Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986. 5 Hólmfríður Karlsdóttir sýndi á sér alveg nýja hlið í fyrrakvöld þegar hún lék ó steðja með Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabiói. Fékk hún hinar bestu móttökur enda ekki á hverju kvöldi sem fegursta kona heims leikurmeðSinfóníunni. DV-myndKAE DAUFT YFIR NORDURLANDA- HÚSINU í FÆREYJUM — Starf semin í lægð og stjómarmenn hljóðir Eðvarð Taylor, fréttaritari DV í Þórshöfn í Færeyjum: Hljótt hefur verið um starfsemi Norðurlandahússins í Færeyjum síðan varaforstjóri og stjórn hússins flæmdu Hjört Pálsson frá störfum fyrir liðlega hálfu ári. En sú þögn er þó ekki komin til af góðu, að sögn færeyskra blaða núna í janúar. Dregið hefur jafnt og þétt úr starf- semi hússins frá því í haust og nú er svo komið að ráðgerð var aðeins fimm til átta stunda starfsemi sam- tals í öllum janúarmánuði. Er þeim tíma varið mestöllum til þess að kenna börnum færeyskan dans. Blaðið „Friu Föroyar" segir að starfi hússins og gæðum þess efnis, sem boðið er þar upp á, fari stöðugt hrakandi. Miklar vonir höfðu verið bundnar við húsið í upphafi en rekst- ur þess hefur valdið miklum von- brigðum, að sögn blaðsins. Nefnt er til dæmis að alþýðuleikhúsinu Grímu, hópi ungs áhugafólks um leiklist, sem er í fremstu röð fær- eyskra áhugaleikflokka, var úthýst með sýningu í Norðurlandahúsinu í desember og ekki er vitað hvort leik- flokkurinn fær að sýna nokkurn tíma aftur í húsinu. Þó hefur það vakið mikla furðu í Færeyjum að Norræna félagið hefur ekki fengið inni í Norðurlandahús- inu með fundi sína eða róðstefnur. Núverandi forstjóri hússins er sænsk kona, Karin Flodström að nafni, fyrrum þingmaður sænskra sósíaldemókrata. Hún hefur neitað fram til þessa að ræða um málefni hússins við færeysk blöð og hefur hún ekkert látið uppskótt um hvern- ig samstarfið hefur gengið við vara- forstjórann, Ásu Justeníussen. En erfiðleikar í samstarfi við Ásu voru ein meginorsökin fyrir því að Hjörtur Pálsson fór frá Norðurlandahúsinu eftir aðeins hálfs árs starf. Anna Áslaug Ragn- arsdóttir píanóleik- Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari. Jean-Pierre Jacqu- illat hljómsveitar- stjóri. ar íslenskar hljómplötur Þann 18. desember sl. hlutu þrjár íslenskar hljómplötur sérstaka við- urkenningu frönsku hljómplötuaka- demíunnar (Academie du Disque Francais) við hátíðlega athöfn. Þess- ar hljómplötur voru ailar gefnar út af íslensku tónverkamiðstöðinni á síðasta ári og á þeim er að finna úrval íslenskrar fiðlutónlistar, sem leikin er af Guðnýju Guðmundsdótt- ur, úrval íslenskrar píanótónlistar, sem Anna Áslaug Ragnarsdóttir leikur, og loks hljómsveitarverk þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands og Jean-Pierre Jacquillat koma við sögu. Verðlaunin eru í formi viður- kenningarskjala og nefnast „Dis- coboles". Að sögn Gunnars Snorra Gunnars- sonar, sendiráðsritara i París, þykir franska hljómplötuakademían merkileg stofnun, m.a. er Frakk- landsforseti vemdari hennar. Dóm- nefndina skipa 25 þekkt tónskáld og tónlistarfrömuðir og eru veittar við- urkenningar í ýmsum ílokkum. í tilefni af ári tónlistarinnar í Evrópu ákvað akademían að verð- launa hljómplötur frá öllum þeim löndum sem tóku þátt i tónlistarár- inu. Voru ein eða tvær hljómplötur verðlaunaðar frá hverju lándi. Þykir tíðindum-sæta að þrjár plötur skuli hafa orðið fyrir valinu frá íslandi. Til samanburðar má geta þess að frá Finnlandi var valin ný upptaka á sinfóniu eftir Sibelius, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, sem Decca fyrirt.ækið gefur út. Reykjavík í myndlist Sýning á Kjarvalsstöðum á Listahátíð í Reykjavík 1986. Stjórn Kjarvalsstaða hefur úkveðió að efna til myndlistarsýningar aó Kjarvalsstödum ú Listahútið í vor og nefnist hún Reykjavík í myndlist. Öllum starfandi myndlistarmönnum er hér með boðið að senda verk ú sýninguna og mun dómnefnd síðan velja úr verkunum. Sýningin verður í vestursal og vesturforsal Kjarvalsstaða í júní- og júlímúnuði, samtímis sýninguú verkum Picassos sem verður í Kjarvalssal. Verkum þarf að skila til Kjarvalsstaða fyrir 20. apríl nk. með ítarlégum upplýsingum um bœði viðkomandi verk og höfund. Kjarvalsstöðum, 13. janúar 1986. Stjórn Kjarvalsstaða. 12 diskar grunnir 12 diskar djúpir I fat 32 crn. I fat 36 cm. I sósukanna l súputarína 1 kartöfluskál 2 grænmetisskálar 12 bollapör 12 með diskar 1 sykurkar 1 rjómakanna 1 tertudiskur Sendum í póstkröfu um land allt. .... ■ * ö°“ ,» s\^A- w\y^ ,¥,6^0 G\*s' ,\b« Míbct' BUTASALA Nú er hægt að gera góð teppakaup Okkar ár/ega bútasa/a og afs/áttarsa/a stendur i yfir. Teppabútar af öllum mögulegum stærðum og gerðum með miklum afslætti og fjö/margar gerðir gó/fteppa á ótrú/ega góðu verði. BYGGINGAVORURI HRINGBRAUT120 Byggingavörur Gólfteppadeild Símar 28600 28603 Timburdeild 28604 Málningarvörur og verkfæri 28605 Flísaroghreinlætistæki • 28430

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.