónas Krístjánsson
OPIÐ TIL
r-
V
I
KL
D
4
VtSA
Jon
Loftsson hf.
Hringbraut
121
Sí
Chianti Classico, á 390 krónur. í
þessum hópi eru nú þrjú önnur vín,
Granado frá Portúgal, Trakia frá
Búlgaríu og Chinon frá Frakklandi.
Trakia hefUr löngum verið uppá-
hald, eitt ódýrasta rauðvín Ríkisins
og hefur samt jafnan náð 6 í einkunn.
Nú virðist vera á boðstólum betri
sending en áður, því að Trakia fékk
í vetur 6,5 í endurtekinni prófun.
Verðið er afar hagstætt, þrátt fyrir
hefndaraðgerðir Ríkisins, 240 krónur
flaskan. Það eru beztu léttvínskaup
í Ríkinu um þessar mundir.
Gallinn við þessa sendingu af Trak-
ia er, að vandasamt er að ná tappan-
um úr. Hann hefur tilhneigingu til
að þrýstast niður í flöskuna. Það er
raunar dæmigert fyrir austantjaldið.
Þeg’ar þar hefur tekizt að framleiða
hið bærilegasta vín, geta menn ekki
klárað dæmið með því að loka flösk-
unni með almennilegum tappa.
Um Granado frá Portúgal er fátt
að segja. Það er frá vínhéraðinu Dao
og kostar 850 krónur í tveggja lítra
flösku. Það svarar til 320 króna á
venjulega 75 sentílítra flösku, sem
er einmitt verðið á slíkri flösku af
Granado. Síðari útgáfan var uppseld,
þegar prófað var. Þetta er hið þægi-
legasta vín og ilmar vel.
Chinon 1984 er nýlega komið á
skrá Ríkisins og kostar þar 400 krón-
ur. Það kemur frá miðjum Loire-dal
og er eini fulltrúi rauðvíns frá þeim
kunnu vínslóðum - alveg eins og hið
nýlega Chateau du Cléray er eini
fulltrúi hvítvíns frá þessum dal.
. Chinon er milt og ljóst vín, ræktað
í hlíðum þverárinnar Vienne.
- í sex stiga flokkunum eru ítalska
>Toskaníuvínið Santa Christina, sem
;,ér Chianti Classico, árgangur 1983,
. verð 300 krónur, og hið suðurfranska
JChateau Fontareche, sem er Cor-
bieres-vín, árgangur 1984, verð einn-
ig 300 krónur, verðugur arftaki
■ Chateau du Saint-Laurent. Þetta eru
7hin dæmigerðu vín hússins, fram-
,, :báerileg hversdagsvín, heilbrigð og
(•Viífel gerð, en án skemmtilegra sér-
' .kénna.
'' ‘ Til viðbótar er hér svo mælt með
einu rauðvíni áfengislausu, Rotlack.
• .,Það er þolanlegt til drykkjar. Fróð-
. .Jegt er, að Ríkið hefur ekki á boðstól-
jiim áfengislaus rauðvín og hvítvín,
.■ þótt þau séu í vaxandi tízku.
Tóllnothæf,
54ónothæf
../. Einkunnin 6 í töflunni, sem fylgir,
aknar í raun, að vínið sé sæmilega
ykkjarhæft, 6,5 táknar fremur gott
iiisvín, 7 táknar mjög gott vín húss-
.nálægt mörkum eðalvína, og 7,5
fnar vín, sem er í lægsta flokki
"dvína. Af 66 rauðvínum Ríkisins
Sjhast aðeins tólf í tölu þessara
kjarhæfu vína og einungis eitt
eðalvína. Aðeins eitt þessara
Santa Christina, er til á
ífflöskum fyrir hófsama.
nginn, alls enginn vínkaupmaður
eiminum er eins ömurlegur og
síi, ekki einu sinni á Norðurlönd-
Því er rík ástæða til að búast
þatnandi tíð með nýjum forstjóra
kisins eftir 1. marz.
' Jónas Kristjánsson
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins:
Stuðlar að neyzlu
vondra rauðvína
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins
virðist hafa takmarkalitla óbeit á
þeim, sem hafa ekki áhuga á hinu
gríðarlega úrvali ótal tegunda
brennivíns, sem þar er á boðstólum,
og vilja heldur beina kaupum sínum
að einhverju hinna sárafáu drykkj-
arhæfu léttvína. Af vodka einu eru
til 19 tegundir í Ríkinu, flestar hver
annarri líkar, en af samanlögðum 149
léttvínum þess eru aðeins 23 drykkj-
arhæf.
Fyrir réttri viku sýndi ég dæmi um,
hvernig Ríkið ræðst aftan að kaup-
endum hvítvíns með því að skipta í
laumi á betri vínum og lakari, hætta
innflutningi hinna betri og koma
með lakari vín í þeirra stað, undir
sama númeri og heiti í verðskrá og
á sama verði.
I þetta sinn ætla ég að sýna dæmi
um annars konar aðferð. Hún er
notuð gegn kaupendum rauðvíns.
Hún felst í, að hækkað er hlutfalls-
lega meira verð á þeim vínum. sem
fá góð meðmæli, en hækkað hlut-
fallslega minna verðið á hinum, sem
ekki eru drykkjarhæf. Þessar verð-
breytingar eru óháðar breytingum á
innflutningsverði. Þannig er neyt-
endum góðra vína þrýst yfir í neyzlu
vondra vína og helzt einhvers
brennivíns, sem gefur ríkinu góðan
arð.
50% í
stað15%
Á hálfu ári hafa létt vín hækkað
um 15-20% í verði, heldur meira en
brennivínin. Nokkur rauðvín hafa
þó verið tekin úr hópnum og hækkuð
meira. Það eru yfirleitt vín, sem bent
hefur verið á, að væru betri en önnur.
Þar á meðal eru fimm af hinum níu
rauðvínum Ríkisins, sem ég mælti
með fyrir hálfu ári.
Chateau Cantenac-Brown, Riserva
Ducale og Trakia hafa ekki verið
hækkuð í verði um 15-20%, heldur
25%. Chateau Fontareche hefur
verið hækkað um 30%, en það kann
að stafa af, að það sé örlitlu dýrara
í innkaupi en Chateau du Saint-
Laurent, sem það leysti af hólmi.
Stórkarlalegust hefur orðið hækkun-
in á Chateau Barthez de Luze, heil
50%.
Chateau Cantenac-Brown er enn
eina rauðvínið í Ríkinu, sem kemst
yfir mörk þess að geta kallazt eðal-
vín. Árgangurinn var 1981 í fyrra-
sumar, en er nú orðinn 1982. Gæða-
munurinn er enginn og einkunnin,
sem nýi árgangurinn fékk i blindri
prófun, er hin sama, 7,5.
Hvort tveggja árið er raunar allt
of ungt fyrir vín af þessu tagi. Ég
hef til samanburðar heimageymda
flösku frá 1975 af þessu vini, sem
prófað var á jólunum. Flaskan hafði
að geyma mun göfugra vín, enda var
það orðið tíu ára gamalt. Einkunn
þess var 8,5. að vísu ekki í blindri
prófun.
Kaupendum léttra vína skal bent
á, að tiltölulega sjaldgæft er, að þau
batni á þennan hátt með aldrinum.
Eingöngu hin sárafáu eðalvín gera
það og þá yfirleitt aðeins um tak-
markaðan tíma. Almenna reglan er,
að bezt sé að drekka létt vín sem
yngst. Vínið, sem hér um ræðir, er
eitt hinna fáu. Það batnar raunar
örlítið við að fá að standa í tvær
Be%tu rauövínin
St‘Z Verd Nafn
7J 780 Cbateau Cantenac- Brown 1982
7 J‘° Kíarqués de R/sca/1981
JJ° Carbernet Sauvignon 1982 (Pau/ Masson)
J7° Saint-Emilion 1982 (Luge)
490 Chateau Barthe^ de Euge 1982
6>f 2j0 Trakia
(20 Granado
JJ0 Siglo 1982
J9° Riserva Ducale
400 Chinon 1984
6 (00 Chateau Tontareche 1984
(00 Santa Christina 198'(
JJ i6j Rotlack (áfengislaust)
stundir í opinni flösku eða í klukku-
stund í karöflu.
Chateau Cantenac-Brown kostar
nú 780 krónur flaskan. Það er hátt
verð, um það bil tvöfalt hærra en i
útlöndum. Það er samt ekki dýrasta
rauðvínið í Ríkinu, því að þar fást
Chateau Talbot á 1160 krónur og
Volnay frá Hospices de Beaune á
1330 krónur.
Skemmst er frá því að segja, að
Chateau Talbot, sem var af árgangi
1975 og ætti að vera mjög gott eðal-
vín, fékk aðeins 6 í einkunn í blindri
prófun, þar sem Chateau Cantenac-
Brown fékk þó 7,5. Enn verri varð
útreið Volnay (Hospices de Beaune),
árgangs 1978, sem einnig ætti að
vera mjög góður. Einkunnin varð
ekki nema3!
Skýringin er sennilega, að vín þessi
hafi skemmzt í frosti á leiðinni til
landsins og síðan versnað í langri
og miskaldri geymslu hér á landi.
Kaupmaður, sem kann ekki að láta
flytja vin eða að geyma vín, getur
auðvitað ekki boðið upp á frambæri-
leg eðalvín. Hann getur raunar ekki
boðið létt vín yfirleitt, svo sem raun
ber vitni í Ríkinu. Þar gengur allt
út á ýmiss konar brennivín, sem þolir
nánast hvað sem er. Og léttu vínin
eru meðhöndluð eins og brennivín.
Sambandsleysi
verðs og gæða
Eins og áður eru Saint-Emilion frá
Luze á 370 krónur og Chateau Bart-
hez de Luze á 490 krónur áfram í
öðru sæti með 7 í einkunn. Þau og
raunar öll önnur vín, sem hingað til
hafa verið nefnd, eru frönsk, svo sem
við er að búast. I þessum sjö stiga
flokki hefur svo fjölgað um tvö vín
úr öðrum áttum.
Annað er spánska Rioja-vínið
Marqués de Riscal, sem nú er af
árgangi 1981, er virðist heldur betri
en árgangurinn 1980, sem var til í
sumar. Verðið er 310 krónur. Hitt
vínið er nýliði á gæðalistanum, hinn
eini fulltrúi Kaliforníu. Það er Ca-
bernet Sauvignon 1982 frá Paul
Masson, vín úr Sonoma-dal, þungt
og rauðbrúnt, ilmríkt og bragðfullt.
Lesendum til glöggvunar er rétt að
taka fram, að þetta Cabemet er frá
Paul Masson, en ekki frá Almadén
þeim, sem Ríkið uppnefnir í verðskrá
sem Almon. Ennfremur er áðumefnt
Saint-Emilion frá Luze, en ekki frá
Bichot. Það er engan veginn sama,
hver framleiðandinn er.
í báðum tilvikum eru betri vínin
ódýrari. Cabernet Sauvignon að
okkar vali kostar 330 krónur, en hitt
370 krónur. Saint-Emilion að okkar
vali kostar 370 krónur, en hitt 400
krónur. Sem betur fer er ekki alltaf
beint samhengi milli verðs og gæða,
stundum alls ckki neitt.
Nokkur rauðvín fengu 6,5 í blindri
prófun í vetur. Tvö eru hin sömu og
í fyrrasumar, hið spánska Siglo frá
Rioja á 350 krónur og hið ítalska
Toskaníuvín Riserva Ducale, sem er